Norðurljósið - 21.11.1893, Side 3

Norðurljósið - 21.11.1893, Side 3
127 og Guðmundur biskup Arason, semjafnvel hefði verið dýrkaður á sumum stöðum 1 Noregi. Þá lýsti herra S. E. tíðum þeim eða guðsþjónustu, er höfð var um hönd dánarhátið dýrðlinganna, ár hvert, eða dag þann, er bein þeirra höfðu verið grafin upp, einkum svo sem Þorlákshátíðinni hjer á landi 20. júlí. Austanpóstur kom 17. þ. m. segir lítinn snjó aust- an fjalls en færð slæma í mýrum; afarmikinn snjó á Hellisheiði Dáin Þórunn kona Sigurðar bónda Pálssonar á Laug í Biskupstungum, á níræðisaidri. Sigurður Jónsson, sýslumaður Snæfellinga, sagður dauðvona, heíir fengið heilablóðfall. Meðallandi 9. nóv. 1893. Frjettir hjeðan eru ekki utan að tiðin er allt af góð. Öðru hvoru er samt hrakviðra- og vindasamt, en annað veifið kæla með nokkru frosti. Hey aflaðist með meira og betra móti, þó snemma brygði til óþerra og hrakviðra, enda fór almenningur að gefa sig við meiskurði, sem snemma tók að spretta, eins og öll önnur grös og jurtir og var þar að auki bráðþroska, enda gefur hann nú af sjer mestu og beztu uppskeru. Matjurtagarðar spruttu vel. Skurðarfje til frálags með betra móti, aptur á móti eru fjárheimtur hjer ekki góðar, enn sem kcmið er. Ekki hefir fjárpest enn þá gjört vart við sig, svo jeg viti til. Happa- og slysalaust, þaðjeg til frjetti. Ekki haf'a neinir nafnkendir dáið, utan ekkjan Helga Jóns- dóttir á Hnausum, hún dó 21. f. m. rúmlega 88 ára, fædd á Hnausum 5. ágúst 1805, dvaidi hún þar allan aldur sinn, fyrst hjá föður sínnm síra Jóni, bróður Steingríms biskups, og síðan hjá móður sinni Dómhildi, þar til hún giptist yngismanni Hannesi Jónssyni frá Núpstað á árunum 1824 til 1826, en hann dó vorið 1860. Eignuðust þau hjón 14 börn og lifa af þeim 5 synir og mörg barnabörn og barnabarna-börn. Eptir lát bónda síns bjó hún með sonum sinum tveimur Stefáni og Jóni þangað tii hún dó. Heimili þeirra var meðan Hannes sái. lifði og eins eptir að hann dó hið mesta góðgjörða og gestrisnisheimili, hvort heidur þar bar að háa eða lága, riku eða snauða, enda hjálpuðu þau hjón þráfaldlega um hey og mat þeim, er með þurftu, enda voru þau vel að efnum búin, því þau voru hinir mestu dugnaðar, ráðdeildar og fyrirhyggjumenn, var heimili þeirra sannefnt fyrirmyndarbú, enda var Hann- es sál. sæmdur heiðurspening, »ærulaun iðni og hygg- inda«, fyrir það er hann kom í veg fyrir almennt fjenaðarfail, með heyiánum og útlátum, harðindaárið 1835. Búnaðarfjelag Suðuramtsins sæmdi Heigu sál. síðar verðlaunum fyrir framúrskarandi dugnað í búskap- Þau hjón ólu upp mörg fátæk börn, einkum hún eptir lát manns sins. Til munns og handa var Helga sál. vel að sjer. Hennar er minnst með söknuði af öllum er hana þekktu og kynni höfðu af henni nær og fjær- J. E. --------------------- Eina ailieimssýninguna enn á að halda í Antwerpen í Beigíu að sumri komandi, þótt hún verði auðvitað miklu minni en sýningin í Chicago í sumar. Þrjú stór verzlunarhús í Beigíu reisa byggingar þær, er til þess þarf, og eiga þau að vera helmingi stærri en sýningarhús þau, er byggð voru þar til sýningar- innar 1885. Fyrir utan aimenna sýnismuni, er eiga að sýna framfarir í iðnaði og verzlun, verður þar einnig sýnd- ur alls konar herbúnaður, bæði á sjó og