Norðurljósið - 30.11.1893, Blaðsíða 1

Norðurljósið - 30.11.1893, Blaðsíða 1
Kemur út þrisvar mánuði 5.,-15.,—25.), 36 blöð á ári. Yerö 2 kr. (erlendis 3 kr.). Gjalddagi 15. júli. N0RÐURLJÓ5IÐ. Afgreiðslustofa Þingholtsstr. 3 Uppsögn skrifleg, bundin vib áramót, ógild nema hún sje komin til ritstjórans fyrir 1. október. VIII. ár. Royk.javík, fimmtudaginn 30. nóvember 1893. blað. Útlendar frjettir. Kaupmannahöfn 7. nóv. 1893. Árferði. Seinni hluta sumars víða þurkar og hit- ar töluverðir víða; einkum þó til þess tekið á Eng- 'landi; uppskerutíð víðast góð, en uppskeran í rýrara lagi, sökum þurkanna í vor, þó livergi nærri jafn slæm sem menn óttuðust fyrir. Haustið hefir verið rigninga- samt mjög, og vatnavextir, sem af því hafa leitt, hafa gjört skaða á ýmsum stöðum, einkum á Italíu, þar sem þorpið Venere lagðist því nær algjörlega í eyði, og meiri eða minni skemmdir urðu annarsstaðar. A Japan hafa líka orðið stórskaðar á húsum og mönnum í vatnsflóðum í haust. — Kóleran við það sama; gjörir •enn vart við sig á ýmsum stöðum, einkum á Þýzka- landi og Rússlandi. Danmörk. Skyldmenni og tengdafólk konungs allt farið aptur og nú fátt um að vera. Töluverðar umræður urðu í útlendum blöðum um það, að greifinn af París, er konungssinnar á Frakklandi kalla ríkis- erflngja, heimsótti konung og Rússakeisara rjett áðnr en rússneski flotinn kom til Frakklands, en naumast Jiefir sú heimsókn haft neina pólitiska þýðingu. — Frí- höfn sú, sem verið heíir í smíðum nokkur ár við Kaup- mannahöfn, rjett fyrir norðan borgina, er nú svo langt komin, að byrjað var að hleypa sjónum inn í hana 1. þ. m. Frakkland. Það sem langmest hefir borið á í 'heiminum mánuðinn sem leið, er heimsókn Rússa á Frakklandi og viðtökurnar þar, er voru svo dýrðleg- ar, að fádæini þykja, og öllu viðhafnarmeiri en menn höfðu nokkru sinni búizt við, og gekk þó ekki lítið á meðan á undirbúningnum stóð. Floti Rússa kom til 'Toulon á ákveðnum degi, 13. okt., og þremur dögum seinna fór Avelan, flotaforinginn, með 50 fyrirliðum, til Parísar; voru þeir þar 10 daga. Að þeim tíma liðnum sneru þeir til Toulon aptur og koinu við í Lyon ■og Marseille. Síðan fór Carnot til Toulon til þess apt- ur á móti að sækja rússneska flotann heim, en um allt það, sem á gekk þennan tíma, ekki eingöngu í París 'Og öðrum bæjum, er Rússar komu við á, heldur víðs- vegar annarsstaðar í Frakklandi, um allar veizlurnar, blysfarirnar, hersýningarnar,ieikhússýningarnar, skraut- eldana, fagnaðarópin o. s. frv., yrði oflangt mál að segja, ekki að nefna allar þær dýrindisgjafir, sem Ave- lan fjekk og menn hans, eða Rússakeisara voru send- ar í tilefni af hátíðahöldunum: mesta furða, hvað Rúss- ar voru [þolgóðir að sleppa klaklaust frá öllum þeim skemmtunum,jiekki sízt veizlunum. Einstöku áköfum þjóðveldismönnum þótti þó nóg [uin öll gleðilætin, og kölluðu þessa Rússatilbeiðsiu ódemokratiska, en yfir höfuð sýndust menn af öllum fiokkum samhuga í, að gjöra heimsókn þessa sem minnilegasta. Jafnvel sócia- listar voru ekki eptirbátar annara í að vegsama Rússa- keisara, sem*hafi viljað bindast vináttu við Frakka (bæjarstjórnirnar í Teulon og Marseille eru sócialistar), enda þótt|Rússiand og keisari þess annars sje ímynd ánauðar og ófrelsis hjá þeim og öðrum »frelsismönn- um«. Það jók heldur ekki lítið ánægju