Norðurljósið - 30.11.1893, Qupperneq 2
130
að þvílíkur þröskuldnr á vegi allra framfara, sem efr
málstofan sie, mundi nú hafa lifað sitt fegursta,
og þess ekki iangt að biða, að hún yrði afnumin eða að
minnsta kosti breytt mikillega, en helzt lítur út fyrir,
að lávarðarnir og þeirra fyigdarmenn s.jeu hvergi
hræddir, og haldi, að þeir hafi enn ekki fengið almenn-
ingsálitið svo á móti sjer, að Giadstone takist að fram-
kvæma hótanir sinar, og það þvi heldnr, sem svo er
að sjá, sem sumir af hans eigin mönnum vilji skjótast
undan merkjum og Parnellingar ekki vilji veita Glad-
stone lið lengur, ef hann ekki nú í haust verður við
kröfnm þeirra viðvíkjandi hinum útbornu leiguliðum
og lofar að gefa þeim stjórnarbótina næsta ár; annars
segja írar sjálfir að stjórnarbót sú, sem Gladstone vill
gefa þeim, geti aldrei orðið nema til bráðabyrgða, þó
hún kæmist einhvern tíma á, því þegar hún er fengin
koma þeir með nýjar kröfur; í Ulster hafa menn þar
á móti enn að nýju látið á sjer skilja, að þeir með
öllu móti vilji berjast móti því, að nokkur breyting
sje gjörð á þvi fyrirkomulagi. sem nú er. Þess hefir
áður verið getið að Englendingar hjeldu, að samkomu-
lagið milli Frakka og Rússa myndi fullt eins vera
gjört á móti þeim sem þriveldasambandinu. Daginn
eptir að Rússar komu til Toulon, kom Miðjarðarhafs-
floti Engiendinga til Taranto og nokkrum dögum
seinna fór hann til Spezia; mjög litlar sögur hafa far-
ið af heimsóknum þessurn, þótt þær sjálfsagt hafi átt
að vega á móti heimsókn Rússa. Auk Egyptalands,
sem er stöðugt þrætuepli milli Englendinga og Frakka,
hefir Newfoundland og fiskiveiðar Frakka þar í seinni
tíð orðið að misklíðaefni. Við friðarsamninginn j
Utrecht ijetu Frakkar Newfoundland af hendi, en á-
skyldu sjer rjett til fiskiveiða við landið og tolifrían
innflutning á nauðsynjavörum til hinna frakknesku
sjómanna. Síðan 1832 hefir Newfoundland haft sitt
eigið parlament; það hefir með öllu mögulegu móti
viliað bola Frakka á burtu og Newfoundlendingar
jafnvel ekki ósjaldan gjört þeim ýmsan óskunda; nú
hefir parlamentið lagt toll á frakkneskar vörur, en
Frakkar vilja ekki gjalda, og Englastjórn á fullt í
fangi með að halda Newfoundlendingum í skefjum og
fullnægja Frökkum. í Suðurafriku eiga Englending-
ar í ófriði; þeir hafa. með samkomulagi við landsbúa
að sagt er, numið land á austurströudinni guliauðugt
mjög, sem margir halda að sje það, er Ofír nefndist
i fyrndinni, enda hafa þar fundist æfagamlar rústir og
aðrar fornmenjar; en við það eru þeir komnir í ófrið
við Kaffaþjóð, herskáa mjög, er Matabete nefnist
og sem mest lifir á að ræna nágrannana; hafa Mata.
betar og höfðingi þeirra Lobengula veitt Englending-
um árásir og eru Englendingar enn ekki búnir að
rjetta hluta sinn á þeim.
Spánn. Spánarstjórn á nú í fleiri horn að líta;
ofan á óeyrðirnar heima fyrir bætist nú ófriður i
Marokko, sem ekki er sjeð fyrir endann á. Spánverj-
ar eiga nokkrar smáborgir á norðurströnd Afríku, sem
Jóhann konungur 1. í Portugal tók af Serkjum 1415,
og nota þeir þær helzt til þess að senda þangað af-
brotamenn. 3. okt. í haust rjeðust Serkir (sem að
natninu til eru háðir Marokkokeisara) á borg þá er
Mlila (Melilla) heitir og misstu Spánverjar þar um 100
manna, þar á meðal 3 foríngja; Spánvejar hafa síðan
aukið her sinn í Mliia og átt í nokkrum orustum, en
farið í öllum halloka það af er, og í einni þeirra, 27.
okt.. fjell Margallo hershöfðingi, kastalaforingi í Mlila.