landi, og auk þess stór sýning frá Congolandinu, er Congostjórnin kemur á fót. Listaverkasýningin er búist við að verði mjög markverð, og á sýningarsvæðinu verður reist húsa- þyrping mikil, er sýnir Antwerpen, eins og hún var fyr á öldum, og þjóðlífið á þeim tímum, þar á meðal burtreiðir og hátíðagöngur miðaldanna. Aðra heimssýning er í ráði að halda í París árið 1900. Yerður henni stýrt af verzlunar-, iðnaðar- og nýlendu-ráðherrunum, en aðalframkvæmdina á maður sá að hafa á hendi, er Alfred Picard nefnist, er var skrif'ari sýningarstjórnarinnar 1889, Til þess að vinna að sýningunni nákvæmar verður kosin 100 manna nefnd, og verða í þeim flokki nokkrir þingmennn úr báðum deildum, borgarstjórinn í París og fleiri. Strútsfuglar hafa verið drepnir svo miskunnar- laust, að sumir voru farnir að óttast. að þeim mundi öllum útrýmt áður langur tími væri liðinn, en strúts- fjaðrir eru dýrindisvara, er kvennfóik hefir til að skreyta sig með eins og kunnugt er. Til þess að sjá við því, að strútsfuglarnir dæu út, var tekið að ala þá upp í Kapnýlendunni í Afríku 1865, og var byrj- að með 80 strútsfugla, en nú eru tamdir strútsfuglar þar um 200,000. Árin 1878—1888 voru flutt þaðan samtals hjer um bil 2 milj. punda af strútsfjöðrum. Hefir tömdum strútsfuglum einkum fjöigað þar mjög eptir að farið var að unga eggjunum út, án þess að láta f'uglinn hjálpa til þess. En Kapnýlendan situr ekki lengur ein um krásina, því nú er tekið að ala strútsfugla upp í Suður-Ameríku, Ástralíu, Nýja Sjá- landi og í Kamerun. Aptur á móti hefir það mis- heppnast í Alsír og á Egpptalandi. Fyrsta blaðið á Englandi The Postboy kom út árið 1695. Þegar stimpilskattur var lögleiddur af blöð- um þar 1732, komu 2 milj. eintök blaða þar út á ári og fór það vaxandi árlega. 1755 voruprentuð 7,400,000 en 1767 11,300,000. Árið 1801 veru þau orðin 16 milj. 1820 29y2 milj., 1836 39,400,000 og 1840 um 60 milj. Árið 1854 var stimpilskattur af dagblöðum þar úr gildi og voru þá gefin þar út 122 milj. eintök á ári. Upp frá því er ekki hægt að telja þau með vissu. Nú sem stendur koma 29 dagblöð út eingöngu í Lundún- um og er haidið að um 1000 milj. eintök sje prentuð af þeim árlega. Út um landið eru gefin út 170 dag- blöð og er haldið að álíka mikið sje prentað af þeím og dagblöðunum eða alls 2000 miljónir (2 miljarðar) af hvorumtveggja. Auk þess eru á Englandi gefin út 2000 vikublöð en ókunnugt er um hve mörg eintök eru prentuð af þeim. Járntrje er ný uppfunding og hefir verið keypt einkaleyfi til að gjöra það í ýmsum löndum. Er það innifalið í, að gjöra almennt trje jafn hart og sterkt sem járn. Trjeð er fyrst soðið, síðan þurkað í efna- breytingarvjel og loks sett undir afarsterka vatns- þrýstingu. Verksmiðja til að gjöra þetta svo nefnda járntrje var reist skammt frá Prag í Bæheimi ekki alls fyrir löngu. Hið svo nefnda járntrje, sem vex í heitu löndun- um, á ekkert skilt við þessa uppfundning nema nafnið eitt. Danir hafa í ráði að láta mæia Færeyjar ná- kvæmiega að ári komandi, og sendu mann þangað í sumar til að undirbúa það, er þyrfti með, svo mæling- ingin gæti byrjað nægilega snemma að vori.

x

Norðurljósið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/204

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.