Reykjavík

Tölublað

Reykjavík - 25.03.1904, Blaðsíða 2

Reykjavík - 25.03.1904, Blaðsíða 2
50 Hálfaldar-afmæli verzlunarfrelsisins. THOMSENS MAGASÍN. 15. dag næsta mánaðar eru liðin 50 ár síðan er verzlun íslands var leyst úr droma og öllum erlendum »|»jóðum leyft að sigla til íslands og reka f>ar verzlun. Þetta var gert með lögum 15. Apríl 1854. Þessi viðburður hefir orðið svo afleiðinga-ríkur fyrir ísland, að eng- inn annar á síðari öldum hefir haft sviplíkt eins mikla þýðingu, nema stjórnarskipunarbreytingin 1874, og má segja, að verzlunarfrelsið studdi mjög að því, að vér gátum áunnið ©ss stjórnfrelsið. Þessa þýðingarmikla merkis-atburð- ar er því öllum landsmönnum skylt að minnast, því að þjóðinni er það einkar-þarft að halda vakandi fyrir aér þeim merkisviðburðum, sem hún á framfarir sínar og velgengni að miklu leyti að þakka, og hugfesta |>á lærdóma, sem slíkir viðburðir hrýna svo berlega fyrir oss. Fyrir margra hluta sakir stendur engurn nær en verzlunarstéttinni að minnast þessa merkisviðburðar. Og Iiér í höfuðstaðnum, þar sem verzl- unarstéttin hefir tvö fólög: Kaup- mannafólagið og Yerzlunarmannafé- lagið, ætti að vera sjálfsagt fyrir |>au, annaðhvort í saineiningu eða |>á annað fyrir ailrar stéttarinnar hönd, að gangast fyrir hátíðarhaldi Jennan dag. Gæti ef til vill verið tilefni til fyrir verzlunarstéttina, að hafa daginn í þetta sinn fyrir hvíld- ardag frá öilum störfum, ajanaðhvort allan eða háifan. Vér höfum heyrt imprað á ein- liverjmri vafa um, hvort rétt væri ’;tð teija afmælisdag verzlunarfrelsis- ins 15. Apríl í ár, eða 1. Apríl «ð ún, því að þann dag gengu iögin í gildi. En það er fastur siður ailra þjóða, að minnast slíkra merkisviðburða í löggjöf sinni á dagsetningardegi iag- anna (þann dag, sem þau eru stað- lest og undirskrifuð). Frá þessari xeglu þekkjum vér alls enga undan tekning, nema þá einu, sem vér ís- lendingar höfum gert sjálfir, með því að halda stjórnarskrárdag vorn 2. Ágúst í stað 5. Jan. (dagsetningardag- inn). En þetta er aiveg af sérstökum ástæðum. Stjórnarskráin gekk ekki i gildi 2. Ágúst, heldur '1. Ágúst; en konungur hafði boðið að minnast þúsundára-byggingar landsins 2. Ág., og því varð sá dagur að fagnaðar- ilegi stjórnfrelsis vors jafnframt, og af því að viðburðarins er nú orðið minst um alt land, en samkomur 'fikleifar 5. Jan., þá hefir 2. Ágúst verið haldið af alveg praktískum á- stæðum. En engin slík ástæða er tii að 'vlkja frá aimennri reglu allra þjóða óskar að fá nokkra duglega sjómenn til róðra frá 12. Maí til 31. Ágústs. Hátt kaup í boði, er borgast í pen- ingum. Menn semji við Þorstein Ouðmundsson, pakkhúsmann. Hálft Creldinganes í Mosfellssveit fæst til leigu frá næstu fardögum. Semja ber við Guðm. Böðvarsson í Laugarnesi. páskakökur 1 og 2 punda bakaðar í Skotlandi, einkar ijúffengar; enn fremur kex og kaffibrauð, ótal teg. fæst í THOMSENS MAGASÍN. siitrat fást nú þessa dagana með sérstaklega lágu yerði að Lauga- vegi 10. Pilsbuty-hveitið, sem frk. Jensen mælir ávalt með í matreiðsiubók sinni, fæst í THOMSENS MAGrASÍN. 3—4 nijög góft herbergi eru t i 1 1 e i g u á s a m t g e y m s 1 u frá 14. Maí næstkomandi, á Klappar- stíg hjá Sigurði Hjaitsted. Elng'um er vorkunn að búa til góðar kökur fyrir Páskana, því að nú eru nýkomnar miklar birgðir af öllu því, sem til þess þarf, í Ný- lenduvörudeildina í. THOMSENS MAGASÍN. Ný bók. Nauðsynleg bók fyrir alla búfræðinga og sauðfjáreig- endur er Faarebogen eftir inn alkunna norska bónda Jo- han Scliumann, sem allra manna heíir mest og bezt ritað um sauð- fjárrækt. Bókin er með 76 mynd- um, kostar 1 krónu og fæst hjá Sigjnsi €ymnnössyni. BRENT KAFFI er áreiðanlega lang-bezt í THOMSENS MAQASÍN, með minning verzlunarfrelsisins. ■— Engir örðugleikar