Reykjavík

Tölublað

Reykjavík - 11.06.1903, Blaðsíða 2

Reykjavík - 11.06.1903, Blaðsíða 2
2 Mær í lögreglu-þjónustu, Sannar sögur eftir Miss Loveday "Brooke. ii. Morðið á Troytes-lióli. [Frh.] Svo leit út sem ekki ætlaði mark- verðara til tíðinda að bera annan daginn, sem Miss Loveday var í skrifstofu hr. Cravens, heldur enorð- ið hafði fyrsta daginn. Heila klukku- stund eftir að hún hafði fengið hréf Griffiths sat hún við skrifborðið sí- búin til að rita upp það sem Craven kynni að segja henni. En allan pann tíma mælti hann ekki orð frá munni, nema hvað hann einu sinni sagði í hljóði og með aug- un aftur: „Ég hefi það [alt saman her í höfðinu, en ég get ekki komið orðum að því.“ Annars var steinhljóð. En eftir eitthvað klukkustund heyrði hún fótatak fyrir utan húsið og varð henni litið til gluggans. Það var Griffiths, sem kom þar með tvo lög- regluþjóna. Hún heyrði forstofuhurð- ina opnaða til að hleypa þeim inn, en siðan heyrði hún ekkert til þeirra; varð henni nú fyrst full-ljóst, hve gersamlega afskekt hún væri þarna frá öllu hinu heimilisfólkinu. Hr. Craven lá einlægt í stólnum hálf-meðvitundarlaus; hann hafðiauð- sjáanlega ekki minsta hugboð um, að verið væri að taka einka-son hans höndum þar á heimilinu fyrir það að á honum hvíldi grunsemd um morð. En á meðan höfðu þeir Grifflths og þjónar hans farið upp stigann í norðurendanum á húsinu, og fylgdi Moggie griðkona þeim um ganginn og að sjúklings-herberginu. „Heyrið þér, frú,“ kallaði griðkon- an; „hér koma þrír menn upp stig- ann — ait iögreglumenn. Viljið þér koma og spyrja þá, hvað þeir vilja?“ Fyrir utan dyrnar að sjúklings- herberginu stóð frú Craven, hávaxin kona og mögur og nokkuð farin að hærast. „Hvað á þetta að þýða? Hvaða erindi eigið þið hingað?“ spurði hún Griffiths snúðugt. Griffiths tjáði henni ei'indi sitt með mestu hlífð og kurteisi, og bað frúna að víkja sér frá hurðinni, svo að þeir gætu komist inn í herbergi sonar hennar. „Þetta er lierbergi dóttur minnar, eins og þér getið sjálflr séð,“ svar- aði hún og lauk upp hurðinni. Þegar þeir Griffiths komu inn, hittu þeir þar ina fríðu mey Miss Craven; hún var mjög föl og hrædd og sat frammi fyrir arninum í síðum svefnsloppi. Griffiths hafði sig sem hraðast á burt aftur, og eigi fann hann Miss Loveday að máli áður. Og er hann kom heim, símaði hann í allar áttir og sendi bréfbera víðsvegar. Loks varði hann heilli klukkustund til að skrifa yfirboðara sínum í Neweastle skýrslu um málið. Þar skýrði liann honum frá því, að maður nokkur, er nefnt hefði sig Harald Cousins og látið í haf með „Bonnie Dundee“ áleiðis til Natal, væri enginn annar en Harry Craven frá Troytes-hóli, og réð hann til að senda símskeyti lögreglustjórninni í Natal. Blekið var ekki fyrri þornað í pennanum, sem hann hafði skrifað með, en hann fékk bréf frá Loveday. Hún hafði auðsjáanlega verið í vandræðum með að fá bréfbera, til að koma þessum línum til hans fyrir sig; því að með bréflð kom garð- yrkjudrengur, sem sagði Grifflths, að stúlkan, sem hefði sent sig, hefði sagt, að hann mundi fá góða borg- un, ef hann kæmi bréflnu til skila. Griffiths borgaði sveininum vel, og lét hann svo fara. Svo fór hann að lesa btéflð. Það var skrifað í skyndingu og var á þessa leið: „Málið er nú komið að úrlausnar- stundinni. Undir eins og þér fáið þessar línur, þá gerið svo vel að bregða við með tveim af þjónum yðar, komið hingað og veljið yður stöð einhvers staðar í