Reykjavík

Tölublað

Reykjavík - 07.03.1904, Blaðsíða 2

Reykjavík - 07.03.1904, Blaðsíða 2
38 flúið borgina Dalny orrustulaust, svo aö þar vóru einar 15 mannhræður eftir. Þeir gorta af því, að þeir hafi lagt sprengitundur undir öldubrjótana (breakwaters), hafnarbakka-stéttirn- ar og járnbrautar-armana, sem kvísl- ast á járnbrautarstöðvunum, svo að Japanar geti ekkert af þessu hagnýtt. Rúsar hafa að eins 5 mánaða forða 1 Port Arthur. Þeir (Rúsar) segjast ætla að verja Port Arthur. En alt annað herlið sitt (en setuliðið í P. A.) ætli þeir að flytja frá Dalny og því nágrenni austur að Yalú-fljóti, eða, ef í harðbakka slái, þá flytji þeir það til Harbin [?*] og þar geti þeir barist í tvö ár. Af því að fjarlægðir allar eru í stríðsfréttum vorum taldar í enskum mílum, þá er vert að hafa það hug- fast, að 42/3 mílur enskar (á landi) = um 1 míla dönsk 4 mílur enskar (á sjó) = 1 míla dönsk (nákv.) Frá Údsjína til Dalny eru um 900 sæmílur (= 225 danskar m.), og er því tiltölulega fljótlegt fyrir Japana að senda þangað meiri landher. Á svo stuttri leið mundu skipin svo þétt fylt fólki, að ætla má, að þau 30 flutningsskip, er vóru þar að taka her um borð 26. f. m., hafi getað flutt að minsta kosti 75,000 manns. Dalney er bær, sem Rúsar hafa reist á fám árum þar sem áður var auðn. Það er eiginlega verzlunarhöfn- in frá Port Arthur eða úthafnar-bær þaðan. Fyrir her, sem vill ráðast á Port Arthur, segir Mr. Burleigh, er eigi auðið að velja sér né hugsa hagkvæmari stað, bæði til að lenda og til að hafa að aðalstöð umsáturs- hersins. Þar er góð höfn og greið aðsigling; þaðan liggur járnbrautar- þverstúfur yfir á aðalbrautina að Port Arthur, og er það örskammur vegur, en tanginn þar svo mjór fyrir ofan Port Arthur, að auðvelt er að stemma þar stigu fyrir öllum samgöngum á landi við P. A. og skera ritsimann, svo að P. A. geti ekkert samband haft við umheiminn. Japans-keisari hefir enn flutt sig um set, og er nú seztur að í Hirosjíma, sem er borg við járnbrautina rétt við sundið, sem liggur milli Nipon og Sjíkókó (eða Sjikókú) og þar verður hann og yfirherstjórnin meðan á stríð- inu stendur. Údsjína(eða Júdsjina) er hafnarborgin frá Hírosjima ogþar er nú mestu ]iði skipað út. Kórea bcrst með Japönum. Kór eu-keisari hefir nú boðið út öllu liði * Harbin er víst eítthvert rangnefni, eða prentvilla fyrir Charbin [o: Tsjarbin eftir vorum framburði ritað], en það er borgin og jámbrautarstöðin, þar sem Sí- beríubrautin skiftist, svo að annar armur- inn gengur austur til Vladivostok, en hinn suður um Mandsjúri til Port Arthur. Ritstj. rRvk“. í sínu ríki og er genginn í lið með Japönum, segir símfregn frá New York 27. Febr. Tveim dögum áður Jýsti hann hafnarborgina Wí-dsjú (á aust- ur bakkanum við mynni Yalu-fljóts) opna til frjálsrar verzlunar öllum þjóðum, sem í friði eiga við Kóreu. — Þeir keisararnir í Japan og Kóreu hafa gert samning sín á milli þess •efnis, að Kórea fylgir Japan í ófriði sem bandaríki, en Japan ábyrgist, að að Kórea skuli jafnan vera óháð ríki og engin lönd undan því ganga. við, að svo hafi „litið út“ (apparently) sem Rúsar hafi skotið 1 kaí tvo tundurbáta fyrir Japönum. En Alex- ieff var fyrir nokkru farinn [flúinn ?) úr Port Arthur, áður en þessi tíðindi gerðust, og segja sum blöð hann vera einhverstaðar í nánd víð Múk- den, en flest segja hann hafa sezt að í Charbin, en „News of the World1 frá 28. segir hann vera í Harbin(?) og leiðir það oss til að ætla, að Harbin, er það blað nefnir stöðugt svo, sé sama sem Charbin. (eða vík), en það er 50 mílur enskar suð- ur af Vladivostok, rétt fyrir norðan landa- mæri Kóreu, og því í landeign Rúsa. Héldu þeir fyrst hernum til bæjar þess er Hunn- Tsjunn heitir, 25 mílur (e.) uppi í landi. Þar var fyrir setulið rúsneskt, 600 menn, og urðu þeir svo ofboðslega hræddir, að þeir flýðu undan og reyndu ekki viðnám að veita. Þeir flýðu áleiðis til Kirin, en það er bær um 200 mílur vestur af Hunn- Tsjunn. Frá Kirin liggur þvex-braut, 60 mílna löng vestur á aðalbrautina frá Tsjar- bin til Port Arthur, og heitir Kvang-tsjeng bær sá, þar er brautirnar mætast. 