Reykjavík

Tölublað

Reykjavík - 14.04.1904, Blaðsíða 2

Reykjavík - 14.04.1904, Blaðsíða 2
62 Heimsendarma milli. líarcourt gamli hefir lýst. yfir að hann muni eigi leita kosning- *r framar til parlímentisins brezka, þá er kjörtími hans nú verður á ^fenda. — En við auka-kosning hefir sonur hans elzti boðið sig fram sem þingmannsefni af hendi frjálsl. flokks- ins, og sáu stjórnarflokksmenn rsér eigi til neins að bjóða neitt þing- mannsefni á móti honum. Sir Edwin Arnold, skáld og blaða- maður (London Daily Telegraph), er nýdáinn. Danmörk. Nýafstaðnar í Höfn kosningar á 7 bæjarfulltrúum. Albertí vg þeir vinstri menn, er honum fylgja, hafði samiagað sig þar hægri mönnum, en hinsvegar stóðu inir frjálslyndari vinstri menn og sósía- iistar. Þeim flokki fylgdu af dag- blöðum að eins „Politiken" og „Soci- aldemokraten" auk eitthvað eins eða svo af inum ómerkilegu hádegis- blöðum; en öll önnur stór og smá dagblöð í Höfn fylgdu Alberti og hægri. Afturbaldsliðið (Alberti og hægri) unnu og kosninguna í þetta sinn, en með litlum atkvæðamun, frá 600 til 700 af yfir 33,000, er atKv. greiddu; en það er meiri fjöldi en nokkru sinni áður hefir greitt atkv. í Höfn. Afturhaldsmanna-atkv. •höfðu fjölgað um 900 síðan í fyrra, en frjálslynda flokksins um 2300. — Næsta ár útlit fyrir, að frjálslyndi ílokkurinn geti orðið ofan á, enda j «r þess þörf, því að ella fá hinir I meiri hlut í bæjarstjórninni. Af striðinu engar nýjar fregnir markverðar. Tíðin er svo köld ehn, j J”'að ekki verður mikið aðhafst sem stendur, — um 30 st. frost á Kéaumur daglega í Mandsjúríi fram undir Marz-lok; yfir höfuð harðari vetur þar, en elztu menn muna dæmi til. — Einhverju af liði hafa Japanar komið þar á land, enýenginn veit með vissu, nema þeir, hve fjölmennu. Kuropatkin er kominn austur og hefir tekið við yfirforustu landhers- ins, þó undir yflrráðum Alexieffs varakonungs. Kuropatkin hefir gert aðalaðsetur sitt í Ljá-yang, suður af Múkden. — Japanar hafa aðalherstöðu sína í Kóreu í Fong-jang, og er talið að þar sé að staðaldri 70,000 af her þeirra. Engin orrusta orðið þar; «nn, sem teljandi sé, utan smáskær- j ur; sú einna mest, er Japanar, öllu j fjölmennari, réðust á 600 Rúsa við Tsjung-yú (borgina Yú, því að „Tsjung“ = bær, borg), vestarl. í Norður-Kó- xeu, og hröktu þá burt, en tóku bæ- 3nn. Er talið, að nú sé engir Rús- ar eftir í Norður-Kóreu — allir kom- aiir vestur að eða yfir Yalú-fljót. Á Port Arthur er japanski flotinn a,f og til að gera áiásir, þannig 22. j <ng aftur 27. f. m. Rúsar hafa í! Ibæði skiftin lagt flota sínum út í móti þeim, en orðið undan að flýja inn á höfn aftur. 27. f. m. reyndu Japanar enn að sökkva skipum í h afnarmynninu, til að loka því, en Rúsar segja það hafi mishepnast al- veg. Hitt segja Japanar, að sér hafi tekist þetta að mestu leyti, svo að nú sé að eins örmjó renna skip- geng í miðju sundi. Rúsar segja, að svo sem enginn árangur sé af allri skothríð Japana á Port Arthur, og telja þessar árás- ir helzt gerðar til að draga athygli Rúsa frá, er þeir sé að koma her á land i Kóreu. En það er býsna ó- liklegt, þar sem Rúsar hafa nú eng- in tök á að hindra landgöngu í Kóreu, hvort sem er. En hitt er líklegra, að Japanar sé að reyna að skaða virki Rúsa sem mest, svo að þau verði