Reykjavík - 05.03.1903, Blaðsíða 2
2
Kaupið Schweizer-silki! •
-Áreiðanlega haldgott. —
Biðjið um sýnishorn af vorum nýju vörumísvörtum,hvitum eða öðruvísilitum gerðum.
Sérleg fyrirtök: munstrað Silki-Foulard, rifsilki, hrá-silki og
vaska-silki í alklæðnaði og treyjur. frá 90 au. og yfir pr. meter.
Yér seljum til Islanrls milliliðslaust, privat mönnum og sendum
silkiu, sem þeir velja sér, tolffrítt og burðargjaldsfrítt heim til þeirra.
Schweizer & Co., Ltuzern (Schweiz),
Silkivarnings-útflytjendur.
Til
Kaipanna
Aug-lýsing1.
Herra cand. juris. Jón Þorkels-
son, Vesturgötu 28, gegnir mála-
færslustörfum við yfirréttinn fyrir
hjóna. Frú Craven hefir sjálf ein-
angrað sig með sjúklingnum í her-
bergi í þeim hluta hússins, sem ann-
ars er ekki notaður til neins hvers-
dagslega. “
„Heflr nokkur grenslast eftir, hvort
Miss Craven heflr komið fram í New-
castle ?“
Griffiths hvesti brúnir og stóð hugs-
andi um stund.
„Ég skil ekki, að það hefði haft
neitt að þýða,“ sagði hann svo. „Ég
skil ekki, hvað þór eigið við.“
„Og ekki neitt sérstaklega. Ég legg
ekki mikla áherzlu á það; en það
gæti þó verið nógu gaman að vita
það.“ Svo þagði hún litia hríð, en
hélt svo áfram:
„Segið mér dáh'tið af kjaliaraverð-
inum, sem kaupið var lækkað við,
svo að hægt væri að hækka kaup
Sanda. “
„Af gamla John Hales? Hann er
sómamaður og vandaður í alla staði.
Hann hafði verið kjallaravörður hjá
bróður Cravens alt af meðan hann
átti Troytes-hól, og hann heflr haldið
stöðunni hjá Craven, sem nú á höf-
uðbólið. Engin átylla er til að gruna
hann. Þegar hann heyrði, að Sandi
hefði verið myrtur, varð honum ó-
sjálfrátt að orði: „Það átti hann
skilið, óþokkinn. Ekki gæti ég kval-
ið mér tár af auga fyrir hann, þótt
ég reyndi mitt sárasta til í heilan
mánuð.“ Þetta virðist mér full-tal-
andi vottur um sakleysi hans. Morð-
inginn hefði aldrei þorað að tala til
svona."
„Svo! Haldið þér það?“
'Grifflths leit á hana og hugsaði
[ með sér: „Ég held hún ætli að
bregðast vonum mínum. Ég er
hræddur um, að of mikið só úr skarp-
skyggni hennar gert, fyrst, hún getur
ekki skilið jafn-auðsætt mái og þetta“.
En upphátt sagði hann nokkuðstutt-
ur í spuna: „Ég stend ekki einn
uppi með þetta álit. Enginn hefir
enn vakið minsta grun á Hales, og
ef einhver fyndi upp á því, þá er ég
viss um að honum reyndist auðvelt
að færa lögfulla sönnun fyrii því,
að hann hafl verið annarstaðar stadd-
ur, því að hann á heima í húsinu á
Troytes-hóli, og öllum þar er vei til
hans.“
„Ég býst við, að öllu hafl verið
komið í lag aftur í herbergi Sanda
gamla?“
„Já, eftir að búið var að halda
próf í málinu og aliar vitnaskýrsiur
vóru fram komnar, var öilu komið í
samt lag aftur.“
„Gengu menn úr skugga um, að
engin spor sæjust í neina átt fyrir
utan gluggann?"
„Þurkar höfðu gengið svo lengi,
að til þess var ekki að hugsa, að
spor sæjust. Svo liggur nu líka harð-
ur akvegur rétt fram hjá herberg-
inu, sem morðið var í framið. En
heyrið þér, Miss Brooke, haldið þór
ekki að það sé árangursiaust að eyða
tíma til að rannsaka frekara, en gert
hefir verið, dyravarðarherbergin og
svæðið umhverfls? Við yfirmaður
minn og ég höfum þauirannsakað
hvert smáatriði, sem þar að lýtur.