1 Kir- ■ ín er deild af rússnesk-sínverska bankan- um. Hana flýttu nú Rúsar sér að flytja þaðan til Kwang-tsjeng, því að þeir óttast að Japanar haldi liði til Kirin.— í Vladi- vostok er megnast.a skelfing og ótti yfir fólki, óttast, að Japanar komí þangað og taki borgina, er kvað vera mjög svo varn- arlaus. — Oss dettur í hug, að hugsanlegt sé, að eitthvað af her þeim, er Japanar hafa hér á land sett, eigi að fara suður á við og koma í opna skjöldu liði Rúsa i Norðui'-Kóreu, en því kvað nú vera óð- um að íækka aftur, því að Rúsar hopa undan Japönum og hafa sent meiri hlut liðsins vestur aftur, vestur (eða norður) yfir Yalú-fljót Virðist auðsætt að þeir treystast lítt til sóknar, en ætla að verjast við Yalú-fljót. Þó var enn búist við að fyrsta landorr- usta verði í Norður-Kóreu og það innan ö r f á r r a daga. Bæði þar, og eins í Mandsjúrí syðst við Yalú-fljót, standa her- irnir nú svo nærri hvorir öðrum, að for- verðir beggja sjá hvorir til amxara, en hvorugir hafa enn á aðra ráðið. „Times“ segir 29. Pebr., að Tokio-fregn- riti sinn segi það álit manna, að Rúsar muni ekki vera færir um að færast neitt í fang, sem mai’k sé að, fyrir sunnan (aust- an) Yalú-fljót. Fregnriti sama blaðs í Chcmulpo sím- ar sama dag til Wei-hai-wei (en þar hafa Japanar komið á þráðlausri firðritun milli þeirra staða), að engiu áreiðanleg vissa sé fyrir að Rúsar hafi um þann 21. Febr. haft meiri her en 3000 manna í Norður-Kóreu, en Japanar hafa haldið 8000 manna frá Seoul norður til Ping-Yang. Að morgni 28. Febr. hafi flokkur rúsnesks í-iddaraliðs komið rétt að Ping-Yang (!/2 mílu frá bæn- um), en lagt á flótta, er fótgöngulið Jap- ana tók að skjóta á þá. 1 nánd við þann bæ býst „Times“ við fyrstu land-orrustu næstu daga. Aðrar fregnir. tðeiri stórbrunar ■ Ameríku. Rochester heitir borg í New Yoi'k ríki, ekki iangt frá Niagara. Þar vóru 1890 134- 000 íbúar og 2616 verksmiðjur. Þar kom upp eldur 25.(?) f. m. og brann mikið af verksmiðjum. Eldurinn kom upp við bil- un á rafmagnsleiðslu, er ilia var frá geng- ið. Tjónið metið 15 milíónir króna. — Madison, Wis., 27. Febr. Stjórnar- höllin brann hér snemma í morgun; brann alt innan úr húsinu (sem var úr steini). Það var forkunnar-fagurt hús og lá á hæð í borginni og sá þaðan yfir mestan bæinn. Tjónið metið $ 800,000. í þessari viku vonar „Reykja- vík“ að geta prentað afstöðu-uppdrátt (kort) yfir hernaðar-landsvæðin í Asíu. „Reykja- vík“ hefir látið draga kortið hér og er að láta skera það hér. — Það fá gefins allir kaupendur, sem hafa borgað síðasta árgang. Peentsmibja Reykjavíkur. Prentari: Porv, Porvarðsson. Tappinn í stútinn. Samkvæmt skýrslu frá vara-aðmírálnum Kami- múra til Japans-keisara (segir símfregn frá Tokio 27. Febr.) gerðu Japanar 24. Febr. tilraun til að teppa hafnar- mynnið á Port Arthur (það er að eins 150 faðma breitt, og þó ekki nema þriðjungur þeirrar breiddar fær stórskipum). Það var með þeim hætti, að þeir höfðu keypt 5 stór eimskip, kaupskip 2—3000 tonna hvert, hlóðu þau grjóti og járnrusli og höfðu sprengivéi í hverju, en úr sprengi- vélinni lá þráður upp yfir þiljur og út yfir borðstokk niður í stigann á skipshliðinni, svo að kveikja mát.ti í um leið og ýtt var frá borði. 