Reykjavík


Reykjavík - 07.05.1901, Page 2

Reykjavík - 07.05.1901, Page 2
Til minnis. LnnílBliAkafiafnið er opið hvern virknn dag. kJ. 12—2 og oinni stundu lengur (til kl. 3) á M&nud.. Mið- vikud. og Laugard., tjl útlána. Landsskjalasafnið opið & Þrd., Fimtud. og Ld. kl. 12—J. Náttiirugripasafnið er opið á sunnud. ki. 2—3. sfðd. Forngripasafnið er opið á Mvd. og Ld. kl. 11—1. Landsbankinn er opinn hvern virkan dag kj. 11—2. Hankastjðrnin við frá 12—1. Söfnnnarsj(>ðurinn opinn 1. Mád. í mán., W. 5 síðd. Landehöfðinpjaskrifstofan opin hvern virkan dng frá 9 -10'/e, 11*/*—2 og 4—7. Amlmannsskrifstofhn er opin á hverjum virtum d« gi kl. 10 -2 og 4 Firiarfógetaskrifstofan er opin rumh. doga 9—2 og 4—7. Púststofan opin hvern rúmhelgan dag kl. 9—2 og 4 —7. Aðgangur að Box-kössunum frá 9—9 dagl. Bnpj.ir- pústkassnrnir tæmdir dsgl. kl. 7V2 &rd. og 4 síðd. Afgreiðfila hins samcinaða gufuskipafélagR opin rúinh. dnga frá 8—12 árd. og 1—8 síðd. Bírjarstjömarfundir 1. og 3. Fimtud. hvers i”án. Fátmkrancfndarfundir 2. og 4. Fimtud. í niám7i. lléraðsla knirinn er að hitta heima 2—3 dagl. Augnlæknirinn er heima kl. 12—2, ókeypis Mignlcekn* ing á spitalanum 1. og 3. Prd. hvers.mán.. kl. 11—1. Tannlæknirinn er heima kl. 11—2. Ókey. tann- ln 1 ning heiraa lijá lækn. 1. og3. Mád. hve.s mún. 11—1. ApöteUð opið daglega frá 8 árd, til 9 iðd. Öktíyj)i8 lækning á spítalanum Prd. og Föd., kl. 11—1. ur og Botha hershöfðingi reyndu með sér, urðu að engu. Að vísu samdi þeim um friðarkostina, en Chamber- lain tók fjarri að samþykkja þá. — Það var kona Botha, sem í fyrstu gekk milli manns síns og Kirsheners með friðarmálsleitunina. En með sam- þykki stjórnar Búa í Transvaal var málaleitun þessi, en hún vildi með engu móti ganga að kostum þeim, er Chamberlain vildi að ganga. — Síðan hafa vopnaviðskifti haldið áfram, og ýmsum veitt betur í smás' ærum þeim, er orðið hafa; þó hafa Búar þyngra af beðin nú upp á síðkastið, og þrengir mjög að þeýn. Bretar eru þó ekki búnir að bíta úr nálinni enn. Þegar fjármálaráð- gjafinn varð að leggja fram reikninga ríkisins og ætlun um tekjur og gjöld og beiðast nýrra fjárveitinga, þá kom það í Ijós, sem þjóðinni brá heldur en ekki í brún við. Þegar ráðaneytið rauf þing í haust og efndi til nýrra kosninga, þá laug stjórnin þjóðina fulla; hvorki var þá skýrt að fullu frá öllum kostnaði við stríðið, og svo fullyrti stjórnin, að nú væri stríðið eiginlega úti; nú yrði mestalt liðið kvatt heim. Bretar hefðu lagt Óran- íu og Transvaal undir sig og væri nú aðallega ekki annað eftir en að skipa þar stjórn og embættismenn og auðvitað talsvert fjölment lögreglu- lið í fyrstu. Þjóðin trúði, varð fegin að ófriðnum væri létt af og stolt yfir landvinningunum Bretlandi til handa. Svo fékk stjórnarflokkurinn stóreflis sigur í kosningunum. En hvað kom svo upp úr kafinu? Bret- ar höfðu það eitt á valdi sínu af landinu þar syðra, sem var innan skothoigi fallbyssna þeirra í hvert sinn. Ófriðnum er ólokið enn, og ekki fyrirsjáanlegt, hve fljótt hon um verði lokið. Stríðið hefir kostað Bretiand (sigurvegarann) 150 milíón- ir punda (2700 miliónir króna). Og •nginn er svo bjartsýnn að gera sér í hugarlund að kostnaðurinn verði, 2 • þótt stríðinu yrði nú bráðlega lokið, minni en 200 milíónir punda, að meðtöldum öllum beinum útgjöldum Bretlands, sem leiða af styrjöldinni alls og alls. Fjármálaráðherrann varð að biðja um heimild til að taka enn 60 milíóna punda lán ; alls hefir Bi et- land nú á 18 mánuðum aukið ríkis- skuldir sínar um 127 milíónir bunda. Frá því Peel og Gladstone hurfu frá verndartollastefnu til verzlanfrelsis og fram að árinu 1900, hafði Bretlandi vegnað svo vel að fjárhag, að stjórn- in hafði lækkað ríkisskuldirnar um 200 milíónir punda á svo sem 50 árum. En nú gleypir Búastríðið all- an þann hálfrar aldar sparnað í ein- um teig. Og það er ekki svo sem að Bretastjórn ætli að taka alt til láns, sem þarf til að auka kostnaðinn; hún hefir