Norðurljósið - 16.09.1893, Blaðsíða 2

Norðurljósið - 16.09.1893, Blaðsíða 2
102 Hnattstaða Reykjavíkur. Lautenant Amberg, sem i sumar var á eptirlitsherskipinu Diana var látinn ept- ir til að mæla nákvæmlega iengd og breidd Reykja- vikur og heflr honum verið reist til þess dálitið skýli rjett hjá Skólavörðunni, en lítt mun hann hafa getað unnið enn sakir dimmviðris. Sæmundur Eyjúlfsson er nýkominn austan úr Múlasýslum úr skoðunarferð á skógunum bæði þar og viða annarsstaðar. Þorvaldur Thoroddsen kominn, búinn að rann- saka upptök Skaptár og Hverfisfljóts og tjöll þau og óbyggðir, sem eru þar í kring, Kötlujökul o. fl. Skipstrand. Skipið Amicitia eign Gramsverzlunar á Dýrafirði sleit upp í norðanveðri á Ólafsvik 4. þ. m. í skipinu voru 200 skpd. af saltfiski. Biskupsvisitazia. Biskupinn heflr vísiterað 16 kirkjur í efri hluta Árnessýslu frá þinglokum til 12, þ. m. Mannalát og slysfarir. Árni Helgason bóndi á Hrúðurnesi í Garði andaðist 28. f. m. nýtur bóndi nærri sjötugur. Pjetur J. H. Hansen fyr lyfsali á Akureyri 28. júlí; nærri sjötugur. Bátur fórst trá Sjónarhól á Vatnsleysuströnd 5. þ. m. með 2 mönnum: Sveini Kristjánssyni bónda frá Haust- húsum og Magnúsi vinnumanni hjá Lárusi homöopatha. Komu með kol frá Vogavík. Maður frá Sjólyst í Vestmannaeyjum Sigurður Sig- urðsson að nafni, hrapaði til dauða úr svo nefndu Stóra' Klifl 26. ágúst er hann var að fýlungaveiði með 2 mönnum öðrum. Óánægja er sögð töluverð í Ólafsvallasókn á Skeið- um milli prests og safnaðar, er söfnuðurinn heflr lát.ið i ljósi, er biskup vísiteraði þar. Ekki er þó getið um neitt sjerstakt kæruefni. Prentsmiðjan eldri á Isafirði er sagt að nú eigi að fara að taka til starfa á ný og prentari kominn til hennar. Segja sumir, að þeir Þorvaldur læknir Jóns- son og Árni verzlunarstjóri Jónsson ætli að byrja þar á útgáfu á nýju blaði, en ekki mnn þorandi að full- yrða það. Af 13 stúdentum sem útskrifuðust af lærðaskól- anum í vor lesa einir 4—5 hjer í Reykjavík, hinir allir eru farnir á háskólann. Það veitir sannarlega ekki af. að hlynnt sje að prestaskólanum og læknaskólan- um svo þeir sjeu betur sóttir en nú á sjer stað. Virð- ist sjálfsagt, að styrkurinn við þá sje hinn sami og stúdentar fá í Khöfn, og á hinn bóginn virðist nauð- synlegt, að námið við þá sje gjört svo fullkomið, sem framast er unnt, og námstíminn lengdur eins og nauð- syn krefur. Póstskipið Laura kom að vestan 13. þ. m. að morgni með marga farþegja — einkum kaupafólk — fór hjeðan aptur 14. til Hafnar. Með henni tóku far kaupmennirnir D. Thomsen, D. Petersen, Olavsen frá Keflavík, L. Snorrason frá ísafirði, Friðjón Jensson cand. med. & chir, 12 studentar á háskólann (8 þeirra komu frá Höfn í vor), frú Anna Guðmundsson, fröken Kr. Vidalin, Kaiseriing rússneskur greifl er var að kynna sjer hvalaveiðarnar á Vestfjörðum og ætlar að byrja hvalaveiðar við Síberíustrendur, Bogi Melsteð og dr. Jón Þorkelason, alþingismenn, o. fl. Skip komin: 27. ág. Roma, gufuskip (408,27, M. B. Eide) til Fischers. 30. Rapid, gufuskip (190,62 Lorentzen) til Knudtzons. 1. sept. Ragnheiður (72,7ð Bönnelykke) frá Liverpool til W. Christensen. 7. Venus (90,87 A. C. Friis) til E. Felixsonar frá Straumíirði. 8. Fairy King (89,61 A. Allen) frá Runkorn til Þ. Jónassonar. 