Reykjavík - 14.05.1903, Page 2
2
(Aðsent).
Vísindin
krýna Bakkus konung
veg og veldi.
]ff otto:
Hefir þengli þrúðgum lengi
þiónað mengi jarðar-ranns,
hraustir drengir vítt um vengi
veg og gengi framað hans.
(Alþr.).
Nú er að rísa upp áköf mótbylt-
ing fgegn albindindinu], og afleiðingar
hennar sýnast takmarkalausar, bæði
fyrir þjóðahaginn og félagslíflð.
Læknar, siðapostular og ýmsir
góðir hálsar hafa lýst yfir því árum
saman, að Bakkus könwngur væri
einn sá einvaldsdrottinn, sem steypt
skyldi af stóli — „hans þeir skiija
ei dýi’legt kram“ — en nú er hann
alt í einu kominn aftur til vegs og
virðingar, vaida og tignar. Alt hið
staðlausa orðagjálfur, sem veröldin
velti yfir bjór og brennivín, verður
að skríða í skuggann. „Eitur og
ólyfjan". Þessi hljómfögru, ágætu
orð verða að hverfa aftur 1 móður
kvið ; mannfélagsvoði, aigert bindindi,
dánar- og lögbrotsskýrslur, alt þetta
stórskotalið verður sem sönnun að
þóka niður í krambúðarkjallarann.
Bindindisliðið er á flötta-, Bakkus
sjóli situr í öndvegi, mikill og mátt-
ugur, og mót-byltingin er fullkom-
nuð.
Bakkus sjóli sæll við bikar
situr á stóli tignar hám;
eins og sólin öðiing blikar
upp í jólnasöium blám.
(Alþr.).
Því þá ? Blátt áfram af því, að vís-
indin fuliyrða, að áfengið sé mann■
eldisefni og jafngildi öllim hinum,
sem vér höfum til viðurhalds og
endurnýjunar líkama vorum.
Þetta er ekki sérkredda neins ein-
staks manns eða yfirborðsáiyktun;
það styðst við margteknar rannsókn-
ir amerískra lærdómsmanna, gerðar
síðustu 5 árin. Athuganir þeirra hafa
verið afar nákvæmar og að þessu
hafa unnið ekki færri en 50 vísinda-
manna og er þetta fyrsta sinn, er
manneldisgildi áfengis hefir verið
rannsakað til rótar. Það er stór-
merkilegt að lesa um, hvernig, og
með hverjum árangri þeir gerðu til-
raunir sínar hverja um sig.
En vonandi er að norðurlanda
visindamenn skýri fyrir mönnum
þessar tilraunir, sem brjóta nýjar
brautir í vísindunum, grannskoða
tilraunimar og ef til vill haldi þeim
áfram.
Rannsóknirnar voru gerðar hátið-
lega heyrum kunnar og árangurinn
opinberlega innsiglaður við það, að
sjálfur forstöðumaður Pasteur-vísinda-
stofnunarinnar (institut Pasteur) Du-
claux, sem kunnur er um allan heim,
hefir látið prenta í annálum Pasteur-
stofnunar (Annalesdel’instit. Pasteur)
skýrslu um störf vísindamannanna
amerísku. Duclaux skoðar þær auð-
sjáanlega sem órækar. Þessi heims-
frægi vísindamaður leggur þar sitt
þunga pund á metaskálarnar til liðs
hinum rógborna og bannsungna
Bakkusi konungi. Hann nœrir; hann
er eklci eitur. Og auk þess sem
hann nærir, gefur hann þeim, sem
neyta hans í hófl, það glaðsinni, er
ekki verður metið tíl peninga verðs.
Þeir sem mega athvarf eiga
óbráðfeigum kóngí hjá,
fagrar veigar fá að teiga,
flest þá geigar bölið frá.
(Alþr.).
Drekki meun því óhræddir staup
sitt^ eða vínglas með mat sínum.
Þeir spara sér með því aðra fæðu.
Og enginn þarf að ætla að hann
syndgi með því móti mannfélags-
skipuninni; það er einmitt í sam-
ræmi við lögmál náttúrunnar. Brúk-
aðu áfengið segir Duciaux,- en auð-
vitað í hófi.
Ofdrykkja er jafn viðbjóðsleg, hvort
sem áfengið er nærandí eða ekki. —
Kannske í hæsta lagi ofurlítið skii-
janlegii. —
Manni er dáiítil forvítni á að vita,
hvernig vísindin snúa sér framvegis
við þessu máli. Það sýnist sem
nokkurt felmtur hafi komið yfir á-
fengisóvini. Þeir þegja enn þá við
þessum reginrökum, en vopnast lík-
lega áður langt um líður.