orðið að hækka skattálögur á kjóðinni um 11 milíónir punda: tekjuskatturinn er hækkaður um nær 4 mil., tollur lagður á sykur, sem hefir verið tollfrítt til þessa, liðl. 5 mil. og útflutningstollur lagður á kol, er nema mun liðlega 2 milíónum punda. Lög um þetta efni voru lögð fram á þingi 17. f. m. og samþykt og staðfest eftir 2 daga og gengu þegar í gildi samstundis. Og þó skort- ir þrátt fyrir þetta, yfir 40 milíónir á að árstekjur jafnist við ársgjöld, og er þó ekkert fé ætlað nú til af- borgunar ríkisskulda (sinking fund). [Kolatollurinn brezki er 1 sh. á tonn- inu, eða sem næst 15 au. á 320 pd. dönskum („skippundi," sem eitt sinn hét) J. Sykurtollurinn og einkum kolatoll- urinn hefir mæist ákaflega illa fyrir í Bretlandi. Samdægurs hækkaði syk- ur í smásölu um J/2 d. (33/4 ey.) pd. um alt Bretland og írland. En kola- tollurinn vekur þó enn moiri gremju. Eykir það vafalaust, að ættu lcosn- ingar nú að fara fram í Bretlandi, mundi Salisburýs-stjórnin liggja lágt. Bretinn skilur fyrst, hvað styijöld hefir áð þýða, þegar hún fer að koma við budduna hans. Enn kostar stríð- ið Breta l1/^ mil. punda (= 27 mil- íónir króna) um hverja viku, þ. e. nái. 4 milíónir króna um sólar- hringinn. Nú er mælt, að liggja muni við að ráðaneytið rifni, þ. e. Ilicks Beach (fjárm.-ráðhi-.) og þeir sem hans megin eru, muni ganga úr því; geti ekki unnið með Chamberlain lengur. Síðustu blöð geta þoss, að frú Botha sé á ný að reyna að ganga á milli um friðarsamninga, og að þeir Kir- chener og Botha muni reyna að koma sér saman á ný. En brezk er fregnin, og geta sumir til, að hún geti verið Chambairlainsk stjórnar-lygi, til að reyna að sefa .hugi alþýðu með því að gefa í skyn, að nú muni stríðið vera svo að kalla á enda. 1 Noregí hefir stjórnin farið fram á stórum auknar framiögur til lands- varnar (hers og ílota). Frá Danmörku ekkert fróttnæmt, nema að stjórnin gerir þar hvert hneykslið af sér eftir annað. Goos hefir veitt syni sinum eitt feitt em- bætt.i, sein hann sjáifur haíði áður: umsjónarembætti yfir dönskum dýb- lizum. En enginn þekkir verðleika sonarins nó hæfileika til þessa em- bættis nema faðirinn einn. Samgongu- mála-ráðherrann Juul Bysensten til- kynti á undan kosningunum einum minni háttar járnbrautar-embættis- manni, serit vitanlega var sósíalisti og framboðsmaður eða meðmælandi þing- mannsefnis eins af vinstra flokki, og hótaði honum að ílytja hann (burt úr Höfn) í armað embætti í afskektu héraði, ef hann dii fðist að vera með- mælandi J. Ottosen’s; en ef hann dirfðist að segja frá hótun þessari, kvaðst hann mundu setja hann ai einbætti. Embættismaðurinn („Trafik- assistent" Ohison) birti þegar aðferð liysenstens, og mæltist liún svo illa fyrir, að aðrir ráðgjafar sumir tjáðu sig opinberlega um, að þeir ættu engan þátt í þessu. Blöð stjórnar- innar þorðu ekki að verja þetta. Ohl- son varð meðmælandi Ottosens eftii sem áður, og Ottosen var kosinn. Svo flutti Rysensten Ohlsen yfir á Jótland á afskektan stað, en — þorði ekki að setja hann af. Ráðaneytið ætlar auðsjáanlega að lafa við frarn til haustsins, en hvað þá tekur við, veit enginn. Eftir því, sem mór er ritað frá Danmörku, er enginn efi á þvi, að stjórn hægri manna fer frá völdum i Sumar eða haust. Konungur kvað ætia að ferðast suður í iönd um það leyti, og láta Friðrikkrúnuprins stjórna í sínu nafni á meðan, svo að það verði Friðrik, sem myndar vinstri- manna-stjórnina (þótt ekki sé hann vinveittari sagður vinstri mönnum en faðir hans). Dessa síðustu fregn sel ég ekki dýrari en ég keypti. Bandarikin í N.-A. — Aquinaldo, foringi uppreistarinnar á Fiiippuseyj- um, sem Bandam. hertóku með svikum, hefir 20. f. m. birt löndum sínum, að hann hafi nú unnið Bandaríkjun- um þegnskafíar-eið, og skorar á þá að gefast upp fyrir Bandamönnum. Stjórnar-tíðindi. Krossar. — Landshöfðingi M. Stephensen er orðinn K. D. af fyrsta

x

Reykjavík

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.