Reykjavík

Tölublað

Reykjavík - 12.02.1904, Blaðsíða 2

Reykjavík - 12.02.1904, Blaðsíða 2
22 Nýjar rannsóknir í Dreyfus’-málinu. Almenningsálitinu í Norðurálfunni ■lieflr ekki orðið neitt bylt við það að iieyra, að frakkneska stjórnin hefir tekið upp aftur mál Dreyfus’. — Ménn eru, utan Frakklands, sann- færðir um að þessi tvídæmdi maður ©r saklaus, og menn vita, að hann lifir róiegu einstaklings-lífi, og þeim hættir því til að skoða þessa væntan- legu uppreisn á æru hanssem gerða að eins formsins vegna. En sýkna hans myndi þýða miklu meira á Frakklandi; hún yrði merk- isatburður í sögu landsins, endahnút- urinn á þessari 10 ára baráttu, sem sakamálið hefir vakið, og hefði in dýpstu áhrif á alt almanna-líf. Það hefir jafnmikla pólitíska þýð- ingu sem siðferðislega, að André með hjálp Combes hefir skipað nýja rannsókn í málinu. Orsökin er fund- ur nýrra falsbrefa, sem má kalla lít- ilsvert atriði í augum útlendinga.— George Clemenceau bjargaði Combes ráðaneytinu í Nóvember með einni ræðu í efri deildinni og er síðan aft- ur, til allrar hamingju, einn af vold- ugustu mönnum Frakkiands. Hann hefir skýrt frá því í einni af sínum daglegu blaðagreinum, að þegar við fyrstu rannsókn André’s á málsskjöl- unum komu falsbréfin eins og fjaðra- fok út úr bögglunum. Menn reyndu að greina þau fals-skjöl, sem dómar höfðu verið bygðir á, frá hinum, en þau vóru svo mörg, að varla varð grynt á. Og Clemenceau segir: „Þess- ir samsæris-Jesúítar hafa þá treyst því statt og stöðugt, að nú væri alt búið og Dreyfus-málið grafið und- ir þessum tvöfalda sakfeliisdómi sak- leysingjans og undir sakaruppgjöf falsvitnanna og falsaranua. Þegar ekki lánaðist að murka úr honum lífið á Púkey, þá grófu menn hann lifandi undir þessum tvöfalda leg- steini, og köstuðu á hann óvirðingar sakaruppgjöf eins og síðustu rek- unni,“ Glæpamennirnir standa í skjóli glæpsamlegrar sakar-uppgjafa.r, sem óttinn og ómenskan hefir gefið þeim1. Hér er heldur ekki eftir því kept að að fá þá sakfelda, heldur að skýra sannleikann og staðfesta hann. Þetta er þýðingarmikíð, ekki ein- ungis út af fyrir sig, heldur líka af því, eins og drepið var á, að bardag- inn með Dreyfus og móti hefir magn- ast svo, að hann er orðinn orrusta 1) Þegar Dreyfus yar sakfeldur í síð- ara sinni í Rennes, vóru honum „gefnar ©pp sakir“: en jafnframt vóru gefmútlög nm það, að e n g i n n akyldi frainar ákæru eða ábyrgð sæta fyrir framkomu sína eða framburð i málinu, og samkvæt því eru allir skjalafalsarar og falsvitni í málinu öruggir fyrir 1 a g a-hegningu. Ititstj. með og móti allri menningu vorra daga. Þessi málaferli hafafyrst og fremst sýnt oss það, hversu langt þetta, sem vér köllum nútíðarmenningu, hefir komist inn úr húðinni jafnvel á efnilegustu þjóðfélögum og ríkjum Norðurálfu. Menn hafa iengi vitað það, að þessi menning hefir lítiðnáð til alþýðu. Það er gaman að orðum Anatole Francés’ í Ametysthringnum. Hann segir, að sannleiki vísindanna pompi niður í múginn eins ög fen drukkni í feninu; hann springur ekki né sprengir frá sér og er því afllaus til að aflífa viilur og hleypidóma. — Þjóðsögur Kaldæa um upphaf ver- aldarinnar hafa haldið þrifum öldum saman, þráttf yrir lærdóma Laplace’s; Múgurinn er tryltur af fornaldar- lygum; varast þær villur, sem myndu skaða hann alt of mikið, en heldur hinum föstum og umskapar þær ó- sjálfrátt og óaflátanlega; og þessi umskópun er það, sem kallað er framfarir. Því mun erfitt að neita, að í þessum gaman-öfgum sé tölu- vert af ‘sannleika. En Dreyfus-málið sýndi það á Frakklandi, að hæstmentu mennirnir vóru ærið ótryggir liðsmenn menn- ingarinnar, þegar hún var í voða.