Reykjavík

Tölublað

Reykjavík - 24.05.1902, Blaðsíða 2

Reykjavík - 24.05.1902, Blaðsíða 2
2 Landsbókasafnið er opið daglega kl. 12—2, og til 3 á Mánud., Miðv.d. og Laugard., til útlána. Landsskjalasafnið opið á Þrd., Fimtud., Laug.d. kl. 12—I. Náttórugripasafnið er opið á Sunnud., kl. 2—3 siðd. Forngripasafnið er opið á Miðv.d. og Laugard., kl. II—12. Landsbankinn opinn dagl. kl. II—2. B.-stjórn vlð 12—I. Sófnunarsjóðurinn opinn I. Mánudag í mánuði, kl. 5—6. Landshöfðingjaskrifstofan opin 9—101/2, ll1/^—2, 4—7. Amtmannsskrifstofan opin dagl. kl. 10—2, 4—7. Bajarfógetaskrifstofan opin dagl. kl. 9—2, 4—7. Póststofan opin 9—2, 4—7. Aðgangurað box-kössum 9-9. Bajarkassar tæmdir rúmh. daga 7!/2 árd., 4 síðd,, en á Sunnud. 7!/2 árd. að eins. Afgreiðsla gufuskipafélagsins opin 8—12, 1—8. Bajarstjórnarfundir I. og 3. Fimtudag hvers mánaðar. Fátækranefndarfundir 2. og 4. Fimtudag hvers mán. Héraðslæknirinn er að Tlitta heima dagl. kl. 2—3. Tannlækn. heima II—2. Frí-tannlækn. I. og3. Mád. í mánuði. Frilækning á spltalanum Kiðjud. og Föstud. II—I. Blámanna-blóð. Saga eftir W. D. HOWELLS. Framh. 9. kapituli. Olney reyndi að sefa í sér óþolin- mæðina einð og hann gat og -fór i-nn að borða. Að því búnu gekk hann enn til herbergis Mrs. Meredith og drap á dyr, en enginn tók undir frem- ur en áður og taldi hann nú víst, að hún hefði gengið út. Hann varð enn að bíða en varð nú enn óþolinmóð- ari. Hann hafði einsett sér að segja Mrs. Meredith, að hann elskaði Rhodu og vildi alt, til vinna, sem hann gat, hugsað sér, að ná ást hennar. En svo fór honum að finnast, meðan hann beið þarna, að hann kæmi sjálf- sagt um seinan og gerði sig bara hlægilegan með þessu; en alt um það bifaðist ekki ásetningur hans. Hann fann, að hann vildi alt í söl- urnar leggja fyiir Rhodu, og hann fann, að með því ávann hann sér rétt til að heimta af.Mrs. Meredith, að hún hlífði Rhodu við því, að segja henni ætt hennar og uppruna. En svo kom honum í hug, að nú væru þær að líkindum í kvöldboði hjá Blooming- dale-fólkinu ; Rhoda væri sjálfsagt ein- ráðin í að taka Bloomingdale og Mrs. Meredith einnig einráðin í að segja henni upp alla sögu. En því meir langaði hann til að ná tali af Mrs. Meredith áður en hún sagði Rhodu leyndarmálið. Loks gekk hann í þriðja sinni að jþurðinni að herbergi Mrs. Meredith og dirfðist nú að taka í lásinn, og honum varð hálf hverft við, að hurð- in opnaðist nærri því sjálfkrafa. Dimt var í herberginu, en um leið og hann lauk upp hurðinni, kastaði ljósið frá, gaslampanum á ganginum birtu inn í heibergið, og sá hann þá Rhodu standa fyrir framan sófa föðursystur sinnar með lyfjaflöskuna tóma í hend- inni. Hún hafði hattinn á höfðinu og leit til hans þegar hann kdfn og fanst honum þá eins og hann vita á { JÍiéjié œtíé utn OTTO M0NSTEDS DANSKA SMJÖRLÍKI, sem er aiveg eins notadrjúgt og bragðgott eins og smjör. Verksmiðjan er hin elzta og stærsta í Danmörku, og býr til óefað hina beztu vöru og ódýrustu í samanburði við gæðin. Fæst hjá kaupmönnum. sig einhverja harmafregn. Hann réði þetta af svip Rhodu, 'sem lífsgleðin va.r vön að slá ljóma sírium á, en nú var hún svo óvenju þungbuin, sem við var að búast, þar sem synd og sorg ættarinnar hafði velt á hana svo þungri byrði. „Hvað er um að vera“, spurði Dr. Olney hljótt. Rhoda rétti honum tómu flöskune og sagði: „Hún hefir drukkið úi henni. Hún er dáin.“ „Bað er þó óhugsandi! Það getur ekki verið svo langt síðan.