Norðurljósið - 09.11.1893, Blaðsíða 2

Norðurljósið - 09.11.1893, Blaðsíða 2
122 af stað norður að Manitobavatni, sem er i norðvestu.i frá Winnipeg. Er Álptavatnsnýlendan austan megin vatnsins að sunnanverðu en Nýja Isiand þar nokkuð austar strandlengis vestan við Winnipegvatn, en hr. S. E. kom í hvoruga þá nýlendu, því hann heyrði ekki vel látið af högum manna á þeim stöðum. Eptir Mani- tóbavatni fór hann á hjólgufuskipi og skoðaði iandið þar norður frá og virtist það álitlegt til kvikfjárrækt- ar og eru þangað komnir fáeinir Islendingar. Þaðan fór hra S. E. sömu leið aptur til Winnipeg og dvaldi þar fáa daga og hjelt þaðan suður til Dakota í íslend- ingabyggð þá í Pembina, er Hallson nefnist. Leizt hon- nm þar einna bezta á búnað íslenzkra landnema. Búa þar meðal annara Eiríkur Bergmann, sá er kosinn var á Dakóta-þingið fyrir nokkrum árum, síra Friðrik Berg- mann Sigfús Bergmann o. fl. Þaðan hjelt hra S. E. suður til Park River með járnbrautinni. Býr þar dr. Moriz Halldórsson, sem tók honum tveim höndum. Heflr dr. Haildórsson byggt sjer þar stórt og vandað hús. Hefir hann mjög mikið að starfa, því fjöldi sjúklinga vitjar háns, enda hefir hann fengið á sig almenningsorð fyrir að vera góður og dugandi læknir, og er mjög vel látinn. Eptir að hafa dvalið hjá honum nálægt sólarhring hjelt hra S. E. af stað á járnbrautinni til Chicago. Lofar hann mjög landa vora vestra fyrir þær virkta viðtökur, er hann hafl fengið hvervetna. Af nýlendum þeim, er hra S. E. kom í, lætur hann langbezt af Pembinabyggð í Dakota í Bandaríkjuuum. Kváðu þar búa um 4000 Islendinga, en öll lönd eru þar numin og frílönd fást þar ekki lengur. Af Canada-nýlendunum leizthonum bezt á Argyle- byggðina og þar næst á Melíta-nýlenduna og álítur þær báðar vel f'allnar til akuryrkju, en nýlendusvæð- ið norður með Manítóbavatni einkum gott til kvikfjár- ræktar. Hra S. E. kom ekki til Nýja Islands, ekki í Álpta- vatnsnýlenduna Þingvallanýlenduna nje Vatnsdals- nýlenduna, en spurði sig nákvæmlega fyrir um hverja þeirra, og komst að þeirri niðurstöðu, að ekki væri feitan gölt að fiá í neinni þeirra, nema ef vera kynni í Vatnsdalsnýlendu, sem þó liggur oflangt frá aðalmarkaðinum í Winnipeg. Ymsa ókosti segir hra S. E. vera á Canada, og nefnir hann þá helztu þeirra : 1. mikinn hita a sumrum en afarkulda á vetrum. 2. flugur (Mosquitos og Bull- dogs) sem sæki bæði á menn og skepnur, sem sje einkar sárbeittar þeim, sem nýkomnir sjeu og óvanir þeim, en engin frágangssök sje, að búa þar fyrir þeirra sök fremur en í Grafningi eða við Mývatn hjer á landi. 3. vatn víða slæmt, einkum þar sem hálent er og hvorki eru ár nje lækir. 4. fellibyljir og hagl gjöri þar opt mikinn skaða á ökrum manna og sópi öllum jarðargróða burt, svo ekki sjái eptir stingandi strá, en sjaldan nái þeir yflr stórt svæði. Einnig geta næturfrost skemmt og eyðilagt uppskeru manna þar stundum, og er það ákaflegur búhnekkir fyrir þá, er fyrir því verða, en við því eru engin ráð. Mun verða að taka því eins og grasleysi-og óþurkasumrum hjerna eða fiskileysisárunum hjá sjávarbændunum. Hra S. E. hefir sagt oss, að hann hafl spurt fjölda Islendinga í Canada hversu dýrt væri að lifa þar vestra, og hafl öllum borið saman um, að 1 dollar þar mætti virða jafnmikið og 2 kr. hjer á landi, og sjáif- ur segist hann hafa reynt, að betur hefði sjer þó enzt hverjar 2 kr. í ferðakostnað í Danmörku en hver doll- ar á ferð sinni vestra. Munu flestir sem þekkja hra S. E. trúa honum bæði í þessu og öðru, fullt svo vel sem hra Baldvin. -----3se----- Ný rit. Barnasdlmar eptir Valdimar Briem.. Reykjavík. Kostnaðarmaður Sigurður Kristjánsson. 