eru á að halda hann fremur 15. April í ár, en 1. Apríl að ári. 15. Apríl 1854 er slwpnnardagur verzlunarfrelsisins; og það er að eins á pappírnum að gildi laganna í framkrœmdnmi verður talið frá 1. Apríl næst þar á eftir. Til frarn- ■ræmdar kemur gildi laganna þann dag, er fyrsta útlent skip (ódanskt) leggur hór á höfn til verzlunar sam kvæmt lögunum; en ekki er oss kunnugt um, að það hafi verið ein- mitt 1. Apríl; öllu líkiegra að það bafi verið nokkru síðar. Það er þvf sjáltsagt að' minnast dagsins nú 15. Apríl, sem er verzl- inaifrelsisins rétta afmæli. Sundnám kvenna. Þær hafa ekki fengist við það til þessa íslenzku stúlknrnar, að læra að syndu. Og þó er sundið þeim eins holt og heilsusam'egt eins og karlmönnum, og þær hafa sannar- lega ekki siður þörf á að styrkja líkamann og heilsu hans, heldur en karlmennirnir. Nú upp á síðkastið er kvenfólk hér í bænum farið að iðka meir en áður hollar likamshreyfingar og í- þróttir — knattleika, leikfirni o. s. frv., og hefir ungf'eyja Yngibjörg Gnð- brandsdóttir átt þar mestan og bezt- an þátt að, einkanlega nú síðan hún kom aftur frá Danmörku í sumar, er leið, eftir að hafa fullnumað sig þar í leikfimi — a.n alls landssjóðs- styrks frá alþingi, þótt hún sé blá- fátæk stúika. Hún hefir hér í vetur kent, fjölda eidri og yngii kvenna likamsæfingar. Og nú hefir fjöldi af konum skorað á hana að kenna líka konum sund. Á síðasta bæjarstjórnarfundi lá fyrir beiðni frá henni til bæjarstjornarinn- ar — ekki um neitt handa sjálfri sér, heldur um það, að bæjarstjórnin kostaði þá aðgerð á Laugunum, sem nauðsynleg er til þess, að kvenfólk geti lært þar sund. Aðgerð þessi er aðallega fólgiu í þvi, að hlaða upp þá hlið sundlaugarinnar, sem enn er óupphlaðin, gera hreinlegan botn í langina, annaðhvort grjótlagðan eða þá sandbotn, og setja ógagnsæjan skíðgarð um laugina. Bæjarstjórnin vísaði málinu til veganefndarinnar, sem er skipuð svo góðum mönnum, að ganga má að því vísu, að hún leggi til að sinna þessu nauðsynjamáli kvenfólksins. — Það er ekki svo margt, sem fyrir það er gert, né svo oft að það mæl- ist til aðstoðar. Þetta er gleðilegt, því að öllum, karlmönnum eigi sízt, má vera það áhugamál, að in unga kynslóð kven- fólksins, væntanlegar mæður inna ó- bornu framtíðar-kynslóða, verði sem. hraustastar og styrkvastar. Undir því er kominn þróttur og táp eftir- komenda vorra í landinu. Yér árnum því málinu góðs geng~- is og vitum, að vér tölum þar máli allra hygginna bæjarmanna oglands- manna yfir höfuð. UNI) I It tt IT A i) U li tekur að sér að innheimta skuldir, ann- ast lántökur í bankanum, kaup,, og sölu áfasteignum og skipum, gera samninga og flytja mál fyrir undirrétti... Lækjargötu 12. Egpert Claesseri, cand. jur. Húsgögn. Hér með leyfi ég mór að vekja athygli heiðrnfs almennings á því,. að nú með næstu skipum fæ óg afar-miklar birgðir af alls konar YÖM>U)l M IiÚSGÖGfNl M, sem ég sjálfur hefi keypt á útlanda- ferð, og sem ég, þrátt fyrir alla samkeppni, mun geta selt ódy'rast... Einnig hefi ég, og fæ mikið af alls konar efni til verkstæðis míns,. svo nú getur fólk vafið um sjálft, hvernig tau og )ag það vill hafa. Talift vift mig áftur en þér festift kaup annarstaftar efta pantift frá útlöndum. Úaft borgar sig vel. Yirðingarfylst. Jónatan Þorsteinsson, Laugavegi 31. Hlntafélagið „V ö 1 n n ð n r“ heldur fund á Mánudagskvöldið kem- ur þann 28. Marz í Good-Templara- húsinu uppi á lofti. Áríðandi að allir hluthafar mæti. Nýjir meðlimir velkomnir. Stjórnin' Mobeltau, stórt úrval, lágt verð, hjá Jónatan Þorsteinssyni Laugavegi 3i. ^pappinn er lang beztur utan húss. Innanhúss. pappi alls konar af .beztu tegundum fæst 1 Pakkhúsdeildinni í THOMSENS MAGfASÍN. :V

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.