Reykjavík - 19.10.1901, Blaðsíða 3
3
Þær dæma heiminn eftir bókunum,
sem þær lesa og kunningja sína dæma
þær eftir þeim persónum, sem þær
þekkja úr bókunum, en ekki eftir
þeim, sem þær hafa kynst í lífinu.
Slíkar konur þreyta alla, nema aðrar
konur, sem eins eru gerðar og pær
sjálfar, og menn eins og Olney fá
annaðhvort fremur ógeð á þeim eða
þykja þær skoplegar. Hann mintist
samtals, sem hann hafði átt við hana
áður, og mintist þess, að hún hefði
alls ekki getað ráðið við hlutfallið
milli siðferðisskyldu og siðferðisábirgð-
ar; hún áleit, að pað, að lifa fyrir
sannleikann, væri nokkuð, sem menn
gætu gert alveg út. af fyrirsig; henni
fanst það, sem hún kallaði rétt, svo
fast ákveðið og aðskilið frá öllu öðru,
svo gersamlega ólíkt og frá skilið
því, sem órétt er; hún hafði enga
hugmynd um, að rétt og rangt gæti
runnið saman i óta) tilbreytingum,
eins og það gerir þó svo oft óhjá-
kvæmilega i lífinu. Honum dat.t í
hug, að kona með þessum skoðunum
gæti gert sig seka í hinni miskunnar-
lausustu sannsögli og mundi þykjast
fyrirtaks manneskja fyrir það, að
hún gerði skyldu sína án þess að
gefa því gaum, að hún með þeirri
skyldurækt gjörspiiti bæði sinni vel-
ferð og annara. Hann vonaði samt,
að það væri ekki neitt slíkt vanda-
mál, sem nú lagðist svo þungt á hana.
Það væri líklega ekki annað en ein-
hver gjaforðsráðagerð um frændkonu
hennar.
„Nú, nú“, sagði hann hálft í hvoru
í spaugi; við skulum vona, að þessu
létti af yður þegar þér fáið að sofa
ve) og reglulega."
„Þér vitið vel, að þvi léttir ekki af
mér; þa'ð getur ekki átt sér stað.
Ég man eftir nokkru, sem þér sögð-
uð, þegar við töluðum lengst saman
í Flórenz, og ég veit, að yður hættir
við eins og öllum læknum, að hafa
hausavixl á þjáningum sálarinnar og
líkamans. Éví var mér ekki um yð-
ur, og þó get ég ekki sagt, að ég
bæri ekki traust til yðar. Ég hygg,
að ef þér hefðuð verið óhreinskilinn
maður, þá hefðuð þér leynt mig skoð-
unum yðar.“
Oineyfann til eins konar meðaumkv-
unar með þessari konu, sem setti sig
djarfmannlega hátt yfir hann, og fann
þó svo Ijóslega til þess, hve mjög
hún var upp á hann kornin; hann
sá, að hún brynjaðist öllu sínu stolti
til þess að varpa sér í dustið fyrir
honum. Hann sá, að hana sárlang-
aði til að segja honum, hvað henni lá
svo þungt á huga, og að það mundu
líklega verða leikslokin, að hún gerði
það. Hann þóttist ekki hafa rieinn
rétt til að varna henni frá því, brosti
stillilega og sagði: „Ekki vi) ég núráða
yður til að reiða yður alt of mikið á
mig. “
„En ég verð að reiða mig alt of
mikið á einhvern, og hefl bókstaflega
engan annan en yður. Henni vökn-
aði um augu, þegar hún sagði þetta,
og þó að Olney vissi, hve tármildar
konur eru, þá gat hann ekki að því
gert, að hann kiöknaði.
„Kæra Mrs. Meredith, ég vildi feg-
inn að þér vilduð reiða yður, já þó
það væri alt of mikið, á mig, ef að
ég get með því móti orðið yður til
nokkurs liðs.“
„Nei, það veit ég ekki, hvort þér
getið. — Triiið þér á arfgengi?" spurði
hún svo alt í einu.
