Reykjavík - 28.09.1900, Síða 2
66
l^r tíocniim.
Bæjarstjórnarfundiri
20. Sept. 1900
1. Önnur umr. um fjárhagsáætl-
un kaupstaðarins. Frumvarpið
samþ. með þessum breytingum:
Gjaldl. II, 1, c (sótaralaun) hækk-
uð úr 800 kr. upp í 1000 kr., samkv.
uppástungu brunamálanefndar, að
skipaðir verði eftirleiðis 2 sótarar,
hvor fyrir sitt umdæmi í bænum.
Gjaldal. II, 12, óvænt og óviss
útgjöld hækkuð úr 1500 kr. upp í
2500 kr. með tilliti til væntanlegr-
ar kortgerðar yfir bæinn.
Gjaldal. IV, 2, a. til áhaida
barnaskólans, liækkaður úr 200 kr.
upp í 600 kr.
2. Lesið upp erindi frá hóraðs-
lækninum, þar sem hann skorar á
bæjarfógeta að sjá um að barna-
skólahaldinu verði frestað fyrst um
sinn sakir skarlatssóttarinnar, og
óskaði .bæjarfógeti að heyra álit
bæjarstjórnarinnar um inálið. Bæj-
arstjórnin fólst á að ráðlegast væri
að fara eftir tillögum héraðslækn-
isins og fresta skólahaldinu nú fyrst
um sinn til 1. Nóv. þ. á.
3. Komu til úrskurðar athuga-
semdir endurskoðenda bæjarreikn-
ingsins við reikninginn 1899 og
voru lesnar upp athugasemdirnar,
svör bæjargjaldkórans og tillögur
fjárhagsnefndar og endurskoðenda
um úrskurði. Bæjarstjórnin samþ.
úrskurðartillögurnar.
4. Eftir fram farna skoðuri á
stöðunum veitti bæjarstjórnin þess-
um mönnum erfðafestu útmæling-
ar: þorsteini Tómassyni, Einari
Finnssyni, Sturlu Jónssyni og Helga
Zoéga. Einnig var Birni Guðmunds-
syni, Þorsteini Guðmundssyni og
Jes Zimsen leigður malarkambur-
inn fyrir innan Stúlkuklett til fisk-
verkunar í 30 ár fyrir 20 kr. gjald
á ári og með þeim kvöðum, að
bærinn megi án uppbótar láta gera
„Beding*- þar og Laugarriesbónda
og spítalanum só frjálst að nota
væntanlega bryggju þar til lending-
ar. Alt var þetta veitt með því
skilyrði að bæjarstjórninni sé heim-
ilt að leggja endurgjaldslaust vegi
yfir útmælingarnar, ef til kemur.
5. Beiðni um eifðafestu-útmæl-
ingu á molunum frá cand. polit.
Sigurði Péturssyni frestað til skoð-
unar á staðnum næsta Laugardag,
kl. 8 árd.
6. Ámundi Ámundason sælrir
um lausn frá fátækrafulltrúastarfi.
Samþ. að veita lausnina en beðið
eftir tillöga fátækranefndar áður
en nýr fulltrúi er kosinn.
7. Brunabótavirðingar samþ.: a.
Geymsluhús Sturlu .Tónssonar á lóð
sinni við Laugaveg, kr. 3920,00.
b. Hús Guðna Eyjólfssoriar við
framnesveg, kr. 2498,00.
8. Beiðni frá Magnúsi Sigurðs-
syni um 10 dagsl. á erfðafestu í
Fossvogi gegn vörzluskyldu þar
m. m. vísað til veganefndar til
álita.
9. Beiðni um aðgerð á Fram-
nesvegi og vegagerð í Bráðræðis-
holti, vísað til veganefndar, þegar
hún gerir tillögur um vegabætur
næsta ár.
10. Sömuleiðis beiðni frá búend-
um við Klapparstíg um vegabót og
rennur.
11. Brunabóta virðingamenn kosn -
ir fyrir næsta ár: Björn Guð-
mundsson og Magnús Árnason.
Allir á fundi nema Sigurður
Thoroddsen.
