Reykjavík

Tölublað

Reykjavík - 03.06.1904, Blaðsíða 2

Reykjavík - 03.06.1904, Blaðsíða 2
98 nm jámveggjum, sökk ]>að ekki, en dró upp merki um, að pað væri í voða. Japanar héldu þegar mörgum tundursnekkjuro pangað til að bjarga skipi og skipshöín; en áður en j>eir ræðu skipinu, rak j>að sig á aðra vél, er rak gat á það miðskipa, í vélrúminu, og þá sprakk véiin í því; skipið sökk. Á skipinu vóru 741 menn að foringjum með töidum, og fengu Japanar borgið þrem hundruð- uro af þeim, þar á meðal yfirforing- janum, Sjímamura. Sama dag var „Yósjínó“ á leið til Port Arthur í kafþykkii þoku. Þar var líka á ferð beitiskipið nýja, Kas- júga, er Japanar keyptu í vetur af Argentínu, ágætis-skip og hefir bryn- trjónu úr stafni fram undir yfirborði sjávar. Bæði skipin fóru örstiit, en livorugt vissi af öðru fyr en Kasjúga raksi á Yósjínó, kom þvert á hliðina cg rak bryntrjónan gat á skipið, svo að það sökk á fám mínútum. Skips- höfnin á Yósjínó var 300 manns, og varð 90 af þeim borgið. Ails mistu Japanar því við þessi tvö slys 650 manns. Kúsar segja bæði skipin hafi lent á rúsntskar sprengivélar og bæði verið að skjóta á Port Arthur. En Japan- ar neita því; segja vígskipið hafi, verið við ströndina 10 mílur (enskar) vestur og suður af P. A. og verið að aðstoða landgönguliðið þar. Fregn frá Port Artliur. 13 Kúsar komu til Tsji-fú frá Dalni 19. þ. m. á sínverskum bát eða skipi (isjunk). Þeir segja, að alveg hafi Japanar iokað sundinu inn á höfnina í P. A., en síðan haíi Búsum tekist nð ná að miklu leyti burt einu af skipunum, er sökt var, svo að nú megi koma út og inn skipum, þó ekki stórskipum, og sé þó mesta háska- leið. Þessi fregn mun sönn vera, því að Chicago bl. „Daiiy News“ birtir 19. }>. m. frá fregnrita sínum þaú tíðindi eftir japönskum foringjum, er komu iim borð á fregnskip blaðsins, að tveir tundurspillar rúsneskir hafi sloppið út af höfninni, og eru Japanar að reyna að varna þeim afturhvaifs þangað. Fiegnriti segir öll merki til þess, að Japanar hafi iagt urmul sprengivéla utan við Port Arthur, til að sprengja upp þessi tvö skip, ef þau reyui að snúa aftur. — Sami fregnriti segir og, að Rúsar sé að nota sínverska báta til að leggja sprengivélar hvervetna með strönd- um á leið Japana, og hafi Japanar skotið í kaf margar slíkar skútur, er þeir hafi staðið að því að leggja sprengi- vélar. Margar af þessum vélum eru svo ilia stjóraðar, að þær losna upp, og eru á floti um Ljá-tung-flóann. Fregnskipið sigldi hjá átta slíkum. Japanar fara nú eigi eins nærri landi cg áður, sakir sprengitólanna, og eng- ín önnur skip þora að nálgast þar Jand. Njú-tsjailg. Frá Pétursborg og Tokió er samtímis símað, að Japan- ar hafi tekið Njú tsjang á sitt vald. Rúsar áttu þar herskip á höfninni með 13 failbyssum; þeir fluttu byssurnar burt, áður en þeir flýðu borgina, og sprengdu herskipið í loft upp. Landorrnsta. Meðan Japanar vóru að lenda liði sínu við Kaí-tsjá Mánu- daginn 16. þ. m., varð orrrusta við járnbrautarstöð þá er Sjung-jú-tsjeng heitir, 20 e. míl. suður af Kaí-tsjá. Ilöfðu Japanar sigur að vanda og stöktu Rúsum á flótta, en áður féllu og særðust af Rúsum þar 2000 manna. Enska herskipið „Espiegle"lagði 19. þ. m. frá Wei-bai-wei og hélt norður til Njú-tsjang, „til að gæta hagsmuna Breta". Nýr háski fyrir Rúsa. Nú