“ Hann féll á kné fyrir framan sófann, fór að athuga lífæðina og andardráttinn, og sá, að lífið varekki a.lveg útslokknað. En nú reið á að varðv.eita þennan lífsneista, ef þess væri nokkur kostur, og hánn byrjaði tafarlaust. á hfgunar- tilraunum sínum; hann fann, að hanu vann hér rneð þreföldu þreki, þvi að hann varð þrent að gera í einu : Gei'a með vísindalegri ró og stillingu alt sem auðið var til að lífga Mrs. Mere- dith við; í annan stað að gæta þess á alla lund, ef hún skyldi deyja, að leyna fólkið á hótelinu því, að hún hefði fyrirfarið sér sjálf, og í þriðja lagi, að vaka með ást og umönnun yflr inni ungu mey, sem hér átti svo mikinn hlut i máli, og svo mikið í húfi, hvort sem honum tækist iífg- unartiliaunin eða ekki. Stundum datt honum í hug, að það væri mildi- verk af forsjóninni, ef Mrs. Meredith dæi án þess að geta sagt Rhodu frá ætterni hennar, og þá lá við, að hann óskaði, að sér mistækist lífgunartil- raunin; þó lét hann það ekki á sig fá, en gerði alt, sem auðið var, til að lifga hana. En þar kom að lok- um, að hann sá, að alt kom fyrir ekki. „Pað varð alt til einskis", mælti hann við Rhodu, „hún erdáin". „Ég vissi það“, svaraði Rhoda kuldalega, „ég bjóst við því“. „En hvar voruð þér, þegar þetta vildi til? Var hún ein?" „Já, ég hafði gengið út“. „Hvenær fóruð þér út?“ „Klukkan var um háif átta“. „Okkur hafði orðið sundurorða. Ég kom ekki heim fyr en undir klukkan tíu. Ég inátti heita nýkom- in inn þegar þér komuð“. Hugur Olneys snerist nú alt ieinu \ & t . i aðra átt: „Hafið þér verið úti alt kvöidið alein?“ varð honum að orði. „Fyrirgefið þór spurninguna", sagði hann svo, „en ég skil ekki í —“ „Ég var ekki ein“, svaraði Rhoda. „Ég mætti gamalli konu af blámanna- kyni á strætinu; hún fylgdi mér í blámannakyrkjuna og þaðan síðan heim aftur“. Hún sagði þetta svo rólega, eins og það væri ofboð eðlilegt. Olney hafði ætlað sér að komast að því á einhvern hátt, hvort föður- systir hennar mundi hafa sagt henni alt saman. Hann var að því kom- inn að spyrja hana, hvað til kæmi, að hún hafði farið í biámannakirkj- una, og út af hverju þeim hefði orð- ið sundurorða frændkonunum. Orðin voru á vörunum á honum; en í þess stað sagði hann að eins: „Höfðuð þér orðið vör við nokkra breytingu á Mrs. Meredith?“ „Onei, ekki tók ég nú eftir því. Hún var oft svona. En það vissi ég, að henni fannst ekki að hún hafa fengið nóg af svefnlyfinu. Hana lang- aði til að sofa meira“. Rhoda settist út við gluggann, þar sem hún hafði setið áður meðan föðursystir hennar hafði verið að segja henni leyndarmálið. Svona sat hún dálitla stund. Loksins tók 01- ney til máls: „Er ekkert sem þér vilduð láta gera fyrir yður — ekkert, sem ég gæti gert fyrir yður?“ „Nei“. „Ég á við — til dæmis skýra vin- um yðar og ættingjum frá — senda símskeyti til þeirra------“ „Ég á enga ættingja — onga vini. Yið vorum alveg einmana. Alt ætt- fólk okkar er dáið“. „En ættingjar föðursystur yðar? Einhver hlýtur þó að vera tíl, sem þér getið snúið yður að, eins og nú stendur á“. Hann kendi sárlega í brjósti um hana og hjartsláttur hans elnaði; hann sárlangaði til að taka hana í faðm sér og vera sjálfur allur heim- nrinn fyrir þennan einmana vesaling, sem engan átti að í öllum heiminum. Hún sat nokkra stund agndofa, leit svo upp hálf hissa og sagði: „Ég hefi verið að hugsa um hverjir það gæti verið. Ættfólk föðursyst.ur minnar átti heima í St. Loiiis; ég A

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.