Olney varð að hafa sig allan við
að fara ekki að hlæja. „Það er nú
nokkuð víðtæk spurning, Mrs. Mere-
dith. Við hvað eigið þér með arf
gengi?“
„Éað vitið þér. Ég á við, að ættar-
kennimerkin varðveitist, að lyndis-
einkunnir og tilhnegingar gangi í arf
til afkomenda, að flokks-einkenni, sem
hverfa um stund, komi fram aftur
eftir nokkrar kynslóðir. —“
Hún þagnaði og Olney skildi, að
hér var komið að kjarnanum í áhyggj-
um hennar, þótt hann gæti enn ekki
ráðið neitt í samanhengið. Hann
hugsaði sér því að svara svo, sem
henni gæti helzt til rósemdar orðið,
þótt hann vissi enn ekki, við hvað
hún átti. „Arfgengis-kenningin er
kornung enn“, sagði hann brosandi;
„þetta er svo að segja ekki annað en
óþroskaður vísir enn; auðvitað er
mikið satt í henni, en það er sann-
leikur, sem engum er fullkunnur enn,
og verður kannske aldrei kunnur ti)
fullnustu. En hvað snertir þessa lang-
feðgalíkingu, eða atevismus, sem lærðu
mennir kalla — því að ég býst við
það sé það, sem þér eigið við.--------“
„Já, já. Langfeðgalíking! það er
einmitt. orðið!“
„— Já, þau tilfelli eru satt að segja
ekki algeng og enda ekki vafalaus.
Éau eru að vísu nefnd í bókum, en
fremur óákveðið, eins og eins konar
orðrómur, en nöfn og staði sérmað-
ur ekki nefnda. Éað er hugmynd,
sem ýmsir rithöfundar hafa gaman af
að leika sér að, en fari maður að
rekja málið til róta, þá finst harla
lítið, sem vafalaust sé á að byggja.
Ef við t. d. hugsum okkur það til-
felli, að barn foreldra, sem annað er
hvítt en hitt múlatti1 eða fjórðungs-
blóðsbarn. — —“
1) Múlatti er barn þeirra foreldra, er
„Já, einmitt slíkt tilfelli", sagði
Mrs. Meredith í ákafa.
„Já, slík tilfelli eru áhrifamikil í
bókum, en þau eru fágæt í lífinu;
ákaflega fágæt. í’að er getið um til-
felli, þar sem annað foreldrið er al-
hvitt en hitt blóðblendingur, en þó
svo hvítur, að enginn getur þekt frá
alhvítum manni og svo er sagt, að
barn þeirra geti orðið alveg eins og
blámaður — á litinn, í andlitsdrátt-
um og að lyndiseinkunnum. En á
slíkar sögur trúi ég alls ekki.
— „Þér trúið þvíekki", greip Mrs.
Meredith fram í með svo miklum á-
kafa, eins og Olney hefði guðlastað.
„En því trúið þér því ekki, herra 01-
ney ?“
Hann skildi þá, að það var af ein-
hverri ástæðu heitasta ósk hennar,
að hann skyldi fullyrða efa sinn á ný.
„ Af því, að líkindin ámóti því eru
svo ákaflega mikil. Tilhneging nátt-
úrunnar er alveg í gagnstæða átt. Til-
hneging hennar við alla kynblöndun
er, að láta einkenni óæðra kynsins
hverfa. Barn hvíts manns og fjórð-
ungsblóða hefir í sér einn áttung blá-
mannablóðs; barn hans einn sextánda
o. s. frv. Líkindin fyrir langfeðga-
líking, eða fyrir þvi, að barnið líkist
langa-langá-langafa sínum, eru svo
lítil, að kalla má, að þau eigi sér ekki
stað. Slíkt tilfelli liggur fyrir utan
öll takmörk líkindanna og yzt út á
endimörkum þess, sem hugsanlegt er
að geti átt sér stað. En það er eitt-
hvað svo kynlegt að hugsa sér það
og því hafa menn gaman af að hugsa
Sér það.“ Framh.
JlandafíornQnna ó milli.
Lækllisllérilð veitt: St.ykkishólms-
hérað Guðm. Guðmundssyni fráLaug-
ardælum og Mýrdalshérað Tómasi
Helgasyni.
Slys mikið vildi til 18. f. mán. á
Brekku i Dýrafirði. Drengur 12 vetra
ætlaði að tjóðra ljónstyggan hest, en
flæktist í tjóðurbandinu og hesturinn
dró hann nær ti) bana (létst nóttina
eftir). — Húsbóndi piltsins, Steindór
Egilsson skipstjóri á Brekku, reyndi
að handsama hestinn, en gekk svo
fram af sér við þetta, að hann hnó
niður örendur, er hann kom heim í
bæjardymar hjá sér.
Ýmisleg’t.
3 uppgötvanir. Á fjórtándu öld-
inni var þrent fundið upp, sem hefir
amiað var hvítt en hitt blámaður; barn
múlatta og alhvítrar pcrsónu er fjórðungs-
blóðsbarn; sé annað foreldrið fjórðungs-
blóðsbarn en hitt alhvítt, verður þeirra
barn áttungsblóðsbarn o. s. frv.