Norðurljósið - 05.10.1893, Qupperneq 2
110
Útlendar frjettir.
Þegar fregnin um manndrápin í Aigues Mortes á
Frakklandi er getið var um daginn, bárust til Ítaiíu,
urðu þaróspektir á ýmsum stöðum, og ráðizt á Frakka
er þar bjuggu. Mest kvað þó að þessu í Rómaborg.
Safnaðist þar fjöldi fólks saman, um 20 þús., og gerði
uppþot allmikið 20. ágúst, brutu rúður hjá frakkneska
sendiherranum og ætluðu jafnvel að heimsækja páf-
ann, er þeim þykir of vínveittur Frökkum. Lögregiu-
liðið fjekk þó afstýrt frekari óskunda. í Genúa voru
12 vagnar brenndir er frakkneskt sporvagnafjelag átti.
í Messina á Sikiley var riflð niður skjaldarmerki
Frakka á húsi konsúlsins. Ennfremur óspektir í Turin,
Neapel, Bologna, Tarent og víðar.
Ráðaneytisforseti Frakka heflr nú látið hefja rann-
sóknir út af manndrápunum í Agues Mortes og hjálp-
að ítölum þeim um fje er orðið hafa þar fyrir óskunda.
Á hinn bóginn hefir þing ítala vikið borgarstjóra
Rómaborgar úr völdum og iátið hefja rannsókn gegn
ýmsum embættismönnum, er grunaðir voru um að
hafá legið á liði sínu til að bæla niður óspektirnar!
svo útlit er fvrir, að uppþot þessi vaidi engum vand-
ræðum milli Itala og Frakka.
Háskóla nýjan er verið að reisa í Wales á Eng-
landi. Eiga konur að hafa rjettindi til að öðlast þar
öll þau heiðursmerki er háskólar geta veitt og konur
hafa jafnan rjett sem karlar til að takast á hendur
embætti og stjórn skólans.
Á eynni Salamis sem er skammt frá Pyræus hafn-
arbæ Aþenuborgar hafa nýlega fundist stórar graflr
fullar með mannabeinum. Innan um beinin hafa fund-
ist ýms vopn og eptir útliti þeirra að dæma, er álitið
að mannabeinin og vopnin sjeu úr hinum mikla sjó-
bardaga árið 480 f. Krist, milli Grikkja og Persa.
Stór fólkssamkoma var haldin 22. ágúst í Yínar-
borg á skemmtistað þeim í borginni er Prater nefnist.
Voru þar saman komin 10—15 þúsundir manna. Voru
þar haldnar margar ræður er allar fóru í þá átt, að
krefjasi almenns kosningarrjettar og meira freisis i
öllum greinum, sem mjög þykir þar af skornum skammti-
Fundur þessi stóð í 3 stundir með ró og spekt, en
svo heyrðist á sumum ræðumönnum að ekki mundi
aliir fundir eins friðsamlegir, ef kröfum alþýðunnar
yrði enginn gaumur geflnn.
Nansen kom hinn 29. júlí til Chabarowa, sem erá
fastalandi Asíu beint á móti eynni Waigatch við mynn'
ið á Jogor-sundinu inn i Kariskahafið. Tók þar 34
sleðahunda með sjer en varð að biða til 3. ágúst ept-
ir jagt, er átti að færa honum kol þangað, er hafði
tafizt vegna íss. Nansen og allri skipshöfninni leið
vel, og útlit var fyrir, að lítill ís væri í Kariskahafinu.
Jagtin »Urania« er átti að færa Nansen kolin kom
ekki til Chabarowa fyr en 7. ágúst er Nansen var far-
inn og sneri því aptur til Vardö í Noregi, 11. ágúst.
í skipi sínu »Fram« hafði Nansen 210 tons kol og
40 tons steinolíu er hann notar til að kynda með
gufubát er fylgir skipinu.
Járnbrautarslys. Síðustu daga ágústmánaðar rák-
ust 2 járnbrautarlestir hvor á aðra, rjett fyrir utan
New York. 16 menn fengu bana, en 50 særðust meira
og minna.
Um sama ieyti, 24. ágúst, var eldsvoði í Chicago,
250 timburhús brunnu, nokkrir menn fórust, aðrir særð-
ust og margir urðu húsviltir,. Brunnu þar meðal ann-
ara húsa meþodistakirkjan og þýzk-lúterskakirkjan og
var eldurinn kominn hættulega nærri sýningarhöll-
unum, en þá snerist vindurinn allt í einu og við það-
var hægt að stöðva eldinn. Lögregluþjónarnir höfðu
nóg að gjöra, að hafa gætur á þjófum og ræningjum,
er ætiuðu að nota tækifærið til illverka.
