Norðurljósið - 01.04.1893, Síða 3

Norðurljósið - 01.04.1893, Síða 3
39 Heimskautsnóttin byrjar. Eptir N. Juel-Hansen. Seinast í október hvarf sólin á bak við fjöllin í suðri. í>á hófst heimskautsnóttin. Hún varir í fjóra mánuði. Ekki kom þó þessi langa nótt yfir oss allt í einu. Fyrst framan af var hálfrökkur nokkrar stundir á hverjum degi, svo að leysa mátti af hendi öll vana- leg störf við þá skímu. En rökkrið varð æ skammvinnara með hverjum deginum, sem leið og loks var það úti með öllu. Þá gekk hin niðdimma nótt í garð og með henni bloss- uðu upp hin furðulegu norðurljós. Þau sáum vjer því nær á hverjum degi, ýmist skær eða dauf. Stund- um voru þau eins og dauf ijósglæta, eða eins og fá- einar skínandi ijósdoppur á lopthafinu, stundum voru þau eins og geislar, sem titruðu og brunnu með sjón- glepjandi hvitum eða rauðum loga. Þau kviknuðu út við sjóndeildarhringinn, og þeyttust alllangt upp í loptið, námu þá staðar, breiddust svo út um himin- inn eins og slegin með töfrasprota. Meðan áþví stóð, kom nýtt ljós f'ram á öðrum stað eins og kerfi af eldgeislum, er breiddist út eins og blævængur, dofn- aði síðan og dó út, eða það var eins og löng og gull- rauð fortjöld er ýmist væru brotin saman eða rakin sundur, svo sem væru það eldbylgjur, er bærðjist fyr- ir vindinum. Öll þessi furðulegu himinljós köstuðu bjarma yfir jörðina, svo hvergi bar skugga á, því að þau komust hvervetna að. Ekki sýndust þau svífa hátt í lopti og oss furðaði næstum á því, að vjer skyldum ekki heyra þytinn af fiugi þeirra. Það var tíðast að norðurljósið var eins og geisiandi logi, sólhvítur eða glóandi rauður. Út frá honum gengu geislar, sem uxu og skiptust í skínandi fána, komust upp í miðja himinhvelfinguna og urðu þar að stórum Ijóshjáimi eða eldhvolfi, sem ljómaði af öll- um litum og dó smátt og smátt út síkvikandi. Þessi furðusjón var næstum því eina fagnaðarsjón- in, sem bar fyrir augu vor á þessari löngu heimskauts" nótt; náttúran hafði eigi annað betra að bjóða. Eeynd" ar var okkur nokkur huggun í því, að horfa á nið- dimman himininn, sem blíkaði af óteljandi stjörnum. Þær komu hvorki upp nje gengu undir, heldur fóru þær hringför um himinhvelfinguna éins og tunglið. Þegar það kom upp fyrir sjóndeildarhring skínandi bjart, gekk það í hring og var á lopti 8—10 daga í senn. Þetta var nú öll lýsingin frá náttúrunnar hálfu. Hún var sannarlega fögur, en eigi nógu mikíl. Vjer urðum því að láta lampana loga í skipinu öllum dægrum. Jeg hjelt, að jeg vissi, hvað kuldi væri, en nú komst jeg að raun um, að það var mesti misskilningur. Kuldinn, sem jeg hafði áður vanizt, var ekki annað en blíður og þægilegur vorylur í samanburði, við frost það, sem heimskautsnóttin hafði í för með sjer. Frostið gerði fyrst vart við sig með því, að öll sponsgöt frusu á tunnunm okkar, þeim, sem einhver lögur var í. Ef tinstaup var látið standa í fimm mín- útur, þá var botnfrosið, það sem í því var, hvort sem það nú var öl, vatn eða te. Neyzluvatn höfðum vjer áður sótt- í læk, er rann skammt þaðan, en nú botn- fraus hann; vjer urðum þá að höggva upp glerharða ísmola og bræða þá og hafa það vatn til drykkjar. Allur reiðinn á skipinu hvíthjelaði og strengir og járn- stengur varð svo stökkt að vjer urðum að fara mjög var- lega með það. Á þilfarinu var lítið lúkugat; þar höfðum við gengið út og inn ; en