runnunum, þar sem þér getið séð hingað, án þess að vart verði við yður. Það ættiað vera auðgert, því að það verður orðið dimt áður en þið náið hingað. Ég veit ekki með vissu, hvort ég þarf aðstoðar yðar í kvöld eða nótt. En helzt ættuð þið að vera kyrrir á verðinum þar til snemma í fyrra- máiið, ef svo skyldi fara, að á hjálp ykkar þyrfti að halda mér til bjarg- ar. Og um fram alt, hafið ekki eitt augnablik augun af gluggunum. á skrifstofunni“. [Þetta var undir- strykað]. „Ef ég skyldi setja út í annan hvorn gluggann lampa með grænni ijóshlíf, þá verðið þið í einni svipan að koma inn um gluggann; ég skal reyna til að hafa hann hálf- opinn.“ Þegar Grifflths hafði lesið þetta, neri hann augun og strauk ennið. „Nú, ég verð að ganga að þvívísu, að þetta sé alt rétt. En fari ég þá grábölvaður ef ég grilli nokkurt spor af þeirri leið, sem hún er á.“ Hann leit á klukhuna; það var fjórð yflr miðaftap. Þetta var í Septem- ber og dagur leið að kvöldi. Yfir að Troyteshóli vóru fullar 5 mílur [enskar — liðug míla dönsk], og því mátti engum tíma spilla. Rétt á sömu stund sem þeir Grif- flths óku á stað í loftinu eftir Gren- fell-þjóðveginum, vaknaði Craven aftur á skrifstofu sinni af sínum langa dvala og litaðist um. Þó að dvalinn hefði verið langur, hafði hann samt síður en ekki verið rólegur. Hann hafði oft hrokkið við í svefninum, og þá tautað eitthvað fyrir munni sér. Það sem Miss Loveday hafði orðið áskynja af þossu tauti, varþað sem kom henni til að skrifa bréfið og læðast svo út til að ná sér í sendisvein með það til Griffiths spæ- vatnið stundu -fyrir miðaftan, þá setti hann bakkann frá sér á borðið nokkuð hranalega, og var eitthvað að nöldra um, að hann væri „heið- virður maður og ekki slíku vanur“. Það var ekki fyrri en hálfri annari stundu síðar að Craven hrökk upp skyndilega, litaðist um með flótta- legu augnaráði og spurði Miss Love- day, hvort nokkur hefði komið inn í herbergið þá í þeim svifum. Miss Loveday sagði honum, sem var, að kjallaravörðurinn hefði fært henni mat klukkan eitt, og tevatn ldukkan flmm, en síðan hefði enginn komið þangað inn. „Það er ekki satt!“ sagði Craven snúðugt, og var rómurinn mjög ann- arlegur; „ég sá hann læðast hérum í herberginu, þennan vælandi hræsn- ara, og þér hljótið að hafa séð hann líka. Heyrðuð þér hann ekki segja í skrækum rómi: ,Herra, ég þekki leyndarmálið yðar‘?“ Svo þagnaði hann alt í einu, starði óráðslega út í bláinn, og kallaði svo upp yfir sig: „Nei, nei; þetta er eintóm vitleysa; Sandi er dauður og kominn í jörð- ina. Þeir vóru að halda rannsókn um það héma á dögunum, og við hrósuðum honum öll eins og hann hefði verið mesti dýrlingur.“ „Hann hlýtur að ha-fa verið óræstis- maður, þessi Sandi, “ sagði Miss Love- day meðaumkunarlega. „Það segið þér satt— hverju orði sannara!11 svaraði Craven og stóð upp um leið og tók um öinlið henni. „Aklrei heflr nokkur maður átt bet- ur skilið að deyja, en hann. í þrjá- tíu ár hefir hann sveiflað sverðinu yfir hálsi mér og kúgað mig, ogsvo loksins -— nú, hvar var ég nú?“ Hann tók hendinni um ennið og hné aftur máttvana niður á stólinn sinn. „Það hefir líklega verið eitthvert æsku-glappaskot frá háskóla-árum yðar, sem dóninn vissi um?