Reykjavík - 05.08.1904, Side 3
139
sm£ Foulard-silki
Biðjið um sýnishorn af wor- og sumar-silkjum vorum.
Sérstaklcga: Þrykt Silki-Foulard, hrá-silki, SKessalines, Louisines,
Sweizer-isaumsssilki o. s. fr. fyrir föt og blússur, frá 90 au og þar yfir
pr. meter.
Yér seljum beinleiðis einstaklingum og sendum silki, þau er menn
kjósa sér, tollfrítt og buruargjaldsfritt heim til manna.
Luzern y 6 (Schweiz)
Silkivarnings-Utflytjendur.
N° 10 = N" 10 — N" 10
REYNIÐ
og þér munuð eigi viljci aðra tegund.
Selt hjá öllum helztu kauþmönnum á íslandi
og um allan heim.
N“ 10 — --- N" 10 — N 10
} u n 9 u r
i hlutafélaginu „Völundur“ verður
haldinn í Báruhúsinu (uppi á loftinu)
næstkomandi Sunnudag kl. 10 árd.
Áríðandi mál á dagskrá.
Stjórnin.
Heimsendanna miUi.
Reykjavík, 31. Júlí.
í morgun barst oss „Glasgow
Herald“ frá 26. þ. m. að kvöldi.
Stríðið. Þar sem Njú tsjang er
sýnt á herkorti voru (og flestum her-
kortum öðrum), rétt við sjóinn, heit-
ir að réttu lagi Yin-ká — Norður-
álfumenn kalla það oft Port Njú-
tsjang, o: Njú-tsjang-höfn; en sjálf
borgin Njú-tsjang er talsvert norðar
upp með Ljá-elfinni. Frá Yin-ká ligg-
ur járnbraut þvert austur og tengist
járnbrautinni frá norðri til suðurs,
milli Harbin og Port Arthur. Járn-
brautirnar koma þar saman, er bær
sá er, sem heitir Ta-sjí-tsjá; það er
nokkuð norðar en Kai-ping (Kai-tsjá),
en all-langt suður frá Hai-tsjeng.
Um þessar stöðvar hefir syðsti hluti
— 3. herdeild — af her Kuróki’s verið.
um 25 þús. manna. En Rúsar höfðu
þar 30,000 liðs og vígi gott á hæð-
um fyrir austan bæinn. Á Laugar-
daginn og Sunnudaginn 23. og 24.
Júlí réðust Japanar á þá og var bar-
ist báða þá daga. Lauk þeim við-
skiftum svo, að Rúsar fiýðu að lok-
um alveg skipulagslaust, svo að her
þeirra tvístraðist alveg.
Samdægurs (á Snnnudaginn) sendi
Kúropatkin hraðskeyti til Njú-tsjang
og skipaði Iiúsum að flýja þaðan sam-
stundis og ílýta sér að ná til járn-
brautar, áður en lið Kúroki’s næði
bvautinni fyrir norðan þá og einangr-
aði þá.
Á Sunnudaginn flýðu Rúsar úr
Yín-ká orrustulaust, en kveiktu fyrst
i járnbráutarstöðvar-húsunum rús-
nesku, og stóðu þau í báli á Sunnu-
dagskvöldið; en brautarstöðvar-húsun-
um sínversku þar rétt hjá kveiktu
þetr ekki í. — Á Miðkudaginn 20.
JúM héldu 8 beitiskip japönsk og tjöldi
herflutningsskipa inn að höfninni í
Yin ká og biðu þau þar enn úti fyrir
á Sunnudaginn 24., auðsjáanlega við
búin að setja mikinn her á land und-
ir eins og Rúsar flýðu bo gkia.
Önnur íregn segir, að Japanarhafi
hafið orrustu við Rúsa á Fimtudag
21. nokkru fyrir sunnan Ta-sjí-tsjá,
og hafi verið barist á hverjum degi;
Rúsar verið smá-hraktir undan norð-
ur eftir svo að segja fet fyrir fet,
unz fullnaðarúrslit urðu á Sunnudag-
inn 24., eins og fyr segir.
Miðher Kurokis, 2. herdeild, sækir
nú fram að austan að Hai-tsjeng,
eða öllu norðar, og stefnir að Ljá-
yang; en nyrzti herinn, 3. herdeild,
sækir fram norðan við Ljá-yang og
stefnir auðsjáanlega að því, að taka
járnbrautina milli Ljá-yang og Múk-
den. Er það sýnilega tilgangur Jap-
ana, að umkringja Ijjá-yang á þrjá
vegu og króa þannig af inn mikla
her Rúsa þar. Er nú búist við
höfuðorrustu þar von bráðara,
þeirri er að líkindum ræður úrslitum
leíðangurs þessa sumars í Mandsjúrí.
— Rúsar hafa nýfengið talsverðan
liðsauka heiman frá Rúslandi.
