Reykjavík

Tölublað

Reykjavík - 28.04.1904, Blaðsíða 4

Reykjavík - 28.04.1904, Blaðsíða 4
76 og „Atli inn rammi“. Auðvitað gerði haun það ekki af því, að hann væri á móti rikisráðssetunni (þvert á móti!), heldur til þess að reyna. að hleypa „lús í skinnfeldinn" hjá mótflokki sínum, „ísafold" flutti þetta fyrir Dr. Y. G. og vafalaust í sama tilgangi og hann. — Þá er það kom í ljós, að hávaði þjóðarinnar beit ekki á krók- inn, þá lýsti Dr. V. G. yfir því, að hann væri ósamdóma landvarnar- kenningunum (sem hann og vafalaust var) og „ísaf.“ reyndi að þurkaallan landvarnar-grun af sér á allar lundir, og það svo, að sannleiksást hennar mátti ekki ósviðin nær eldinum ganga en hún gerði. í sjö ár samfleytt hefir hún nú verið að íhuga J'ýðing ríkisráðsset- unnar, og jafnan hefir henni þótt ástæðulaust að hafa neitt móti henni, þangað til útséð var um, að það yrði Dr. Y. G. eða neinn ann- ar af þeirra sauðahúsi, sem fyrstur yrði kvaddur til að mæta í þeirri samkundu — þá loksins fer hún að sjá, að stjórnarbótin er „meingölluð". Þá sér hún, að þingmenn hafa að eins glæpst til að samþykkja þetta, af því að þeir höfðu „ekki tíma til að átta sig“ — munandi ekkert eftir því, að hún hafði frá því 1897 verið að margskýra fyrir lýðnum þýðing ríkisráðssetunnar, í fjölmörgum grein- nm, og sumum vel rituðum. En hefði þeim nú „ísaf.“ og Dr. V. G. tekist 1902 að sundra heimastj.fiokknum á ríkisráðs-setunni, ekki séð sér fært að hafa frv. frá 1901 fram, en getað fengið nokkra úr hstj.fi. til fyigis með sér til að samþykkja frv., sem nú er orðið að lögum, svo þeir hefðu getað þakkað sér það, þá er ég ofboð hræddur um, að „ísaf.“ hefði orðið nokkuð seinni á sór með að finna „meingallana.“ Eins er nú: hefði hr. H. H. verið svo einfaldur (því að annað en ein- feldni hefði það ekki verið), að afsala sér ráðherradæminu í hendur Dr. V. G., þá er ég líka íujög smeykurum, að ekki hefði heyrst neitt álas úr „ísafoldar“átt um undirskrift forsæt- isráðherrans undir köllunar-bréfið. — „ísaf.“ hefðí þá væntanlega brosað þegjandi í kampinn, en Dr. Y. G. á- reiðanlega sleikt út um. Ég er ekki svo mikið að lá þetta. Það gengur nú svona í flokka-stríð- inu. Menn reyna að gera sér mat úr öllu, og leggja sór því stundum nokkuð rnargt til munns. V. Það er ekki nema eðlilegt, að hr. J. Jensson riti eins og hann gerir. Hann er maður, sem er að berjast fyrir áhugamáli sínu, sem að hans áliti er þýðingarmikið velferðarmál. Hans starf er jafn-virðingarvert fyrir því, þótt fáir vonandi verði skoðun- um hans í þessu máii samdóma. Um flokka-blöðin er nokkuð öðru máli að gegna. Menn hafa haídið þeim til góða margt og mikið af misendis-starfsemi, af því að menn virða flokks-hitanum mikið til vor- kunnar meðan orrustan stendur sem heitast. En nú þegar sigur er unninn í inni nýju stjórnbótarbaráttu vorri og þjóðin er að byrja á nýrri frelsis- braut að hagnýta sér árangur sigurs- ins og sá til farsælla ávaxta af hon- um, þá er það ekki drengilegt verk, að vera að reyna að spilla allri út- sjón til friðsamlegrar starfsemi með einlægum rógburði, illgetum og ó- hróðri um vora nýju landstjórn, ráð- herrann og starfsmenn hans —• alveg að átyllulausu og áður en hann og þeir hafa átt kost á að gera neitt. Og aliir þekkja, hver blöð það eru, sem hafa staðið svo að segja látlaust í þessum sauraustri