4. þ. m. vildi það voðaslys til i Santander, að
skip hlaðið með dynamit sprakk í lopt upp. Það
kviknaði í skipinu, og var slökkvilið, lögregluþjónar
og menn af öðrum skipum komnir saman til að slökkva
brunann og fjöldi manna til að horfa á hann, þegg,r
eldurinn komst að dynamitkössunum; því hafði verið
haldið leyndu, hvað hættulegan farm skipið hefði að
færa, annars hefði það ekki fengið leyfi til að koma
inn á höfnina; hristingurinn varð svo mildll að hús~
skemmdust, jafnvel þau, er lengst lágu frá höfninni,
og eldibröndum rigndi yfir bæinn og kveikti í á yfir
100 stöðum; á svipstundu stóð allur sá hluti bæjarins,.
er næst lá höfninni í björtu báli, þar á meðal járn-
brautarstöðvarnar, og til að bæta ofan á annað, kom.
járnbautarlest full með ferðafóik á stöðvarnar í sama
augnabliki sem skipið sprakk og fórst margt af því;:
um mannskaða vita menn annars það eitt, að hann.
hefur verið ógurlegur, en nákvæmri tölu hefir enn
ekki orðið komið á; gizkað er á, að 600 manna hafi
farizt, þar á meðai mestallt slökkviliðið og lögregluliðið
og margir af hinum æðri embættismönnum bæjarins;.
og yfir 1000 manns iemstrast meira eða minna. Fyrir
nokkrum dögum höfðu óaidarmenn lagt sprengikúlur
undir stóiana í leikhúsi einu i Barcelona og urðu þær
16 manns að bana.
Austurriki. Taaffe stjórnarherra fann það snjallast,
að láta að augljósum almenningsvilja, er hafði sýnt sig
við ýms fundahöld í sumar og haust, og rýmka um
kosningarrjettinn; skyldi hann nú miðaður við mennt-
un og ekki tekjur sem áður, og kjósendum fjölgað að'
mun, en hver stjett kjósa fyrir sig sem áður, og bænd-
ur einungis óbeinlínis. Uppástunga þessi mætti þó
þegar mótspyrnu, einkum frá bænda hálfu, sem vilja
fá að kjósa beinlínis sem aðrar stjettir; það lika fund-
ið að, að fulltrúum er ekki fjölgað og að hinir stóru
jarðeigendur kjósa fjórðung þeirra, sem áður. Þegar
á þing kom snerust apturhaldsmenn og Pólverjar mótl
frumvarpinu, og lagði Taaffe þá niður völdin, er hann
sá að það mundi, ónýtt verða; hann hefir nú setið að-
stjórn samfleytt 15 ár. Windischgrátz fursti hefir tekið
að sjer að mynda nýtt ráðaneyti, og þar við stendur nú.
Ameríka. Shermanslögin voru loks afnumin 31.
okt. með 43 atkv. móti 32 í öldungadeildinni. Frá.
Suðurameríku engar greinilegar frjettir; það eitt vita
menn að borgarstyrjöldin í Brasiliu heldur áfram og
að Mello hefir enn yfirtökin; sagt er að haun fyrir
skömmu hafi skotið á höfuðborgina og fyrir fám dög-
um sigldi eitt af skipum hans annað skip í kaf, er
flytja átti 1100 af Peixotos her frá Rio til Santos og
drukknaði þar af helmingurinn.
--------3S©----------
íslenzkir munir á Chicagosýningunnt.
Eins og áður hefir verið getið í íslenzkum blöð-
um, hafði frú Sigríður Magnússon hróflað saman ýmsu
dóti hjeðan af landi, sem var að minnsta kosti ekki
af betri endanum, farið með til Chicago og haft þar
á boðstólum og kallað »sýninguna frá íslandi«. Síra
Hafsteinn Pjetursson, skoðaöi sýnismuni þessa ogsegir
svo frá i Lögbergi, að flest hafi það verið sömu mun-
irnir og hún sýndi á Edinborgarsýningunni 1886. Yar
þar meðal annars rokkur, nokkrir dökkleitir vaðmáls-
strangar, allmikið af íslenzkum sokkum og vetlingum,
íslenzkir|skór úr eltiskinni og dálítil brúða á íslenzk-
um peisufötum o. 11. þess konar. Ennfremur var
á öðrum stað íslenzk kvennhúfa með skúf og hólk,
gamalt lífstykki, mörg belti, mörg armbönd, höfuð-
spennur (koffur) gamlar skeiðar frá 1671—1672, enn
fremur 2 keðjur. og á Jón biskup' Arason að hafa.