að sem minstu liði, er Japanar koma að Port Arthur á landi, til að taka bæinn. Enda segja svo menn, er verið höfðu í haldi í Port Arthur, en nú eru nýlega laus- ir látnir, að virkin austan bæjar sé öll hrörleg og stórskemd af skotum Japana. IKcyfíjavík oð grcitö. Aflabrögðin. „GoldenHope,, (Sig. Þórðarson) nýkomið inn í annað sinn, nú með 81/2 þús. Frakkn. fiskiskip nýkomið inn með 25000 af þorski. Frakkar hafa þó ekki síldina til beitu, og sýnir þetta, hver mergð er nú af fiski við land. Um Páskana var talið, að innl. fiskiskip úr Rvik. Seltj.-nesi og úr Hafnarflrði hafi \erið búin að flytja á land nm 400,000 af þorski, og sé þúsundið talið 500 kr. virði, sem tal- ið er ekki of í lagt, þá hefir flotinn hér úr bænum og grendinni aflað til þess tíma 200,000 kr. virði. „Skálholt46 Kom á Laugard. og með því Hafstein ráðherra með frú sinni, Herm. Jónasson alþm., S. H. Bjarnarson konsúll (á ísafirði) og Wm H. Paulsson, vesturfara-agent frá Winnipeg. „Hölar'4 Komu Sunnudag. Hvor- ugt þessara skipa komu neinstaðar við í útlöndum á leiðinni frá Höfn. Séra Itikh. Torfason hefir sótt um og fengið iausn frá prestskap án eftirlauna. Hann telur prestakall sitt ólífvænlogt, og flytur bér til bæjar- ins. Mun hafa von um skrifstofustörf hér, enda manna færastur og van- astur við þau störf. Fœðingardags konungs var minst, hér í bænum með fána á hverri stöng. — Lærisveinar lærðaskóians héldu samsæti með dansleik (í Iðn.fél.h.) og liafði farið vel fram. — Embættismenn nokkrir og borg- arar héldu samsæti á Hotel ísland. Yar þar kvöldverður og fyrirtaksvel veitt. Matur ásamt kampavíní i 3 skálar kostaði að eins 3 kr. á mann. Þessir vóru réttir: Brún súpa — Heilagfiski i champignon- sósu — Reykt tunga og skinke. Grænar ertur —• Svinasteik með brúnuðum jarð- eplum — Desert. Fyrir minni konungs mælti Klemens landritari Jónsson. Fyrir minni herflot- ans danska mæltí Jul. Havsteen amtmað- ur. Eyrir minni íslands mælti P. A- Grove höfuðsmaður í flotanum. Sagðist honum inæta-vel. Bfintist þess, að nú væru 30 ár síðan hann hefði hér fyrst komið ung- ur maður (hann muu vera nú 48 ára) í föruneyti konungs á þjóðhátíðinni. Fram- farirnar siðan væru miklar. Kvaðst fagna yfir þeim árangri stjórnarskrárinnar, og- vona, að ið aukna fi'elsi nú á ný mætti enn bera nýjan framfara-ávöxt. Hann yrði að árna oss hamingju af þvi, að nú hefð- um vér fengið eígi að eins sérstakan hér búsettan ráðherra, heldur og ráðherra, sem mætti i ráði ríkisins. Sér hefði fyrir tveim árum veizt sá heiður og ánægja að kynnast hr. Hafstein, er .nú væri orðinn ráðherra vor, og kvaðst hann óska þess um hann, að þær vonir mættu rætast, sem útlit hans og viðkynning hlytu að vekja hjá hverjum, sem kyntust honum. Mörg fleiri fögur orð og hlýjar óskir mælti hann í íslands garð. Auk bæjarmanna vóru í gildi þessu of- annefndur höfuðsmaður og pr.lieutenant- arnir H. C. Gad (sonur G. aðmíráls og skáldkonunnar frú Emmu G.) og H. de Jon- quiere-Hansen (sem er prófdómandi við stýrimannaskólann þessa daga). Verziunar-frelsisins verður rækilcga minst hér á morgun. Búðum öllum verð- lokað frákl. 11. árd. til kvölds, og væntanl. öllum opinberum stofnunum. — Kl. 8. árd. leikur Lúðrafélagið á horn. Á hádegi kemur vezlunarstétt bæjarins saman á Læk- jartorgi og gengur þaðanvið lúðraþyt suð- ur í kyrkjugarð og leggur blómsveig á leiði Jóns Sigurðssonar.