Norðurljósið - 12.07.1892, Side 1
Stserð: 24 arkir. Verð: 2 krónur. Borgist fyrir lok júlí. NORÐURLJÓSIÐ. Verð auglýsinga: 15 aura línan eða 90 a. hver þml. dálkg.
13. blað. Akureyri 12. júlí 1892. 7. ár.
Bindindismálið
fær stöðugt fleiri og fleiri fylgismenn hér á landi. Lengi
leit svo út sem klerkum landsins væri lítið gefið um bind-
indishreifingamar, að minnsta kosti tóku þeir fáir verulegan
þátt í þeim eða gengu á undun öðrum möunum með góðu
eptirdæmi í því efni. Jafnvel ýinsir klerkar, sein sýndu í
öðrum velferðarmálum dugnað, framtakssemi og þjóðrækni,
létu sig engu skipta um bindindismálið, og enda ekki laust
við, að sumir þeirra heldur ömuðust við því, þó þeir annars
væru, sem almennt er kallað, »mestu reglumeun«. En nú
á síðari áruin hetir komið talsverð breyting á þetta og hugur
klerka víða á laudinu fremur hneigzt í þá áttina, að efla og
styðja bindindismálið. Eru nú þegar allmargir prestar orðnir
bindindismenn og virðist svo sein þeim almennt sé farið að
verða það all-ijóst, að bindindismálið er sannnefnt vellerðar-
mál, og einmitt það mál, sem þeir eru allra manna bezt
settir til að flytja og framfylgja og enda allra manna skyld-
ugastir til af þvi það snertir svo mjög siðferði manna, því
hlulverk prestanna er að efla allt gott, fagurt og kristilegt
til heilla fyrir land og lýð.
í fyrra var bindindismálinu hreift á synodus, og fékk
það þar góðar undirtektir hjá æðstu klerkum landsins og
öðrum, þó verklegar framkvæmdir yrðu litlar að þvi sinni.
En nú nýlega hefir byskupinn yfir íslandi ásamt 7 merkum
próföstum og prestum sent öllum prestum landsins ávarp
þess eínis, að hvetja þá til að styðja að bindindismálinu eptir
mætti. Eylgir bréfinu yfirlýsing, sem ætlazt er til að prest-
ar skrifi undir. I henni er það tekið fram, að þeir skoði
sflingu og útbreiðslu algjörðs æfi-bindindis sem kristilegt
kærleiksverk, er sérstaklega snerti þá eptir stöðu þeirra,
og vilji peir þvi með eigin dæmi og í orði og verki styðja
þetta velferðarmál.
Er svo til ætlazt, að ylirlýsingin með öllum undirskript-
um, er fást, verði birt í Kirkjublaðinu. Gefst mönnum þá
kostur á því, að sjá hvort nokkrir eða hve margir og hverjir
prestar skerast úr leik. Yonandi að þeir verði engir.
Eins og getið hefir verið um í blaði þessu, gjörðu nokkr-
ir kaupmenn á Vestfjörðum samtök um það í vetur að tak-
marka aðflutning áfengra drykkja. Tilraun var og gjörð hér
til að fá kaupmenn að bindast slíkum samtökum (sbr. s. tbl.
Nl.) og í Kaupmannahöfn var mál þetta um sama leyti á
dagskrá meðal kaupmanna þar, er hér á landi verzla. f>ó
þetta hafi enn ekki borið æskilega mikinn árangur, er þó
málið komið á þann rekspöl, að fyr eða síðar hljóta kaup-
menn almennt að sinna þvi, að minnsta kosti að einhverju
leyti. Beinan árangur af þessum hreifingum má telja ávarp
það og áskorun, sem hér fer á eptir og sem nú er sent
víðsvegar út um land. Er vonandi að menn taki þessu vel
og verði ósparir á undirskriptunum, því fylgi almennings
ræður að öllum líkindum mestu um úrslit þessa máls
bjá þinginu.
