Reykjavík

Issue

Reykjavík - 10.12.1903, Page 2

Reykjavík - 10.12.1903, Page 2
2 Mær í lögreglu-þjónustu. Sannar sögur eftir Miss Lovedat Brooke. III, Líknarsysturnar í Retlliill. (Endí). Dagínn eftir stóð í „Surrey Ga- zette“ fréttagrein með fyrirsögninni: „Ákaíur bardagi við innbrotsþjófa", og var á þessa leið: „í nótt, sem leið, háði lögreglu- liðið harða orrustu við innbrotsþjöfa á „North Cape“, sem er herragarður hr. Jamesons. Öll hús á „North Cape“ eru raflýst. Innbrotsþjófarnir vóru fjórir talsins og skiftu liði þann ig, að tveir áttu að brjótast inn í í- búðarhúsið og stela þar eða ræna, en tveir áttu að verða eftir við vél- húsið, þar sem rafmagnið til lýsing- arinnar er framleitt; áttu þeir, ef í hart slægi, að slíta rafmagnssstraum- inn, svo að niðamyrkur yrði í íbúð- arhúsinu, svo að þjófarnir ættu auð- velt að komast undan, ef vart yrði við þá. Lögregluliðið hafði nú aðvarað hr. Jameson í tæka tið, svo að hann var heima ásamt sonum sínum tveim og vóru þeir við búnir þjóf- unum. Sátu þeir feðgar í dimmu skoti í ganginum innarlega og biðu þjófanna. Lögregluliðið var og nær- statt. Nokkrir lögreglumenn fálusig í hesthúsinu, aðrir í úthýsum þétt við íbúðarhúsið og sumum áföstum því; og enn leyndust nokkrir í lysti garðinum nokkuð áiengdar. Þjófar- nir komu og fóru inn í húsið upp stiga, er reistur var upp að glugga á gangi þeim, er lá að uppgöngunni, sem hjúin gengu um, er farið var niður í forðabúr brytans, þar sem silfurborðbúnaðurinn var geymdur. En þjófarnir vóru ekki óðara kom- nir inn um gluggann, en tveir iög regluþjónar komu fram úr fylgsni sínu í garðinum og héldu upp stig ann á eítir þeim, svo að þjófunum var varnað útgöngu aftur sömu leið. Samstundis réðust þeir feðgar fram- an að þeim, og með því að þjófar- nir vóru fáliðaðir, urðu þeir brátt bornir ofurliði. Við vélhúsið varð snarpasta orrust- an. Undir eins og þjófarnir komu að því, sprengdu þeir það upp með járnkarli beint fyrir augunum á lóg reglumönnum þeim, er í leyni lágu í hesthúsinu. - Öðrum þjófnum, sem handsamaður var heima í húsinu, tókst að gefa hinum merki með því að blása í hljóðpípu, og í sömu svip an kliptu þeir tveir, sem í vélhúsinu vóru, á rafleiðsluþræðina; en rétt í því réðust lögreglumennhnir, sem næstir vóru, á þá og urðu þar hörð viðskifti. Til allrar hamingju kom þeim Jamesons-feðgum í hug, að lögreglumennirnir í vélhúsinu kynnu að þurfa liðsinnis við. Undir eins og þeir tveir þjófarnir, sem inni vóru teknir, vóru komnir í járn, flýttu þeir feðgar sér því út; og hefðu þeir ekki komið að svo brátt sem þeir gerðu, eru allar líkur til, að annar þjófurinn heíði sloppið, því að hann TIL J Ó L A N N A! Allir þeir, er viija fá sér GOTT Gi.AS AF VÍNI, ættu að kaupa það í Vín- og Öl-kjallaranum í LIVERPOOL. ÖLL VÍNIN eru frá konungl. hirðsala C. II. Menster & Sön og og sannkallaðir HÁTÍÐA-DRYKKIR. Vinin eru aftöppuð utanlands, af mönnum með sérstakri þekkingu á þeim starfa, og eru s.eld, þrátt fyrir sín gæði og vandaða frágang, MJÖG ÓDÝRT. BORDEAUX-VÍN (rauðvín), þar á meðal „Extrafínt" Leovílle. BOURGOGNE-VÍN, HVÍT VÍN, RHINAR-VÍN; meðal þeirra skal sér- staklega benda á Hochheimer, Liebfraumilch, Graacher Mosel. PORTVÍN, hvít og rauð í 10 tegundnm. SHERRY, margar tegundir, þar á meðal mjög fínt „dry pale Sherry“. DESSERT-VÍN: Lúnell, Malaga, Samos, m.' m. MADEIRA, MARSALA, VERMOUTH TORINS, ABSINTHE. CHAMPAGNE-VÍN: G. H. Mumm & Co. Cremant Siilery, Cycle Club, Chansine fréres á Epernay: Sillery. CHERRY CORDIAL frá P. F. Heering. LIQUEURER: Cura<jao, Créme de Cacao, Créme de Mocca, Marachino. SVENSKT PUNSCH og BANCO: Caloric, Matador, Flora. COGNAC: Hennesys, Champagne, Charente. GENEVER, ROM, WHISKY, 12 tegundir. ARRAC: Api Api og Punsch-Essents. ANGOSTURA og K0STER bitter. Aalborg og Bröndums AQUA- VIT, BRÖNDUMS brennivín og fínasta Kornbrennivín m. m. ALLS KONAR ÖL: Alliance, Carlsberg Lageröl, Tuborg Export og Pilsner, Carlsberg Porter, Mörk- og