— Frjálslyndi flokkurinn sveik hanaundir eins, hratt frá sér gruninum, sem á út- legðardóminum lá, og sagði, að slíkt væri að eins óþolandi hótfyndnis að- finsla, tók undir óp hinna, að landið ætti að fá að vera í ró og skelfast ekki á ný við óþarfa æsingar. Það var látið kveða við, að ekki mætti gieyma virðingu þeirri og ást, sem hernum bæri, og grunsemdinni um það, að hermannadóminum hefðu verið viltar sjónir, var snúið svo sem þar væri verið að smána ina hugrökku hermenn Frakklands. Yersta tákn tímans var það, að mestu andans mennirnir brugðust ekki einungís inu rétta málefni, heldur réðust flestir á það með ofsa, og það vóru menn eins og Lemaitre, Bourget, Barrés; Huysmans, Coppée de Vogúé og Brunetiére, og þessum aðförum fylgdi hjá þeim flestum glaummikið afturhvarf til innar róm- kaþólsku trúar. Brunetiére hafði mest áhrifin, því hann gefur út Revue des deux mondes. Að jafn lærður maður og Páll Meyer skyldi ekki beygja sig fyrir orðum háyfirforingja í embætti, og málfræðingur eins og Louis Havet leyfði sér að efa mannlegt réttlæti, það stórhneykslaði Brunetiére. Hann skrifaði þá þetta: „Öll þessi orð: vísindaleg aðferð, virðing fyrir sann- leikanum o. s. frv. eru að eins skálka- skjól útúrboringseðlisins, landfarsótt- ar nútímans, fyrirrermara óstjórnar- innar“, og hann sagði, að á meðal lýðveldis-sinna væri andans-aðallinn ótækastur allrar aðalsmensku. Úr þessari baráttu um sekt eða sakleysi einstaks manns, kviknaði því ið eldgamla bál með og móti rétti frjálsrar rannsóknar. Þangað til höfðu á Frakklandi að eins ráðist á hana prestar og aðrir trúarberserkir. Nú varð hún fyrir heiftaræði þessara nýskírðu manna. Fyrst vai beizlinu slept fram af gyðingahatrinu. í Lothringen, Avig- non og París, og einkum í Algier, kváðu við ópin: Drepum Gyðingana! Og í Algier var farið að myrða og það vóru að öliu sömu aðfarirnar eins og í Kisjinjóf á Kúslandi, nema hvað líkin urðu færri. Nú sáu afturha'dílokkarnir, hví- líkan ávinning þeir gátu haftafþess- um áköfu gyðingaofsóknum, og að þeir gátu unnið það upp, að þeir höfðu ekki sáð þetta í fyrstu, þegar þeir kinn- okuðu sér við að notasér ættjarðarsvik einstaks manns. Og sumir foiing- jarnir játuðust h'klaust undir lifs- skoðun miðaldanna. Mun greifi, þinghöfðingi kaþólska flokksins, gerði bera á þingi 1899 undrun frjálslynda fiokksíns yfir því, ab sjá það afturhvarf til mannréttahugmynda 13. og 14. aid- arinnar, sem nú var verið að gera og hann hrósaði sér sjalfur af. Þegar hann var tekinn í vísindafélagið franska. réðst hann á stjórnbylt- inguna miklu og sagði. að hún væri „upphaf að öliu óiáni aidarinnar", og sá þar ekki annað, „en prestamorð og kyrkjurán, uppreist mannanna móti guði.