Norðurljósið - 07.08.1893, Blaðsíða 2
86
amamálinu i vetur, hafa undir höndum skjöl, mjög
mannorðsblekkjandi fyrir Clömenceau og fjelaga hans,
og játaði hreinskilnislega, að þeim hefði verið stolið
frá ensku stjórninni; kvað það augljóst af þeim, að
Clemenccau og fleiri stjórnargarpar Frakka hefðuselt
sig Englendingum, og fleira enn ótrúlegra. En hjer
var ekki lengi að skiptast veðnr í lopti; næsta dag
lágði Millevoye skjöl þessi fram á þingi, en þingið
lagði þann úrskurð á, að þetta væru falsskjöl ein, og
nú var Clemenceau ofan á. Útgefandi blaðsins, Dueret,
var settur fastur og mál höfðað gegn honum; álitið er
vist af kunnugum að skjölin sjeu fölsuð; en af ein-
hverjum sem vel þekkir til um leyndarráð ensku
stjórnarinnar, að óvíst hvort allt sje tilhæfulaust sem
í þeim stendur. Þeir Millevoye og Dörouléde sögðu
strax af sjer þingmennsku, og Déroulöde heflr gjört
heyrum kunnugt, að hann ekki taki á móti kosningu
aptur, ef ekkert reynist hæft í því, sem hann hefir
borið Clémeneeau og fjelögum hans á brýn.
Ferdinand de Lesseps er aptur kosinn formaður
Panamafjelagsins, og frá Panatna heflrborizt, aðbyrja
skuli aptur á skurðgreptinum um næsta nýár; en
hvaðan peningar koma til þess hefir ekki heyrzt.
Hina síðustu daga hafa verið töluverðar óeyrðir í
París, svo að herlið heflr orðið að draga saman í
bænum víðsvegar að til þess að skakka leikinn, því
setulið bæjarins reyndist ónógt til þess. Það voru
stúdentar, sem byrjuðu; en síðan hefir aliskonar illþýði
haldið áfram, nú er þó allt með friði aptur að kalla.
Nýjar þingkosningar eiga að fara fram 20. ágúst.
Ameríka. Misklíð komin á milli Bandaríkjanna og
Sínlands út af veru Sínverja í Ameríku. Undantekn-
ingarlöginn móti þeim náðu gildi 5. mai í vor, og
eptir þeim voru þeir þá landrækir, sem ekki höfðu
látið ski’ásetja sig, og með þvi fengið leyfi til að búa
í Bandaríkjunum; en af eitthvað 100,000 þúsund Sín-
verjum, sem nú eru í Bandaríkjunum, höfðu aðeins
sárfáir látið skrifa sig á lista stjórnarinnar; flestir
höfðu komið sjer saman um, að virða lögin að vettugi,
liklega eptir ráðum Sínastjórnar, enda ijet hún stjórn
Bandaríkjanna vita, að ef nokkuð væri amast við
Sínverjum, yrðu állir Ameríkumenn gerðir útlægir
af Sinlandi. Bandamenn vilja nanðugir láta undan
Sínverjum og taka aptur lögin, en annars er naumast
kostur, ef ekki á að verða verra af.
Cleveland forseti heflr kvatt á aukaþing 7. ágúst
til þess að ræða fjármál ríkjanna, sem þykja í það
óefni komið, að ekki megi lengur bíða að fá umbæt-
ur á. Útgjöldin hafa vaxið fram úr öllu hófl hin síð-
ari ár, en tekjurnar alls ekki að sama skapi. Lík-
lega nauðsynlegt, að taka lán til þess aptur að koma
regiu á, en einkum eru það hin svonefndu Shermans-
lög, sem Cleveland vill fá afnumin. Silfurnámueig-
endur í Colorado höfðu komið þeim á fyrir nokkrum
árum og gjöra þau stjórninni að skyldu, að kaupa
svo og svo mikið af silfri árlega fyrir víst verð, og
borga það með gulli, (eða seðium, sem hún er skyld
að innleysa með gulli). Stjórnin getur ekki komið
silfrinu út aptur, og siðan lögin komu út, heflr það
fallið mjög í verðí, en einkum i sumar síðan Indland
að dæmi flestra annara ríkja, tók gull til undirstöðu
peningaverðs; flestum silfurnámum Colorado er nú
lokað, af því það borgar sig ekki lengur að vinna
þær með hinu lága verði, sem nú er á silfri.
