Reykjavík - 19.10.1901, Page 2
t
Landsbókasafnið er opið daglega kl. 12—2, og tll 3 i
Minud., Mlðv.d. og Laugard., tll útlina.
Landsskjalasafnlð opið i Þrd., Flmtud., Laug.d. kl. 12—1.
Nittúrugripasafnið er opið i Sunnud., kl. 2—3 siðd.
Forngrlpasafnlð er opið i Miðv.d. og Laugard., kl. II—12.
Landsbankinn opinn dagl. kl. II—2. B.-stjórn vlð 12—I.
Sðfnunarsjóðurinn oplnn I. Minudag I minuðl, kl. 5—6.
Landshófðingjaskrifstofan opin 9—lO1/^, lll/2—2, 4—7.
Amtmannsskrifstefan opln dagl. kl. 10—2, 4—7.
Bæjarfógetaskrlfstofan opln dagl. kl. 9—2, 4—7.
Póststofan opln 9—2, 4—7. Aðgangurað box-kðssum 9-9.
Bæjarkassar tæmdlrhelgaog rúmh. daga 7l/2 ird.,4 síðd.
Afgrelðsla gufusklpafélagsins opln 8—12, 1—8.
Bæjarstjórnarfundlr I. og 3. Flmtudag hvers mínaðar.
Fitækranefndarfundlr 2. og 4. Fimtudag hvers min.
Héraðslæknlrinn er að hitta helma dagl. kl. 2—3.
Tannlækn. heima II—2. Frl-tannlækn. l.og3. Mid. fminuðl.
Frílæknlng i spítalanum f’rlðjud. og Fðstud. II—I.
„Reyk]avik“ kemur út á Föstu-
dögum (síðdegis). Auglýsingum sé
skilað í síðasta lagi á Fimtudags-
kvöldum.
Með því það liefir komist inn
hjá sumuui jteirra, er auglýsa, að
,lteykjavík‘ hafi að eins úthreiðslu
hér um slóðir, J>á skal J>að tekið
fram, að blaðið ,lteykjavík‘ fer
ineira og mínna í livcrn einasta
hrepp á öllu landinu. Útgef.
Blámanna-blóð.
Saga eftir W. D. HOWELLS.
4. kapítuli.
Framh.
„Haldið þér ekki að blámennirnir
hefðu fengið betri viðtökur í katólsku
kirkjunni?" sagði hann því næst;
„katólskir menn virðast hafa haldið
betur við hugsjón kristilegs mann-
jafnaðar í kirkjum sínum. Ef þeir
snúa einhverntíma athygli sinni aÖ
blámönnunum, þá — —“
„Ég get alls ekki hugsað mér ka-
tólskan mann svartan sagði Miss
Aldgate. „Mér finst það svo ónáttúr-
legt.“
„Þeir eru þó til ekki svo fáir. “
„Hér í Boston?"
„Nei, það held ég ekki, en ég þekki
tvö dæmi þess, að blámenn hafa geng-
ið að eiga hvítar konur og báðar voru
þær írskar og katólskar."
„Nei, er þaðsatt!" sagði Miss Ald-
gate.
Meðan þau mæltust þetta við, hafði
Mrs. Meredith legið þegjándi á sófan-
um, hreifingarlaus og róleg og skygndi
hönd fyrir enni. „Það hefði ég þó
aldrei hugsað“, mælti hún, „að írsk-
ar stúlkur — —“
í þessu var drepið á dyr. Miss Ald-
gate spratt upp og lauk upp hurðinni.
Éað var þjónninn með flöskuna. Þau
brostu bæði ánægð, hann af þvi að
sér hefði tekist svo vel að reka er-
indið og hún af þakklæti fyrir erindis-
reksturinn. Hún borgaði honum ó-
makið, en varð fyrst að leita í éin-
um fimm, sex öskjum eftir pyngju
sinni. Olney tók flöskuna og skeið í
í hönd sér og gekk til Mrs. Meredith.
Alt í einu sperti hún upp augun
og hvesti þau á hann.
„Er það klóral?“ spurði hún.
„Nei, það er ekki klóral."
„Segið þér mér satt!“ mælti hún
hvatlega og greip um úlnliðinn á
honum. „Þér megið ekki réttlæta
yður með þessari algengu læknareglu,
að það sé ekkert að því, að segja
sjúklingum ósatt. — — — Og ef
þér gefið mér klóral í nokkurri mynd,
þá —“
Olney var setstur niður aftur og
horfði á hana með athygli. Nú gat
hann ekki að sér gert að brosa. „Nei,
ég hefi ekki gefið yður klóral í neinni
mynd eða ætlað mér að gera það.“
„Þá eruð þér að reyna að dáleiða
mig til að svæía mig.“
Nú gat Olney ekki að sér gert að
hlæja. „Já, það eitt er víst, að þér
þurfið að sofna, Mrs.Meredith. Á morg-
un, um það leyti, sem þér ættuð að
vakna, skal ég koma til yðar aftur
og vekja yður úr dáleiðslunni." Hann
stóð upp og ætlaði að fara, en áður
en hann lauk upp hurðinni, nam hann
staðar og sagði með alvörusvip: „Ég
þekki, satt að segja, enga læknisreglu,
sem heimili mér að draga yður á tál-
ar á móti vilja yðar. Og þér megið
vera viss um, að hver samvizkusam-
ur læknir mun álíta sannleikann sagna
beztan nema því að eins að hann
verði þess áskynja, að sjúklingurinn
sjálfur vilji láta draga sig á tálar.
