Norðurljósið - 05.10.1893, Page 4
112
ítölsku, 41 miljón spönsku, 13 miljónir portúgisku, og
67 miljónir rússnesku.
Fimm aura mál. Klæðasölustúlka í Lundúnum
hafði nokkurn tíma daglega keyrt ú sporvagni, ákveð-
inn spöl í suðurhluta borgarinnar, fyrir 10 aura. Fyrir
nokkru var verðið hækkað í 15 aura. Stúlkan steig
í vagninn og fjekk keyrsluseðil, en ekki stóð á hon-
um, hvað hann gilti fyrir langan veg. Að litilli stundu
liðinni kom umsjónarmaðurinn til hennar og krafði
af henni 10 aura í viðbót. Neitaði hún að gjöra það
en bauðst til að borga 5 aura í viðbót, er hún heyrði
að verðið væri hækkað. Nafn hennar var skrifaðupp,
og fór hún úr vagninum, án þess að borga. Spor-
vagnsfjelagið höfðaði mál móti henni, en hún var
dæmd sýkn. Höfðaði hún þá gagnsök gegn sporvagns-
fjelaginu og krafðist skaðabóta fyrir »illgjarnar ofsókn-
ir«, og voru henni dæmdar 3000 kr. í skaðabætur, og
lýsti dómarinn þvi yflr, að lögin vildu ekki að neinn
væri dreginn fyrir lög og dóm og væri ákærður fyrir
að hafa neitað að borga, er byðui að borga sem
rjett væri, því fjelagið hefði að eins haft rjett til að
krefjast 15 aura, en ekki 20.
Frímerki frá sumum smáríkjum eru eins' og
kunnugt er, sum komin í afarhátt fágætisverð. Hæst
verð á frímerkjnm sem menn vita varð í sumar í
Lundúnum. Það var rautt penny-frímerki og blátt
tveggja penny-frímerki frá eynni Mauritius austan und-
ir Afríku frá 1847 og seldust hvort þeirra 6120 kr.
Af þessum frímerkjum eru að eins 14 til á allri jörð-
inni í hinum alkunnustu frímerkjasöfnum.
-----3SS-----
Járnbrautar-æfintýri.
Eptir Max Nordan.
Vjer sátum i matsölnhúsinu og höfðum gluggann op-
inn og hib fersjka vor-nseturlopt barðist við tóbaksreykinn
um ríkisráðin í stofunni sem vjer vorum í. Úti var him-
ininn heiður og hlár og jeg sá mjóar, bláar rákir himin-
hvolfsins milli hinna ungu blaða trjáDna í garðinum — en
það er satt, jeg var í hóp þeirra manna, sem höfðu óbeit
á öllum skáldlegum hugleibingum. Þar voru ab eins sam-
an komnir nokkrir virbingarverðir borgarar, sem komu í
matsöluhúsiö og sátu við sama boröið til að masa saman
sjer til skemmtunar og vjer vorum miklu ánægbari að
horfa á bjart gasljós, en rökkurbirtu tunglaljóssins og þótti
miklu meira varið í ab fá góðan kvöldverö, en að horfa á
hinar fegurstu töframyndir vornæturinnar. Fyrst og fremst
töluðum vjei almennt daginn og veginn um nýjustu við-
burði og komumst svo smátt og smátt út í pólitískar bolla-
leggingar, sögðum álit vort um stjórnina, vógum leikara
bæjarins á vog fegurðartilfinningarinnar, komum meb
palladóma um niðurjöfnunarnefndina og annað þess konar.
Án þess jeg muni hvernig það atvikaðist, kom þetta kvöld
meöal annars á góma, hvort mögulegt gæti verið, ab nokk-
ur maður gæti orðið gráhærður allt í einu af ákafri gebs-
hræringu. Nokkrir af þeim, er við voru staddir hálfrengdu
einn af mötunautum vorum, er sagði frá ýmsum sögum
þar að lútandi, en aðrir hæddu þá hlífðarlaust er væru
svo einfaldir að trúa slíkum kerlingabókum.
Þegar kappræburnar um þetta stóðu sem hæst, kom
maöur ab borðinu til vor, er hafbi setið við eitt horðið
skammt frá oss, og vjer höfðum ekki veitt eptirtekt fyr.