England. Heimastjórnarlögin írsku voru ioks sam-
þykkt í neðri málstofunni 1. sept. og greiddu þá 301
atkvæði með þeim, en 267 á móti. Frumvarpið var
lagt fyrir neðri málstofuna 13. febr.,— og heflr þannig
legið fyrir parlamentinu í hálfan sjöunda mánuð og
verið rætt á 83 fundum. Hafa 940 ræður verið haldn-
ar móti því í ails 152 stundir, og 459 ræður með því,
í 57 stundir. Frumvarpið hefir þvi verið ræft á míklu
fleiri fundum en nokkurt annað frumvarp, sem sögur
fara af.
Fundum parlamentisins er nú frestað, þangað til
2. nóvember, og heflr Gladstone þá í hyggju að koma
fram ýmsum rjettarbótum, þar á meðal undii'búningi
undir afnám ríkiskirkjunnar í Wales, og rjett verkmanna
að fá skaðabætur er þeir meiðast við vinnu sína^
Asquit innanríkisráðherrann heflr lýst því yflr, a&
þingið yrði ekki ieyst upp þótt iávarðadeildin . felli
heimastjórnarlögin. Jafnskjótt og heimastjórnarlaga-
frumvarpið var afgreitt frá neðri málstofunni var það
sentíefri málstofuna kl. hálf'-tvö um nóttina og þá samþ.
til 2. umræðu, sem átti að byrja 5. sept.br. Ovíst þykir
hvort lávarðadeiidin þorir að neita frumvarpinu sam-
þykkis.
Yerkföll hafa gengið lengi á Englandi hjá kola-
nemendum, og hafa kol því hækkað í verði.
Eússland. Rússar eru teknir að byggja nýja her-
skipahöfn við Libau á Kúriandi við Eystrasalt, ekkr
all-iangt norðaustur frá Königsberg á Þýzkaiandi.
Höfnina i Libau ieggur miklu sjaldnar af ísi heidur
en í Kronstad, þar sem nú er herskipalægið. Eins og
gefur að skilja, er Þjóðverjum meinilla við þessa her-
skipastöð.
Danmörk. Skyldmenni konungs vors, mágar og
mágkonur, í sumar-orðlofi í Fredensborg í sumar, eins
og vandi er til. Þar á meðal Rússakeisari, Grikkja-
konungur, með drottningu og börnum.
Frakkland. Eptir að Frakkar höfðu fengið vilja
sínum framgengt í Síam, færðu þeir sig þannig upp á
skaptið, að Síamsstjórn skyldi reka alla útlendinga úr
þjónustu sinni, einkum þá, er höfðu verið í hernum
og höfðu reynt að veita þeim viðnám. Einkum voru
það nokkrir danskir menn, er áttu að verða fyrir því,.
og höfðu gengið vel fram. Enn fremur hafa Frakkar
kraflzt, að Síamsstjórn mætti ekki leita ráða hjá út-
lendingum, hvað samningana við Frakka snerti, og að'
Frakkar hefði þar einkaleyfi til að standa fyrir ýms-
um opinberum störfum. Þykja Frakkar hafa neytt
hjer hnefarjettarins með þeirri ósvifni, er fágæt sje nú
á dögum. Blöð Englendinga eru tekin að skora á
stjórnina að láta á sjer bæra til að stöðva yfirgaag
Frakka þar eystra, því verzlun Englendinga sje í veði..
Þingkosningunum á Frakklandi lokið. Þjóðveldis-
mönnum fjölgað mjög, nú 409 að tölu, enn fremur 7ú
socialistar, 29 miðflokksmenn og 64 apturhaldsmenn.
Clemenceu og Floquet hafa ekki náð kosningu, og
hefir þeim hvervetna verið borin á brýn hluttaka i
Panamamálinu, enda þótt þeir sje engan veginn eins.
sekir eins og ýmsir, sem þingsetu hafa öðlazt.
Þýzkaland. Dáinn er Ernst, hertogi af Ivoburg
Gotha, barnlaus, bróðir Alberts prinz, er var maður
Viktoríu Engladrottningar. Hertoginn unni mjög alls
konar listum og eyddi til þeirra öllum eignum sínum.
Hertogatignina eptir hann hefir hlotið Alfreð bróður-