Reykjavík - 18.05.1904, Side 2
86
ta meginhersins nóttina eftir að Jap-
anar settu liðið á land.
Frá Tsjifú er símað 6. þ. m., að
ílutt hafi verið um nóttina norður til
Múkden alt, sem í Port Arthur var
“áf skjölum og peningum og mikið af
fallbyssum, en einar 4 þúsundir varð-
liðs skildar eftir til vamar.
Af orrustunni við Yalú 1. þ. m.
komu nú enn skýrari fregnir. Hefir
tjón Eúsa verið miJclu meira, en í
fyrstu var ætlað. Eftir fregnum frá
Pétursborg liggja langt yfir 700 særðir
í spítölum í Feng-hjúan-tsjeng. Af
11. hersveit sinni segja Rtisar að 2000
manns hafi fallið. Japanar segja, að
minst 3000 hafi fallið alis af Rúsum.
Mannfall Japana reyndist og nokkru
meira en fyrst var ætlað, 798 manns
fallnir og særðir (af þeirri tölu þó
ekki helmingur fallnir).
í Ljá-tung-flóa eru nokkur japönsk
flutningaskip og herskip og mikill
landgöngu-her þar á. Var það lið ann-
hvort komið á land eða um það leyti
að flytjast á land 6. þ. m.
Á fióttanum 1. þ. m. um nóttina
Iendi tveim rúsneskum herdeildum
(alls um 2000 manns) saman, og
héldu hvorir aðra óvini og börðust
og feldu 180 menn íyrir sjálfum sér
áður en þeir yrði misgáningsins varir.
Annar foringinn japanski, er Eús-
ar tóku til fanga við árásina á Port
Arthur, fyrirfór sér í varðhaldinu og
lét eftir á seðli þau ummæli, að hann
vildi ekki koma heim aftur að lokn-
nm ófriði við þá skömm og skap-
xaun að hafa verið fangi Rúsa.
Ný tíftindi.
— 15. þ. m. bárust oss enn blöð
tll 10. þ. m. (síðasta bl. kvöldblað) og
var slegið upp á fregnspjald „Reykja-
víkur“ skrifuðu tíðindaágripi þegar um
kvöldið (Sunnud.kvöldið).
— Þvi má nú enn bæta við fregn-
ina um Yalú-orrustuna, að það vóru
ekki 28 fallbyssur, sem Japanar tóku
har af Rúsum, heldur 48 (20 aí in
um stærstu fallbyssum, 28 minni fall-
hyssur hraðskeytar).
Alexíeff kvaðst hafa mundu 500-
C00 hermanna þar eystra um mið-
jan þennan mánuð. En nú er það
flestra trú, að mest af frásögnum
Rúsa um liðsfjölda sinn og viðbúnað
þar eystra sé grobb eitt og lygi, lík-
lega að helmingi eða meiru — með-
Iram stafandi af því að stjórnin hefir
verið látin borga fyrir kaup á vist-
um og flutning á vistum og mönn-
um og málamanna, án þess að helm-
ingur vistanna hafi verið keyptur eða
fólkið flutt.
Á herkorti voru stendur nafnið
PORT ADAMS á Ljá-tung-skaganum
norður af Port Arthur og Dalni. Það
er jámbrautarstöð og má marka hana
á kortinu með hring á brautinni rétt
fram undan P (í PORT ADAMS). Þar
beint austur af á ströndinni settu Jap-
anar lið sitt á land í kyrrþey. En á
■ineðan var japanskur floti, herskip og
SEMENT.
Ið alþekta AALB0RG P0RTLAND SEMENT, sem alstað-
ar er viðurkent fyrir gæði, fæst eins og í fyrra í verzlun rninni.
Fyrir nokkrm dögum kom stór skonnorta með sement og eru því
miklar birgðir af því.
Verðið er:
Þegar teknar eru 1— 5 tunnur . . . . kr. 8,50
— — — 5-—10 — .... — 8,25 hér í Rvik:
— — — 10 — og þar yfir — 8,00
en 1 krónu hærra fragtfrítt á þær hafnir, sem strandferðabátarnir koma.
Pantanir utan af landi eru að eins afgreiddar gegn borgun fyrir fram.
JES ZIMSEN.
3. ?. i. gryðc- verzlun i Reykjavik
selur ^AKJÁRN
af öllum tegundum mjög ódýrt.
Alls konar ísl. vörur,
svo sem: Fiskur, sundmagi, hrogn og ull, eru keyptar liæsta vcrfti
fyrir peninga út í hönd við vcrzlanir J. P. T. Brydc’s í Kcykja
vík og Hafnarfirfti.
Inar ágætu SKILVINDUR (Fenix Separatorer),
frá 80 kr., fást í verzlunum J. P. T. Bryde’s i Reyltjavíh, Borgarnesi,
Hafnarfirði, Vestmannaeyjum og Víh.
Y o 11 o r ft.
Undirskrifaður hefir í 2 siðastliðin
ár þjáðst mjög af taugaveiklun; hefi
eg leitað margra lækna, en enga bót
á þessu fengið. Síðastliðinn vetur
fór eg að brúka inn heimsfræga
KÍNA-LÍFS-ELIXÍR frá hr. Waldemar
Petersén í Friðrikshöfn. Er mérsönn
gleði að votta það, að mér hefir
stórum batnað, síðan eg fór að neyta
þessa ágæta bitters. Vona eg, að eg
fái aftur fulla heilsu með því að
halda áfram að taka inn KÍNA-LÍFS-
ELIXÍR.