“ sagði Miss Loveday; húir vildi nú reyna að lokka svo mikið af sannleikanum upp úr honum, sem auðið væri, með- an sá gáll væri á þessum veslings veika heila, að hánn væri svona op- iuskár. „Já, einmitt! Ég gerði það glappa- skot að ganga að eiga stúlku, sem hafði misendisorð á sér - hún var veitinga-berna þar í bænum — og Sandi var við staddur brúðkaupið, og svo — -—- Nú lokaði hann augunum á ný og tautaði eitt'nvað svo lágt, að hann varð eklri skilinn. Einar tíu mínútur lá hann svona aftur á bak í stólnum tautandi. „Eitt spangól — ein stuna" — það ’vóru einu orðin, sera Miss JjOveday gat deilt. Svo sagði hann alt í einu hægt og rólega, eins og hann væri að svara spurningu: „Það var bara eitt liögg með hamrinum og svo var það úti.“ jara. Miss Ijoveday var þama svo af- skekt í þessum enda hússins, að hún vissi ekkert um það, hvernig heim- ilisfólkinu hefði orðið við, er lög- regiu-mennirnir komu þangað um morguninn. Hún tók að eins eftir því, að þegar Hales færði henni te- „Skelfing þætti mér gaman að sjá þann hamar,“ sagði Miss Jjoveday; „hafið þér liann hérna hjá yður?“ Nú opnaði hann augun, og var í angnaráðinu bæði æðis svipur og undirferli. „I-Iver er að talaumhamar? Ekki sagði ég, að ég hefði neinn hamar. Ef nokkur segir, að ég hafl gert það með hamri, þá eru það ósannindi.“ „Jú, þér haflð sagt mér frá hamr- inum einum tveim — þrem sinnurn, “ sagði hún rólega; „hamrinum,. sem þér drápuð hundinn yðar með; ég hefði haft gaman af að sjá hann; það er alt og sumt.“ (Frh.) Kort landinælingadeildar lierforingjaráðsins. Það er mikið þarfaverk, sem land- mælingadeildin er að vinna, að mæla upp landið og gera kort yflr það. Auðvitað er þetta starf, sem vér íslendingar hefðum átt að gera á vorn kostnað. En vér erum nú svo ástigs bæði að efnum og kunnáttu, að ófyrirsjáanlegt er, hve margir ára- tugir hefðu mátt líða áður en oss hefði orðið þetta að verki. — Dön- um ber engin skylda til að vinna þetta verk og kosta það; en því frem- ur megum vér vera þakklátir stjórn þeirra fyrir verkið. Öllum landsmönnum ætti að vera ljúft, að greiða götu landmælinga- mannanna á allan veg og gera þeim hérveruna sem geðfeldasta. Því að það er ekki gamanverk, sem þeir eru að vinna, holdur ið mesta þjódþarfa- verk — þarfaverk fyrir vora þjóð um fram alt. Það er verk, sem véi'- um.ókomnar aldir munum byggja á óteljandi áætlanir og framkvæmdir. En eiginlega mun það liggja fyrir utan aðaltilgang þeirra, að gera ná- kvæm kort yfir kaupstaði og kaup- tún sérstaklega^ En þetta hafa þeir þó fengið tíma til að gera í hjáverk- um sínum. Þeir hafa nú gefið út þrjú slík kort. Fyrst er eitt yflr Reykjavík, stærst,. 34x22 þuml. Mælistikan en þar 1:5000, svo að tjörnin t. d. er 41/.) þml. á lengd á koi'tinu. Það sýnir bæinn inn fyrir Rauðará og út í Eið- istjarnar enda, út á höfn og suður í Kaplaskjól. Kortið er mjög nákvæmt, svo að segja hvert einasta hús (og- bær) sést á því og þekkist. Nöfn eru skýr á nálega hverju stræti og götu„ Og svo er alt svo skýrt og frágangur allur inn snyrtilegasti. Og þetta kost- ar að eins 1 kr. Hafnarfjarðar-kortið er minna, 18V4 X i 41/^ þml., en mælistikan söm (1:5000), alveg eins skyrt og fallegt að sínu leyti eins og Reykjavíkur- kortið. Þetta kort kostar 25 au. Þá erþriðja kortið minst (11x15), en mælistikan miklu minni eðiilega, 1 :100,000. Það tekur yfir landið suður fyrir Ivaldársel og norður fyrir Eng6y> austur fyrir Laugarnes-spítala, Digranes og Fífuhvamm, en vestur fyrir Álftanes. Það er mjög skýrt, eins og hin, og það er að líkindum einn hluti af þeim almenna lands- uppdrætti, sem vór með tímanum i

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.