En á hina hliðina léttir hinn nýji
lærdómur steini af þeim, sem ekki
hafa kunnað við lyktina af bindind-
ispostulunum eða þeim siðferðislög-
um, sem bendir þjöðunum á að gera
áfengið að mjólkurkú. Auk þess
þykir mönnum vænt um að geta
fengið sér bjór eða staup í næði, án
þess að fá inn á sig alla siðfræðis-
postula í halarófu, með þjóðmála-
ljónin i fararbroddi. Það er bæði
notalegt og nauðsynlegt, að hafa
matfrið, og hófsmönnum er ekki
ami að ölglasi.
Bakkus lifir öldum yfir, —
ekki skrifa’ ég meir um hann. —
Faida-Sifin fegurð drifin,
Við förum að tifa’ í svefna-rann.
(Alþr.).
[Tekið lausl. eftir „Politiken."]
fást Hurðir,
(x 1 u g g a r
og laglegir
Servantar
hjá JÓNI SVEINSSYNI.
Ennþá
Aug’lýsing.
Við Timbur- og Kolaverzlunina
„REYKJAVÍK"
fæst Timbur af flestum sortum.
Iíol, af beztu tegund.
Múrsteinn
og Tagnhjúl.
Ait mjög ódýrt mót peninga-
b o r g u n við móttökuna.
Reykjavík, 28. Apríl 1902.
Bj. Snðmunðsson.
J ú n s Ólafs&onar
er fiuti í hús Jóns Sveinssonar við Kyrkju-
torg (austur-dyrnar). — Opin kl. 10—3 og
4—7.
í bókaverzlun —2ö.]
Arinbj. Sveinbjarnarsonar
fást þessar bækur:
Bókasafn alþýðu.
Barnagull.
E. Tegnér: Axel.
Miller: Verkfail kvenna.
Robinson Krúsóe.
Savage: Trúin á guð.
Stgr. Thorsteinsson: Dönsk lestrarbók.
Sögusafn Bergmálsins.
Svava, fræði- og skáidsagna rit.
Nýir kaupendur að V. árg. Svövu fá
ágæta skáldsögu eftir Sylv. Cobb,
Vopnasmiðurinn í Týrus, í kaup-
bæti.
Stafrófskver.
Tjaldbúðin eftir Plafstein Pétursson,
Þorgils gjallandi: Upp við fossa.
hjá Litla-Seli hárfeeti. Eig,
| vitjigegn fundarl, ogaugi. borg,
til Jóbannesar Oddss., Litla-Scli.
Ég borga 3 kr.
óbrúkað prentvillu-frímerki: „20 au. þjón-
usta“ blátt (tvö vórn i hverri örk). Brúk-
uð, blönduð_ heil ísl. frím. borga ég ineð
5--25 kr. Ég endurgeld burðargjald, ef
send í ábyrgðarbréfi, frímerkt með 16, 25
eða 50 au. frímerkjum. — Otto Bickel,
Zehieadorf bei Berlín.
Ojöldum til Fríkyrlíjumiar verð-
ur veitt móttaka livcrn virkan
dag kl. 12— 3, í Þingholtsstræti
3.
—27.
yirinbj. Sveinbjarnarson.
Sveitamen n, sem flytja til
bæjarins, og aðrir, sem viija eiga
gott hús yfir sig cina, ættu að
athuga það, að húsið nr. 26 í
Bergstaðastræti er til sölu.
A LAUFÁSVEGl 4
fást eingöngu danskir rammalistar af beztu
sort, Spcgilglcr, Rúðuglor, Veggjamyndir,
Líkkistumyndir.
Enn fremur smíðaðar Möbler, Speglar
og Líkkistur úr vönduðu efni, o. fl., o. fi.
€yv. /rnason
á góðum stað í bænum
or til leigu nú þegar.
Ritstjóri ávísar.
jffikib nm að velja.
Heil hús til leigu, tvö herbergi með
aðgang að eldhúsi, eitt herbergi með
áðgang að eldhúsi, herbergi fyrir ein-
hleypa,, geymsia í kjallara, geymsla í
pakkbúsi, pláss fyrir þvottasnúrur.
Gott vatnsból við bakdyraútgang. Alt
getur verið út af fyrir sig.
