Reykjavík

Tölublað

Reykjavík - 04.07.1903, Blaðsíða 3

Reykjavík - 04.07.1903, Blaðsíða 3
3 hendi yflr igagnvart Brefrram og Þjóð- verjum, er sá, sem mesfru veldur um J>að, ef Ööhimbíu-þing eeitar að stað- festa samninginn. Þófrt bann hafl tregðast víð að greiða shuldir Yene- zuela, þá heflr hann dregið saman auð fjár, er hann ver til að kaupa fylgi Goluiubíu-þingmanna, til að hafna samninguum við Bandarikín. En hon- urn gengur það til, að hann sér, að fái Bandaríkin yflrráð yflr 5 mílna belti á hvora hlið skurðarins, þá verði friðiur í landi og óeirðir eigi liðnar. En það heflr lengi verið draumur Castrós, að leggja Colum- bíu undir sig með herskildi og sam- eina hana Venezuéla. Látnir merkismenn: David Mills háyflrdómari í Canada, t 10. Maí, 71 á]\s. ■— Paul Blouét, alkunnari undir gervi-nafni sínu „Max 0’ Rell,“ frakkneskur rithöfundur, f 25. Maí, 55 ára. Eftir hann er þýtt á ís- lenzku (í ágripi): „Jón Boli“ í „Ið- uiini. “ Töframærin. Hún kveikti lofnareld hjá ungum sveinum, með augun björtu — töfrabros á vanga, með tinnu-dökka lokka mjúka, langa og iíf og fjör, sem skein í svipnum hreinum. En ást sína hún engum vildi gefa, þó ýmsir byggjust sigurför að ganga og bljúgir reyndu hennar hug að fanga — En hugstríð sveina hún eigi vildi sefa. Þeir hurfu frá með bogastrenginn brostinn og bognir upp frá þeirri stundu gengu, því hryggbrot að eins allir biðlar fengu. Og einn ég þekti — djúpum harmi lostinn. p. Duclaux og áfengið. Horra ritstjóri. — Fyrir sköramu flutti blað yðar grcin um áfougið og lieilnæmi þess. í grein þessari er einkum vitnað í álit ins mikilsvirta franska vísindamanns Duclaux. Eg þykist vita, að þröngt sé um pláss í blaði yðar, en liins vcgar ber ég það traust til yðar, að þér sannleikans vegna ljáið þessum örfáum iínum rúm i blaði yðar: „í stórum mæli er alkóhól áfengt, í stærri banvænt, í smáum, sé þess neytt daglega, eyðileggur það líkama og sál. Alirifin eru mismunandi, eftir því, hver maðurinn er, og eftir því, hvernig á stendur; en iuni hóflbgu nautn áfengis (alkóhóls) oru ótel- jandi hættur samfara“. Duclaux. „Börn og fullorðnir, þeir er heilbrigðir eru og því eigi þurfa áfengis, ættu aldrei AB NETTA DESS“. Eg þarf eigi að geta þess sérstaklega, að sá Duclaux, or svo mælir, er sami maður- hin og sá, er aðsendingin í blaði yðar þóttist ibyggja á ina nýrri og betri þekk- iug sina. Ég þykist þess fullviss, að yður sé ljúft að láta blað yðar flytja ummæli ins m-erka vísindamanns, svo að lesend- urnir fái sannar fréttir af, hvert álit Du- claux hcfir _á áfengi, þótt hann vilji telja það næringarefni; en þeirri skoðuun hans eru margir vlsindamenn mótfallnir og það einmitt þcir, er rækilegast hafa rannsakað áhsif áfcngisins. Beykjavík 17. Júní 1903 Vinsamlegast og virðingarfy-lst Haráldur Niélsson. Mær í lögreglu-þjónustu. Sannar sögur eftir Miss Loveday Brooke. ii. Morðið á Troytes-hóli. [Niðnri.j Hann reiddi hamarinn til höggs, en Loveday veik sér undan högginu og flýði út ag glugganum. í sömu svip- an var glugginn opnaður ab utan og þrír menn ruddust inn um hann. „Eg hugsaði þetta mundi verða síðasta rannsókn, sem ég ætti þátt í — aldrei hefl ég verið í slíkum háska stödd fyr,“ sagði Miss Loveday við Grifflths; þau stóðu á vagnstöðvarpall- inum í Grenfell og biðu eimlestarinh- ar, sem hún ætlaði með til Lundúna — „Annars finst mér undarlegt, að