Það sem við viijum að þór gerið, er,
að þér setjist þegar að á heimilinu
og snúið allri athygli yðar að her-
berginu, sem Harry Craven iiggur
sjúkur i, og reynið að kornast eftir,
hvað þar gerist. Hvað hann var að
gera úti þegar morðið var framið,
það efa ég ekki að mér takist að
komast eftir. Nú haflð þér spurt mig
margra spurninga, Miss Brooke, og
hefi ég leyst úr þeim eftir föngum.
Viljið þér nú svara mér einni spurn-
ingu, eins hreinskilið og ég hefi
svarað yður? Þér hafið nú fengið
nákvæma lýsing á herbergi Sanda
gamla, hvernig þar var umhorfs þeg-
ar lögregluliðið kom þar inn morg-
uninn eftir morðið. Þér haflð án
efa getað sett yður það glögglega
fyrir hugskotssjónir - rúminu velt
um, klukkan standandi á höfði,rúm-
fötunum hálfvöðlað upp í reykháfinn,
smákerunum öllum og skrautmunun-
um úr postulini raðað og stráð um
gólfið ?“
Jjoveday kinkaði kolli tíl samþykkis.
„ Gott og vel! Gerið nú svo vel
að segja mér, hvaða hugmynd vakti
þetta fyrst hjá yður, eða á hvað
minnir það yður allra-fyrst?"
„Á herbergi Öxnafurðu-stúdents,
sem er illa þokkaður og hópur af
lagsbræðrum hans hafa heimsótt i
fjarveru hans, til að svala sér á hon-
um.“
Hr. Griffiths neri saman höndun-
um af ánægju. [Frh.]
1Re\>fcjaY>ík oq grenð.
Skiptjón og mannbjörg. 2. þ. m.
kom hér inn á höfn frakkneskt fiskiskip
með norska skipshöfn, er það hafði bjarg-
að í hafi. Xorsk freigáta, „Noreg,“ 1330
tons, skipstj. Lyngholm, lagði út frá Hauga-
sundi í Noregi 21. Jan. Á skipinu var
skipstjóri við 18. mann. Var ferðinní heitið
til Mexico. 20. f. m. var skipið um 500
enskar mílur suður af Rangársandi (57,° 46'
n. hr., um 22° vl. prá Greenwich). Nótt-
ina fyrir var voða-veður og að morgni 20.
f. m. brotriuðu siglutré öll, svo skipið varð
reiðalaust flak [þetta var þegar loftþyngd-
armælirinn stóð lægst hér|. Siðan rak
skipið í viku norður og austur, unz frakk-
neska skipið hitti það 27. f. m. á 61i/2°
nbr. og ca. 17° vl. fr. Gr. (sem næst beint
suður af Ingólfshöfða).
Skipshöfn þessi bíður nú hér ferða til
útlanda, nema hvað.tveir hásetar, er vóru
vanir fiskímenn, hafa ráðist hér á þilskip
(hjá hr. konsúl Thorsteinsson).
Til útlanda fóru á Sunnud.morguninn
eimskipin „Scandia“ (til Stornoway á Hjalt-
landi) og „ísafold“ (til Troon, sunnan við
Olyde-mynni á Skotlandi). — Með „ísafold11
fóru þessir farþegar : Einar kaupm. Markús-
son frá Olafsvík og Nielsen verzlm. (Bryde’s-
verzh), báðir áleiðis til Hafnar, og Þor-
varður prentsmiðjueigandi Þorvarðsson,
áleiðis til Glasgow og Edinborgar, til að
sækja sér aðra stærri hraðpressu í viðbót
við þá er hann heflr nú. meira let.ur o. fl.
áhöld ; væntanlegur ai'tur með eirnskipsferð
(botrivörpung) í þ- 111 ■ cða í síðasta lagi
með „Hóhun“ eða „Skálholti“.
Eixta iögbók lneimsins í Súsa,
inni fornu höfuðborg Persaríkis, hafa frakk-
neskir vísindamenn fundið heila lögbók, þ.
e. lög letruð á súlu í 280 greinum. Súlan
hefir upphaflega staðið í einhverri babý-
lonskri horg, en verið rænt i fornöld og
flutt til Súsa. Laga eða lagagreina safn
þetta er kent við Hammúrabí konung, er
sameinaði norður- og suðurfylki Babýloníu
í eitt ríki, með Babýlon að ríkissetri. Hann
var uppi um 2200 f. Kr., fullum 900 árum
fyrir Móse daga. Er mynd á súlunni, sJm
sýnir konunginn standandi, þar sem hann
tekur við lögunum af sólarguðinum. í for-
mála laganna þakkar konvingurinn guðun-
um fyrir, að þeir haíi veitt sér tign sina
„til að koma á lögum og rétti í landinu
og hnekkja vondum mönnum, svo að inir
yfirsterkari fái eigi grandað þeim, sem
minni máttar eru.“ Þessi habýlonsku lög
hafa og gilt áfram í Persariki og þykir
fundur þessi inn merkilegasti til saman-
hurðar við önnur lög fornaldar þjóða, tneð
því að þessi eru in lang-elztu.
fjær
og nær.