Óheyrt ódýr húsaleiga.
Sömuleiðis hefi ég stór og smáhús
til sölu á góðum stöðum í bænum.
Semja má við
Bjarna Jónsson,
sníkkara, Grjótagötu 14, Reykjavik.
óskast í vist nú þegar, hátt
k«Mp. Ritstjóri ávísar.
jfanðsynjavara
fæst óvanal. ódýr frá 8. —20. þ. m.
í heildsölu í verzlun
Sig. Björnssonar,
27. Lauguvegi 27.
FERMINGARKORT
og ýmis önnur tækifæriskort, mjög falleg og
ódýr, fást í Lindargötii 7.
Mær í lögregÍL’-þjónustu.
Sannar sögur eftir Miss Loveday Brooke.
II.
Morðið ú Troytes-hóli.
[Frh.]
Miss Loveday var eitthvað þrjár
fjórðir1 að rannsaka alt í herberginu,
en fór svo fram og gekk með hatt
sinn í hendinni ofan stigann niður í
borðstofuna; en þar var þá Hales að
bera á borð tevatnið og brauðið.
Ilún sat þarna alein að borði
við sparsamlega máltíð í þessu stóra
herbergi, þar sem vel hefði hálft
annað hundrað gesta getað setið að
borðum, og verið rúmt um.
„Og nú er bezt að litast um ut-
anhúss áður en aidimmir," sagði hún
við sjálfa sig, er hún hafði matast,
og tók eftir, að farið var að skyggja.
Gluggarnir á borðsainum vóru á
afturhlið hússins; þeir náðu niður að
jörð, eins og gluggarnir á framhlið-
inni, og var því auðvelt að komast
út. Þarna að húsabaki iá blómgarð-
urinn, og hallaði honum ofan að
fögru skóglendi fyrir neðan.
Loveday stóð ekki augnablik við
þar, en gekk undir eins fyrir suður-
horn hússins og að gluggum þeim,
sem kjallaravörður hafði sagt henni
að væru gluggarnir á skrifstofu hr.
Craven’s. Hún gekk gætilega, er
hún kom að þeim, því að ljóshlíf-
arnar vóru dregnar upp og glugga-
tjöldin dregin frá til hliðar. Hún
leit snöggvast inn um gluggann, og
varð henni þá hugléttara, því að hún
sá, að húsbóndinn var þar aleinn
inni, sat í hægindastóli og snéri baki
við glugganum. Hún virti betur fyrir
sér það sem hún sá af honum, og
þóttist hún ráða það af því, hve fæt-
urnir náðu langt fram og höfuðið
bar hátt í stólnum, að hann væri
maður hár vexti. Hann var hvitur
fyrir hærnm og hárið lirokkið. Nið-
urandlitið gat hún ekki séð fyrir
stólnum, en hún sá að hann þrýsti
flatri hendinni annari fast að enni
sér. Það var auðséð á öllu að hann
var í djúpum hugsunum. Laglegur
húsbúnaður var í herberginu, en
blöðum og bókum var stráð um
alt þar inni í mestu óreglu. Bréfa-
karfa á gólfinu var nærri fuil af
sundurrifnum skrifpappír í arkar-
broti, og sýudi það, að inn lærði
maður hafði nýlega orðið óánægður
með talsvert af handriti sínu og ó-
nýtt það.
Loveday stóð og horfði inn úm
gluggann fullar fimm minútur, en
ekki gat hún á þeim tirna séð, að
þessi lotni maður gæfi nokkurt iífs-
merki af sér, og það lá eins nærri
að ímynda sér, að hann svæfi eins
og að hann sæti hugsi.
Þaðan hélt hún svo að herbergi
gamla Sanda. Eins og Griffiths
hafði sagt, þá var alt sandi stráð
alveg að steinþrepinu við dyrnar.
Ljóshlífar vóru fyrir gluggunum, og
þetta leit út eins og klefi, sem eng-
inn ætti framar heima í. Hún tók
þegar eftir, að mjór gangstígur, sem
lárviðartré hvelfdu greinum yfir, lá
rétt fram hjá dyravarðarberherginu.
ILún gekk þegar þessa leið.
Gangstígur þessi var í mörgum
bugðum og krókum gegu um kjarr-
við, sem lá öðru megin við garða
Cravens, og lá vegurinn að hesthús-
unum. Þegar Loveday kom inn á
þennan gangstíg, fanst henni alveg
eins og dagsbirtan væri bókstaflega
horfin.
