Reykjavík - 30.07.1903, Blaðsíða 4
4
ins, helzt hér í höfuðstaðnum, ráðið
af að senda sérstakan erindreka fyrir
sig, yfirdómara Jón Jensson, til Kaup-
mannahafnar í því skyni, að leiða
stjórninni fyrir sjónir, hve bráð nauð-
syn sé á því að gefa út yfirlýsingar,
<er vafalaust myndu gera máiið full-
komlega ljóst, hvort heldur sem þær
yfirlýsingar kæmu fram fyrir rmirm
umboðsmanns stjórnarinnar á alþingi
•eða herra yfirdómarinn fengi heimild
til þess sjálfur að gera þær kunnar
■opinberlega.
Þar eð vér óskum þess innilega,
að óvissunni hjá landsmönnum út af
þéssum vafaatríðum megi nú,jafnframt
því sem stjórnarskrármálið væntan-
lega leiðist til lykta, verða eytt til
fulls — en það hófum vér ástæðu til
að óttast að ekki takist nema þessi
vafaatriði verði betur upplýst — þá
leyfum vér oss virðingarfylst að mæla
með því, að hr. yfirdómaranum verði
tekið af stjórninni með velvild, og
berum fram þá ósk vora, að sendiför
hans megi leiða til þess árangurs,
sem óskað er eftir.
Reykjavík, 16 Júní 1903.
Jij'&rn Jónsson, Björn Kristjánsson,
ritstjóri. kaupmaður og alþingism.
Jens Pálsson, Olafur Olafsson.
prófastur. alþingismaður og ritstjóri.
H.at\dshoruauria milli.
Seyðisfirði, 30. Júní: Tíðarfar
ið inndælasta og hitar miklir. — Gras-
spretta að undanförnu heldur rýr, en
nú á Laugard. rigndi töluvert bæði
í Fjörðum og og Héraði; mun það
auka grasvöxtinn, því að hver hita-
dagurinn af öðrum hefir síðan fylgst
að. — Fiskapi, nú síðustu dagana
heldur betri; segl-þilskipin og gufu-
skipin aflað allvel; af suðurfjörðunum
nú sagður allgóður aíli. — Hvalveiðar.
Ellefsen kvað hafa skotið yfir 200
stórhvali, þar á meðal einn búrhval
(„kaskelotte"). — Síldar verður varla
vart. — Kauptíð nú að byrja og fyrstu
ullarlestirnar að koma í kaupstaðinn.
[»Au.“]
2. Júlí: Eimsk. „Elín“ ný-farið
af stað héðan til Skotlands að sækja
síld til beitu. [nBj.“]
9. Júlí: Tíðarfar enn fremur hag-
stætt. Dögg og frjósöm árstíð. —
Afli nokkur, ef beitu væri að fá. —
Verzlitn. Kaupmenn gefa nú 65 au.
fyrir hvítullarpundið. 0rum & Wulffs
verzlanir kváðu fyrst upp þetta háa
ullarverð [erlendis fæst í hæsta lagi
lagi 56 au. fyr. pd.]. — Beita. „Elín“
kom fyrir fám dögum frá Hjalt-
landi með ísvarða beitu-síld. [aAu.*]
10. Júlí: Dáin nýl. hér í bænum
Sigríður Jónsdóttir, f. 1814, móðir
Þóru, ekkju Runólfs heit. Sigurðsson-
ar snikkara. — Vesturfarar fóru um
80 héðan með „Ceres" í gær; þar á
meðal Jón Jónsson fv. alþm. frá
Sleðbrjót, síðast á Vopnafirði, Bjarni
tengdasonur hans og Runólfur kaupm.
Halldórsson, allir með fjölskyldur. —
Snögga ferð til Ameríku fór próf.
Halldór Björnsson frá Presthólum.
[»Bj.“j
1Re\>ííjavth oa Qrenfc.
Dánlr. Fyrir helgina andaðist
hér í bænum frú Guðrún Jónsdóttir,
húsfreyja Sigurðar Jónssonar járn-
smiðs í Aðalstræti.
í fyrra dag lézt hér eftir lang-
vinnan og þungan sjúkdóm (krabba-
mein) frú Anna Guðmundsson, hús-
freyja dócents og alþm. Dr. Valtýs
Guðmundssonar, en dóttir Jóhannes-
ar heitins sýslumanns Guðmunds-
sonar.
Aflabrögft. „Björgvin" (Kristinn
Magnússon) nýkomin inn með 27,000
fiskjar: „Björn Ólafsson" (Bj. Ól.)
með 45,000, og „Berþ6ra“ (?) með
45,600. — Á opna báta hefir hér
aflast allvel ýsa; vart verður og heilag-
fiskis.
Amtsráft vesturumdæmisins hefir
haldið hér fundi fyrirfarandi daga,
og þar af leiðandi eru hór með fleira
móti
aðkomumcnn í bænum: Páll
próf. Ólafsson í Vatnsfuði, séra Sig.
Stefánsson í Vigur, séra Janus Jóns-
son í Holti, séra Þorv. Jakobsson á
Sauðlauksdal, Snæbjörn í Hergilsey,
Brandur á Hallbjarnareyri o. fleiri,
þessír komu að vestan með
póstsk. „Vesta“, er kom 23. þ.
m. norðan um land frá útlöndum.