11. Hermod (93,24 R. Jensen( frá Liverpool til Fischers, s. d. Vikingstad (99.82 Vaardahl) timburskip frá Mandal, kom úr Hvalíirð- sama ferð og 2. ág. 9. Katrine (72,15 J. J. Jensen) korri aptur frá Akranesi til Thomsens, s. d. Rosalie (99,39 O. Erik- sen) frá Mandal, kom frá Hafnarfirði, sækir fisk til Fischers. -----3SS------ Gleðilegt er það, að þingmaður Borgfirðinga hefir orðið stórum mun frjálslyndari síðan hann kom upp í sveitinæ því nú segir hann i »Fj.k.«, að hann mundi álíta hverjum manni heimilt að hafa eptir sjer orð þau er hann tali á þingi. Aptur á móti segir hann, að greinin »Af því að* í 23. nr. þ. bl. sje öll vitlaus, en privat sagði þingmaðurinn við ritstj. þessa blaðs 18. f. m. að meiningin væri sú sama í greininni eins og hann hefði talað á þinginu, en hann myndi ekki hvort orðavalið hefði verið alveg eins. Þótt annað kunni að standa á sínum tíma í þingtíðindunum sannar að eins, að þingmaðurinn hefir »leiðrjett« heldur mikið. Að athugasemdin í 24. hl. [sje af »völdum annara verri« dettur oss ekki i hug að láta í ljósi við nokkurn mann, því vjer viljum ekki fara í neinn mannjöfnuð við þingmann Borgfirðinga, þótt orð hans og rit hafi gefið til- eínið. Að vorri hyggju. er hann fullt eins góður drengur- sem fólk er flest. — Búið. Congoríkið. Þingmennirnir í Belgíu sátu lengi í sumar á rökstólum hvað afráða skyldi um afdrif ríkis. þessa, en málinu lyktaði svo, að samþykkt var uppá- stunga stjórnarinnar með 115 atkvæðum gegn 6, að sameina það við Belgíu. Þetta verður þó ekki fyr- en árið 1900, því þá heflr Congoríkið fyrst borgað að- fullu þær 25 milljónir franka, er það hefir tekið að láni. Congoríkið heflr þó kostað miklu meiru en lánf þessu svari. Fyrst og fremst heflr það haft aukatekj- ur af hinu svonefnda Congo lotteríi. Belgía heflr veitt því 10 millj. til að byggja Congojárnbrautina og Leo- pold Belgjakonungur, heflr ýmist lánað eða geflð marg- ar milljónir franka. I sambandi við innlimun Congoríkisins við Belgíu heflr þingið samþykkt, að ekki megi hafa þar annað- herlið en málalið. Arabana Tippu Tib og frændalið hans heflr nú Congostjórnin loks getað rekið burtu úr efri liiuta landsins, frá Stanley Falls. Nýja höfn og stóra fyrir djúprist skip, er byrjað aö byggja í Dover á Englandi og lagði prinsinn af Wales hyrningarsteininn í sumar með miklum hátíða- höldum. Hver maður, sem fer yflr sundið frá Englandi til Frakklands, á að borga 1 shilling (90 aura), til þessa fyrirtækis. Lög þessi hafa gilt í eitt ár, og nem- ur tollur þessi um 300,000 kr. á ári. Fílabeinsverzlunin. í Lundúnnm er mesta fíla- beinsverzlun í heimi og þar næst í Antverpen og fer hún þar stöðugt vaxandi eptir því sem meira flyzt úr Congoríkinu. Þriðji fílabeinsverzlunarbærinn er Liver- pool. Árið 1888 hófst fyrst fílabeinsmarkaðurinn í Antverpen; voru þar þá seldar 679 filstennur 12,800 pund á þyngd, árið eptir 2700 tennur, 93,200 pund og í fyrra voru seldar 14,210 tennur í Antverpen, 238,000 pund, en í síðustu 5 ár hafa þar alls verið seldar 32,095 tunnur er hafa vegið 619,000 pund. í Lund- únum voru seldar 780,000 pund af fílabeini í fyrra, en 120,000 pund í Líverpool. Stanley heldur, að í Congolöndunum muni vera um 200,000 fíla í 15000 hópum og tennur hvers fíls sjeu að meðaltali 50 punda þungar. Sje pundið virt á 12^/a-

x

Norðurljósið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/204

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.