Reykjavík

Ataaseq assigiiaat ilaat

Reykjavík - 09.01.1903, Qupperneq 1

Reykjavík - 09.01.1903, Qupperneq 1
AUKABLAÐ YIÐ REYKJAVÍK ; 9, Jan. 190B. Mær í lögreglu-þjónustu. Sannar sögur eftir Misa Loveday Brooke. I. Svarta skrínan & þröskuldtnnm. (Framh.) Miss Loveday hélt á fram: „ Auðvitað gat enginn lesið bréflð svo, að hann tæki ekki eftir, að stíll- inn var eitthvað kýmilegur; en auk þess fanst mér sem þessar hátíð- legu setningar vera mér eitthvað und- arlega kunnugar. Ég var viss um að ég hafði heyrt þær eða lesið einhvers staðar, þótt ég gæti ekki í svip kom- ið því fyrir mig, hvar það hefði ver- ið. Þær hljómuðu alt af í eyrunum á mér, og það var ekki af eintómri forvitni að ég fór til Scotland Yard til að skoða svörtu skrínuna og það sem í henni var, og taka með svertu- pappír nákvæmt ritliki af nokkrum linum af bréfinu. Ég tók eftir því að það var önnur hönd á þýðingun- um,, sem í skrínunni vóru, heldr en á bréfinu, og af því réð ég það, að sá sem bróflð hefði ritað, hefði ekki verið eigandi skrínunnar, heldur hefði hann náð henni á einhverri járnbraut- arstöð í einhverjum sérstökum til- gangi, og hefði svo losað sig við hana á handhægasta hátt, þegar hann var búinn að nota hana í sínum tilgangi Þ.að var að sjá, sem maðurinn hefði, þeg- ar hann byrjaði á bréfinu, haft þann eina tilgang að villa lögreglumönn- unum sjónir; en sama kýmni-tilhneig- ingin, sem kom honum tii að skiija eftir skrínuna með prestlega dótinu í á þröskuldinum hjá gamalli mey- kerlingu, hafði verið of rík í honum, svo að hannróð ekkiviðhana; hann byrjaði bréfið með viðkvæmnis-blæ. en endaði það með því að gera alt hlægilegt. “ „Þetta er nú alt gott og blessað,“ sagði Dyer; „ég efast ekki um, að eigandi skrínunnar gefur sig fram. þegar við auglýsum rækilega í blöð- unum, hvað í henni er. Ég býst við að getgáta yðar um hana sé rétt.“ .Þegar ég kom heim frá Scot- land Yard, lá fyrir mér bréf yðar, þar sem þér báðuð mig um að koma og tala við yður um gimsteina-stuld- inn. Áður en ég hélt á stað til yð- ar, þótti mér róttast að lesa blað- skýrsluna um málið a.ftur a ný, svo að inér yrðu öii atriði sem ljósust. Ég rakst þá aftur á orðin, sem þjóf- urinn hafði ritað á hurðina á járn- skápnum: „Til leigu, .aUsiaust,“ og MARGARINE fæst hvergi ódýrara en hjá verzluninni „ 6 o 91 h a a b “ í smáum og stórum kaupum, marg- ar tegundír bæði til heimilis þarfa og handa bökurum. yitvinna. Frá 14. Maí næstk. getur dug- legur og reglusamur, unglingspiltur sem er vel að sér í skrift og reikning fengið atvinnu á Hótel ísland sem veitingarþjónn. 2 duglegir og reglusamir menn, ekki yngri en 17 ára, geta fengið vist á Hótel ísland við útistörf frá 14. Maí næstk. Verzlunin nr. 17 á Laugaveg heflr nú alls konar nauðsynjavörur, einnig nýtt Nautakjöt Hvergi eins ódýrt. Virðingarfylst. ðla|ur jimsson. HÚSMÆÐUR er« beðnar um, að athuga TÆKIFÆRISKAUPIN á ÓSKEFflDUM og GÓDUM LAUK, sem fæst. mjög ÓDTÍRT, nú um tíma, ef keypt eru 10 0 í einu, hjá verzluninni » 6oðthaa SkæSaski er óefað langbezt að kaupa. 1111 í verzlun • 5- Bjaniason. Silínr-irjóstnál grÆí velli. Rítst óri vísar á finnanda. bleikskjótt, 2-vetur, mark: jf dad liófbiti a. v., er í óskilum á Lágalelli. ég gat varla varist bví, að setja þau í samband við „skilnaðarkossinn til minnar veslings göfugu móður“ og ina hátíðlegu aðvörun gen fjárhættu- spilamensku og veðmálum. Og svo rann alt ljóst upp fyrir alt í einu, Fyrir nokkrum árurc stóð svo á, að það leiddi af atvinnu minni að ég varð einatt stödd við ýmsa lítils hátt- ar upplestra, sem haldnir vóru í ein- um fátæklegum hluta borgarinnar, Við þau tækifæri lásu ungir verzlun- armenn og aðrir þierra líkar, sem gaman þykir að sýna list sína, ýmis- legt upp með mikilli áherzlu, og völdu þá oftast eitthvað það, sem liklegt var að félli i geð áheyrendun- um, sem vóru mjög blendinn söfnuð- ur. Við þessi tækifæri tók ég eftir því, að það var sérstaklega ein bók, sem upplesendur höfðu miklar mæt- ur á að lesa úr, og ég ómakaði mig því til að kaupa hana. Hérna er hún. “ Að svo mæltu dró Miss Love- day upp úr kápu-vasa sínum kver, sem hót „Fjársjóður upplesandans,“ og rétti það að hr. Dyer. „Ef þér viljið nú líta á efnis-yfir- litið,“ mælti hún, „þá mnnuð þér flnna titlana á því sem óg vildi draga athygli yðar að. Fyrst er nú „Kveðja sjálfsmorðingjans;“ þarnæster „Göf- ugur tykthúslimur," ogþriðji kaflinn heitir „Til leigu, allslaust..“ „Já, þér segið satt! Alt flnn óg þett.a hér,“ varð hr. Dyer ósjálfrát'j að orði. „í fyrsta kaflanum koma fyrir orðin, sem bréflð byrjar með: ,Nú er sá þýð- ingarmikli dagur komintv, sömuleið- is aðvörunin við fjárhættuspilum, og áskorunin um að ,leita eftir liki mínu', í öðrum kaflanum, sem heitir ,Göf- ugur tykthúslimur1, kemur það fyrir, að vikið er að .tiginni ætt‘, og ,skiln- aðarkossinn til innar göfugu móður'. Þriðji kaflinn: ,Til leigu, allslaust' er stutt kvæði, fremur einfaldlegt, þótt ég efiekki, að margur einfeldningur hafi hlegið að því. Efnið er, að ungur maður kemur í hús, til að spyrja þar eftir herbergi, sem er til leigu, allslaust. Hann verður svo hugfang- inn af dóttur húsmóðurinnar, að hann biður hennar, og segist bjóða henni hjarta sitt ,til leigu, allslaust'. Hún vill ekki sjá hann, og segir, að haus- inn á honum muni víst líka vera ,til leigu allslaus.' Þegar ég hafði nú þessa þrjá kafla fyrir mér, þá var ekki tor- velt að sjá skyldleika milli mannsins, sem ritað hafði bréflð í svörtu skrín-

x

Reykjavík

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.