Reykjavík - 09.01.1903, Page 2
2
unni, og þjófsins, sem ritaði orðin á
hurðina á tæmda járnskápnum í
Craigen Court. Ég fylgdi nú þeirri
leiðbeiningu, sem þetta gaf mér, og
þannig fann ég Harry Bmmett, sem
var þjónu, upplesari, kvennabósi og
þjófur. Ég bar saman ritlíkið, sem
ég hafði tekið með svertupappír eftír
bréfinu, og rithöndina á járnskáps-
hurðinni, og þó að auvitað sé nokkur
munur á að rita með blýjanti og með
krít, þá var ég í litlum efa um, að
hvorttveggja var sama höndin. En áð-
ur hafði ég þegar fundið það sem ég
áleit þýðingarmesta hlekkinn í þess-
ari sannana-keðju, en það var það,
til hvers Emmett hafði notað prests-
biminginn
„Nú, hvernig fóruð þér að því?“
spurði hr. Dyer og studdi ölnbogun-
um á kné sér.
„Frú Williams var skrafræðin
kona,“ sagði Miss Brooke, „og þegar
óg átti tal við hana, sagði hún mér
nöfn allra gestanna, sem vóru boðn-
ir til kvöldverðar á Craigen Court á
jólanóttina. Það var alt saman óef-
að ráðvendnisfólk þar úr grendinni.
Bótt í því að átti að fara að setjast
til borðs, bar þar að garði ungan
prest, sem gerði boð eftir sóknarprest-
inum að koma og tala við sig. Sókn-
arpresturinn var nefnilega einn af
boðsgestunum. Þessi ungi prestur
sagðihonum, að prestur einn, semhann
nefndi, hefði sagt sór, að sóknarprest-
urinn hér vildi fá sér aðstoðarprest,
og kvaðst hann því vera hingað kom-
inn frá Lundúnaborg, til þess að
bjóðast til þess starfa; kvaðst fyrst
hafa komið heim á prestsetrið, en
þar hafði sér verið sagt, að prestur-
inn væri hér i boði, og því kvaðst
hann hafa farið hingað rakleiðis, til
þess að missa síður tækifærið. — Nú
hafði sóknarprestinn satt að segja
vantað aðstoðarprest, en hafði nú feng-
ið hann vikuna, sem leið. Hann var
heldur fár við að vera ónáðaður svona
í jólaboðinu. og svaraði því unga
prestiuum heldur stuttaralega, að sig
vantaði engan aðstoðarprest. En þeg-
ar hann sá, hve mjög þessi vonbngði
fengu á inn unga mann - ég má
segja, hann tárfeldi -, þá kendi
hann í brjóst um hann og bað hann
að setjast á stólinn í forstofunni og
hvila sig, áður en hann héldi þaðan
aftur á járnbrautarstöðina; kvaðst
hann ætla að biðja Sir George að
senda honum fram glas af víni til
hressingar. (Meira).
anmtrs!
Bæjarstjórnar-kosningar hafa aidrei
gengið eins hratt, eins og nú á Mánud.
var. Kl. 12 á hádegi var kjörfundur
settur; bæjarfógetinn þuldi upp í stanz-
iausri stryklotu þau 872 nöfn (eða
hvað þau vóru), sem á kjörskrá stóðu,
VRrill* heimilisþarfa eru mest
F VI Hl keyptar í verzlun
jjeneð. Ste/ánssonar,
Laugavegi 12.
Ný vsrzlun
á Bergstaðastig nr.^30.
Þar fæs't:
Kaffi — Export
Kandís — Melís
Farin — Kex
Kaffibrauð alls konar o. m. fl.
Gott verð á öllu.
Komið og reynið,
F
Jarðarför
Þorbjargar Sveinsdóttur
fer fram frá heimili heunar á Föstudag-
inn 16. þ, m.; húskveðjan byrjar kl. 12.