Gosdrykkjaverksmiðjan í Hafn-
a.rfirði selur góða gosdrykki. Sóda-
vatn heflr loks tekist að búa til svo
gott, að ekki þarf framar að sækja
þá vöru til útlanda. Verksm. heflr
alls ekki smásölu; verð fast ákveðið,
lágt. Varau er flutt heim til kaup-
enda í Reykjavík og Hafnarflrði, en
seld sama verði flutt á skip, til kaup-
enda annarstaðar á landinu.
Utanáskrift:
„Kaldá“ Hafnarfirði.
mína hönd, í fjarveru minni.
Reykjavík, 10. Febr. 1903.
Einar Benediktsson.
i
jin porkelsson
málfærslumaður, Vesturgötu 28,
er heima daglega frá kl. 12-2.
UNDAN JÖKLI!
Sendið mér kr. 14,50 í peningum og ég
sendi yður á hverja höfn, sem strandbát-
arnir koma á, eina vætt af góðum harð-
fiski yður að kostnaðarlausu. Engin pöntun
afgreidd nema borgun fylgi jafnframt
Ólafsvik 1. Jan. 1903
C. f. proppé
Nv
SKALDRIT
Grests Pálssonar
kosta í kápu kr. 2,50; í snotru bandi
kr. 3,00. Fást í bókarerz].
Sigfúsar Eymundssonar,
nautgripabein
ágæt í kraftsúpu, fást daglega á 3 — 5
aura pundið, í kjötbúð
jöns pérðarsonar, Rvík.
Cinar jochumsson
prédikar í Báruhúsinu næstkomandi
Sunnudagskvöld.
Húsift opift kl. 8-10.
Aðgangur kostar 10 aura.
/
Otrúlegt, en satt!
Fyrir 15 aura fást i vor 65 kr. Þá verður
gaman að lifa.
VÍN VINDLAR
frá konunglegurn hirðsala
KJÆR & SOMMERFELDT
fást einungis í verzlun
J. P. T. BRYDES í Reykjavík.
Hwergi ódýrara eftir gseðum.
Til sölu
gulrófufræ, —
alls konar mat-
jurtafræ — og
blómsturfræ frá 2—3 og 4—6 daglega.
Ragnheiður Jensdóttir,
Pósthússlrseti 14.
^040ó0ó04040l4»040ó04040ó0ó
EKTA
ANILÍNLITIR
FÁST HVERGI EINS ÓDÝRIR
OG í VERZLUN
LEIFS TH. LORLEIFSSONAR.
£óð
til sölu við Grettísgötu. Ritstjóri
vísar á.
Tapast hafa á Þriðjuilagskvöldið var
30 kr. "■— (3 tiu-króna seðlar) í eða við
Bernhpftsbakarabúð eða á leið þangað úr
Pósthússtræti. Finnandi skili á afgreiðslu-
stofu þ. bh, gegn furidarlaunum.
Til neytenda hins ekta
Kína-lífs-elixirs.
Með því að ég hefi komist að
raun um, að margir efast um, að
Kína-lífs-elixirinn sé eins góður og
áður, skal hér með leitt athygli að
því. að elixirinn er algjörlega eins og
hann heflr verið, og selst sama verði
og fyr, sem sé 1 kr. 50 aur. hver
flaská, og fæst hjá kaupmðnnum al-
staðar á íslandi. Ástæðan til þess,
að hægt er að selja hann svona ódýrt
er sú, að allmiklar birgðir voru flutt-
ar af hormm til íslands, áður en
tollurinn var lögtekinn.
