Reykjavík


Reykjavík - 11.02.1901, Blaðsíða 2

Reykjavík - 11.02.1901, Blaðsíða 2
2 Til minnis. Landsbókasafnið t*r opið hvern viiknn dag. kl. 12—2 og einni stundu lengur (til kJ. 3) á Mánud., Mið- vikud. og Laugard., til ótlóna. Landsskjalasafnið opið á Þrd., Fimtud. og Ld. kl. 12—1. N&ttúrugripasafnið er opið á Runnud. kl. 2—3. síðd. Forngripaeafnið er opið á Mvd. og Ld. kl. 11—1. Land8bankinn er opinn livern virkan dag kl. 11—2. Bankastjórnin við frá 12—1. Söfnunarsjóðurinn opinn 1. Mád. í mán., kl. 5—6 siðd. LandBhöfðingja8kriÍ8tofan opin hvern virlcan dag frá 9- -IOV21 UV*—2 °8 4~7- AmtmannsskrifBtofnn er opin á hverjum virkum degi kl. 10 -2 og 4 -7. Bæjar/6geta8krif8tofan er opin rumb. daga 9—2 og 4—7. Póetstofan opin hvern rúmhelgan dag kl. 9—2 og 4—7. Aðgangur að Box-köseunum frá 9—9 dagl. Bæjar- póstkassarnir tæmdir dagl. kl. 7'/2 árd. pg 4 BÍðd. Afgreiðsla hina sameinaða gufuskipafélagg opin rúmb. daga frá 8—12 árd. og 1—8 síðd. Bæjarstjórnarfundir 1. og á. Fimtud. hvers mán. Fátækranefndarfundir 2. og 4. Fimtud. í mánuði. Héraðslæknirinn er að hitta heima 2—3 dagl. Augnlæknirinn or heima kl. 12—2, ókeypis augnlækn- ing á spitalanum 1. og 3. Þrd. hvers ,mán., kl. 11—1. Tannlæknirinn er heima kl. 11—2. Okeypis tann- lækning heim**. hjá lækn. 1. eg 3. Mád. hvers mán. 11—1. Apótekið opið daglega frá 8 árd. til 9 síðd. Okeypis lækning á spitalanum Þrd. ogFöd., kl. 11—1. vissi ég alls ekkert sérstaklega sak- næmt út á manninn að setja. Hann liíði blátt áíram, hvorki betur né ver, en milíónir annara ungra manna víðs- vegar um öll lönd. Sumir kölluðu hann gálausan, aðrir sögðu, að hann væri tilfinningailaus; en slíkt og því- líkt eru óákveðin ummæli. Stoltur var hann og það voru foreldrar hans lika; að mínu áliti var hann óguð- legur maður. (Framh.) ——*o«--- lípeimsendanna ó milli. — Danmörk. — Fyrir Jólin kom upp kvis um það, að Kristían kon- ungur ætlaði að segja af sér kon- ungdómi. F.n sú fregn hefir síðan algerlega verið borin aftur. -- Hitt er vitanlegt, að í vor, er þingi er lokið, fer ráðgjafastjórn sú, sem nú er, frá völdum; treystist ekki til að haldast við með 1 atkvæðismun í Landsþinginu. Er almæli, að kon- ungur muni eigi geta fengið nokkurn mann til að mynda þá hægri-manna ráðaneyti; líklegast að verði sam- steypu-ráðaneyti af vinstri mönnum og þeim hægri mönnum, sem nú eru andvigir stjórninni. — ÞjóftverjaJand. — Stjórnin fer nú fram á að fá fjárveitingar til her- flotans auknar ura49 milíónir marka þetta ár, bæði til að láta gera ný skip og auka tölu foringja og liðs- manna. — í Desbr. urðu Þjóðverjar fyrir því slysi, að herskip þeirra eitt fórst við Malaga, 460 manns vóru á skip- inu, en 38 einir drukknuðu. Hinir björguðust. — Árið, sem leið, hefir herfloti Þjóðverja verið aukinn um tvö víg- skip, eitt beitiskip stórt og fjögur minni. Verið er að smíða 4 vígskip, 1 stórt beitiskip og 1 fallbyssubát. — Landamerkja-þræta hefir lengi staðið yfir milli Brazilíu og Frakk- lands; Frakkar eiga nokkurn hlut a^ Guiana, er liggur að Brazilíu. Málið var lagt í gerð og skyldi Svisslands- stjórn skera úr þrætunni. Nú er sá úrskurður upp kveðinn og Jrefir fallið Brazilíu í vil því nær í öllum atriðum. — Austurríki. — Klerkarnir og gyðingafjendur hafa beðið mikinn ósig- ur við þingkosningar, en þjóðverski flokkurinn aukist. — Grikkliind. — Fjárhagur ríkis- ins virðist nú vera að batna að góð- um mun. Simopoulo fjármálaráðherra lagði fram fjáriagafrumvarp sitt ný- lega, og var eftir því áætlað, að ríkið hefði árið 1901 um 3 milíónir drachma afgangs útgjöldum (1 dr. = 72 au.). — Krít. — í vor er út runnið tímabil það, er Konstantín, sonur Ge- orgs Grikkjakonungs var ráðinn til höfðingja yfir Krít. Stórveldin hafa viljað, að hann héldi áfram að stjórna þar, því honum hefir farið það mæta- vel úr hendi, en hann er ófáanlegur til að halda áfram. Er það í almæli, að Kríteyingar muni ætla að leysa sig undan yfirráða-nafni soldáns með öllu í vor og sameinast Grikklandi. — Spánn. — Þar hefir fjárhagur- inn þröngur verið, en nú það betra lag á komið, að þetta ár (1901) er búist við nærfelt 8 milíónum peseta í tekjum um fram útgjöld (lpes.