1893. 1—54 bls., 12. Sálmar þessir eru 50 að töiu, allir stuttir og þvf einkum vel lagaðir til að syngja víð bænagjörð í barna- skólum. Efnið í flestum þeirra (40) er tekið úr ritn- ingunni, einkum úr guðspjöllunum, og þar að auki eru tveir hinir síðustu þeirra ortir út af »Faðir-vori« og Blessunarorðunum. Yflr höfuð eru sálmar þessir fagurlega kveðnir, eins og flest sem kemur frá hendi höfundarins, en þó virðast oss þeir ekki í heild sinni annað eins listaverk sem sumir aðrir sálmar hans, enda, er ef til vill, enn þá meiri vandi að kveða á barna tungu heldur en fyrir hina eldri. Dauðastundin eptir Bjarna Jónsson, stúd. mag. Reykjavík, Kostnaðarmaður Sigurður Kristjánsson. Fjelagsprentsmiðjan. 1893. 1—52 bls., 12. Enda þótt hjer sje ekki nema að eins um smákvæði að ræða, virðist næg ástæða til, að fara um það nokkr- um orðum. Höfundur þess, sem táum mun vera kunn- ur hvað skáldskap snertir, er, eins og titill þess ber með sjer, ungur námsmaður við háskólann í Höfn, og mun fátt vera til prentað eptir hann áður, nema ef vera skyldi eitthvað af tækifæriskvæðum frá latínu- skólaárum hans. Eiginlega er kverið ekki nema eitt kvæði, því tvö smákvæði til föður og móður höfund- arins eru, þótt all snotur sjeu, ekki þannig, að þörf virðist að fara um þau frekari orðum. Aðalefni aðalkvæðisins, er höfundurinn nefnir »Dauðastundin«, er þannig: Gamall maður, er Helgi nefnist, ganglúinn og grár fyrir hærum, hrumur og skjálfandi af óstyrk, kemur af fjalli í fegurstu veðri á sólheiðum vordegi og staulast við staf sinn niður I fagran dal, þar sem hann hafði dvalið í æsku sinni. Endurminningar frá æskuárunum renna í hug honum og hann tekur að rifja upp fyrir sjer það, sem fyr og síðar hefir driflð á daga hans. Ung og fögur mær, Sigrún að nafni, hafði þar heitið honum tryggðum. Horflr hann vonglaður fram ókomna tímann, og hygg- ur það vera skyldu sína, að gjöra hvað hann gæti hjeraði sínu til gagns. — »Hófst hann þá handa og hrynda vildi öllu í lag því, er aflaga fór, og mælti bersöglismálum við máttka jafnt sem máttarlitla«. En hjer fór sem optar, að fáir vildu heyra sannleikann. Yar Helgi álitinn óalandi og óferjandi, og var faðir Sigrúnar fremstur í flokki þeirra, er snerust í móti honum. Fór svo að lokum, að Helga var eigi vært að búa undir ofríki sveitunga sinna og varð að flýja úr föðurgarði í annað byggðarlag, en Sigrún unnusta hans var gefln nauðug öðrum manni. Varð hjónaband hennar gleðisnautt. Var hún nú dáin, mædd og södd' lífdaganna. Enda þótt Heigi harmi missi hennar sár- an, mannar hann sig upp og »trúir enn að auðnast mætti, gott að vekja í gumabrjóstum. Hóf því móti hleypidómum herskjöld og haslaði heimskunni völL Fer hann til bænda og fátæklinga og á við þá orða- skipti, og segir þeim hvað sæma þætti frjálsum lýð, þótt fátækt beri«, biður þá að virða drengskap og einurð, lúta hvorki hefð nje auði nje láta ginnast af glysmálum, að fleygja drengskap og frelsi á burt. Gera þeir í fyrstu góðan róm að orðum hans og heita öllu fögru. Vill hann útrýma hjá þeim eigingirni, blindri trú og hindurvitnum. Segja þeir þetta satt

x

Norðurljósið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/204

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.