—K1 4. leikur lúðrafél. á Austurvelli. Kl. 6 heldur vezlunarstétt- in samsætí í Iðn.fél.húsinu.— Stúdentar hafa samsæti þetta kvöld, og á öðrum st.að skólapiltar.— Aðrar stéttir bæjarins er oss eigi kunnugt að neitt sérstakt geri til að minnast þessa merkisviðburðar í lífi þjóð- ar vorrar. lcom á Sunnud. að vestán ; með honum faktor C'arl Proppé' á Olaisvík. Skipið fór til útl. á Þriðjud. og með þvi konsúlsfrú Thomsen með son sinn og ekkju- frú Briem (Gannl. Br.) til Hafuar. hér um bil nýr, keyptur í fyrra sum- ar, mjög lítið brúkaður, er til sölu. Upplýsingar gefur Sigurður GuSinunðsson. 2 til 3 herbergi óskast til leigu frá 14. Maí; semja má við Guðjón Helgason Bókhlöðustíg 6 A. Crulrófiiaf'ræ heimaræktað fæst á liauðará. [—18 Allar auglýsingar, sem birtast eiga í „Reykjavík“ verður ao athenda í síðasta lagi áhád. hvers jállkuSags, l i 1 1 e i g u frá 14. Maí bæði fyrir fjölskyldu og: einhleypa á Lindargötu 40 [— 17,. Utanbæjarmenn! Þegar þið komið til Reykjavíkur,. þá gleymið eigi, að það n ý j a s t a nýtt í bænum, sem alla dregur- til sín, er in nýja VEFNAÐARVÖRÚBÚÖ £h. Zhorsteinssou* í húsi hr. Guðjóns Sigurðssonar,. Hafnarstræti. Hyergi í bænuin meira úrval af nýrri, góðri, smekklegri og: ótlýrri ÁLNAVÖRU. Öll þau ummæli i grein í „Reykjavík“~ IV. árg. 22. tölubl. með yfirskriftiuni „Níð- ingsglæpur“, bæði í greininni sjálfri og undanfarandi ágripi af efni hennar, sem meiðandi eða móðgaudi eru fyrir sóknar- prestinn Svein Eiríksson i Ásum, eru hér með aftur tekin og skulu eigi vera nefnd- um presti til neins vansa né mannorðs- skerðingar, þar sem ritstjóri hefir komist að raun um, síðan greínin var rituð, að í benni var eigi farið eftir nægum licim- ildum. Ábm. „Reykjavíkuh.11 Hvar fást góðir og ódýrir Gúmmíboltar? í vevzlun BJÖRNS ÞÓRÐARSONAR. Ég undirritaður útvega ágæta hjól- hesta með verksmiðjuverði frá enskrF verksmiðu. Meðmæli með hjólhestun- um er, að enska stjórnin kaupir alla sína hjólhesta frá þeirri verksmiðju... SVEINN YNGVARSS0N. Bergstaðastræti 9. Y o 11 o r ð . Ég hefi í mörg ár þjáðst af inn- anveilci, lystarleysi, taugaveiklun og; öðrum lasleika, og oft fengið meðul. hjá ýmsum læknum, en árangurs- laust. Nú hefi. ég upp á síðkastið- farið að taka Kína-lífs-elixír frá hr.. Waldemar Petersen í Friðrikshöfn og- hefir mér jafnan batnað talsvert af því, og finn ég það vel, að eg get. ekki án þessa eiixírs verið. Þetta get ég vottað með góðri samvizku. Króki, í Febrúar 1902. Guðbjörg Guðbrandsdóttir. Kína-lífs-elixírinn fæst hjáflest- um kaupmönnum á íslandi, ántoll- hækkunar, svo að verðið er eins og áður, að eins 1 kr. 50 a. ílaskan. Til þess að vera viss um, að fá hinn ekta Kína-lífs-elixír, eru kaupendur beðnir að líta vel eftir_ því, að vy P’ standi á flöskunni í grænu lakki, og eins eftir hinu skrásetta vörumerki á flöskumiðanum: Kínverji með glas í hendi og flrmanafnið Yaldemar Pet- ersen, Fredrikshavn, Danmark. i

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Tengja á þetta tölublað: 16. tölublað (14.04.1904)
https://timarit.is/issue/173928

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

16. tölublað (14.04.1904)

Aðgerðir: