Reykjavík - 22.12.1902, Blaðsíða 2
2
Landsbókabafnið er opið daglega kl. 12—2 og til
3 á M nu<l.t Miðv.d. og Laugard., til útlána.
Landsskjalasafnið opið á Þ d., Fimtud., Ld., kl. 12—1.
Náttúrugripasafrið er opið á Sun-ud., kl. 2—3 ..íðd.
Forngripasafnið er opið á Miðv.d. og Ld. kl. 11—12.
Landö anki .u op. dagl. kl. 11—2. B.stjórn , ið 12— 1.
Söfnunarsjóðurinn opinn 1. Mánud. í mánuði, kl. 6—6.
Land8höfðingja8krifstofan opin 9—10,30, 11,30—2, 4—7.
A ^tmannsskrifstofan opin dagl. kl. lo—2, 4—7.
Bœjarfógetaskrifötofan opin dagl. Ll. 9—2, 4-7.
Pógtstofan opin 9—2, 4—7. Aðgangur að boxkös8um9-9
B ja.kas.ar œmdir rúmh. d ga 7,80 árd., 4síðd., en
á Sunnud. 7,30 árd. að eins.
Afgreiðsla gufuskipafélagsins 8—12, 1—9.
Bœjarstjórnarfundir 1. og 3. Fimtudag hvors mánaðar.
Fátækranefndarfundir 2. og 4. Fimtudag hvers mún.
Héraðslæknirinn er að hitta heima dagl. 2—3.
Tannlækn. heima 11—2. Frílækn. 1. og 3. Mád. í m&n.
Frílækning á spítalanum Priðjud. g Föstud. 11—1.
Mær í lögreglu-þjónustu.
ðannar sögur eftir Miss Loveday Brooke.
I.
Srarta skrínan á þriiskuldinnm.
Framli.
Fólk var iengi á ferli þetta kvöld
í Craigen “Court og tók seint á sig
náðir; en enginn fregn barst þang-
að um Stephaníu úr nokkurri átt.
Herra Bates hafði ráðlagt sir George
að láta ekki lýsa eftir stúlkunni í
blöðunum, svo að það fældi hana
ekki frá að leita tii þessa „vinar“
heunar, sem hann taldi víst, að hún
væri í vitorði með. „Við viljum fá
að fylgja henni eftir í næði og í'ó,
eins rólega eins og skugginn fylgir
manninum," hafði hann sagt, „og
þá skulum við koma að óvörum yflr
þau bæði tvö og ná hæði þeim og
herfanginu þeirra."
Sir George hafði tjáð öllu heimilis-
fóikinu, hverja meðferð herra Bates
vildi á þessu hafa, og enginn lifandi
maður afbæjar hefði vitað um hvarf
Stephaníu, ef Miss Loveday hefði ekki
seint um kvöldið gert Holt unga að-
vart um tíðindin. Miss Loveday var
árla á fótum næsta morgun og hélt
áleiðis til Wreford með eimlestinni
kl. 8. Áður en hún fór af stað,
sendi hún yfirboðara sínum í Lynch
Court símskeyti. Það var nokkuð
undarlega orðað, og var á þessa leið:
„Kúlan sprungin. Fer beínt til
Wreford. Símrita þaðan. L. B.“
En svo torskilið sem þetta má
virðast ókunnugum, þá þurfti herra
Dyer ekki að siá upp í dulmæla-orð-
bök sinni ti! að ráða þessar rúnír.
„kúlan sprungin" þýðir á þessu máli:
„Gátan leyst“.
,. Jæja! Ekki hefir hún verið lengi
í þetta sinn!“ sagði Dyer við sjálfan
sig og fór að velta fyrir sér, hver
tíðindi næsta símaskeyti frá henni
mundi flytja.
Hálfri stundu síðar kom iögreglu-
þjónn frá Scotiand Yard til að segja
honum frá bvarfi Stephaníu og hverj-
um getum menn leiddu nú um málið.
Þegar hann fékk þessa fregn, leidd-
ist hann eðlilega til að skilja sim-
skeyti Míss Loveday samkvæmt frétt-
inni og þóttist vita, að gáta sú, er
hún hefði ráðið væri það, að hún
hefði komist að, hvar Stephanía væri
niður komín og að hún væri sönn
að sök.
En svo fókk hann nýtt símaskeyti
frá Miss Loveday og þá sá hann, að
fyrri skilningur hans og getgátur
lögreglumannanna í Scotland Yard
hafði alt verið ramskagt. Þetta síð-
ara sýmskeyti var ritað eins og ið
fyrra á dulmáli spæjaranna í Linch
Court, en það var nokkru lengra og
flóknara en hið fyrra hafði verið, svo
að herra Dyer varð nú að taka til
orðabókarinnar, til að geta lesið rétt
úr þvi og skiljanlega.
„Er það ekki merkilegt! í þetta
sinni hefir hún skotið þeim öllum
ref fyrir rass,“ varð herra Dyer ósjálf-
rátt að orði, þegar harin var að lesa
og túlka niðurlagsorðin.
Hann kallaði undir eins á næsta
aðstoðai'mann sinn og fól honum á
hendur að gæta starfauna þar heima
þann dag allan. Sjálfur var hann
eftir tíu mínútur kominn upp í „Han-
som“-kerru og ók í skyndingu til
j rnbrautarstöðvarinnar í Bishopgate,
cg var harm svo heppinn að ná rétt
a > eins í' eimlestina, sem var að
leggja af stað til Wreford.
„Skemtilegasta stundin í ^dag,“
mælti hann i hljóði við sjálfan sig
um leið og harm hagræddi sér i horn-
hiu á vagnsætinu. — „Skemtilegasta
stundin í dag verður á heimleiðinni
í kvöid, þegar hún segir mér frá,
hvernig hún hehr farið að því að
hitta réttu ráðninguna á þessari tor-
skildiX gátu.
(Framh.)
Landshornanna tnilli.
Slór bi'iitki *s Húbavik. Aðfaranótt-
ina Miðvikudag8, 26. í‘. m., þótíist kona
Steingrims Hullgrimssonar fi Húsavík ?sjá
undarlega birtu inn um gluggann, vakt.i
hún mann sinn og bað hann að vita af
hverju birtan stafaði. Hann gerði það,
og sá þá loga standa út úr gluggunum á
skrífstofu Örum & Wulfs verzlunar. Hljóp
hairn þegar til verzlunarstjórans Steffins
Guðjohnsens og vakti hann, og var svo
hver vakinn af öðrum. Pyrsta björgunar-
tilraunin, er var gerð, var sú, að Stefán
reyndi að ná púðrí, er var geymt uppi á
loftinu, en eldurinn og reykurinn var orð-
inn svo mikill, að þar varð engu bjargað.
Jfrann svo á skömnmm tima búðin tví-
loftuð og 7 vörugeymsluhús verzlunarinn-
ar. Fyrir stakan dugnað Steingrims sýslurn.
og Guðjohnsens tókst að verja íhúðarhús
verzlunarstjórans og veitingahúsið, sem
standa þar rétt hjá. Sýtidu allir mikinn
dugnað; t. d, er sagt, að Guðrún húsfrú
sr. .Tóns Arasonar hafi staðið niður í lækn-
um að ausa vat.ni.
Ofurlitlu varð samt bjargað, um 400 tn.
af kornmat, nokkru af steinolíu, kolum
og salti, en litlu öðru. Margir áttu geymd-
ar þar vörur, t. d. Veiðarfæri, og bíða
flestir Húsvíkingar meiri eða minni skaða.
Mestan skaða er sagt að Bjarni verzlunarm.,
sonur sr. Bendikts á Grenjaðarsiað, hafi
beðið, um 2000 kr. tap, þar brann meðal
annars frímerkjasafn, er talið var 800 kr.
virði og hann átti. Verzlunarbækurnar
er voru lokaðar inni í járnskáp á skrif-
stofunní, skemdust svo, að þær eru að
mestu ólæsilegar. Húsin voru vátrygð.