„Sannleikurinn er ávalt beztur,
hvernig sem á stendur — í lífi og
dauða beztur", sagði Mrs. Meredith
með ákafa. „Ef ég væri að dauða
komin, þá vildi ég umfram alt fá
að vita það. “
„Og það vildi ég ekki vita, ef svo
stæði á fyrir mér“, sagði Miss Ald-
gate. „Ég held það gæti staðið svo
á, að það væri illa gert — hreint og
beint synd, að segja sannleikann.
Haldið þér það ekki líka, dr. Olney."
„Ég?“ sagði hann og skautst út
úr dyrunum; „ég get sagt yður það
eitt með fullum sanni, að ég hefi enga
ástæðu til að ætla, að neitt okkar
þriggja só í neinum bráðum lífsháska.
Góða nótt!"
5. kapítuli.
Olney fór ekki að vitja Mrs. Mere-
dith fyrri en um hádegi daginn eftir.
Ilann þóttist. vita, að væri hún engu
betri eða lakari, mundi hún gera boð
eftir sér. Éegar hann kom til henn-
ar, var hún alein heima. Miss Ald-
gate hafði ekið út að gamni sínu
með kunningjafólki sínu frá Hótel
Vendome, og þar ætlaði hún að snæða
dagverð. Fyrir kurteisi sakir lét 01-
ney ekkert á því bera, að hann sakn-
aði hennar og spurði Mrs. Meredith,
hvernig henni hefði sofnast og hvem-
ig henni liði.
„Ójú“, sagði hún og stundi við;
„ég hefi getað sofið, en ekki veit ég
hvort mér líður nokkuð betur fyrir
það.“
„Jú, það er ég alveg viss um“,
sagði Olney glaðlega og fór að skoða
í henni tunguna og taka á æðinni.
Meðan hann var að því, tók Mrs.
Meredith alt í einu til máls og sagði:
„Þetta kemur alt fyrir ekki. Það er
enginn efi á því, að þér getið með
lyfjum yðar látið mig sofa eins mik-
ið og yður þóknast; en hvað gagnar
það svo, úr því ég vakna sífelt aftur
til þeirrar sömu martraðar, sem ein-
lægt hvílir á huga mínum?"
Hún mændi bænaraugum til hans
eins og hana sárlangaði til, að hann
spyrði hana um, hvað það væri, sem
hún setti svona fyrir sig; en Olney
fanst hann ekki vera svo nákunnug-
ur henni, að hann hefði rétt til að
spyrja hana um þetta. Svo að segja
frá því augnabliki, er hann sá hana
íyrst kvöldið fyrir, þóttist hann vita,
að eitthvert mótlæti hvildi þungt á
huga hennar eða að minstá kosti eitt-
hvað’, sem hún áliti svo, og hann var
nærri því viss um, að hún þyrfti varla
á neinum lyfjum að halda, ef hún að
ein3 gæti fengið sig til að trúa hon-
um fyrir því, sem henni bjó í skapi.
En honum fór, eins og læknum fer
svo oft og hafði látið eins og það
væri líkaminn einn, sem eitthvað
gengi að, og reynt að gera hana ró-
legri í huga með því að styrkja taug-
arnar, þó að rétta aðferðin hefði ver-
ið, að fara alveg gagnstætt að. Hon-
um flaug nú snöggvast í hug, að vel
gæti verið, að taugalæknarnir færu
nú upp úr þessu að byrja á því, að
láta sjúklingana skrifta fyrir sér áður
en þeir ráðleggja nokkur lyf fyrir lík-
amann.
En hann varð satt að segja feginn,
að þetta var enn ekki orðið að tilF
tekinni læknareglu, því að hann lang-
aði alls ekkert til að forvitnast eftir,
hvað það væri, sem Mrs. Meredith
lá á hjarta. Frá því hann hafði fyrst
kynst henni í Flórenz, hafði hann
gert sér þá hugmynd um hana, að
hún væri ein af þessum konum, sem
lífið verður ávalt lokuð bók fyrir,
jrátt fyrir alla reynslu þeirra, og
dæma því ávalt um alt, sem fyrir
kemur í lífinu, eftir því, sem þær
hafa lesið í bókum, en ekki eftir því,
sem reynslan hefði átt að kenna þeim.