enginn skuli fyni hafa fengið grun um, að gamli maðurinn væri vitskerð- ur. En óg býst við, að fólk hafl verið orðið svo vant við, hvað undarlegur hann var, að það hafl ekki tekið eftir breytingunni, sem hefir orðið á hon- um smátt og smátt, svo að í stað- inn fyrir að vera undarlegur, var hann orðinn viti sínu fjarri. Svo heflr henn verið kænn maður og slæg- ur að upplagi, og það hefir hjálpað honum við próflð, sem fógetinn hélt. “ „Svo er líka örmjótt mundags- lióflð milli þess að vera fjarska ein- rænn og undarlegur, og þess að vera vitskerður; og það er hugsanlegt, að að hann hafl fyrst komist yflr þau takmörk eftir morðið. Hugaræsingin út af því, hvort morðið mundi kom- ast upp, hefir þar ef til vill rekið smiðshöggið á. Nú, nú! Það eru ekki nema 10 mínútur þangað til vagnlestin kemur. Yæri mér mikil þökk á, efþér vilduð á meðan skýra fyrir mór nokkur atriði, sem mér þykir mikils um vert í minni stöðu að vita“. „Velkomið er það,“ mælti Miss Loveday; „berið þór upp spurning- arnar. Ég skal reyna að leysa úr þeim eftir megni.“ „Það er þá fyrst það, hvað kom yður upphaflega til að fá grun á öld- ungnum?“ „Alt sambandið milli hans og gamla Sanda var svo vaxið, að það benti á, „Fáráðs maðurinn! Ogégheyri nú, að þessi kvensift, sem hann kvæntist á sínum ungu ærsla-dögum, hafl dáið skömmu síðar af ofdrykkju. En ég efa ekki, að Sandi hefir þagað vandlega um hana, eins eftir að Craven kvæntist á ný. — Svo er önnur spurningin: hvernig komust þér að því, að það var Miss Craven, sem var í sjúklings- herberginu í stað bróður síns?“ „Kvöldið, sem ég kom, var mér vísað á herbergi Miss Craven til að sofa í. Ég rannsakaði þar alt vand- lega, og í arninum fann ég óbrunn- inn heilan hárlokk langan af björtu hári. Mér kom þegar í hug, að það hlytu að vera brýnar ástæður, sem hefðu getað komið henni til að klippa af sér svona fallegt hár. Og þegar ég heyrði, hve grunsamleg öll atvik vóru um sjúkleik bróður hennar, þá þóttist ég brátt skilja orsökina." „Já, þessu með taugaveikina var Ijómandi vel fyrir komið. Ég held ekkert af vinnufólkinu á heimilinu hafl haft nokkurt hugboð um ann- að, en að Harry Craven lægi sjúkur ur í herberginu uppi á loftinu og að Miss Craven væri í Newcastle. Þau hafa hlotið að senda Harry á stað áður en meira en svo sem klukkustund var liðin eftir morðið. Miss Craven, sem fór til Newcastle næsta morgun, lét þjónustustúlkuna, sem með henni var, fara frá sór þar, og skaut því við, að það væri svo þröngt í húsinu. Svo heflr hún farið með eimlestinni til Grenfell aftur og farið þaðan heim fótgangandi um há- nótt; móðir hennar hefir vafalaust vakab eftir henni og hleypt henni inn um glugga, klipt af henni hárið og keyrt hana ofan f rúm, svo að hún gæti látist vera bróðir hennar. Stúlk- an er mjög lík bróður sínum, svo að það er ekki að undra, þó að læknir, sem var öllu fólkinu vita-ókunnugur, gæti vilst á þeim í herbergi, þar sem hálfdimt var inni. Nú verðið þér að játa, Miss Brooke, að það var aldrei nema eðlilegt, þegar svona stóð á, að ég grunaði bróðurinn." „Eg leit nú öðruvís á alt þetta mál,“ svaraði Loveday. „Éghefihugs- að, að frú Craven hafl alt af haldið son sinn sekan í morðinu, þótt hann þættist saklaus. Hún þekti varmensku hans. Þega-r Harry kom heirn frá veitingahúsinu, hefir hann líklega mætt föður sínum með hamarinn í hendinni. Iíann hefir