Norðurljósið - 21.11.1893, Qupperneq 4
128
Nefið á honum Pippo.
eptir Gasparo Gozzi.
(NiðurlagV Að svo búnu voru málaranum gjörð
boð, hvort hann vildi taka að sjer, að mála mynd at auð
ugum herra, sem væri nýkominn til borgarinnar og
vai málaranum lofað of fjár fyrir myndina. Boðberinn
gaf honum auk þess von um, að málaranum mundi enn
fremur verða gef'nar góðar gjafir og taldi honum trú um,
að herra þessi hefði farið um alla Norðurálfuna án þess,
að iinna neinn, er hafði getað málað hann, en er hann
hafði heyrt orðróm þann, er farið hafði af málara þessnm
hafði hann tekizt á hendur langa og örðugu ferð bæði á
sjó og landi til þess, að geta látið hann mála sig. Hinir
mestu sjervitringar verða glaðir og í góðu skapi heyri þeir
peninga að eins nefnda á nafn og sje kjassað fyrir met-
orðagirni þeirra og svo fór og fyrir málara þess-
um. Var þetta bundið fastmælum og á ákveðnum degi
fór Pipno heim til málarans búinn forkunnar vel og
fylgdi honum fjöldi þjóna. Tók málarinn kurteislega
móti honum en Pippo var mjög lítillátur, fór mörgum orð-
um um frægð málarans, dró gullúr upp úr vasanum, stillti
það nákvæmlega, og kvaðst hann gjöra það til þess, að
vita nákvæmlega hve nær byrjað væri á myndinni. Jafn-
framt ljet hann glampa á fingurgull sín. með því að hrista
höndurnar smátt og smátt. Málarinn fór að telja i hugan-
um fje það, er hann mundi fá fyrir myndina og virtist
honum hægðarleikur að vinna til fjárins, því svo leit út,
sem hægðarleikur væri að mála andlitsdrætti þessa manns,
enda var Pippo breiðleitur, mjög ófriður, og svo stórskor-
inn, að hægt hefði verið að mála andlitsdrætti hans með
viðarkoli. Hann var hreiðmynntur og varaþykkur, dökk-
leitur á hörundslit, bláeygur og með afarlangt nef, sem var
flatt að oíanverðu en nefbroddurinn hjekk niður fyrir munn-
inn. En málaranum gekk ekki eins vel að mála myndina
af honum og hann hafði gjört sjör vonir um, því Pippo
gat snúið nefinu á sjer ýmist til hægri eða vinstri hliðar
með því að styðja dálítið á það, og þá sat það í sömu
skorðum, og ekki leit öðru vísi út, en náttúran hefði skil-
ið við það á þenna hátt. Jafnskjótt og Pippo hafði sezt í
þær skorður, sem málarinn vildi vera láta, tók málarinn
að teikna undirbúningsmyndina. lítur fyrst á andlitið á |
Pippo, að svo búnu lítur hann á ljereptið og byrjar á
starfi sínu. En er myndin er hartnær fullgjör, þrýstir
Pippo a neflð á sjer, svo ekkert ber á, og snýr því
á aðra hlið eins og vindhana. Málarinn lítur á Pippo,
verður var við breytinguna og segir við sjálfan sig: >Sje
jeg skakkt? Hvað hef jeg gjört þarna?« Hann hikar dá-
litið, nýr á sjer augun, en er hann sjer að nefið snýr, á
aðra hlið en honum hafði virzt í fyrstu, fer hann að laga
myndina þegjandi. Þannig situr Pippo í tvær stundir. Er
þá farið ganga á myndina. Snýr þá Pippo nefinu til sömu
hliðar og áður, og har ekki á öðru en nef hans hafi snúið
þannig alla æfi hans. Málaranum hnykkir við, er hann
sjer þetta, og heldur að hann sje sjálfur ekki orðinn með
öllu ráði. En fje það, er hann átti að fá að launum freist-
aði hans, svo hann byrjaði enn þá tvisvar á myndinni. En
loks var þolinmæði hans á enda, svo hann kastaði pensl-
inum og myndinni á gólfið og æpti upp yfir sig: >Fari
þeir til þess neðsta og versta til að láta hann mála sig,
sem hafa slíkt nef, sem aldrei getur verið í sömu skoröum«.
>Og þeir málarar, sem eru svo dutlungasamir, að þeir
skipta um skap á hverri stundu, ættu aldrei að mála ann-
að en þess konar neí«. Að svo mæltu fór Pippo með vind-
hananef sitt, án þess að kveðja málarann frekar. Sat hann
eptir bölvandi með dutlunga sína, en Pippo var dillað yfir
því, hvernig hann hafði leikið á málarann.
Smásögur
handa nnglingum. nýprentaðar á Akureyri, er ólafur
Ólafsson í Dakota í Ameriku hefur safnað, kostar 80
aura, og fást í Reykjavik hjá
Sigurði Kristjánssyni.
Nýprentaðir
Barnasálmar eptir Valdlmar Briem fást hjá öll-
um bóksölum og kosta í handi 50 aura.
Sigurður Kristjánsson
J>essar
ÍSLENDINGrA sögur
eru komnar út:
íslendingabók Landnámabók .... á 85 aur.
Harðar saga og Hólmverja .,...- 40 —
Egils saga Skallagrímssonar . . . • -1,25 —
Hænsa Þóris saga...................- 25 —
Kormáks saga ......................- 50 —
Vatnsdæla saga 50 —
Hrafnkels saga freysgoða . . . . . - 25 —
Gunnlaugs saga Ormstungu...........- 25 —
og fást þær með þessu verði hjá öllum bóksölum lands-
ins. á hvern hátt, sem menn kaupa þær, og hvenær,
sem menn verða áskrifendur að þeim. Nýir áskrifend-
ur snúi sjer til þess bóksölumanns, er þeir eiga hæg-
með að ná til.
Framh. af sögunum kemur í vetur.
Sigurður Kristjáussou.
Nýprentað:
Dauðastundin, kvæði eptir Bjarna Jónsson,
stúd. mag. í Kaupmannahöfn, fæst hjá öllum bóksöl-
um. Kostar 25 aura.
Sigurður Kristjánsson.
Stafrófskver
eptir Eirík Briem fæst hjá öllum bóksöium. Kostar
25 aura.
Sigurður Kristjánsson.
Ritstjóri:
Hjálmar Sigurðarson realstúdent.
Prentsmibja ísafoldar 1893.