Reykjavík

Eksemplar

Reykjavík - 10.12.1903, Side 3

Reykjavík - 10.12.1903, Side 3
Svona fórust blaðinu orð. Miss Loveday Brooke sat með fæturnar uppi á grindinni framan við arninn meðan hún var að lesa pett.a upphátt á skrifstofunni i Lynch Court. „Þetta er rétt frá skýrt, það sem það nær“, sagði hún um leið og hún lagði frá ser blaðið. „Pin okkur þætti nú gaman að vita ofurlítið meira“, sagði hr. Dyer. „í fyrsta lagi langar mig til að vita, hvað það var, sem í fyrstu leiddi grun yðar frá vesling systrunum“, „Það skal ég segja yður“, svaraði Miss Brooke hiklaust; „bað var pað, hvernig þær fóru með börnin. Ég hefi oft áður séð glæpa-konur fara með börn, og ég hefl tekið eftir því, að þær geta sýnt þeim eins konar góðlátlegtatlæti upp á sinn hátt; en verulega nátturlega blíðu geta þær aldrei sýnt. Ég verð að játa það, að systir Monica er ekki svipfríð kona nó býður af sór góðan þokka, svona á að líta. En alt um það, í því, hvernig húu fór með vanskap- aða barnið, sem hún bar inn i hús- ið, lýsti sér svo óendanlega fögur og blíð umönnunarsemi. Ég hefði, satt að segja, gaman að spyrja einhvern af þessum áköfu svipspekingum, hvern ig þeir færu að skýra andstyggilega svipinn á andliti systur Monicu og hins vegar geðslega og friða andlits- svipinn hans Lee unga — engin arf- gengiskenning skýrir mér það að minsta kosti“. „Svo er önnur spurning", sagði hr. Dyer, án þess að svara þessum útúrdúr Miss Loveday, „og hún er sú: hvað vakti grun yðar á Johu Murray ?“ „1 fyrstnnni grunaði ég hann ekki þótt mér þætti auðvitað dálitið und- arlegt frá upphafi, hvað honum gæti gengið til að láta sér svo ant um að lijálpa lögreglustjórninni. Það helzta, sem ég tók eftir við John Murray, þá er ég sá hann fyrst, var það, að reiðhjólið hans hafði orðið fyrir dálitlu áfalli, því að í hægra horninu á gierinu í ljóskerinu hans var brestur; ijóskerið sjálft var beglt sama megin, og krókurinn, sem þvi var krækt á reiðhjólið með, var brotnaður af, og hafði Ijóskerið svo verið fest við hjólið aftur með raf leiðsluþráðar-spotta.. Morguninn eftir þegar ég gekk upp brekkuna á leið inni til Northfield, ávarpaði mig ung ur maður, sem reið sama hjólinu á því gat enginn efi leikið — glerið brostið, Jjóskerið beglt, fest á hjólið með raíleiðsluþræði — það stóð alt heima!" „Einmitt það! Þetta leiddi yðu á fyrsta sporið og kom yður til að setja þá í samband John Murray og Lee unga“. „ Auðvitað. Og á þessu sá ég undir eins, að Lee sagði það ósatt, að hann þekti engan mann þar í þorpinu. Það styrkti og þann grun minn, að ham\ væri ekki norðan úr landi, eins og hann lézt vera. Það var íleira, sem vakti grun minn á honum. Hann þóttist t. d. vera blaðamaður; en hendurnar á honum , ,Ed inb org ar“-B azarinn! svo sem: Til leiðbeiningar fyrir þá, sem ef til vill ekki hafa enn haft tíma til þess að líta á Bazarinn í „Edinborg", vil eg leyfa mér að nefna uokkuð af því helzta, sem þar er bæði til gagns og gamans, Skrifpúlt og saumakassar, marg. teg. Bréfaveski og Sígaraveski, ótal teg. Album írá 90 aur. og alt að 20 kr. Blekstativ og Toilet stell, ýmsar teg. Ljómandi rakspeglar og Myndarammar, ótal teg. Göngustafir fyrir gentlemenn og Regnhlífar f. dömur. Stundaklukkur, sem ganga endalaust. Ljómandi postulínstau, sem aldrei brotnar. Þar á meðal Skeggbollar. Blómvasar óviðjafnanlegir. Silfurtau ýmislegt og fræðandi og skemtandi bækur. Jólatróspunt af ótal sortum. Barnaleikföng fáséð, margbreytt og falleg, og enn bæði fyrir fuliorðna og börn t. d.: Skáktöfl, Halma, Toof-toof“, Keiluspil, „Table Tennis“ og ótal margt fleira, sem