segist Rúsum svo frá, að stigamenn í Mandsjúrí gerist nú svo fjölmenn- ir og ásæknir, að voði sé að, og geti það orðið til að kollvarpa öllum fyr- irætlunum Kuropatkins. Þeir ha.fa aftur og aftur ráðist á kolanámana við Yentai (20 míl. n. af Ljá-Yang) og reynt að sprengja þá og loka þeim. Enn hefir það ekki tekist, en þrásækni þeirra við þetta sýnir, að það er ekki ránskapur, sem er til- gangnr þeirra, heldur að hjálpa Jap- önum, enda kváðu japanskirmenn hafa þekst meðal þeirra. Rúsai- eru mjög smeykir við þá, einkum um að þeim takist að spilla kolanámunum, en úr þeim fá Rúsar öll sín kol til járn- brautarinnar. Rúsar segja sínversku yfirvöldin geri ekkert til að hefta þettn, og vit þau vel um þetta atferli. Sínverjar svara, sem satt er, að Rúsar hafi ekki skiíað sér Mandsjúríi enn, og sé þnð því Rúsa, en ekki sitt, að friða landið. Rúsar í Kóreu. Kósakkar hafa brotið upp brú nærri Ándsjú og skor- ið ritsíma Japana fyrir norðan Fong- yang; eru sýnilega að reyna að hefta samgöngur milli Japanaliðs í Kóreu og Mandsjúií. Japanar eru nú að senda mikinn liðsauka til Noi’ður-Kó- reu, til að hreinsa landið. Kýjustu fréttir. (Yngstu Edinborgar-blöð til 26. þ. m. síðla kvölds). Rúsland. Nýlega gátum vér um tilraunir til að sprengja upp her- forðabúr í Kronstadt. Kendu Rúsar það fyrst japönskum njósnarmönnum- Nú er það komið upp, að tvívegis áður hafði tilraun verið gerð til að kveikja i húsinu. — Þetta þótti stjórninni tortryggilegt, þvi fremur sem megn tregða hafði verið frammi höfð af hálfu foringja þeina, er þar áttu hlut að, í því að gera reikn- ingsskil fyrir kaupum hergagna, er þar áttu geymd að vera; en þeir höfðu hegar fengið afar-fé greitt úr ríkissjóði fyrir varning (búninga, skotfæri, vistir o. fl.), er þeir þótt- ust hafa keypt og þarna átti aðvera geymdur. Stjórnin brá við og lét kanna forðabúrin, og kom þá í ljós, ar þar vóru öll in gömlu föt, er ó- nýt vóru og át.tu að vera seld, en engin ný. Yóru in gömlu föt öll vætt í steinoh'u. Eins var urn skot,- færin og annað. Ekkert af því ný- keypta, sem átti þar að vera, var þar til. Þá varð það Ijóst, að þeir sem fyrir kaupum stóðu, höfðu svik- ist um að kaupa, en stolið pening- unum. Einn herforingi, er hér atti hlut í, tók eitur og réð sér svo bana, en annar flýði land. Danmork. Grænlands-farið „Godt- haab“ sigldi 23. f. m. fram hjá ey- jum norður af Skotlandi á heimleið til Danmerkur. Það gerði skeyti í land með merkjum og lét vita, að þeir Mylius-Erichsen og hans félagar væri allir komnir heilu oghöldnu til bygða í Grænlandi. Nánari fregnir koma væntanlega af þeim með „Laura“ innan 3 daga. Svíþjóð. Stjórnin hafði lagt fyr- ir þing frv. til stjórnarskrárbreyting- ar þess efnis, að veita þegnunum al mennan kosningarrétt; skyldi hver maður 25 ára gamall hafa kosning- arrétt, enda hefðí hann goldið ríkis- skatta sína tvö ár undanfarin, ef hann átti ríkisskatti að svara; svo skyldu og allar kosningar til neðri málstofu vera hlutfallskosningar. — Ekki náðu lög þessi fram að ganga i ár; var meðal annars fundið til foráttu, að maður, sem trassaði að greiða ríkisskatt sinn eitt, skifti, misti við það kosningarrétt. En ef hann gerðist það meiri trassi, að efnahag- ur hans versnaði svo, að hann ætti engum ríkisskatti að svara, þá fengi hann aftur kosningarréttinn (því að þeir menn áttu að hafa hann eins, er engum ríkisskatti svöruðu). Talið er víst, að frumvarp þetta gangi fram á næsta þingi. „Weckans Nyheter" heitir frjáls- lynt blað í Stokkhólmi. Ritstjóri þess og prentari, Bjöi’kgrén [ríkis- þingmaðurinn ?], varð nýlega fyrir sakamálskæru af stjórnarinnar hendi íyrir móðgunaryiði um Rúsa-keisara. Dæmdur í 8 mánaða fangelsi. Stríðið. Yladivostok. Vænsta beitiskip Rúsa þar skemdist svo við skothríð Japana, að Rúsar urðu að hleypa því á land upp í kletta. Þeir ör- væntu um að geta gert við það, fluttu því fallbyssurnar af því á land, en sprengdu sjálfir skipið í loft upp, svo að það yrði ekki Japönum að herfangi, er þeir taka Vladivostok. Það er nú fullyrt, að Rúsar eigi eftir ein þrjú beitiskip af öllnm Vladivostok-flota sínum. Segja blöð in því, að Skrydloff aðmíráll eigi lítið erindi þangað. Skrydloff vildi, er hann kom- austur, reyna að komast til Port Arthur með sínverskum fiskibát, en Alexíeff varakonungur bannaði hon-- um það. Samlyndið milli Skrydloffs og: Alexíeffs virðist annars engu betra,. heldur öllu verra, heldur en milli, Alexíeffs og Kúropatkíns. Þá er Skrydloff var á austurleið til Vladi-- vostok hér á dögunum, kom hann til Múkden og var Alexieff þar þá.. Alexíeíf synjaði honum viðtals og- vildi ekki sjá hann. Ér Njútsjang' hafa Japanar hald- ið burt 21. f. m., vildu ekki binda herlið sitt þar að sinni. Næsta dag- kom rúsneskt herlið og settist í borgina. Þó er mælt að Rúsar ætli sár að flýja burt aftur, ef Japanar halda þangað liði á ný. Til Port Artlmr halda Japanar- öllu Jiði, er þeir mega af sjá, af þvr er lent hafði fyrir vestan Ljá-tung- skaga. Rúsneskur fregnriti segirr.: „Vér veitum Jöpunuin hvervetna alla þá mótspyimu, sem oss er auðið, á Ljá-tung-skaganum, svo að þeirverða. að berjast svo að segja í hverju sporL. En Japanar ganga svo hraustlega. fram, að varla munu slíks dæmi í. sögunni. Þeir ætla auðsjáanlega að að ná Port Arthur, hvað sem það- kostar, áður en þeir beita öllum krafti.. til að komast nerður eftir Mandsjúrí." Aíturkippur nokkur kom um 20.. f. m. i leiðangur Japana norður hjá.. Mukden, og héldu suður aftur því nyrzta af hernum. Munu þeim hafa þótt heldur veikar vörzlur á sam- gönguleið sinni milli Fenghjúan- tsjeng og Yalú, en Rúsar höfðu sýnt sig þar í að ráðast á verði þá, er vegarins gættu. — En nú síðustu. dagana (25. og 26. f. m.) segja rús- neskar fregnir, að Japanar sé farnir að halda norður á ný. Fregnsainhand hafa Rúsar enn stöðugt við Port Arthur með loft- ritun eða þráðlausri flrðritun. En sá er þar galli á, að .Japanar hafa komist eftir samtónun raftólanna og- ná því einnig öllum orðsendingum„ er þar fara á milli. , Vatnið þar í Port Arthur er slæmt mjög, mórautt, gruggugt, fult rf bakteríum og jafnvel smá-ormum [eins og stundum í Reykjavík, eða. verra], enda er þar taugaveiki öðru hverju, nær stöðugt. Í*ví nær daglega vitjar floti Jápana um Port Arthur og lætur sprengikúlur sínar dynja á virkin og borgina. Dalni. Þar var alt í kyrð enn 23. f. m., sagði frakkneskur maður,. er þaðan fór þá nótt; en búist var þar þá við árás Japana á hverri stúnd, og vóru allir liðsforingjar og einbættismenn viðbúnir að flýja þeg- ar, er til kæini. — Tilraun sú er

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.