Norðurljósið - 06.10.1892, Blaðsíða 2

Norðurljósið - 06.10.1892, Blaðsíða 2
70 NORÐUftLJÓSIÐ. 1892 sjálfum sér, og hljóta ;ið gleðjast yfir hinni heitu, viðkvæmu ást, sem kemur í ijós hjá honum við munaðarlausa og aum- ingjas. Og að iokum kveður liann svo að orði; «Um sögur Gests má segja ; multum tion multa (mikilsvert |>ó lítið sé). það eru ekki lauslegar lýsingar hripaðar í handahóS, sem inenn lesa í dag og gleyma á morgum. Hinn fornislenzki sögustí 11. er hefur skapað önnur eins frábær listarverk sem Njálu og Eglu, hefur fest rætur i sögurn Gests og borið ávöxt ineð tiiliti til hinnar stuttu en kjarnyrtu orðaskipunar, hinna stálhvössu, Ijósu oröatiltækja og framúrskarandi práð- festu. J>ær eru pví eins og gömlu sögurnnr ópýðandi og er pað óbrigðult einkenni listaverksins. Af sögum í realistiska stefnu ntunu pær verða ineð peim fáu, er haldið mun verða á lopti, er stefna pessi er liðin undir lok, pví að Gestur er eigi að eins realisti, hann er lika listaskáld*. Nem. Kosniní* all>ingisinainia. J>ann 24. f. m. fór fram á Akureyri kosning alpingis- manna fyrir Eyjafjarðarsýslu. Kosningu hlutu sýslumaður Klemens Jónssori með 189 atkv. og Jón Jónsson bóndi í Múla með 150. Auk peirra buðu sig fram bóksali Frb. Steinsson á Akureyri, er fékk 45 atkvæöi, og séra Jónas Jónasson á Hrafnngíli, séra Magnús Jónsson i Laufási og og borgari Árni Pétursson á Oddeyri, er fengu 2—4 atkv. hver. Alls greiddu atkvæði 197 kjósendur. Öll pingmannaefnin tjáðu sig fullkotnlega hlynnt og fylgjandi sjálfstjórnarmálinu og öllum öðrum helztu áhuga- málum pjóðarinnar. Undirbúningurinn undír kosningar pessar var all-lítill, pvi kjósendur hér töldu pað sjálfsagt, að hinir fyrverandi pingmenn peirra mundu verða í boði hér, par til fáum dögum fyrir kjördaginn er pað fréttist, að peir væru báðír kosnir pingmenn í öðrum kjördremum. Varpví ráð manna mjög á reiki viðvikjandi kosningunum og pað jafnvel er á kjörfund var komið. Við hinn skamnia umhugsunartíma og litla undirbúning bættist pað og, að öll pingmannaefnin, sem í boði voru, voru óreynd sem pingmenn nema Jón Jónsson. En margir munu fyrst hafa verið honutn frem- ur fráhverfir vegna miðlunarstefnunnar, sem hann fylgdi og barðist fyrir á tveim síðustu pingum, pótt menn hins vegar teldu ltann búinn hinum beztu pingmannshæfileikum að mörgu leyti. Munu flestir kjóseudur hafa strax verið einráðnir í pví að kjósa ekki miðlunarmann hversu vel, sem peim líkaði maðurinn að öðru leyti. Hefði pví Jón fylgt peirri stefnu fram á kjörfundinum, mundi hann ekki hafa náð kosningu. En pví fór mjög fjærri, pví nú tjáði hann kjósendum, að hann ætlaði að fylgja sjálfstjórnar-* mönnnm að málum og væri orðinn fullkoinlega fráhverfur íniðluninni. Hafði pessi stef'nubreyting hans pau áhrif á kjósendur, að peir urðu honum almennt mjög fylgjandi, enda er hann hinn álitlegasti maður og vel nnili farinn. Er pað og kunnugt, að hann hefir áður komið mjög vel og frjálsmannlega fram í mörgum máluin á pingi. Hafði Itann og ýmsa fylgismenn víðsvegar, sem studdu