Neytendurnir áminnast rækilega
um, að gefa þvi gætur sjálfra síns
vegna, að þeir fái hinn ekta Kína
lifs-elixír með merkjunum á miðanum,
Kínverja rrieð glas í hendi og firma-
nafninu Waldemar P etersen, Frederiks
havn- og V,r í grænu lakki ofan á
stútnum. Fáist elixírinn ekki hjá
þeim kaupmanni, sem þér verzlið við,
eða verði krafist hærra verðs fyrir
hann en 1 krónu 50 aura, eruð þér
beðnir að skrifa mér um það á skrif-
stofu mína á Nyvei 16, Köbenhavn.
Waldemar Petersen,
Frederikshavn.
Marconi og ísland.
Slæm reikningsvilla er í síðasta
blaði í greininni með þessari fyrir-
sögn. Þar stendur: „f 250x800=
f 20,000“, en á (eins og allir geta séð)
áð vera: „£ 250 x 800=£ 200,000“.
Það munar einu núlli. í stað „360,000
kr.“ á því að koma 3,600,000 kr. o.
s. frv. Sóst þá enn betur, hve fjar-
stæð sanní sú fullyrðing er, að Mar-
coni’s loftritssamband kosti jafn-mik
ið og sæsimi. [Tölurnar, sem á er
bygt, eru teknar úr nýja viðbætin-
um, 1902, við „Encylopædia Britan-
nica“].
í^eir fleygja peningunun í sjóinn,
þeir sem verja þeim til að auglýsa
Reykvíkingum nokkuð annarstaðar
en í „Reykjavík," því að hnn hefir
þar meiri útbreiðslu en öll önnur
blöð til samans — kemur á h v e r t
h e i m i 1 i.
Útbreiddasta blaftift hér í nær-
sýslunum, og útbreiddust á ís-
landi yfir liöfuft.
HF" Propatria góða, og alls konar
pappír selur Jún Ólafsson.
Brjóstnál týnd. Skil. til Ritstj.
SÍR0P fæst hjá Ben. S. Þórarins-
syni.
Þú, sem í misgripnm (?) tókst kápuna
mína úr G.-T.-húsinu á fundi í „Bifröst,11
þ. 13. Febr. síðasti., skilaðu henni sem
fyrst á sarna stað og þú tókst hana, ella
Titja ég hennar á annan hátt, þvi mér
hefir verið sagt, hver þú ert, af manni sem
þekkir þig og sá þig taka hana.
Til kaups óskast in lögfræðislega
formálabók eftir Magnús Stephensen og
Lárus Sveinbjörnsson yfirdómendur. Útgef-
andi visar á kaupanda.
Hangið kjöt,
reykt í nýja reykingarhúsinu á Eyr-
arbakka, fæst hjá
C. Zimsen.
Munið eftirl
Auglýsingar í „Reykjavik." sem
eiga að fara á 1. bls., verða að vera
afhentar á Í’riftjudagskvðld. Aftr-
ur augl. eigi siðar en á hádegi á
Miftvikudag.
Landsbókasafnið er opið daglega kl. 12—2 «g til
3 á Mánud., Miðv.d. og Laugard., til útlána.
Landbgkjalasafnið opið á Þid., Fimtud., Ld., kl. 12—1.
Náttúrugripasafnið er opið á Sunnud., kl. 2—3 tíðd.
Forngripasafnið er opið á Miðv.d. og Ld. kl. 11—12.
Lands ankian op. dagl. kl. 11—2. B.stjórn við 12—1.
c öfnunarsjóðurinn opinn 1. Mánud. 1 mánuði, kl. 6—6.
Landsliöfðingjaskrifstofan opin 9—10,30,11,30—2, 4—7.
A jtmannsskrifstofan opin dagl. kl. lo—2, 4—7.
Bæjarfógetaskrifstofan opin dagl. kl. 9—2, 4—7.
Póststofan opin 9—2, 4—7. Aðgangur að boxkÖ8sum9-9
Bæjarka88ar tæmdir rúmh. daga 7,30 árd., 4 8iðd., en
á Sunnud. 7,30 árd. að eins.
Afgreiðsla gufuskipafélagsinB 8—12, 1—9.
Bæjarstjórnarfundir 1. og 3. Fimtudag hvers mánaðar.
Fátækranefndarfundir 2. og 4. Fimtudag hvere mán.
Héraðslæknirinn er að hitta heima dagl. 2—3.
Tannlækn. heima 11—2. Frílækn. 1. og 3. Mád. í mán.
Frilækning á spítalanum Priðjud. og Föstud. 11—1.
ProntsTniðja Reykjavíkur.
Pappirínn frá J6ni ÓlafsByni.