Hvernig eldurinn hefir orsakast er ó-
kunnugt. Hægur austanvindur var, er
hjalpaði eldinum til þess að læsa sig milli
liúsanna, og kl. 8 um morguninn voru öll
húsin fallin.
Nýtt sjúkraliús eru Frakkkar að byggja
á Fáskrúðsfirði í viðbót við það er St.
Jósefssystur hafa bygt þar. Þuð er sama
félagið og bygði sjónianna-sjúkrahúsið hér
(La Société de l’hospital). Sjúkrahúsið á
að vera jafnt fyrir íslendinga sem útlend-
inga, og rúmar 16—20 sjúklinga. Georg
læknir Georgssou fær þvi líklega tvo
spítala til læknisumráða.
Vcikinúi. Sigurður Pálsson og Tng-
ólfur Gíslason voru á mjög góðum bata-
vegi. Var Ingólfur nær heiil G/12) er síð-
ast fréttist. Páll Briem hefir og rerið veik-
ur af heimakomu, eu nær batnað og á
fótúm 29. f. m.
fiíiabi'ögð. P’iskafli er sagður ágætur
á Grunnavík og Jökulljörðum við Isafjörð,
sömul. á Isafirðí nú um siðustu mánaðar-
mót. Er það mest smáfisknr og ísa er
veiðist. Á Eyjafirði var ágætur sildarafii
snemma í f. m., en smárénaði, og 1. þ. m.
var þar aflalaust.
Olíuhreyfivél bafa þeir Arni form.
Gíslason og kaupm. Sófús Kie’seu á ísa-
firði fengið sér í róörabát sinn. Eeíir liún
reynst, ágætlega bæði í fiskiróðrum og för-
urn milli Ísaíjarðar og Hnífsdal; og gengur
báturinn betur með henni en róðri 6
manna. Hægt er að sögn að hafa 2 mönn-
um færra á bátnum þegar vélin er, og
munu hlutir þeirra meira en nægja til að
horga vélina og kostnað við hana. Sigiús
Bjarnarson konsúil á ísafirði hetir og pant-
að slíka vél, og látið búa til sérstakan bát
fyrir hana, á hann að vera sérstaklega
lagaður til gangs. Stór framiör væri það,
ef vélar þessar reyudust góðar sein útiit
er fyrir, og yrðu notaðar hér, þar sein
vantar svo tiliiimaniega vinnukralt bæði
til sjós og lands, auk þoss sem vélarnar
eru þægilegar, og spara tíma aó róa á
miðin-og af þeim. Vél Árna koslaði 900
kr., er búið var að koma henni fyrir í bát-
inn. Eyðir liún 2 pt. af steinólíu á kl.tima.
iRe^kjavíft oö ðvcnb.
llmdeemisstúkan nr. I fékk Sigurð
Eiriksson organista á Eyrarbakka til þess
að ferðast fyrir sig um Kjalarnes og Kjós
og lialda þar útbreiðsluíundi. Hann hólt
þann 15. p. m. útbreiðslufund að Brautar-
holti á Kjalarnesi, og að honum afioknuin
stoinaði hann þar stúku, er öölaðist nafnið
„Vernd“. Stofnendur voru 15 að tölu. Af
stofnendum má sórstaklega geta Jóns búfr.
Jónatanssonar í Brautarholti, Gísla Hall-
dórssonar á Brekku og konu hans Maríu
yfirsetukonu Þorvarðardóttur, Magnusar
Magnússonar í Lykkju, Eyólfs Eyólfssonar.
Hefir sjaldan stúka verið stofnuð með ef'ni-
legra fólki. Haan fór og um Kjósina, en
þá var veður slæmt, og varð því minna
um aðgjörðir þar. Föv hans er hin bezta,
og Ijúka Kjalnesingar hinu rnesta lofsorði
á hvessu liiiurlega og vel hann hafði komið
frarn, og t.eJja það eina hina niestu orsók
til þess að stúka varð stofnuð P.
LAUGHLINS LINDARPENNA LEKA EKKI!