Óðinn - 01.04.1909, Blaðsíða 6
e
Ó Ð I N N
samlalið milli okkar ekki amiað en einstakar og sundurlausar
setningar.
„Hvað ætlið þjer nú fyrir yður?“ spurði jeg, þegar við
vorum komnar út af stöðinni.
„Pá vinnu“, svaraði hún.
„Pað er þá satt, að þjer sjeuð skrautmálari", sagði jeg og
stalst til að líta á búning hennar.
„Ekki skrautmálari, nei“, svaraði hún. „Jeg er stofu-
málari. Jeg hef lært 4 ár á íslandi; siðan 1 ár í Kaupmanna-
höfn, og nú hef jeg tekið sveinspróf. Nú þyrfti jeg að komast
til góðs meistara og vinna á verkstofu. Seinna vænti jeg að
verða sjálf meistari“.
Það var farið að skyggja. Samt vakti hinn óþekti bún-
ingur eftirtekt, hvar sem við fórum. Menn hniptu hver í
annan, bentu á íslensku stúlkuna, stóðu kyrrir og horfðu á
eftir henni. Hún virtist ekkert, skeyta um það. Hún bar
höfuðið hátt, var fjörleg í gangi, leit til hvorugrar hliðar, en
hjelt veg sinn róleg og tíguleg eins og drotning.
„Er það venjulegt í Danmörku, að konur stundi þetta
handverk?“ spurði jeg.
„Nei, jeg er sú eina“.
„En á íslandi?“
„Ekki heldur“.
„En hvernig datt yður þá þetta í hug?“
„Jeg veit það ekki. Það kom alveg af sjálfu sjer. Ann-
ars er það fallegt handverk. Jeg skil ekki í, hvers vegna
fleiri stúlkur velja sjer það ekki“.
„Þjer getið þó ekki staðið uppi á roisipöllum ?“ sagði jeg.
„Þvi þá ekki? Mig sundlar ekki. Jeg er óhrædd. Ná-
lægt Kaupmannahöfn hef jeg málað hús og stóð þá 12 metra
frá jörðu“.
„Og í hvernig fötum eruð þjer þá ?“ gat jeg ekki látið
vera að spyrja.
„t venjulegum málarastakki, eins og allir aðrir. Þar
undir er jeg í tvískiftu pilsi, eins og þeim, sem hjólreiðastúlk-
ur brúka“.
„Og áttuð þjer ekki ilt með fjelaga yðar, piltana; urðuð
þjer ekki að þola hæðni?“
„Hæðni?“ Hún leit undrandi á mig. „Jeg lief aldrei
komist í nein vandræði út af fjelögum mínum, hvorki á ís-
landi nje í Kaupmannahöfn. Og það verður líklega ekki held-
ur í Þýslcalandi. Bara að jeg kynni nú almennilega þýsku“.
Við gengum litla stund þegjandi. Svo sagði jeg:
„Væri ekki rjettara, að þjer færuð hjer í handiðnaskóla
í stað þess að fara á verkstofu?“
„Nei, nei“, svaraði hún. „Jeg verð að vinna fyrirkaupi.
Móðir mín er heima með tíu börn; þau treysta á mig. Faðir
minn er dáinn“.
Við vorum nú komnar heim þangað, sem jeg hafði út-
vegað henni náttstað. Jeg bað forstöðukonuna fyrir hana og
hjelt svo heim.
Þegar jeg kom þangað næsta morgun, til þess að vitja um
hana, og opnaði dyrnar á herbergi hennar, sá jeg, að íslenska
stúlkan mín stóð úti við opinn gluggann. Hún varð mín ekki
vör; hún virtist hafa allan hugann á því, sem var að gerast
þar fyrir útan. Hún laut út úr glugganum, eins og oitthvað
mikið væri um að vera. Nú var hún ekki í möttlinum, svo
að íslensku fötin sáust betur. Hún hafði fallega festi um háls-
inn og á bolnum voru silfurmyllur og spennur.
Nú heyrði hún til mín og sneri sjer við.
„Komið þjer og sjáið þ.jer. Það er óttalegt11, sagði hún
í stað þess að heilsa og leiddi mig með ákafa, sem jeg hefði
ekki trúað, að hún ætti til, út að glugganum.
Jeg leit út. Fyrir neðan var garður og í honum mörg
kastaníutrje með ungu laufi. Nokkrir menn voru að
saga sundur eitt trjeð, til þess að fella það. Það slcygði auð-
sjáanlega of mjög á glugga í húsinu.
„Þeir ætla að deyða trjeð“, sagði hún og barmaði sjer.
„Fyrst gat jeg ekki trúað því, þegar þeir byrjuðu að grafa.
En nú er enginn efi á því. Bráðum fellur það . . . .“
Greinin er nokkru lengri, en á eftir fara spurn-
ingar og svör um ýmislegt, sem ísland snertir og
allir kannast við.
Sólskinsblettir.
I’erðakvæði eftir Sigurð Vilhjálmsson.
Niðurl.
Jökulsár-brú.
Jeg horfl sem agndofa á aílsins mátt,
algjorvi handar og vitsins snild,
sem lijer hafa fallist í faðmlög um liylinn,
svo framar cr sveitin ei skilin.
Nú getur livert smábarn þar gengið að vild,
sem görpunum áður vai'ð ráðafátt,
og lilegið að árinnar hamförum niðri,
og hættunni’ í röstinni miðri.
Með fullkomið samræmi’ í stöpli og' streng
og stórfeldan svip ber hún þegjandi vott,
um samhald og verkanir örsmárra agna
og all hinna veikustu magna.
En hálfleik og sjerplægni er liolt og gott,
að hvarfla til stöðvanna, par sem jeg geng,
líta með eigin augum á verkin,
óræku framkvæmda-merkin.
Itvílík ógnar saga að einni brú
af örvænting, kvíða — og dauðafregnum,
sem aldirnar gengur gegnum.
En pað er mín sannfæring, það er mín trú,
að þar sje nú komið að lokadegi,
— að æskan pví orka megi.
Kvöld í Ásbyrgi.
Kyrt er í hamranna heiðbláa krans;
hljótt er á söndum og engjum.
Berast frá sólgyltum legi til lands
Ijóð sem úr titrandi strengjum.