1) ein fjórð = 1/4 klukkvistundar. Mál
vort hefir skort eitt handhægt orð yfirþað,
„Mér finst ég ganga stig, sem
lagður só af geðveikum mamri,"
sagði hún með sjálfri sór. „Ég gæti
vel sldiið, að sjálfum inum mikla
Macchiavelli1 hefði líkað vel að ganga
siíkan krákustíg."
Það var dirnt á stignum fram
undan henni. Hún hélt áfram lengra
og lengra; hér og hvar stóðu upp-
blásnar lárviðarrætur upp úr jörð-
unni, og oft lá henni við að hrasa.
En augun smávöndust myrkrinu, og
hún veitti hverju smáræði eftirtelct.
L M. var ítalskur maður, sagnfræðing-
ur, skáld og stjórnvitringur, samvizkulitill
brágðarefur.
LanclebAkasaftn,) 0r oi>ií( ilaglega kl. 12—2 og ti
3 á Mánud., Miðv.d. og Laugard., til útlána.
Landsskjalasafnið opið á Þrd., Fimtud., Ld., kl. 12—1.
Náttúrugripasafrið er opið á Sunnud., kl. 2__3 cíðd
Forngripasafnið er opið á Miðv.d. og Ld. kl.l]___12
Lands. ankiun op. dagl. kl. ll—2. B.stjérnvið 12—1."
Söfnunarsjóðurinn opinn 1. Mánud. í mánuði, kl. b—f.
Landsliöfðingjaskrifstofan opin 9—10,30, 11,30—2, 4_7.
Amtmannsskrifstofan opin dagl. kl. lo—2, 4—7.
Bœjarfðgetaffikrifstofan opin dagl. kl. 9—2, 4—7.
Pöststofan opin 9—2, 4—7. Aðgangur að boxkössum9-9
Bœ.iarkassartœmdir rúmh. daga 7,30 árd., 4síðd., on
4 Sunnnd. 7,30 árd. að eins.
Afgreiðsla gufuskipafélagsins 8—12, 1—9.
Bæjarstjórnnrfundir 1. og 3. Fimtudag hvcrs m&naðar.
Fátækranefndarfundir 2. og 4. Fimtudag hvers mán."
Héraðslæknirinn or að hitta heima dagl, 2-3.
Tannlækn. hcima 11-2. Frílækn. 1. og 3. Mád. I mán.
Frílækning á spítalanum Priðjud. cg Föstud. 11 -1,
Hl neytenda hins ekta
Kína-lífs-elixirs.
Með því að ég hefi komist að
raun um, að margir efast um, að
Kína-lífs-elixirinn só eins góður og
áður, skal hér með leitt athygli að
því, að elixirinn er aigjöriega eins og
hann hefir verið, og selst sarna verði
og fyr, sem sé 1 kr. 50 aur. hver
flaska, og fæst hjá kaupmönnum al-
staðar á íslandi. Ástæðan til þess,
að hægt er að selja hann svona ódýrt
er sú, að allmiklar birgðir voru flutt-
ar af honum til ísiands, áður en
tollurinn var lögtekinn.
Neýtendurnir áminnast rækilega
um, aó gefa því gætur sjálfra síns
vegna, að þeir fái hinn ekta Kína
lífs-elixír með merkjanum' á miðanum,
Kínverja með g]as í hendi og flrm-a-
nafninu W aldemar Petersen, Prederiks
havn- og í grænu lakki ofan á
stútnum. Fáist elixírinn ekki hjá
þeim kaupmanni, sem þér verzlið við,
eða verði kraíist hærra verðs fyrir
hann en 1 krónu 50 aura, eruð þér
beðnir að skrifa mér um það á skrif-
stofu mína á Nyvei 16, Köbenhavn.
Waldemar Petersen,
Frederikshavn.
Þeir fleygja peningunum í sjóinn,
þeir sem verja þeim tii að auglýsa
Reykvíkingum nokkuð annarstaðar
en í „Reykjavík,“ því að hún hefir
þar meiri útbreiðslu en öll önnur
blöð til samans — kemur á h v e r t
h e i m i 1 i.
Úthrciíldasta hlaðift hér í nær-
sýslunum, og útbreiddust á fs-
laiuli yíii’ liofuö.
jlniningur ritstj. sg npp-
setning nýjn pressnnnar
hajavalðið ntkotnn-seink-
un þessa bl 1 ðag.
Prontsmiðja Reykjavíkur.
Pappirínn frá Júni ÖlafoByni,