„Laura“ fór til útl. á Föstud.24.
þ. m. Með henni fjölskylda Thor-
steinssons kaupm. frá Bíldudal, Lefolii
kaupm., Einar Benediktsson málflyt-
jandi, Magnús Erlendsson gullsm.,
Lárus Tómasson kennari af Seyðis-
firði o. fl.
A ferft vóru hór um síðustu helgi
(landveg) bræðurnir Einar Hjörleifsson
ritstj. og Sigurður læknír bróðir hans.
forst. Gíslason ritstj. dvelur hér
fram í n. m., hann er hættur við
vesturför, en heldur áfram „Bjarka."
Séra Magnús Magnússon (Joch-
umssonar), prestur á Jótlandi, er hér
í kynnisferð til fósturjarðarinnar eítir
18 ára brottvist.
fjófthátíft er mælt að Reykvík-
ingar ætli að halda að vanda 2.
Ágúst. Oss er sagt, að Sunnudags-
messan þann dag verði kl. 8 að
morgni.
Elmsk. „Alpha,“ hvalveiðaskip,
kom i morgun af austfjörðum. Far-
þegar með því: Axel Tuliníus sýslm.
og frú hans, og hvalv.mennirnir Berg
og Ellefsen.
Undirituð hefi til söln mjög falleg
Kvenslipsi.
Skólavörðustig 5.
Oddrún Sveinsdóttir.
Eg fann regniilif. S. lögregluþjónu.
A11 s k o n a r
Þjóðminningardags drykkir
fásti „Vín og Ölkjallaranum“ í Liverpooi.
Nægar birgðir af vínum o g ö 1 i.
Lýs Carlsberg. Krone-öl. Sodavatn. Sitron Sodavatn. Limonadi.
FYRIR
Þjóðhátíðina
nýkomin MARGS KONAR
FATAEFNI: Hattar, Húfur, Regn-
hlífar fyrir dömur og herra, Göngu-
stafir, Hálsklútar, Vasaklútar, og loks
mikið af nýmóðins BRJÓSTUM,
FLIBBUM, MANSCHETTUM,
einnig DÖMUFLIBBAR.
Sérstakt úrval SLAUFUR og
HUMBUG af öllum gerðum.
Hvergi ódýrara eða hctra
ú r v a 1.
Virðingarfylst
6uðm. Sigurðsson,
klœðskeri.
Fallegust Kvenslipsi
fást í íækjargötu
V o 11 o r ft.
Síðast liðin þrjú ár hefir kona mín
þjáðst áf magakvefi og taugaveiklun,
og batnaði henni ekkert við margí-
trekaða læknishjálp; en við það að
notti Kína-Lífs-Elixír Valdemar
Petersens heflr henni stórum
batnað, og ég er sannfærður um, að
henni hefði albatnað, ef efnahagur
minn hefði leyft henni að halda á-
fram að nota þetta lyf.
Sandvík, 1. Marz 1903.
Eirílcur Runólfsson.
Neytendurnir ' áminnast rækilega
um, að gefa því gætur sjálfra sín.
vegna, að þeir fái inn ekta Kína
lífs-elixír með merkjunum á miðanum,
Kínverja með glas í hendi og firma
nafninu WaldemarPetersen, Frederiks-
havn- og ' í grænu lakki ofan á
stútnum. Fáist elixírinn ekki hjá
þeim kaupmanni, sem þér verzlið við,
eða verði kraflst hærra verðs fyrir
hann en 1 krónu 50 au., eruð þér
beðnir að skrifa mór um það á skrif-
stofu mína á Nyvei 16, Köbenhavn.
Waldemar Petersen,
jtautakjöt fæst daglega í kjötbúð
Jóns Þórðarsonar.
T a p a s t
hefir á götum bæjarius, lok af „kapseli"
ur brúnni linotu. Finnandi beðinn að
sldla á afgr.-stofu blaðsins.
Myndir. Kort. Slipsi
mjög miklar jbirgðir, margbreyttar,
fallegar, ódýrar, eru nú komnar.
Sðjjia Ijdlmann.
Laufásvea; 4.
Riklingnr,
Hiirftliskur,
söltuft grásleppa,
reyktir rauðuiagar og
trosfiskur
íæat í verzi. Jóns Þórðarsonar.
Á LAUFÁSVEGI 4
fást eingöngu danskir rammalistar af beztu
sort, Spegilgler, Rúðugler, Veggjamyndir,
Líkkistumyndir.
Enn fremur smíðaðar M0bler, Speglar
Og Líkkistur úr vönduðu efni, o. fl., o. fl.
/
€yv. ^irnason
1-------
Kassar úr járni,
sem eru óyggjandi í eldsvoða (eld-
traustir), nauðsynlegir fyrir embættis-
menn og „forretningsmenn" til að
geyma í peninga, bækur og verð-
mæt skjöl, eru til sölu.
Þeir, sem til eru nú, eru að inn-
anmáli: lengd 16 þml., breidd ÍO
þml., dýpt, 13 þml., og kosta þeir
90 krónur.
Stærri kassar fást pantaðir, en
þeir eru tiltölulega dýrari eftir stærð.
Sigfús Eymundsson.
HÓFFJAÐRIR
eru afaródýrar hjá
6. 11 i
»Si
Pekntsmiðja Reykjavíkur.
Pappíriun frá Jóni ÓlafstíynL