Norðurljósið - 30.11.1893, Síða 3
131
átt aðra, en Snorri Sturluson hina ! en síra Hafsteinn
kveðst láta ósagt, livort það sje satt. Segir hann, að
ekki skipti miklu, þótt margir munir þessir hafi verið
sýndir áður, en hitt sje verra, að sýning þessi sje ís-
landi til vanvirðu. Aðrar þjóðir keppist eptir að
sýna hið dýrmætasta. er þær geti framleitt, en frá Is-
iandi sje sýndur aumasti samtýningur og rusl. Fer
hann vorkunarorðum um, þó svona hafi orðið, því
ekki hafi frú Magnússon þann tilgang, að skaðaísiand
með þessu. En iakara sje, að blöðin í Chicago hafi
eptir henni ýmisiegt miður satt, er hún á að hafa sagt
í ræðum þeim, er hún hefir haldið þar, svo sem, að
enginn kvennaskóii sje hjer á iandi, og skólinn, er hún
hafi haldið í Vinaminni um árið, hafi verið eini kvenna
skóiinn, er sjezt hafi hjer á iandi, og að sýninguhenn.
ar fyigi sú augiýsing, að munirnir verði seidir tii á.
góða fyrir íyrsta kvennaskóiann á íslandi. — Það
getur vel verið, að kvennaskólum vorum sje í ýmsum
greinum áhótavant, en það var engin ástæða fyrir frú
Magnússon vegna þess, að minnast ekki nema á þenna
litla skóiavísi sinn, sem hiaktaði á skari einn vetur
og sem fæstir munu vita til, að hafi verið nein fyrir-
mynd á nokkurn hátt. Sjera Hafsteinn segir, að þess1
sýning f'rú Magnússon geti haft góðar afleiðingar, því
hún geti kennt Islendingum og hrýnt fyrir þeim þann
sannieika, að ísienzka þjóðin verði framvegis að leggja
sinn skerf fram, þegar aðrar þjóðir halda sameigin-
legar sýningar, því annars sje hætt við. að einstakir
menn haldi áfram, að sýna fyrir hönd Islands muni>
er varpi vansæmd og vanvii'ðu á þjóð vora.
-------98®----------
f Einar Ásmundsson,
alþingismaður og umhoðsmaður í Nesi, andaðist 19.
f. m. að heimili sinu, á 66. aldursári, fæddur að Völl-
um í Fnjóskadal 21. júlí 1828. Faðir Einars sál. var
giidur hóndi, en móðir hans var Guðrún, dóttir Bjarn-
ar í Lundi, og náskiid þeim Kristjáni sál. amtmanni og
síra Benidikt 1 Landakoti. Einar sál. nam gulismíði
ungur, hyrjaði húskap 1853 að Þverá í Fnióskadaþen
1855 fluttist hann að Nesi í Höfðahverfi og hjó þar til
dauðadags. Tvisvar hrann heimili hans til kaldra
koia, óvátryggt, og litlu varð hjargað, en hú hans varð
jafn hlómlegt að fám árum liðnum, enda var hann hú-
höldur hinn mesti. og þó gaf Einar sál. sig svo við
hóknámi, að hann hafði numið dönsku, ensku, þýzku
og frakknesku og ef til vill fleiri tungur, og var fróð-
ur í ritum þeirra að sama skapi, enda mun óhætt að
telja hann einn hinn mesta gáfúmann lands vors á
þessari öld. Hann ritaði margar greinar í biöð vor
og tímarit, var frumkvöðull hiaðsins »Fróði« og rit-
stjóri þess nokkur ár, og var það eitt hezta hlaðið á
islenzku, meðan hann hafði ritstjórn þess á hendi. Fyrir
rit sitt »Um framf'arir Islands« voru honum veitt verð-
laun af Bókmenntafjelaginu.
Ein seinasta ritgjörðin, sem er til prentuð eptir
hann í Búnaðarritinu, »Um húnað á íslandi í fornöld
og nú«, er svo snilldarlega samin, að fáir munu nú
betur gjöra. — Hann var þingmaður 1875—1887, en
sleppti þá þingmennsku vegna þess, að heyrn hans
var farin að bresta, en ljet þó leiðast til, að gefa kost
á sjer í fyrra og sat því á þingi í sumar sem leið.