Feðgum, 25. apríl 1902.
Magnús Jónsson
Kína-lífs-elixírinn fæst hjáflest-
um kaupmönnum á íslandi, ántoll-
hækkunar, svo að verðið er eins og
áður, að eins 1 kr. 50 a. flaskan.
Til þess að vera viss um, að fá hinn
ekta Kína-lífs-elixír, eru kaupendur
beðnir að líta vel eftir því, að - Yý—-
standi á flöskunni í grænu lakki, og
eins eftir hinu skrásetta vörumerki á
flöskumiðanum: Kínverji með glas í
hendi og firmanafnið Valdemar Pet-
ersen, Fredrikshavn, Danmark.
Þorsteinn Erlingsson
er fluttur í Þingholtsstræti 26.
N ó t u r
seldar. Tekið við pöntun á nótum. Frú
Anua Christensen, Aðalstr. 9.
úr rúgméli frá vindmylii-
unni í Reykjavík eru enn
hvergi seld nema á Laugavegi 10.
HÉR með gerist almenningi kunn-
ugt, að verzlun sú sem rekin
hefir verið á Laugavegi 10 undir
nafni S. B. Jónssonar & Co.
heldur þar áfram undir nafni Ásm.
Gestssonar. En verlzun S. B. Jóns-
sonar verður framvegis rekin á heim-
ili hans (Lundi) hér í bænum. Þessi
breyting er gerð með bezta samkomu-
lagi hlutaðeiganda, er eftir sem áður
vinna saman í félagi að öðru leyti.
Reykjavík, 14. Maí 1904.
S. B. Jónsson. Asmundur Oestson.
M ú s í k.
Fortepíanó-spil kennir frú Anna Christ-
ensen, Aðalstr. 9.
Ijestakerra
uppsett og Hand-
kerru-státhjél
meft ás er til sölu nú þegar hjá S.
B. Jónssyni í Lundi, Rvk.
KVEN-ÚR ásamt festi fundið á götum
bæjarins. Prentsmiðjan ávísar.
FUNDIST hefir silki-hálsklútur; eigandi
vitji að Frostastöðum.
flutningaskip vestan megin skagansr
skutu þar af fallbyssum á land og
létu sem þeir ætluðu að lenda her
þar. Þangað flyktist því það sem í
nánd var af her Rúsa, en uggðu ekki
að austurströndinni, þar sem þeir
hugðu ólendandi.
Japanar hafa nú náð Port Adams,
tekið Dalni, víggirta borg við Ta-líen-
wan-flóann rétt fyrir norðan Port Art-
hur, og flýðu Rúsar þaðan orrustu-
laust. Japanar hafa nú á sínu valdi
allan Ljá-tung-skagann, og hafa skorið .
ritsímann til Port Arthur og tekið
brautina á þessu svæði á sitt vald..
Hins vegar játa nú Rúsar sjálfir, að
sundið inn á höfnina sé svo fylt
sokknum skipskrokkum og stórgrýti„
að þar komist ekki út né inn nema
smábátar. Er því Port Arthur nú
bægð frá öllum samgöngum og fregn-
sambandi við umheiminn. Rúsar hafa
látið þar eftir einar 4 þúsundir her-
manna til varnar, og segja þeir hafi
vistir til árs.
Höfnin í Port Arthur ernærkring-
lóttur flói og stendur bærinn sunnaa
megin, en hervirki og skipakvíar norð-
vestan megin. Þeim megin er höfði
hár að sjó fram vestan við innsigl-
ingar-sundið, og kallaður Gullhöfði;
en suðaustan megin gengur tangi lág-
ur að sundinu og er nefndur Tígris-
halinn. Skotvirki þau er á Tígrishala
vóru, (víst ein sjö) hafa Japanar skemt
svo með skotum sínum, að þau mega
a.leydd heita og gátu að siðustu enga
skothrið gert. Skotvirkin á Gullhöfða.
eru og talsverð skemd orðin, en þó>-
uppi standandi enn, og má þaðan
skjóta bæði á sjó út og á land upp,.
þótt mjög sé þau biluð.
Þá er Japanar afréðu að gera síð-
ustu tilraunina um daginn, þá sem>
tókst, til að teppa hafnarmynnið í
Port Arthur, var því lýst, að ekkt
þyrfti við að búast að annarhver mað—
ur, sem í þann leiðangur færi, kæm-
ist lífs af. Yar því engum skipað að-
fara, en leitað eftir, hverjir bjóðast
vildu fram til að fara á eldkveikju-
skipunum. 20,000 manna sóttu um
að fá að fara, en ekki þurfti á að-
halda nema um 80.
Yfirhershöfðingi Rúsa í Yalú-orrust-
unni, Sassulitsj, hefir verið kvaddur-
heim til Pétursborgar (settur af); hann,
er talsvert sár.
Kuroki, yfirhershöfðingi Japana í
Yalú-orrustunni, hefir beiðst mikils
liðsauka, og er það lið þegar til hans
komið, flutt á skipum upp í Yalú-elfl.
Þau skip fluttu aftur austur til Tokío
þá rúsnesku fanga, sem Japanar liöfðu:
tekið; láta fangarnir einkarvel yfir
allri meðferð á sér.
Af járnbrautarstöðvum þeim og bæ-
jum, sem Japanar hafa tekið á Ljá-
tung-skaga, mun Dalni vera lang-
stærst. Það er stærsti verzlunarbær
Rúsa austur þar (milli 50 og j>0 þús.
íb.) og stendur sunnan við Talíen-
wan-flóa.