séð, að hann gat ekki komið gruninum af sór, nema með því að beia böndin að föður sínum, og því heflr hann held- ur kosið að flýja til Natal, þótt hann kastaði sterkara grun á sig með því, heldur en að mæta fyrir rótti og verða að gefa skýrslu. “ „En hvernig fóruð þér að komast að því, að Harald Cousins, sem fór til Natal með Bonnie Dundee, að Sandi hefði haft eitthvert vald yfir Mr. Craven, og að Mr. Craven hefði verið hræddur við hann. Alt það fé, sem Craven greiddi Sanda, jafn efna- lítill maður, alla tíð meðan hann var í Natal, virtist mór hljóta að vera borgað honum til að þegja yfir einhverju." væri enginn annar en Harry Craven?" spurði Griffiths hraðmæltur, því að nú eimdi vagnlestin inn ab stöðvar- pallinum. „Það var nú auðgert,“ svaraði Loveday um leið og hún sté inn í vagnklefann. „Frú Cravensendi manni sínum dagblað að lesa niður í borð- stofuna, og þaö var brotið saman á þann hátt, að skipa-skráin blasti við, er maður leit á blaðið. Ég leit á skipa-skrána, og sá, að Bonnie Dundee hafði lagt af stað til Natal fyrir tveim dögum. Nú var eðlilegt, að éghugs- aði til fyrri veru þeirra hjóna í NataL Það var því líklegt, að hún hefði sent son sinn þangað. En nafn hans stóð eðlilega ekki á farþegja-skránni. En á kápuna á skrifveski sínu í skrif- stofunni hafði Mr. Craven ritað nafnið Haráld Cousins, auðvitað sér til minnis, því að kona hans hefir sagt honum, að sonur þeirra gengi nú undir þessu nafni. — Yið skulum nú vona, að inn ungi maður byrji nýtt og betra líf undir sínu nýja nafni í nýrri heimsálfu. — Verið þér nú sælír, herra Griffiths!" „Við sjáumst væntanlega aftur, þeg- ar við verðum að mæta til að gefa vitnaskýrslu okkar — þá skýrslu, sem leiðir til þess, að Craven verð- ur settur á vitlausraspítala það eftir er ævinnar." Alþingi var sett 1. þ. m. og vóru allir alþm. komnir til þings. Kosninga-véfeng- ingar lcomu fram úr þrem sýslum: Árness (gegn kosn. 2. þm), Stranda og Snæfellsness. Allar vóru kosn- ingarnar teknar gildar. Forseti sameinaðs þings varð docent Eir. Briem með 19 atkv. (Hallgr. byskup 15 atk.). Varaforseti Júl. Havsteen amtm. m. 19 atkv. (15 seðlar auðir). Skrifarar: L. H Bjarnason og Hannes Þorsteinsson. Upp í efri deild kosnir: Sigurður Jensson (35 atkv.), Gutt. Vigf. (34), Jón Jak. (34), Guðj. Guðl. (21), Þorgr. Þórð. (20), Dr. Valtýr Guðm. (19). Forseti í e. d. Árni Thorsteinsson; varaf. Hallgr. Sveinsson; skrifarar: J. Jak. Sig. Jenss. Forseti í n. d.: Klemens Jónsson; varaf. Magn. Andréss. Skrifarar: Árni Jónsson, Jón Magnússon. Landshöfðingi hélt þingmönnum veizlu um kvöldið í Iðnaðarmanna- húsinu. Á fundum deildanna 2. þ. m. vóru fram lögð þessi stjórnar-frumvörp; í n d.: — Frv. til stjórnarskipunarlaga um breyt. á stjórnarskránni (óbreytt frá í fyrra). — Frv. um aðra skipun á æðstu umboðsstjórn ísl. [Ráðherrann 9000 kr. laun, 2000 kr. til risnu. Til að reisa honum íbúðar og risnu hús 50,000 kr. Þangað til það er reist, 2000 kr. í húsaleigufé. — Eftirlaun hafi ráðgj. samkv. alm. eftirlauna- lögum. Þó má konungur úrskurða honum hærri eftirlaun, þó eigi hærri en hæst geta orðið eftir eftirlauna- lögum. - Landritari 6000 kr. 3-skrif- stofustjórar 3500 hver. Til aðstoðar og skrifstofukostnaðar 16,000.; - Til að breyta landshöfð.húsinu í skrif- stofur og útbúa þær 11,000 kr. _____

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.