Hann var enginn íburðarmikill ræðumaður á þingi, en
talaði svo ljóst og greinilega og liðaðí efnið svo ná-
kvæmlega sundur, að ekki þurfti mikla skarpskyggni
til þess að sjá, hvílíkur gáfumaður hann var. Auk
þess hafði hann málið svo á valdi sinu, og hæf orð á
takteinum, að naumast mundi hafa þurft að laga neitt
orð eptir á, áður en ræðan var prentuð. Hann var
frumkvöðull flestra f'ramkvæmdarfyrirtækja í bjeraði
sínu, þar á meðal unglingaskóla þess, er haldinn var
í Höf'ðahverfinu í nokkur ár. Ekki var hann sæmdur
neinu heiðursmerki af stjórninni, en slíkt skiptir litlu,
jiví ekki þurfti að »fylla upp í eyður verðleika« hans.
En land vort, og Norðlendingar fyrst og fremst, eiga
þar að sjá á bak einum sinna gáfuðustu, fjölhæfnstu
og duglegustu sona.
Sigurður Jónsson, sýslumaður Snæfeliinga, and-
aðist 15. þ. m. í Stykkishólmi, úr heilablóðfalli (shr.
síðasta hlað) eptir 2 daga legu. Hann var fæddur 13.
okt. 1851 að Steinnesi við Arnarfjörð. Foreldrar: Jón
Jónsson skipstjóri og Margrjet Sigurðardóttir, systir
Jóns Sigurðssonar forseta, sem tók Sigurð sál. í fóstur
ungan. Skólanám nam hann í Höfn og útskrifaöist
úr latínuskóia þar (Borgerdydskolen) 1870, varð kandi-
dat í lögfræði 1875, var svo í lögregluliði Hafnar og
því næst í stjórnardeildinni íslenzku um 3 ár, en veítt
Snæfellsnessýsla 1878 og gegndi því emhætti síðan.
Sat á aukaþinginu 1886. Var kvæntur Guðlaugu dótt-
ur Jens rektors Sigurðssonar, er lifirmann sinn. Þeim
hjónum varð eigi harna auðið.
Lauritz H. Jensen, gestgjafi á Akureyri, józkur
að ætt, andaðist 11. f. m. Kom til Akureyrar 1850;
var þá beykir, en byrjaði greiðasölu 1863.
Eiríkur Eiríksson, dannebrogsmaður á Keykjum
á Skeiðum, búmaður góður, hreppstjóri í Skeiðahrepp
um mörg ár, 87 ára gamall, er og nýdáinn. Síðustu
ár æfi sinnar dvaldi hann hjá Þorsteini Þorsteinssyni,
dótturmanni sinum. Var æ talinn einn hinn mesti
sómamaður.
Þórdis Bjarnrdóttir, kona Jóns hreppstjóra í Skeið-
háholti á Skeiðum er nýdáin.
Póstskipið »Laura« kom á sunnudagsnóttina.
Farþegjar með henni: Einar Finnsson, járnsmiður, frá
Noregi, fjórir íslendingar alkomnir frá Ameríku, cinn
þeirra er stúdent Jóhannes Sigurjónsson f'rá Laxamýri.
Enn fremur þýzkur maður, er fer vestur til Dýra-
fjarðar.
V Ný lög frá síðasta þingi staðfest af konungi 26. okt.
9. Fjárlög fyrir árin 1894 og 1895.
10. Fjáraukalög fyrir árín 1890 og 1891.
11. Fjáraukalög fyrir árin 1892 og 1893,
12. Lög um skaðabætur fyyrir gæziuvarðhald að ó-
sekju o. fl.
13. Lög um atvinnu við siglingar.
14. Lög um að stjórninni veitist heimild til að selja
nokkrar þjóðjarðjr.
Strandferðir, gufuskipafjelagsins danska verða
5 næsta ár. en 12 ferðirnar alls. Einusinni kemur
skipið við á Blöndós og Borðeyri. Nokkrum sinnum
hefir verið farið fram á þetta fyr, þótt því hafi ekki
verið sinnt og sýnir það, að sanngjörnum kröf'um verður
optast sinnt að lyktum, sje þeim stöðugt haldið áfram
með einuurð og stillingu.
Grettir heitir nýtt hlað á ísafirði, stærð 24 arkir
árlega í iiku hroti og Þjóðólfur. Verð 2 kr. Útgef-
andi fjelag á ísafirði. Áhyrgðarmaður cand. Gi’ímur
Jónsson.
Amtmannsembættið sunnan og vestan veitt
Júlíusi Havsteen amtmanni nyrðra og eystra frá 1.
júlí 1894.