Ferðamenn: Ólafur Guðmunds-
son læknir frá Stórólfshvoli með
frú sinni, séra Ólafur Helgason
Stóra-Hrauni með frú sinni, séra
Ólafur Ólafsson frá Lundi með írú
sinni, Þórður lælcnir Edilonsson og
frú hans, sýslumaður Magnús Jóns-
son Vestmannaeyjura, Þorsteinn
Magnusson bóndi á Húsafelli, Síin-
on Jónsson Selfossi, Jón Gunnars-
son verzlunarstjóri Borgarnosi o. fl.
Með „Vesta “ komu: Björn M.
Ólsen rektor, Morten Hansen skóla-
stjóri, Sigurður Sigurðsson kennari
Mýrarhúsum o. fl.
Með „Yesta" fóru í gær: Björn
kaupm. Kristjánsson (til Englands)
og dóttir hans frk. Jóna Valgerð-
ur (til Hafnar), frú Ágústa Thom-
sen konsúls, frú Adeline Rútter-
haus Bjarnason, Elías Ólsen og frú
hans, Filippsen, Karl Finsen verzl-
unarmaður og Kristinn Magnússon
skipstjóri (til Englands).
Á þiðjudaginn var gaf prófastur
saman í hjónaband cand. theol.
Jónmund Halldórsson og fröken
Guðrúnu Jónsdóttur frá Uppkot.i í
Kjós.
Á miðvikudaginn gaf prófastur-
inn sarnan í hjónaband tannlækn-
ir Yilhelm Bernhöft og fröken Krist-
ínu Johnsen.
Skipalisti.
29. Aug.: „Surprise" (55 smál.,
skipstj. Oestmann, til Björns Krist-
jánssonar. 4. Sept.: „ísafold" (193,
Jensen), til Brydes verzl. 6.:
„August“ (77, Dreiee). 7.: „Bagn-
heiður“ (72, N. E. Bönnelykke), til
verzl. „Nýhöín“. 14.: „Cimbria"
(117, S. Jörgensen). S. d.: „Alf“
(197, L. Iversen), útgerð Ellefsens.
23.: „ Vesta“ (688, Ilolm). 24.
„Cimbria". 25.: „Yendsyssel" (148,
H. F. Kjær), útgerð Gufuskipafé-
lagsins. 26.: „Yiolet May“ (48, G.
Kristjánsson), til Helga Bjarnason-
ar o. fl., keypt til fiskiveiða.
Hún: „Trúðu mér kæri vinur,
það mun verða mitt mesta yndi,
að taka þátt. í sorgum þínum og
gleði." Hann: „En ég hefi engar
sorgir.“ Hún: „En þær munuð
þór fá þegar við erum gift.“
Frú P.: „Hugsaðu þér nú kæri
maður minn, að við bæði værum
stödd alein í eyðimörk ; hvað mund-
irðu þá fyrst af öllu gjöra?“ Herra
P.: „Reyna að komast burtu“.
Dómarinn (við léttúðugan ná-
unga): „Mig minnir að ég hafl
séð yður áður“. Hinn ákœrði:
„Yður minnir alveg rétt; við erum
báðir stúdentar og höfum oftsinnis
verið saman uin að brjóta nokkr-
ar tilftir af rúðum hjá náungan-
um“.
í Plymouth býr stúlka, sem ekki
heflr látið nokkurn karlmann sjá
sig í 20 ár. Nú mætti ætla að
henni væri óbætt að láta karl-
mennina sjá sig:
I5að má skjalla hvern og einn
með því að segja honum, að hann
sé rnaður sem ekki láti skjalla sig.
Hann: „Fyrst þú endiloga vilt
fá að vita það, þá gifti jeg mig
með þér vegna peninganna“: Hún:
„Ég vildi óska að ég gæti sagt
hversvegna ég giftist þér.“
Sofi, borð, rúmstœði o. fl. er til böIu.
Ritstj. vísar á.
Íljá
^DalRoff cjullsmié,
4 Ingðlfsstræti 4,
fæst, smíðað allskonar GULL- og
SILFURSTÁSS. T r ú 1 o f u n a r -
liringir smíðaðir fljótt og- vel.
„Roykjavík" heflr langmesta út-
breiðslu í öllum ' kauptúnum á
landinu.