Reykjavík


Reykjavík - 13.07.1901, Blaðsíða 3

Reykjavík - 13.07.1901, Blaðsíða 3
3 „Og hvað á nú það að þýða?“ tók nú Winter fram í; hanu var glað- vaknaður og sestur uj p í rúminu. „Það þýðir það, herra Winter“, svaraði ég, „að þessi þokkalegi vinur yðar hefir lengi verið að smá-byrla yður eitur, og nú í nótt ætlaði hann að gefa yður þá inntöku, sem skyldi hrífa yður til fulls. Ég held hér í hendinni á lyfjaflðskunni yðar, sem ég horfði á hann hella eitrinu í úr litlu glasi. Nú farið þér að skilja, hvernig á því stendur, að hann fékk yður til að skrifa erfðaskrá yðar og skiija hana eftir í Bombay." „Guð minn góður! Delaporte!" sagði Winter. „Þetta er hræðileg sakar- gift. Er þetta satt á þig?“ „Þessi fantur og lygari veit full- vel, að hann fer með uppspuna", sagði Delaporte hásurn og hvæsandi rómi og gerði sig líklegan til að ráða á mig; en ég otaði að honum spentri skammbyssunni, svo hann þorði ekki. „Ég segi það oitt, sem satt er, herra Winter", svaraði ég, og ég get sannað sögu mína. Fyrir tilhi.utun föður yðar hefi ég fylgt ykkur dular- búinn síðan þið fóruð frá Englandi og sífelt njósnað um alt atferli Dela- porte’s. Eftir að hann hafði fengið yður tU að arfleiða sig að aleigu yð- ar, ætiaði hann að taka yður af iifi, en í því hefi ég hindrað hann.“ „Guð minn góður! Nú skil ég margt betur en áður“, sagði Winter, stökk fram úr rúmi sinu og þreif byssu sína; „já, Delaporte, ég trúi þessu; nú loksins lýk ég upp augun- um ; ég hofi lielzt til iengi verið blind- ur.“ Meðau Winter sagði þetta, kom læknirinn inn í t.jaldið og varð heldur en ekki ruglaður, þegar hann heyrði, hvað um var að vera. Delaporte stóð grafkyr eins og líkneski með hend- urnar krosslagðar á brjósti og hleypti brúnum. Pegar fyrsta íátið var af honum varð hann aftur rólegur og talaði nú hægt og gætilega. „Það er dáfalleg saga, þetta!“ sagði iiaun og óg er hlessa á, að skynsam- ur maður, eins og þú ert Winter, skulir leggja trúnað á annað eins. Þessi manngarmur hlýtur að vera vitlaus —“ „Hann virðist þó ekki vera svo bandvitlaus“, tók Winter fram í, „úr því hann veit alt um erfðaskrána." Læknirinn stóð þarna hjá þeim mál- laus og forviða. Winter sneri sér nú að honum og sagði snúðugt: „Og þér eruð læknir, sem ráðinn er til að annast mig og hjúkra mér! Svarið mór nú eins og þér vitið sannast fyr- ir samvizku yðar: Gætu sjúkdóms- einkenni þau, sem ég hefi haft, staf- að af þ'. í, að mér hafi verið gefið eit.ur?“ „Þau — þau gæ — gætu stafað af því; það gætu þau“, svaraði lækn- irinn stamandi. „Heyrirðu það“, sagði Wi.nter enn snúðugra við Delaporte. Hvað hef- irðu fyrir þig að beia?“ „Éað sem ég þegar hefi sagt. Detta eru svivirðileg samtök á móti mér! Éað er hæfulaus lýgi!“ „Og hver ætti svo sem að finna upp á að stofna slík samtök á móti þér? Nei, því miðnr er þetta alt of satt. Nú sé ég fyrst, hver maður þú ert. Éú hefir helzt til lengi liag- nýtt trúgirni mína. “ Svo sneri hann sér að mér og spurði: „Hvað eigum við nú til bragðs að taka? „Dór kostið alla þessa ferð“, svar- aði ég, „og því er hver maðuríykk- ar föruneyti skyldur til að hiýða yð- ur. Bjóðið nú förunautum yðar að taka Deiaporte og hafa hann í varð- haldi, og svo snúum við aftur áleiðis til Indlands í fyrramálið í dögun.