“ Nálega alt vísindafelag- ið var orðið ólmasta afturhaldslið, bæði i pólitík og trúarefnum. Vogúó kallaði valdarán Napoleons III. að eins „dálítið hranalega lögregluráð- stöfun" og hvatti óbeinlínis til að fylgja því dæmi. Þeim fáu heilskygnu mönnum varð það smám saman ijóst, að Frakkland hafði gleymt tilgangi stjórnbylt- ingarinnar og stóð ekki lengur á grundvelli mannréttindanna. Það var nú Ijóst, eins og Joseph Reinach skrifaði 1895, að fortíðin væri eng- an vegin dauð, hún svæfi að eins og gæti valcnað, að alt það, sem 18. öldin hugðist hafa grafið að eilífu, lægi að eins í dauðamóki og hefði þar fengið sér hressandi blund. Mið- aldirnar vóru risnar ujtp í pólitíkinni með ískyggilegu afli. Herinn gekk í fararbroddi aftur- haldsins. Síðan ófriðnum við Þjóð- verja lauk, höfðu fáir óbrotnir liðs- menn náð foringja tign, til þess hafði alt of mikið orð á því leikið, að þekking og lærdómur Þjóðverja hefði unnið sigurinn. Foringjarnir vóru nú að eins teknir úr gamla aðlinum og kaþólska flokknum, sem lýðveld- isflokkurinn hafði bægt frá öðrum embættum. Og allir þessir nýju for- ingjar vóru aldir upp í skólum Jesú- íta. En nú var einmitt lýðhyllissól hersins í hádegisstað. í íómönsku löndunum óttast menn það alt af eftir sigursælan ófrið, að aðalfoiing- inn, sá sem sigurinn vann, munl brjótast til valda. Eftir ófarir þarf ekkí slíkt að óttast. Þótt skrítið sé, æsktu menn þess helzt af hernum^ að hann skyldí ekki berjast. Frakk- land þráði að eins frið, en frið. sem skreyttur væri blaktandi fjaðurhött- um og blikandi sverðum, heræfingum og hersýningum. I stað þessaðher- inn, eins og líklegt væri, verði Frakk- land, varð uú meginkrafan sú, að- Frakkland ættí að verja herinn. — Foringjarnir neituðu sér ekki um neitt. Einn þeirra lét liðsmenn sína hafa mynd af Zola fyrir skotmark; aðrir skrifuðu niðbréf til aðalverjanda Dreyfus’s. Inn sanni svikari, Ester- hazy, varð dýrlingur hersins. Að baki hernum stóð kyrkjan, en Méline og stjórn hans börðust at al- efli móti endurskoðun Dreyfus-dóms- ins og foringjar fijálslyndasta fiokks- ins, svo sem Bourgeois, hrósuðu sér af að vera í þessu máli stjórnar megin, og ýmis félög fylktu óflýjanda liði móti varnarliði bandingjans á Púkey. Jesúítar vóru klókir, eins og vant er, og létu ekki á sér bera. Að eins einn, du Las, hamaðist og not- aði jatnvel skriftalaunungar móti Picquart. Assomtionistarnir hömuð- ust qg tóku öllum fram í meiðyrð- um og fúkyrðum, og við kosning- arnar 1898 gat flogrit þeírra hrósað sér af, að „130 miliónum blaða væri dreift út yfir Frakkland, til þess að flytja gleðiboðskap Krists, og til þess að berjast inni góðu baráttu móti kúgurunum. “ Byrjun árásanna hófst frá munkafélögnnum og ölí kaþólsku hermannafélögin, 96, gengu undir merkin. Svona stóð stjórnin, herinn, kyrk- jan og ættjarðarvinirnir í þéttri fylk- ingu móti rétti og sannleika. Og þeim hlotnaðist að fá a-lla bændur Frakklands í sitt lið, því að það hafði lánast, að fá þessa þekkingarlausu menn á þá trú, að ófriður væri vís, ef málið væri tekið upp. Með því, og jafnvel blóðbaði, höfðu foringjar- nir ógnað, ef málið yrði vakið upp. Þegar nú svona var ástatt, urðu fáeinir menn, sem allir þekkja nú, til þess að ganga að með því afli, sem sigraði alla mótstöðu, og náðu loks fanganum heim til Frakklands og fengu sektardóm hans ónýttan við véfangsdóminn, þótt hann yrði aftur sakfeldur við foringjadóminn í Rennes. Nú er dregið upp tjaldið tilað leika síðasta þátt af þessum mikla sorg arleik. [Þ. E. eftir G. Br. í „Polit."]. Hrossalætin á götum bæjarins. í útlendum blöðum er oft kvartað yfir ýmsu, sem ábótavant er, og bent á það sem tálmar eða hindrar, eða kann að valda tjóni, og er það oft-

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.