nú varð það svo fullt af ísstönglum, að engin leið var að nota það til þess lengur. Vjer neyddumst þá til að nota í þess stað stórar dyr, sem við höfðum sett á hlið skipsins. í hvert sinn er hurðin var opnuð, streymdi inn í skipið þykkt gufuský og fjell þar niður eins og hrím. Upp úr ofnpípunum þeyttust purpurarauð ský og þegar vjer önduðum frá oss, þá þjettist andgufan svo, að hún var líkust reyk af skammbyssuskoti. Öll matvæli vor urðu steinum harðari og skiptu svo skringilega líkjum, að varla var hægt að vita, hvað í tunnunum var, nema það stæði skrifað utan á þeim. Þurrir ávextir, sem við höfðum, voru frosnir saman og engu líkari en tilhöggnu grjóti. Vjer reyndum margt, en loksins datt oss það ráð i hug, sem átti við og það var að berja allt í sundur, bæði ávextina og kisturnar, sem þeir iágu í, með stórum öxum og þýða svo molana. Læknirinn hafði heilmikið af súkkulaði í lyfjabúðinni. Vjer urðum líka að höggva það sundur með öxum; molarnir voru líkastir svört- um tinnusteinum. Kolið var orðið líkast gljásteins- flögum ; ef vjer þurftum til þess að taka, brutum vjer með hvössu eggjárni mola út úr því. Púðursykrið var á að líta eins og sandsteinn. Það söguðum vjer sundur. Fyrst skiptum vjer sykurtunnunum í tvo jafna parta og síðan söguðum vjer hæfilega þykka hleyfa af hálftunnunum. Nú slógum vjer stafina ut- an af hleyfunum með öxi eða hamri; að því búnu var hleyfurinn engu líkari en stórum, grófgerðum hverfi- steini. Smjörið var eiginlega sá hlutur, sem minnst hafði breyzt og hægast var að fást við. Vjer þurftum ekki að hafa annað við það en hamar og meitil; þá stökk það sundur eins og gler með skeljabroti líkt og þeg- ar tinna er slegin sundur. Ekkert af matvælum vorum var eins seigt eins og kjötið. Vjer hjuggjum og hjuggjum af alefli, en ax- irnar unnu ekki á því. En það, sem ekki vinnst með afli og ákafa, það tekst með þrautgæðinni; vjer tók- um stóran og sterkan járnkarl og gátum svo náð nokkr- um bitum út úr því. Annars höfðum vjer það ráð, að ieggja kjötið inn í skiprúmið hjá ofninum, til þess að þýða það; en langur tími gekk til þess. Ef vjer ljetum inn litla tunnu fulla af kjöti, þá var ekki orð- ið þýtt lengra inn en tveir þuml. eptir tvo daga. Þar fyrir innan var kjötið harðfrosið. Þá tókum vjer yzta lagið utan af og biðum svo aptur í tvo daga, þar til ofninn hafði þýtt aðra skorpuna til. Það var enginn smáræðishiti, sem slík kjöttunna svelgdi i sig, þar til að innihald hennar var allt orð- ið þýtt. Og allan þennan hita tók hún frá oss úr farþegjarúminu. en þar var þó ekki of mikið fyrir, því að hvað mikið sem vjer kynntum, þá sat gióhvít og glitrandi hjelan á veggjunum og þó vjer værum inni, þá gengum vjerí ullarfötum og skinnfötum og höfðum enda fyrir vitunum. Yjer höfðum kvikasilfurs-hitamæii; hann hjekk ut- an á skipinu, en kvikasilfrið fraus, (því að það frýs við 40° kulda), og varð eins og að blýkenndri málm- stöng. Eptir það gátum vjer ekki notað annað en vínandamæla. Ef vjer ljetum skeið niðurí hálfvolga mjólk, þá fraus mjólkin utan á henni áður en vjer komum henni upp í okkur. Ef vjer ætluðum að gefa drengnum, sem stóð á brunaverði fyrir oss, heitt púns, var það orðið að ísmöl, áður en hann hafði kom-

x

Norðurljósið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/204

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.