of langt yrði upp að telja; en enginn fer ónýtisferð, sem kemur að skoða það. vóru snarpar og óhreinar, þótt þær væru þvegnar; þær vóiu eins og á handiðnamanni. Hann þóttist vera bókamaður, en Tennysons-ljóðin, sem hann lét standa svo upp úr vasa sinum, að á bæri, vóru í glænýju bandi og alveg óuppskorin1), og var ekki á bókinni að sjá, að hún hefði nokkru sinni opnuð verið til lesturs. Þegar hann svo ætlaði að stinga hús- lyklinum sínum í vestisvasa sinn, en kom honum þar ekki fyrir, þá tók ég eftir því, að orsökin var sú, að hann hafði fyrir í vasanum rafleiðslu-eld- hólk og stóð endinn upp úr vasan- um. Nú var það óhugsandi að blaðamaður og fagurfræðilegur bóka- maður gengi með þess konar áhöld fremur leikföng ^sgeir Sigurðsson Jíunði hluii verís er aíslátturinn þessa daga og til Nýárs á ýmiskonar L cikföngum og Bazarvörum hjá 6unnari €inarssyni, Kyrkjustreeftl 4. €kki glansmynðir. Hentugar Jólagjafír! Myndir eftir teikningum og málverk- um frægustu listamanna fást hjá GUÐM. GAMALIELSSYNI. Hafnarstræti 16. }J. jjenéttýsson, Laugavegi 23, hefir ávalt til útlendan Skófatnað sérlega vandaðan og með góðu verði Alslags SKÓFATNAÐUR smíðaður eftir máli. Box-Calf og Chevreux skótau fyrir ðömur og herra handunnið, hvergi jafn-ódýrt. 5—18 “ afsláttur frá í dag og til ársloka. Alls konar Skóáburður, Reimar o. fl. afar-óðýrt. Gott Skrifborð óskast til kaups. GUNNAR EINARS- SON vísar á kaupanda. ]ólatréspunt ódýrast og bezt Þingholtsstræti 4. vasanum, sem auðsjáanlega heyrðu til rafleiðslustarfi." „Rétt er þetta! Og án efa hefir rafleiðslu-eldhylkið aftur leitt huga yðar að eina húsinu í ’grendinni, sem lýst var með rafmagni, og þá hefir yður komið til hugar, að raf- magnsstarfar nokkrir mundu ætla að hagnýta þekkingu sína til innbrots iar. Eu segið mér svo: hvað kom yður til mndir eins þarna um morg- uninn að símrita til Gunnings, að þér ætluðuð að íita honum með ósýnilegu bleki?“ „Það gerði eg blátt áfram af var- kárni; það var auðvitað óþarfi að nöta ósýnilegt blek, ef ég hefði haft nokkurt örugt færi til að koma skeyti til hans. Ég vissi, að njósn- armenn sátu um mig hvervetna, og ég gat búist við að eiga mjög tor- velt með að koma til hans skeyti, - svo að aðrir gætu ekki náð í að lesa það. Ég hefi sjaidan átt úr meiri vanda að ráða. Þegar við I.ee ungi gengum upp brekkuna saman, þá sá ég að ég varð að sefa tortrygni bófanna með því að látast ganga í gildru þeitra. Á því, hvernig at- hygli minni var beint að Wooton Hall, skildi ég, að þeir vildu beina grun mínum í þá átt. Ég lét eins og þeim - hefði tekist að leiða mig í öfuga átt og lofaði þeim að fagna yfir því“. „Ha, ha, hæ! Það var snildarlega af sér vikið ; það er þó satt! Og það gáfubragð, að láta bófann sjálfan flytja lögreglustjórninni bréfið, sem leiddi hann og félaga hans í hendur réttvísinni, og það á þann hátt, að þeir skyldu vera inir hreyknustn yf- ir öllu saman og vera þess fullvissir, að nú hefðu þeir þó gint yður lag- lega! Nei, ég get ekki annað en hlegið — ha, ha, hæ!“ Og Dyer skellihló, svo að undir tók í skrif- stofunni. „Eina manneskjan, sem eg kenni í brjósti um í þessu máli, er ves- lings systir Anna“, sagði Miss Brooke; „og samt sem áður er hún þó, ef til vill, hvergi betur komin, eftir þá sorglegu lífsreynslu, sem hún hefir haft, heldur en í félagi, þar sem kristileg líknarstarfsemi, en -ekki veiklulegt kristindómsgjálfur, er aðal- stefnan", l) Það er altitt á Englandi, að binda bækur svo, að óskorið er upp úr þeiux eftir sem áður.

x

Reykjavík

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.