Hann var höfði hærri en flestir aðrir og ab því skapi
þrekvaxinn. Hann var bláeygur, augun stór og góðleg og
maðurinn gáfulegur og einbeittur útlits. En það sem
oss öllum varð starsýnast á var, ab hann var snjóhvít-
ur af hærum bæði á hár og skegg, en var þó svo
unglegur í andliti að auðsjeð var, að hann væri í hæsta
lagi hálf-fertugur að aldri.
•Fyrirgefið, herrar mínir«, mælti hann og hneigöi sig
kurteislega fyrir oss, »að jeg blanda mjer inn í uinræðu-
efni yðar, en þjer eruð að tala um málefni, sem mjer þyk-
ir svo afar markvert. Jeg er nefnilega sjálfur lifandi
sönnun fyrir því, að óttaleg geðshræring getur haft
þau áhrif á menn, sem flestir yðar efast um«.
Forvitni vor tók engu tali. Yjer rýmdum til við borb-
ið og þegar hann hafði sezt niður báðum vjer hanu í eiuu
hljóði að byrja á sögu sinni.
Aökomumaðurinn ljet ekkert þurfa ab dekra sig heldur
byrjaði fúslega á sögu sinni.
»Ef þjer hafið nokkurn tíma kynnt yður ástandið í
Ameríku, munuð þjer þekkja fangelsið Anburn að nafni.
Þab er sams konar i Bandaríkjunum og Spielberg í Aust-
urríki. Þjer megið þó ekki ímynda yður, að Anburn-fang-
fangelsið sje draugalegt, stórt fangelsi er sje allt í einni
byggingu — draugalegt og stórt er það að vísu, en í stað
einnar byggingar er þar heil afbrotamanna nýlenda, það
er höfuöborg mikils fjölda af siðferðislega og líkamlega vol-
uðum aumingjum, sem mannfjelagið hefir hrundið í burt
frá sjer. Fangelsið stendur á sljettlendi og hinir öflugu
Anburns-múrar virðast því margfalt ægilegri þeim er sjer
þá í fyrsta sinni. Fyrir innan þessa múra er heill bær af
byggingum, er standa þjett hver við aöra, sem eru lagaðar
fyrir klefafangelsi, til bústaða fyrir fangaverðina, fyrir
sjúkrahús, vinnustofur og svo framvegis. Allt er skugga-
legt, dimmt og dapurt, dálitlir grasblettir, skógargangar og
blómreitir eru að eins á stöku stab, sem eru vel fallnir til
að hryggja huga þess, sem er á þessum eyðilega stab. En
hvað er jeg að þvaðra: jeg vil ekki þreyta yður við að
lýsa því, sem ekki er nauösynlegt til þess þjer getið skil-
ið sögu mína. (Framh.).
Ijy Miklar byrgðir af kramyöru
eru komnar í verzlun
H. Th. A. Thomsen.
Matthías Á. Matthíesen
skósmiður,
býr til allskonar skófatnað og tekur til aðgerðar. Allt
fljótt og vel af hendi leyst.
Vinnustofa, Þingholtsstræti 4, Rvík.
Opin hvern virkan dag, frá kl. 6 f. m. til kl. 8 e. m.
Nýtt
Stafrófskver
eptir Eirik Briem fæst hjá öllum bóksölum. Kostar
25 aura.
Sigurður Kristjáasson.
Norðurljósið
kemur út þrisvar á mánuði, eða 36 blöð um árið,
og kostar að eins
2 krónur.
Norðurljósið er því ódýrasta blað landsins.
Forngripasafnið opib hvern miðvikud. og laugard. kl. 11-12
Landsbankinn opinn hvern virkan dag kl. II1/*—2‘/a
Landsbókasafniö opið hvern rúmhelgan dag kl. 12—2
útlán mánudag, miðvikudag og laugardag kl. 2—3
Málþráðarstöðvar opnar í Reykjavík og Hafnarfirði hvem
rúmhelgan dag kl. 8—9, 10—2 og 3—5
Söfnunarsjóðurinn opinn 1. mánudag í hverjum mánuði
kl. 5—6.
Ritstjóri:
Hjálmar Sigurðarson realstúdent.
Prentsmiðja ísafoldar 18ÍS.