Lys- Carlsberg. Krone Öl. LIMONADE: Sodavatn og Sítron Sodavatn frá „ROSENBORG" eru þeir beztu gosdrykkir, sem fást í bænum. Ráðmn&’askrifstofu hefi ég sett á stofn á sama hátt sem síðastl. vetur, og er hún nú í Aust- urstræti 18 (húsi frú R. Felixson), daglega frá 12—2 síðd. og í húsi mínu við Nýlendugötu frá 4 — 6 síðd. Allir hásetar, sem vilja fá góð skiprúm, komi tii mín. Duglegir menn fá ián fyrirfram. Mjög góð skiprúm nú þegar í boði. Útgerðarmönnum þeim sem þess þurfa útvega ég bæði efnilega skipstjóra og duglega háseta eftir því sem kostur er á. Öllum öðrum störfum, sem ég hefi áður auglýst, gegni ég líka á sama tíma. Reykjavík, 9. Des. 1903. Matth. Þórðarson. Stór og smá sala á YINDUIi inniendum iðnaði af fremstu tegund, er hjá 6unnari íinarssyni, og mun leitun á betri vindlakaupum. BEZTA JÓLAGJÖFIN, sem hægt er að geta konunni sinni, er iíklega DUNDASPRJÓNAVÉLIN. A ALNAVÖRU o. fl. þess kyns, eru GEFNAR pröcentnr hjá Gunnari Elinarssyni, þó mismunandi eftir því hve mikið er keypt. MLULEGtUR MAÐUR, reglusam ur og áreiðanlegur, óskar eftir AT- VINNU við verzlun. HELZT UTAN- BÚÐARSTÖRF. Ritstj. ávísar. var heljarmenni oglögreglumennirnir réðu ekki við hann. Þessir vóru bófarnir, sem hand- samaðir vóru: John Murray, Arthur Lee og George Lee (feðgar), og svo einn maður til með svo mörgum falsnöfnum, að örðugt er að komast fyrir, hvað hann heitir réttu nafni.. Innbrotsfyiirtækið hafði verið ráðið og niðurlagt alt mjög kænlega og með mestu varúð. Lee eldri var nýsloppinn út úr tyktunarhúsinu, sem hann hafði setið í fyrir ámóta glæp; hann virðist hafa verið for- sprakkinn þeirra félaga. Hann átti son og dóttur; höfðu góðir menn lit- ið til með þeim, þá er faðirinn var settur í tyktunarhúsið, og komið þeim í góðar stöður. Sonurinn var rafmagnsstarfsmaður í Lundúnum. Dóttirin varð barnfóstra í Wooton Hall. Undir eins og Lee eldri slapp úr tykthúsinu í Portland, virðist hann hafa leitað uppi bæði börn sín, og gert alt sitt til að leiða þau á glapstigu með sér. Hann gerði sér margar ferðir til Wooton Hall, til að reyna að fá dóttur sína til að hjálpa til, að innbrotsþjófnaður þar tækist. Þetta féll stúlkunni svo þungt, að- hún sagði upp vist sinni og lét taka sig inn í félag liknarsystra nokk- urra, sem ný-seztar vóru þar að í nágrenninu. Faðir hennar varð þá að hverfa frá fyrirætlun sinni þá að sinni. Hann fékk son sinn. semhafðl sparað saman nokkurt fé og lagt upp, til að hætta starfi sfnu í Lun- dúnum og verða aðstoðarmaður sinn við innbrotsþjófnaðar-iðnina. Ungi Lee er fríður maður sýnum, ungur, og virðist hafa hæfileika til að verða. fyrirtaks-glæpamaður. Meðan hann. vann við rafmagnsiðn sína, hafði hann kynst John Murray; en þeim manni hafði að sögn gengið mjög örðugt upp á síðkastið. Þessi Murray átti hús það er systurnar leigðu,. þær er Miss Lee haíði gengið í flokk: með. Bófunum hafði komið til hugar, að auðvelt mundi að nota þessar líknarsystur, af því að enginn þekti neitt til þeirra, til þess að vekja grun lögreglustjórnarinnar á þeim og leiða þannig athyglina frá sér og því húsi, sem þeir hötðu^ ásett sér að fremja innbrot í. Það var í þessu. skyni að Murray haíði skotið því að lögreglustjórninni að hafa nánargæt- ur á líknarsystrunum. Þann grun, sem hann haíði reynt að vekja gegn þeim, reyndu þeir félagar að styrkja á þann hátt, að þeir gerðu endur og sinnum innbrots-tilraunir til mála- myndar að næturþeli í húsum, sem systurnar höfðu heimsótt daginn áð- ur. Menn ‘geta varla sem vert er árnað lögreglustjórninni hamingju af því tilefni,, að^henni hefir tekist svo gersamlega að^uppgötva þetta glæpa- samsæri og^taka fyrir kverkarnar á þessu glæpa-félagi þegar i byrjun, enda eru^allir einróma um það, að Gunning umsjónarmaður og ínir slyngu kaðstoðarmenn hans eigi ið mesta lofsorð^skilið fyrir árvekni þá og snarræði,Uem lögregluliðið hefir sýnt af sór í þessu máli.“

x

Reykjavík

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.