“ „Svo skal vera, sem þór segið", svaraði Winter og var nú tápmeiri og einbeittari en hann hafði nokkru sihríi áður verið. Deiaporte brosti kuldalega og mælti: „Ég er þess al-búinn að snúa aft- ur til Indiands með ykkur og þaðan úl Englands. I’ið getið ekkert ólög- legt upp á mig sannað, og ég er ekki sá maður, að ég þoli það þegjandi, að svona sé á hluta minn gert. En gangið inér ekki of’nærri; ég gef þór, Winter, drengskaparorð mitt fyrir þvi, að ég skal verða ykkur samferða aft- ur. En ég heiinta, að þjónustufólk þitt sýni mér þá virðingu, sem sam- býður stöðu minni. “ „Ég skal leyfa þér að ganga laus- um upp á drengskaparorð þitt“, svar- aði Winter, „en vopn þín tek ég af þór. “ „Gerðu sem þú viit", svaraði Dela- porte, með uppgerðar-kuldabrosi, en Þó hálf-sneiptur. „Og nú þegar þetta er afráðið, þá rektu þessa kumpána út úr tjaldinu, svo að við getum lagt okkur út af aftur. “ „Og ég fráræð yður sterklega að vera einn í tjaldi með honum“, svar- aði ég, „þéreigið alt of mikið á hættu til þess.“ Nú leit svo út, sem Winter væri orðið full-ljóst í hverri hættu hann var staddur; hann bauð tveimur af förunautum sinum að halda vörð í tjaldinu um nóttina, og öðrum tveim- ur að vera á verði fyrir utan dyrnar; mig bað hnnn nð vera hjá sérítjald- inu um nót.tina. Deiíiporte lét eins og alt þetta kæmi honum ekki við; hann fleigði sér í ferðarekkju sína og vafði um sig ullarteppunum. Ég lót það samt ekki hlekkja mig, hve stillilega hann virtist taka þessu öllu. Hann sá blátt áfram, að öll mótspyrna var til ónýtis.. (Framh.) Frá Alþingi. Stjórnarskrármálið (Valtýsliðafrv.) vartill.umr. 6. þ. mán. Eftir nokkr- ar umr. var samþ. að setja nefnd í málið, og voru þessir kosnir með hlutfallskosningu: Dr. Valtýr Guð- mundss., Hannes Hafstein, Skúli Thor- oddsen, Guðl. Guðmundsson, Björn Björnsson (Borgf.), Ói. Briem, Lárus H. Bjarnason. Nú hafa „heimastjórnarmenn11 sam- ið annað frv. til stjórnarskrárbreyt.- ingar, og hom það til 1. umr. 9. þ. in. Aðal-munurinn á þessu frv. og Valtýs- liða er sá, að „heimastjórnarmeim" vilja hafa tvo íslands ráðgjafa. Ann- an búsettan á íslandi og hinn í Kaup- mannahöfn. Ráðgjafinn á ísiandi á að „ vera launaður af landssjóði ís- lands og að jafnaði bera lög og önn- ur mikisvarðandi málefni sjálfur fram fyrir koniing.“ Ráðgj. í Khöfn „skal í fjarvist eða forföllum ráðgjafans á íslandi í utnboði hans bera mál þau, er konungur ræður úislitum á, fram fyrir konunginn, og að öðru leyti fram- kvæma þær stjórnarathafnir, sem eigi má fresta, þar til úrskurðar ráðgjaf- ans á ísiandi veiður leitað". Að því er snertir kosningarréttinn, eni ákvæð- in eins og í frumv. Vaitýsliða, nema þetta frumv. heimilar að veita konum með lögmn kosningarrétt til aiþingis. Við 1. umr. urðu allskarpar umræður um málið, en að þeim loknum var þessu fi umv. í e. hlj. vísað til nefnd- arinnar í frumv. Valtýsliða. Bankamálið var á dagskrá í neðri deild 10. þ. m. Var kosin nefnd til að íhuga það mál og semj i frumv. Með hlutfallskosningu voru kosnir í nefndina: Björn Kristjáuss., Tryggvi Gunnarsson, Guðl. Guðmundss., Éórð- ur Thoroddsen og LArus II. Bjarnason. Bætt hefir vorið við 3 skrifurum i neðri deild: Halld. Lárusson hrað- ritari, Kristján Sigurðsson stúd. med. og cand. mag. Guðm. Finnbogason. Suém. Siguréssonar Saumastofa 14 Bankastræti 14 Nýjasta snið og tízka, fyrsta kl. vinna.

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.