7. júní dó Edwin Booth, nafnfrægur leikari í New-
York; hann var bróðir Wilkes Booth, sem skaut Lin-
coln forseta 14. apríl 1865 í Fords leikhúsi í Wash-
ington, og sem seinna var skotin. Fords leikhús hef-
ir seinna verið notað fyrir stjórnarskrifstofur, en þeg-
ar verið var að jarða Edwin 9. júní hrundi það til
grunna, og voru þá um 500 manna í því; slapp naum-
ast nokkur þeirra óskemmdur, en 110 lík fundust í
rústunum.
Siysfarir af fellibyijum öðru hverju, nú síðast 6.
júlí í Iowa bylur, sem eyðilagði 250 hús í bænum
Ponrog, drap 100 manns og særði 300 meira eða
minna, og aptur þ. 9. í Chikago og á Michiganvatni,.
og fór fjöldi af bátum í honum, að sagt er.
Nýjustu frjettir frá útlöndum segja, að Frakkar og-
Siamsbúar í Ausl ur-Indlandi láti ófriðlega hveijir við-
aðra. Siamar hafa skotið á tvö herskip Frakka þar
evstra, og ekki viljað leyfa þeim, að sigla upp að
höfuðborginni Bangkok, Frakkar heimta skaðabætur
og iandsspyldu að auki. Englendingar á gægjum
þar eystra og hafa gætur á að Frakkar nái ekki of
miklum yflrráðum.
Stórþingi Norðmanna slitið 22. f. m. Hafði sam-
þykkt að slíta konsúla sambandi við Svía 1. jan.
1895, og lækka laun konungs úr 336,000 kr. í 256,000
kr., laun krónprinsins í 50,000 kr. og stryka burtu
25,000 kr. borðfje handa ráðgjöfunum í Kristjaníu og
Stokkhólmi.
Verkfall í kolanámunum á Englandi, margir at-
vinnulausir.
-----ase------
Alþingi.
IV.
Lög afgreidd frá alþingi. 5. Um að afmá skuld-
bindingar úr veðmálabókum, 24. júlí. 6. Samþykkt-
arlög um verndun Safamýrar í Rangárval 1 arsýslu,.
26. júli. 7. Friðun á skógi og mel, 26. júlí. 8. Kjör-
gengi kvenna 26. júlí. 9.—11. Um löggilding verzl-
unarstaða að Búðum í Fáskrúðsfirði, Hlaðsbót í Arn-
arflrði og Svalbarðseyri við Eyjafjörð. 12. Brúargjörð
á Þjórsá 1. ág. 13. Um fuglaveiðasamþykkt í Vest-
mannaeyjum, 2. ág. 14. Kóngsbænadagurinn afnum-
inn sem helgidagur, 2. ág.
15. Um breytingu á lögum um hluttöku saínaða
í veitingu brauða, (4. ág.); söfnuður má velja um alla
umsækjendur nema biskup áliti einhvern óhæfan, en
% atkv. þarf til þess prestur sje löglega kjörinn.
Þingsályktun um, að landsstjórnin láti prenta og út-
býta meðal almennings leiðbeining um hin helztu
dauðamerki, afgreidd 31. júlí.
Felld frumvörp. 1. Um breyting á launum kenn-
ara Möðravallaskólans, felt í N.-deild 12. júlí. 8. Um
tollugreiðslu, b-lt í N.-deild 27. júlí. 3. Um breyting á.
lögum um ke.mslu heyrnar- og málleysingja, felit í
E.-deild 1. ágúst. 4- Að utanríkismenn megi ekki
eiga jarðeignir á Islandi, fellt í E.-deild 2. ágúst. 5„
Um að verkamenn við verzlanir fái daglaun borg-
uð í peningum, fellt í N.-deild 2. ágúst.
Þingsályktun um ný frimerki, feld í E.-deild 25.
júlí.
Brúartolls frumvarpið á Ölfusá og Þjórsá var fellt
við 2. umr. í neðri deild 3. ág., eptir allsnarpar um-
ræður. Með brúartollinum töluðu þeir Jón Þórarins-
son og Guðlaugur Guðmundsson, en landshöfðingi, og
1. þm. Arnesinga og þm. Rangæmga einkum á móti,
sjerstaklega vegna farartálma, erinnheimta brúargjalds-
sins olli, og mestallur tollurinn mundi fara i kostnað
fyrir húsnæði og þóknun handa brúarverði.