kosningu hans eptír föngum og varð pað einnig góður styrkur fyrir liann. Líldegt er að Jón bregðist nú ekki kjósendum sínum í stjórnarskrármálinu er á ping kemur. enda von- andi að miðlunarstefnan eigi par ekki rnarga formælendur fyrst um sinn, er takist að leiða aðra pingmenn á glapstigu. býslumaður Klemens Jónsson flutti mjög sköruglega og skipulega tölu á fundinuin. Sagði hann með ótvíræðum orðuin, að hann fýlgdi stefnu sjálfstjórn- armanna í stjórnarskrármálinu, að hann vildi láta bæta vegi, og efla samgöngur á sjó og landi, styðja atvinnuvegi og menntun almennings betur eii gjört hefir verið, koma á innlendri lagakennslu, að afnema eða að minnsta kosti að takmarka mjög eptirlaun einbættisraanna, o. s. frv. Voru skoðanir lians á öllum helztu landsmálum hinar frjálsmann- legustu. Vænta pví kjósendur hins hezta af honum senl pingmanni. — I Norður-Múlasýslu eru kosnir alpingismenn Jón Jónsson h Sleðbrjót og séra Einar Jónsson á Kirkjubæ. 1 Suður-Múlasýslu séra Sigurður Gunnarsson á Valpjófs- stað og búfræðingur Guttormur Vigfússon á Strönd. Séra Lsírus Halldórsson hafði og boðið sig par frain, en náði eigi kosningu. 1 Vestur-Skaptafellssýslu er kosinn sýslutnaður Gaðlögur Guðmundsson. I Reykjavík yfirkennari Halldór Friðriksson kosinn með 101 atkv. Séra Jóhann J>orkelsson dóinkirkjuprestur batið sig par einnig frain eu fékk ekki neina 56 atkvæði. I Kjósar- og Gullbringusýslu eru kosnir feðgariiir séra þórarinn Böðvarsson prófastur í Görðnm og Jón þórarinsson skólastjóri I Hafnartírði. í vali var par einnig læknir þórður Thoroddsen. I Borgarfjarðarsýslu er kosinn búfræðingur Björn Bjarnar- son í Reykjakoti með 68 atkvæðum. Fleiri buðu sig þar fram og par á ineðal fyrverandi pingmaður peirra Grímur Thomsen. í Mýrasýslu er kosinn séra Benedikt Kristjánsson i Reykjavik ineð 34 atkv., Asgeir bóndi I Knararnesi hhiut atkvæði næst honuin, en fyrruin pingmaður Mýramanna séra Arni Jónsson fékk örfá atkvæði. í Barðastraudasýslu er endurkosinn Sigurður Jensson í Flatey. í Snæfellsnessýslu er kosinn Dr. Jón þorkelsson (yngri) í Kaupmannahöfn. I Strandasýslu Guðjóu Guðlögsson á Ljúfustöðum. í B deild stjórnartíðindanna, tbl. 21, er birtur reikn- ingur landsbankans yfir tímabilið frá 1. apríl til 30. júní petta ár. Við reikningslok átti landsbunkinu: kr. au. kr. uu« 1. Skuldabréf fyrir lánum: a. Fasteignarveðskuldabréf 684,341 18 b. Sjálfskuldarábyrgðarskulda- bréf 124,227 84 c. Handveðsskuldabréf 46,464 00 d. Skuldabréf fyrir lánum gegn ábyrgð sveita og bæjariélaga o. fl 24,269 97 e. Skuldabréf fyrir reikuings- lánuin . . 496 49 879,799 48 2. Onnur skuidabréf: a. kgl. ríkisskuldabréf 299,200 00 b. skuluabréf Reykjavikurkaup- staðar ..... 1,500 00 300,700 00 3. Víxla 43.363 00 4. Avisanir ..... 1,120 00 5. Fasteignir lagðar bankanum út fyrir lánum að upphæð . 1,050 00 6. tíjá laudmandsbankanum 14 08 7. í sjóði 42,348 10 Alls Kr. 1,268,394 66

x

Norðurljósið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/204

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.