= 72 a.) — Japan. — Um miðjan Jan. geys- aði óveður mikið þar, og er mælt, að 400 fiskimenn hafi farist. — Australia. — 1. Jan. þ. á. öðl- aðist gildi stjórnarskrá Ástralíu-veldis, en svo neínast sambandslýðlendur Breta í Eyja-álfunni; en þær lýðlend- ur hafa nú allar í samband gengið, nema New Zealand. Bretadrotning hefir skipað Hopetoun lávarð ríkis- stjóra Ástralíu-veldis og kvaddi hann sér á gamlársdag ráðaneyti: í því er Mr. Barton forsætisráðherra og ráðh. utanrikismála (því að bandaveldið hefir utanríkisráðherra fyrir sig). Eing sambandsins á að koma sam- an 1. Maí í vor. Það hefir mörg vanda- mál úr að ráða, en ekki hvað sízt verzlunarmálið. Sumar af lýðlendun- um höfðu að dæmi Bretlands verzlun nær alfrjálsa; aðrar höfðu háa verndar- tolla. Nú er verzlunarmálið sameigin- legt mál, og verður nú að finna ein- hvern miðlunarveg hór á milli. En af því sambandsstjórnin þarf talsverð- ar tekjur, er það talið víst, að nokkr- ir tollar verði lögleiddir. — í New Soutk Wales hefir lög- gjafarþingið samþykt ellistyrkslög, er veita hverjum manni rétt til árgjalds úr ríkissjóði, þeim er náð hafa 65 ára aldri. — Lög um kosningarrétt kvenna féllu þar í efri deild með nærri jöfn- um atkvæðum. — Efri þingdeildin í Yictoría (Ástr.) feldi frumv. um kosningarrótt kvenna með miklum atkv.fjölda; en neðri deild hafði áður samþykt það. Tillögu um að mál þetta yrði lagt undir atkv. allra kjósenda (,,referendum“) feldi efri deild líka. — Aftur samþykti hún ellistyrkslög, lík og í New South Wales (7 sh. um vikuna til 65 ára manna, eða yngri manna, er heilsu hafa mist af völdum atvinnu sinnar). Neðri d. hafði áður samþ. þetta frumv. — Landsstjórnin í iSew Zealand hefir skipað nefnd til að koma fram með tillögui um, hvort N. Z. eigi að ganga í Bandalag Ástralíu-lýðlendanna. — Canada. — Þar fóru fram al- mennar bandaþingskosningar í haust, og vann stjórnarflokkurinn mikinn sigur. Helztu og beztu menn íhalds- flokksins náðu eigi kosningu, t.d. Hugh Macdonald, sem var forsætisráðherra í Manítóba, en lagði niður völd, til að leita kosningar á bandaþingið. Or- sökin var, að þessir helztu menn í- haldsflokksins buðu sig fram í kjör- dæmum, sem mest tvísýni var á. — í Manitoba varð Mr. Roblin forsætisráðherra í stað Macdonalds. Hann er valinkunnur maður og bezti drengur. Yar eitt sinn helzti maður í „frjálslynda" flokknum, en gekk sem fleiri í hinn flokkinn, er Green- way sat að völdum. — NÚ hefir Bretastjórn og Oanada- stjórn í samlögum við lýðlendurnar í Ástralíu samþykt tilboð um lagning sæsíma milli Ástralíu og Canada, og verður þegar byrjað á lagningunni. Hann á að vera full-lagður 1902 og kosta 1,795,000 pd. sterl. og hvergi koma á land nema í brezkum löndum. — t Með „Skálholt" fréttist lát Victoriu Bretadrotningar. t[r höfuÖBÍaðnum. „Laura“ kom að vestan Fimtudag- inn 7. þ.m. Með henni kom fjöldi fólks, þeir sem fóru vestur með henni um daginn héðan úr bænum, svo og nokkrir, er sigla með henni til út- landa, og loks margir sjómenn að vestan. ___________ „Skálholt" kom loks á Laugardags- kvöldið var; hafði tafist í Færeyjum vegna óveðurs. Með því komu eng- ir farþegar. Járnsmiðafélagið hólt samsæti i „Iðnó“ 7. þ. m. Menn skemtu sér þar hið bezta. „Leikfélag Rvikur" lók hið góð- kunna leikrit „Þrumuveður" (eftir C. Hostrup) í fyrsta sinni á Sunnudaginn var fyrir troðfullu húsi.

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.