síðan í vetur að hljóðbært var, hver ráðherra yrði. Það kveður svo ramt að, að merk- ir menn úr fornum andstæðingaflokki ráðherrans hafa fundið ástæðu til að taka til máls og víta þessar lánleysis og ósæmdar aðfarir með inum hörð- ustu orðum, t. d. sóra Sigurður Stef- ánsson, og só honum sæmd fyrir og hverjum þeim sem í þann streng tekur. Ég hefi heyrt svo margar raddir úr ýmsum áttum af landinu, frá mönnum úr báðum gömlu flokkun um, að ég þori að fullyrða, að það er nú all eindreginn vilji þjóðarinnar að heimta vopnahlé og frið um sinn, frið fyrir landstjórnina og alla góða menn til að beita kröftum sínum í samvinnu að nauðsynjamálum lands- ins. Það vakir alllríkt fyrir mönnum, að það só siðferðisleg skylda allra manna að styðja ina nýju stjbrn til nýtilegra framkvæmda án alls tilJits til gamallar flokkaskipunar eða klíku-rígs. Ekki svo að skilja, að ekki skuii að því finna, ef hún illa gerir, eða sjá í gegn um fingur við hana um neina óréttvísi eða afglöp; en þjóðin haimtar það, að blöðin só ekki með sífeldum skamma-austri, álasi, tor- tryggingum og sakargiftum við lands- stjórnina meðan lmn hefir til einskis slíks unnið, eingöngu til að þjóna. illu skapi og reyna að viðhalda göml- um flokkaríg, til að hindra með því að stjórnin geti haldið því trausti og fylgi, sem er nauðsynlégt skilyrði fyrir, að hún geti notið samvinnu landsmmanna landinu til heilla. Þeir sem þetta gera, láta heill og velferð þjóðar sinnar sitja á hakanum fyrir valdgi-æðgi og hógómlegum metnaði sjálfra sín. Og það er enginn efi á því, að þjóbin mun finna nóg tök til þess að láta bæði blöðin og þingmenn sína finna til þess, að hver sá mað- ur missir traust hennar og öil áhrif á hana, sem lætur geðvonzku, eigin- girni, metnaðarfýsn og persónulegt hatur koma sér til að beita kröftum sínum til að spilla friði í landinu og samvinnu að velferðarmálum þess. Þjóðin er vissulega ekki blind og lætur ekki refsingarlaust traðka vilja sínum og hagsmunum til lengdar. Þjóðin er tilfinningarnæm og réttsýn. Hún markar þá Júdasar-markinu, sem Júdasar-verkin vinna. J. 0. hprhrfiii * Austurstræti 10 er til H * !# leigu fiá 14. Maí þ. á. Semja má við Karölíau Sigurðardöttir. All skonar álnavara er ÓDÝRUST í verzl. Valðint. ðttesens. ttsimsertdanna milli. Stríðift. [Eftir „ ísaf. “ 27. þ. m.] ítúsar haia 13. þ. m. fengið stærsta áfailið, sem þeir hafa enn fyrir orðið í þessu stríði. — Þennan dag gerðu Japanar nýja árás á Port Arthur, en Rúsar lögðu flota sínum út af höfn- inni til orrustu við þá. Yfirforingi rusn. flotans, Makaroff aðmíráfl, nýt- asti sjóforinginn í liði Rúsa, stýrði flotanum, og var ásamt Molas aðmír- ál og Cyrill prinz, bræðrungi keisar- ans, á vígskipinu Petropaulovsk (11,- 000 tons), og var skipshöfnin 700 manns. En svo for, að aðmírálsskip- ið sprakk (sumir segja á rúsneskri tundurvél neðansjávar, aðrir af tund- urskeyti frá Japönum). Sökk skipið og fórust aðmírálarnir báðir og nær öll skipshöfnin. 13 menn einir komust af, þar á meðal Cyrifl prinz, meiddur þó til muna á fótum og með brunasár á andliti. Tundurskeyti japanskt laskaði og annað vígskip Rúsa og gerði það ó- fært. Það var Pobieda, 12,700 tons. Af því skipi varð mannbjörg. Enn segja sumar fregnir, að Rús- ar hafi mist tundurbát, er á vóiu 90 menn, og hafi einir 4 bjargast. — „ísaf.