* *
*
„Hið mikla og margreynda skaðræði áfengra drykkja, ef
þeirra er neytt í óhófi, fullsannað gagnsleysi þeirra, þótt í
liófi sé neytt, efnatjón það, er nautn þeirra bakar vorri fé-
litlu þjóð, minnkun sú, er slík fjárbrúkun yfir höfuð gerir
oss, — allt þetta í einu lagi og margt annað hér ótalið virð-
ist oss eiga að knýja alla þjóðrækna menn til þess að leitast
við að bægja slíkri vöru alveg frá landinu.
Til þess að nálgast það endimark stingum vér upp á
þeim ráðum, er felast I meðfylgjandi áskorun, er vér viljum
biðja yður að útvega sem flestar undirskriptir undir í yðar
sveit og svo fljótt, sem við verður komið, og senda hana að
því búnu einhverjum vor undirskrifaðra, er gengið höfum í
nefnd til þess að greiða götu þessa máls. Yér væntum þess
og ætlumst til, að undirskrifendur ítreki sjáltír á kjörfundum
i haust þann lið áskorunarinnar, er stýlaður er til þingmanna,
gangi eptir skýlausu svari af hálfu þingmannaefna og láti
það hafa hæfileg áhrif á það, hverjum þeir greiða atkvæði.
En að öðru leyti tökuin vér að oss að koma áskorunuuum á
framfæri, bæði við þingið, við stjórnina, þannig að vér ritum
henni bænarskrá um að leggja fyrir þingið laganýmæli þess
efnis, er farið er fram á í áskoruninni, og loks að tilkynna
kaupmönnum vilja landsmanna, eins og hann lýsir sér í
undirskriptunum (og þarf þar að tilgraina bæði fullt nafn,
stöðu og heimili).
Vér gjörum eigi ráð fyrir neinni verulegri tekjurýrnun
fyrir landssjóð af tollhækkun þeirri, er vér förum fram á.
Miklu heldur mundu góðar undirtektir kaupmanua undir á-
skorunina til þeirra (3. tölut.) hafa slíkt í för með sér. En
verði því að skipta, hljótum vér að treysta þinginu til að
finna hentug ráð og almenningi sem léttbærust til að bæta upp
þann tekjuhaila. Enda vitum vér, að á n áfengiskaupa verður
þjóðin margfalt færari en ella um að leggja nokkuð af mörk-
um við landssjóð; m e ð þeim margfaldar hún sjálf lands-
sjóðsgjöld sín.
Vér sendum yður ileiri en eitt expl. af fyrnefndu prent-
uðu áskorunar-eyðublaði, til hægri verka, ef þér, sem vér
teljum æskilegt, feugjuð í lið með yður einn eða fleiri valin-
kunna menn, er lagið mundi að laða aðra til að aðhyllast
þetta mál og staðfesta það með undirskript sinni. Helzt
ætti hver einasti kjósandi að undirskrifa.
Gjarnan vildum vér fá áskoranirnar endursendar oss,
með sem allra flestum undirskriptum, svo tímanlega, að
skýrsla um árangurinn gæti borizt aptur út um land á
undan alþingiskosningum í haust (í septbr.).
Að svo mæltu felum vér yður mál þetta til beztu fyrir-
greiðslu, og treystum yður meðal annars til að mæla kröpt-
uglega fyrir því og sannfæra bæði fúsa og trega um nauð-
syn þess og nytsemi.
Reykjavík í júnímánuði 1892.
Björn Jónsson, Guðbr. Finnbogason, G. E. Briem,
ritstjóri, yerzlunarstjóri. verzlunarstj. (Hafnarf.).
formaður nefndarinnar.
Hannes þorsteinsson, Indriði Einarsson, Jóhann þorkelsson,
ritstjóri. revisor. dómkirkjuprestur.
Jón þórarinsson, Ólafur Rosenkranz. þórhallur Bjarnarson,
skólastjóri (Hafnarf.). kennari. prestaskólakennari.
Á s k o r u n.
1. Vér undirskrifaðir kjósendur til alþingis leyfum oss
hér með að skora á alþingi 1893, að það lögleiði aðsínuleyti
a) bann gegn því, að bruggaðir séu áfengir drýkkir
hér á landi;
b) hækkun á tolli á brennivíni og öðrum áfengum