Samkvæmt ósk hennar vil ég geta
þess, að hún bað um, að enginn gæfi
blómsveiga við jarðarför sína, en ef ein-
hver vildi í þess stað leggja í sjóð til
að hlynna að fátækum sængurkonum
liér í bænum, þá væri henni það eink-
ar kært,. Vilji einhver gera þetta, má
snúa sér til hr. Olafs Runólfssonar i
verzlun Sigfúsar Eymundssonar, er veit-
ir fé þessu móttöku; en siðar verða
gerðar nákvæmari ráðstafanir um það
af frú Katrín Magnússon, frú .Tarþrúði
.Tónedóttur og frú Lovise Jensson.
Ólafia Jóhannsdóttir.
fæst í verzluninni
„ 6-o-ð-t-h-a-a-b “
€yv. ^rnason
selur eingöngu danska Rammalista og af
beztu sort. Ennfremur M0blur úr vönd-
uðu efni, Líkkistur, Líkkistumyndir, Spegl-
ar, Spegilgler, Rúðugler o. fl. o. fi.
Kemur bráðum!
65 krónur fyrir 15 aura.
VÍN og VINDLAR
frá konunglegum birðsala
KJJER & SOMMERFELOT
fást einungis í verzlun
J. P, T, BRYDES í Reykjavík.
Hvergi ódýrara eftir gteðum.
♦0»0»0»0»0»0C»S0»0»0»0»0»0»
r ekta §
¥ ANILÍNLITIR "
FÁST HVERGI EINS ÓDÝRiR
OG í VERZLUN
LEIFS TH. ÞORLEIFSSONAR.
o»o»o»oa»K>»o»o»o»o»o<
MYSUOSTUR
kostar nú að eins 30 anra pr. ®.
í verzlun
i. f. Ijarnason.
Bezta kaffið í bænum
er í verzlun
|. ij. Ijaraason
og kostar að eins T)0 aura pr.
og bar svo ótt á eins og vatnsmylna
i vatnavexti. Þeir segja svo frá, er
við vóru, að orðaskil hafl enginn heyrt,
nema þeir sem næstir stóðu. Á 36
eða 37 mínútum komst hann skrána
á enda, enginn maður fékk tóm til
að kjósa munnlega, að sagt er; svo
var gefið lögboðið */2 stundar hlé,
og kl. 1 og 8 mín. var alt búið; kjör-
stjórnin þaut upp á loft og læsti sig
þar inni í herhergi til að telja þar
upp seðla-atkvæðin, sem kjósendur
höfðu lagt á borðið. Um 400 kjós-
endur náðu ekki að neyta atkvæðis-
réttar sfns, því að engum gat komið
til hugar, að alt yrði búið á 1 klst.
og 8 mínútum. Seðla-upptalningin í
einrúmi var ekki útí fyrri en kl. að
ganga fimm næsta morgun. — Margir
eru sárgramir út af þessu, og hafa
ýmsir ráðgert að kæra. En mjög
tvísýnt er, hvað upp úr því hefst að
kæra yflr því, þó að kjörstjóri sé hrað-
mæltur, hafi hann lesið hátt og skýrt
og geflð hverjum kjósanda tóm til að
koma fram og greiða atkvæði munn-
lega, eftir að nafn hans var nefnt.
Það var vitanlegt fyrirfram, að atkv.
yrðu tlest greidd skriflega í þetta
sinn. — Hitt er að líkindum tæplega
löglegt, að kjörstjórnin hverfur burt
og læsir sig inni með seðlana, áður
en hún les þá upp. Sá upplestur er
einn hluti kosningar-athafnarinnar,
og á því vafalaust að fara fram í
heyranda hljóði.
— ‘Voldugur er Landsbankinn, og
elcki rírnar veidi hans við það, ef sex
af starfsmönnum hans skipa nú bæjar-
fulltrúa-sæti. Nú kemur íslands-bank-
inn í sumar, enn voldugri. Hann
tekur náttúrlega þau bæjarfulltrúa-
sætin, sem eftir verða, við næstu
kosningar.
Ábyrgðarm. Jón OlufbHon.
Prentgmiðja Heykjavíkur.