Frakka, að Rússakeisari »ljet svo lítið«, að heimsækja Frakkneskt herskip, sem lá við Kaupmannahöfn daginn sem Rúss- neski flotinn kom tll Toulon. Ræðuhöldin þóttu einna tilbreytingarminnst við heimsókn Rússa í Frakklandí; friðartryggingin var viðkvæðið i þeim öllum á báðar síður, en auðsjáanlega var stundum meira meint en beinlínis lá í orðunum. Eptir á sendi keisarinn Car- not forseta braðskeyti, sem þakkaði fyrir viðtökur þær, er menn hans höfðu fengið á Frakklandi, og i fáum orðum sagði meira en allar ræðurnar, því á því mátti sjá, að fullkominn samningur er gjörður milli Rússa og Frakka um sameiginlegar varnir og því um líkt, en um það efuðust margir áður. — 3. okt. var samn- ingur milli Frakklands og Siam undirskrifaður. Frakk- ar fóru ofan af því aptur, að Siamsmenn skyldu reka útlenda (danska) lierforingja úr landi, en að öðru leyti neyddust Síamar til að ganga að afarkostum Frakka. — Ryskingar enn öðru hvoru milli frakkneskra og ítalskra verkamanna, en stjórnendur beggja ríkja hafa tekíð svo í það mál, að vandræðum er afstýrt. — Útlit er til, að Panamamálið verði fitjað upp að nýju; er nú sannreynt, að Herz hefir alla tíð gert sjer upp veiki, en verður nú að öllum iíkindum yfirheyrður innan skamms, og ekki ólíklegt, að þá komi eitthvað í ljós, sem enn er í myrkrum hulið. Sagt er, að trún- aðarmaður hans, Arton, hafi nýle-ga'fundizt dauður i Port Said. — Búið er að velja forstöðunefnd lieims- sýningarinnar, sem halda á i Parísarborgjog enda með því öldina 1900; er Ricard forseti hennar, og er þeg- ar ákveðið, að hún skuli haldin í sama stað sem sýn- ingin 1889, á Champ de Mars og þar í grennd. — 16. okt. dó Marie Edme Patrice Maurice Mac-Mahon, hinn frægasti af hershöfðingjum Napóleons 3. Hann var fæddur 1808, og varð einkum frægur fyrir frammi- stöðu síua í Krimstríðinu; eptir að hafa unnið kastal- ann Malakov, var honum ráðið til að hafa sig sem fljótast burt aptur, því að Rússar hefðu gjört púður- grafir undir kastalann og myndu Jsprengja allt. í lopt upp, er þeim þættu nógu margir af Frakkaher komnir inn í kastalann — það var þá —, er Mac Mahon svaraði, sem síðan ]er að orðtaki haftj: »J’y"enis et j’y reste«. Eptir orustuna við Magenta var hann nefndur hertogi af Magenta; við Sedan var hann hertekinn af Þjóðverium, en eptir að hann Jslapp aptur, tók hann við yfirstjórn hersins á Frakklandi og bældi niður uppreist óaldarmanna í París og var þá harður i horn að taka. 1873 var hann kosinn forseti þjóðveld- isins, þó hann væri einvaldssinnaður og ekki vel þokk- aður af' alþýðu eptir frammistöðu sína við Parísarupp- reistina, enda fór svo, að hann fjekk báðar þingdeildir á móti sjer og varð að leggja niður völdin eptir 5 ár. Hann var jarðaður 22. okt.; þann dag varð því hlje nokkurt á hátíðahöldunum og dagurinn að nokkru leyti hvildardagur fyrir Rússa, og er sagt, að þeim hafi ekki verið það óvelkomið. — 17. okt. dó Charles Gounod, frægur lagsmiður, fæddur 1818; hann hefir einkum samið kirkjusöngva og söngleika ; af þeim eru »Faust« og »Romeo og Julia« einna nafnkennd- astir. Stórbretaland. Eptir að stjórnarbót íra var ónýtt fyrir Gladstone, ljet hann eða hans liðar i veðri vaka,

x

Norðurljósið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/204

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.