5 menn vóru á hverju skipi, 3 í vólrúmi niðri, en 2 á þiljum uppi (við stýri). Reyndu þeir svo að halda skipum þessum inn í sjálft hafnarmynnið, til að sprengja þau þar og gera svo innsiglinguna ófæra. Rúsar skutu hart á skipin og tókst þeim að gera þau ófær áð- ur en þau næðu að fylla mjósta sundið, en þó segja Japanar, að til- gangurinn hafi náðst að nokkru leyti, því að vígskip komist þar hvorki út né inn. Japanar, er um borð vóru, komust allir lífs af og björguðu þeim tundurskip landa þeirra, er fylgdu þeim. Næsta dag kom japanski flot- inn enn að, og hóf skothríð á skipin á höfninni og borgina á löngu færi. Sáu þeir þá, að Rúsar höfðu komið beitiskipunum Novik og Askoid, er skemd höfðu legið úti á vikinni fyrir utan höfnina, á ílot, og flýðu þau á- samt þriðja beitiskipi inn á höfn- ina, og sáu þeir á því, að beitiskip- um var þó leiðin fær enn. Eftir eina stundar-fjórð sáu Japanar að eldur talsverður var kviknaður á höfninni eða í bænum af skotum þeirra, og héldu þeir þá flota sínum burt aftur. Ekkert skip vort iaskað- ist að neinu lepti, segir aðmírállinn, og enginn maður féll né særðist af voru liði. Þetta lítur út fyrir að vera réttorð fregn. — En aftur segja rúsneskar Pétursborgar-fregnir svo frá þessari viðureign, að árásin hafi staðið 14 stundir samfleytt frá Miðku- dags-kvöldi til Fimtudags-morguns; hafi Rúsar sökt einum tundurbát Japana með áhöfn, en Japanar ein- angrað tundurskip rúsneskt, elt það suður með iandi inn á vík og skotið það þar í kaf. Þessi fregn á að vera embættisskýrsla Alexieffs varakonungs. Síðar bætir hann því „Standard" segir það nú sann- frétt, að nokkrar stór-brýr á járn- brautinni milli Yladivostok og Tsjar- bin hafi verið sprengdar upp, og 70 mílna lengd af sjálfri brautinni rifin upp og eydd. — Sínverskur embætt- ismaður í Múkden segir, að í Mand- sjúrí úi og grúi af stigamanna-ridd- araliði [sínversku sjálfsagt?] og hafi það skipað sér í 6 herdeildir. Til- gangur þeirra sé, að sprengja járn- brautir, skera ritsíma og hindra á allann hátt aðflutninga fólks ogvista fyrir Rúsum, þangað til Japanar komi í landið meðsínuliði; en þeim ætli þessir menn þá að bjóða þjón- ustu sína. Sú saga kom um daginn í ensku blaði, að Rúsar hefðu tekið þrjá ja- panska foringja, er hefðu verið dul- búnir sem sínverskir járnbrautar- verkamenn, og hefðu þeir verið tek- nir í því þeir ætluðu að sprengja upp járnbraut. Rúsar hefðu svo hengt þá. Þessa sögu tókum vér þá ekki upp að sinni, þvi að sumt í henni var dálítið tortryggilegt. Þeir áttu að hafa verið verkfræðingar úr herforingja-ráðinu (yeneral staff'), og síðar vóru full nöfn þeirra sögð. Oss þótti það ekki hkt Japönum, að fara að skýra frá nafni sínu og stöðu, er þeir vissu að átti að hengja sig. — Japanski sendiherrann í Lundúnum telur nú víst, að sagan sé rúsnesk- ur uppspuni. Að eins eitt af nöfn- unum geti verið japanskt; en engir menn með þessum nöfnum só til i herforingja-ráði Japana, er hann hafði skrá yfir. Telur hann víst, ef nokk- uð só í sögunni hæft, að þetta hafi verið sínverskir stigamenn. Fjöldi rúsneskra hermanna, er fóru yfir Baikal-vatn á ísi, frusu i hel; aðrir, er í sleðum óku, mistu eyru, nef, tæi og fingur af kali. Gufuskip frá Ameríku kom til Nagasaki og hafði meðal annars farms til ýinsra staða 12,240 tunnur af kjöti, er fara átti til Port Arthur. Japanar gerðu kjötið upptækt, en létu skipið fara leiðar sinnar að öðru leyti. Kuropatkin, hermála-ráðherra Rúsa, er gerður að yfirforingja landhersins í Austur-Asíu undir yfirstjórn Alexi- effs (sem æðsru herstjórnarvöldin hefir þar bæði á sjó og landi). K. á að leggja austur ið bráðasta, en í hans stað er til hermálaráðherra nefndur annar maður. JaPANAR SETJA HER Á LAND NÆRRl YlADI- vostok. Sú fregn er nú staðfest, að Jap- anar hafi sett her á land við Possiet-flóa P»ppíriun frfc J6ui ÓUfnyni,

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.