Reykjavík

Tölublað

Reykjavík - 12.02.1903, Blaðsíða 1

Reykjavík - 12.02.1903, Blaðsíða 1
Ú R REYK.TAVÍK IV, 9. ________________________________(SERPRENTAÐ). Tröppumálið. Svar til Knud Zimsen og Magnúsar Benjamínssonar. f blaðinu „Reykjavík", 8. tölubl., er grein frá þeim herrum Kn. Zim- sen og Magn. Benjamínssyni með fyrirsögninni: „Svar upp áminnisvarða- greinina*. Tilgangur greinarinnar er að verja framkomu Magnúsar í bæjar- stjórninni í þessu máli og að gjöra. að ósannindum þær upplýsingar, sem ég hafði látið í tó viðvíkjandi tröppunum fyrir framan vesturdyrnar á Hafnarstræti Nr. 18. Ég virði ósvífni þeirra að vettugi, en held mér að efninu, og þakka >eim um ieið fyrir þær upplýsingar sem þeir óviljandi láta í té, málefni mínu til stuðnings. Eins og menn muna, dæmdi bæjarstjórnin málið þvert ofan í ákvæði byggingarnefndarinnar, og var ástæðan sú, að Magnús Benjamínsson, hafði, að sögn fógeta, komið með þær nýjar og áreiðmlegar upplýsingar(!) að trapp- an hefði ekki náð lengra en eina alin út frá húsinu, og bar Kn. Zimsen fyrir þeim upplýsingum. Nú segir Kn. Zimsen í félagsgrein þeirra, að það sé ösannindi að hann hafi gert uppdráttaruppkast handa hr. Magnúsi Benjamínssyni, er átti að sýna, að gömlu tröppurnar hafi náð 1 alin út á séttina. Magnús Benja- mínsson skrifar einnig undir þetta og játar þar með, að hann hafl farið með ósannindi og rangt mál í bæjarstjórninni! Knud Zimsen segir í niðurlaginu um mælingarnar, að það þurfl að eins stálpaðan dreng til að reikna út, að gömlu tröppurnar hafl náð 1 ai. 2,7 þml. út frá húsinu, en þar sem hann í brófí sínu til mín skýrir mér frá, að reikningnum geti skakkað um 1 þml., hefi ég fult leyfl til þess að halda því fram, að trappan hafl náð 1 al. 3,7 þml. fram á gahgstiginn. Þá kemur hitt aðalatriðið, sem þeir minnast alls ekki á. í „minnisvarða-greininni" stendur:.„en 6 þml. lengra hafði „hann sannað fyrir byggingarnefndinni að trappan náði út, áður eu hann „lét búa til gangstétt eftir götunni og fylla upp í hana. Byggingarnefnd- „in vildi ekki ónýta þessa 6 þini. fyrir honum, sem þó vóru reyndar í „jörð, og vóru ástæðurnar til þess tvær: önnur sú, að gangstéttin er ið „mesta bæjarþing, og átti því Thomsen ekki að missa nein tröppulengdar- „réttindi fyrir það að hafa búið til stéttina; en hin ástæðan er sú, að „þar sem trappan á nú að vera. er ekkert uppfylt, og gamla trappan „stendur þvi alveg upp úr þar“. Yfir þessum sex þuml. þegir Magnús Benjamínsson bæði í fólags- greininni og á bæjarstjórnarfundinum, og hefl ég heyrt marga bæjarfull trúa kunna honum óþökk fyrir þessa þagmælsku sína á fundinum, sem varð til þess, að bæjarstjórnin hlaut að fá skakka hugmynd um málið. A framkomu Magnúsar í máli þessu furðar mig ekkert, hún hefir þegar fengið sinn dóm hjá almenningi, og er því ekki gustuk að fást meira um hana hér. Vinur minn Knud Zimsen hefir verið neldur óheppinn í þetta sinn, þar sem teiknirigar hans hafa fyrir munn Magnúsar Benjamíns- sonar getað misskilist svo hrapallega af bæjarstjórninni. Bæjarfógetinn hefir skipað mór, að færa tröppurnar inn um 15 þml. og verð ég að skoða 6 þml. sem eins konar sekt fyrir það, að ég í sam- einingu við verzlunina „Nýhöfn“ lét gera stétt fyrir frainan húsin og fylla upp í hana, svo að 6 þml. af gömlu tröppunum hurfu í ofaníburð- inn. En 3 þml. varð ég að saga af gömlu tröppunni fyrir það, að bæjar- stjórnin fær út úr teikningu Zimsens, að trappan hafl verið 1 alin frá húsinu í stað þess að Zimsen segir við mig, að trappan hafl náð fram 1 al. 2,7 þml. Ég er löghlýðinn maður og hefi því gegnt skipun fógeta í bráðina, rifið í sundur fallegu steíntröppurnar mínar, sagað af þrepunum úr gamla stiganum og sett þetta skrifli fyrir framan dyrnar á hvitu búðinni. En fullnaðarúrslit get ég alls ekki skoðað þetta, enda veit ég, að óg hefi all- an þorra bæjarbúa með mér í þessu máli. Ég ætlaði mér fyrst að skýra bæjarstjórninni frá réttum málavöxt- um og fá hana til þess að taka málið fyrir aftur. En bæjarfógetinn réð mér frá því, og kvað formlegra að ég leitaði úrskurðar landshöfðingja. Ef ég neyðist til að fara þessa leið, þá geri óg það óhræddur, en mér finst það vera að gera bæjarstjórninni minkun, sem alls ekki ætti að þurfa með. , \ Eg skoða þennan misskilning að eins Magnúsi Benjamínsyni að kenna, en ekki bæjarstjórninni í heild sinni. Fyrst um sinn ætla ég ekki að fást meira um þetta mál, en eiga það undir höfðingskap bæjarstjórnar- innar að hún af sjálfsdáðum leiðrótti það sem hún hefir gert mér rangt til. í öllu falli býst ég við, að ný samþykt verði komin í vor um að mæla tröppur frá gangstéttarbrúnunum en ekki frá húshliðunum, og þar sem hjá mór voru yfir 2!/2 alin út að gangstéttarbrúninni, hlýtur það að vera fullmikil breidd á gangstígnum fyrir framan steintröppurnar góðu. Reykjavík þ. 5. Febr. 1902. D. THOMSEN. Prentsmiðja Reykjavikur. — 1903.

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.