“ hermir eftir einhv. blöðum „þann merkilega(!) fyrirburð(?)“, að kvöldinu áður en Marakoíf féll, hafi sveinn komið hlaupandi inn, þar sem frú Marakoíf var í kvöldboði í Pét- ursborg, og sagt, að menn segðu út í bænum, að Marakoff væri fallinn og fjöldi sjóliðsmanna. — Japa-nar hafa jafnan hafið atlögu sína um nótt eða í birtingu, svo hefir án efa enn verið. Þeir sem hafa lesið það sem prentað er til skýringar á her- korti „Rvíkur", vita, að hádegi í Port Arthur er 9 klst. fyr en í Green- wich (á Engl.) Nú er Pétursborg 30° austar, og tíminn þar því 7 klst. á eftir Port Arthur. Símrít að aust- an er ekki margar mínútur á leið. Hafi Marakofffalliðkl. 3 — 4að morgni, þá gat fregnin um það verið í Pét- ursborg kl. 8—9 kvöldið fyrir (eftír tímamuninum). Og þurfti það hvorkí að veia „merkilegt", nó „fyrirburður". — Fregnmiði frá „Vestra“ 33. þ. m. segir (eftir blöðum til 16. þ. in.) sjúksamt mjög í landher Rúsa, svo að í sumum herdeildum er þriðji hver maður á sjúkra-skrá. MILLI 10 og 20 tegundir af brennivínl eru nú í verzlun Ben. S. Þórarinssonar. Nýkomið með s/s „Laura“ mikið af Þeir, sem hafa sent verkefni til Silkeborg Ulædefabrik, eru hér með beðnir að sækjð tau sín hið ALLRA PYRSTA og borga vinnulaunin um leið, annars verða tauin se!d. Valðim. Ottesen. MUNItí eflir að HÚSGAGNA- verzlun Ben. S. Þórarinssonar er sú STÆRSTA og FJÖLBREYTTASTA hér á landi ogjafnframt sú ÓDÝRASTA. VÍNFÖNG ákaflega fjölbreyttog lang-bezt í verzlun Ben. S. Þórar- inssonar. Komið og skoðið. Ben. S. Þórarinsson er öllum þeim þakklátur, sem koma og skoða vörur hans. G0NGUSTAFIR. Enginn hefir jafngott úrval af gÖngUStöfuiTl og verzlun Ben. S. Þórarinssonar. REYKJARPÍPUR þykja lang-beztar, dýrar sem ódýrar, í verzlun Ben. S. Þórarinssonar. StÓrt Úrval. ÚRVAL af SKRAUTLEGUM TÆKIFÆRIS- KORTUM er nú á Laugaveg 6., t. d. mikið af fallegum og ódýrum FERM- INGARKORTUM, sem allir ættu að líta á, áður en þeir kaupa á öðrum stað. Samsöng Samsöng heldur söngfélag íslenzkra stúdenta til ágóða fyrir minnisvarða yfir Jónas Hallgrímsson. Laugardaginn þ. 30 þ. m. kl. 9. síðd. Samsöngurinn verður haldinn í „ BÁRUHÚSINU “, og eigi aftur end- urtekinn. Nákvæmari upplýsingar á götu- hornum. stofuborð, (kringlótt) er JlJlwyl til sölu í Lindargötu 7a. Til 1 AfffH 14- Maí 5 herbergi l»II IwIVJU samliggjandi auk eld- húss og geymslu og einnig nokkur herbergi smærri og stærri, hentug fyrir einhleypa. Semja má við Guðm. Magnússon Lindargötu 5. [tf. Keionjoi til sölu. Ritstj. ávísar. frá Mead Cycle Co. í ■VwlUIIJUI Chicago og London, sem eru viðurkend um ALLAN HEIM BETRI reiðhjól en NOKKUR önnur, fást pöntuð með verksmiðjuverði. Ritstj. ávísar. TIL LEIGU stofa á Laugavegi 25 frá 14. Maí næstk; semja má við Ornýju Er- lingsdóttur á Laugavegi 67. TIL LEIGU 5 herbergi og cldhús frá 14. Maí, Þingholtsstr. 23. D.Ostlund. UNGUR duglegur og reglusamur mað- ur óskar eftir landvinnu frá 14. Maí til 31. Ág. Uppl. gefur Gísli Jónsson verzl- unarm. TIL LEIGU íoúðir bæði fyrir fjölskyld- ur og eiuhJeypa. Ritstj. ávísar. FUNDIN silfur-brjóstnál. Eigandi vitji t«l Ritstjóra. 80. kr. kaup getur vinnukona fengið, er vill taka vist á góðu, ungbarnaiausu hcimili í Rvik. Ritstj. ávísar. Prbntsmibja Reykjavíkur, Vrentari: íorv. Porvarðsson. Pappirinn trá Jóni Ölafssyni.

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.