Rúsar höfðu nú skilað aftur þýzka
skipinu „Scandia“, er þeir tóku í
Rauðahafi, en ekki enska skipinu
„Malacca“ enn þá, en það þó sagt full-
ráðið að skila því og bæta fullu fyrir.
Bretar hafa nú vígskip á verði
nætur og daga við Hellusund (Helle-
pontos, Dardanelles1) og kasta þar
rafljósgeislum á nóttum.
En nú hafa þau tíðindi orðið, að
Vladivostok skip Rúsahafa tekiðþýzkt
skip þar austur í höfum, er „Arabia“
heitir, og eigi var í fön.im til Japans.
Svo hafa þeir og tekið ýmis brezk
skip þar eystra, þar á meðal söktu
þeir einu skipi „Knight Commander",
er heima átti í Liverpool, og var
alls ekki í förum til Japan, en átti
leið þar nærri landi, enda engin her-
gögn i farmi þess. Rúsar skipuðu
skipshöfninni að fara í bátana og
söktu svo skipinu — ekki hugsað um
að koma því neinstaðar til lands og
fá dóm urn það.
Þessar aðfarir hafa vakið á ný
megnustu æsing á Bretlandi, er Rús-
ar fara með víkingskap gegn sak-
lausum skipum hlutlausrar þjóðar
og hirða í engu um alþjóða-lög.
1) í síðasta blaði stóð af vangá
Sæviðarsund; en svo heitir sumlð
Bosporos, milli Marmarahafs ogSvarta-
hafs.
Þjóðminningardagurinn.
Það er eins og Drottinn hafi sér-
lega velþóknun á 2. Ágúst. Hvernig
sem viðrar á undan eða eftir þeirn
degi, bregzt ekki góðviðrið og blíðan
þann dag.
Kvöldið áður og nóttina hafði rignt,
en um morguninn var hlýtt, þótt
þykkmikið væri. Stnndu eftir dag-
mál fór sólin að skína og var brís-
heitt um hádegið. Síðar um daginn
þykknaði loftið eftir hitamolluna, en
logn og hlýindi og þurkur héldust
allan daginn.
Fyrst um morguninn vóru veðreið-
ar á meiunum.
Heldur skárri var að ýmsu leyti
stjórn á veðreiðunum nú, hjá hr.
Dan. Daníelssyni ljósmyndara, en verið
hefir hér hjá öðrum undanfarið. En
engan veginn var hún viðunandi þó,
og var það því meiri eftirsjá, sem
Daníel sér ugglaust manna bezt, hvað
betur fer, og yœti stjórnað veðreið-
um manna bezt hér, ef hann hefði
kjark til að brjóta bág við gamlan
óvana. En til þessa þarf meðal ann-
ars að kjósa forstöðunefnd snemma
vors, og hún þarf þegar í stað að
skipa veðreiðastýranda, sem auglýsi
löngu fyrir daginn aðal reglur og
skilyröi fyrir veðreiðunum, svo að
menn viti, að hverju er að ganga.
Og það er kominn tími til þess,
að þetta verði síðasta sinni sem mönn-
um er leyft að sýna sig á skeiðvelli
með svipubarsmíð og fótastokks bar-
ningi. Enginn maður ætti að fá að
taka þátt í veðreiðum, nema hann
setji t. d. 10 kr. veð fyjrir því, að
hann ríði eins og manneskja. Hver
sem lemur fótastokk eða hýðir bykkju
sína áfram með svipuhöggum, ætti
að tapa veðinu og vera þegar rækur
af skeiðvelli — ekki koma til tals við
verðlaunaveitingar.
Svo var talið að skeiðvöllurinn væri
145 faðmar; en alt af var hann að
smá-styttast, þvi að fólkið stóð í hóp
innan vébanda við endann, þar sem
reiðin var byrjuð, og smá-ýttist ein-
lægt fram, svo að völlurinn styttist
talsvert að lokum.
Skeiðhestar, sem þátt tóku í veð-
hlaupinu, voru alls 11, og klárhestar
13.
Fyrstu verðlaun fyrir skeið fékk:
Brúnn hestur, 10 vetra, 140 centi-
metia á hæð á herðakamb, stærstur
allra þeiira hesta, sem nú tóku þátt
í veðhlaupunum. Eigandi Ásgeir
Þorvaldsson á Blönduósi. Þessi hest-
ur rann skeiðvöllinn á enda, á 24
sekundum.
„Fjallkonan“ segir alveg rétt:
„Önnur og þriðju verðlaun vóru að
vísu veitt, en lélegum hestum, sem
i rauninni áttu engin verðlaun skilið.
Hestarnir, sem með þeim vóru reynd-
ir, vóru miklu betri; en þeir „hrukku
upp“, sem kallað er, á sprettinum og
því gátu þeir ekki komið til álita.“
Fyrstu verðlaun fyrir stökk fékk:
Blesóttur hestur, 9 vetra, 131
centim. á hæð. Eigandi Guðmund-
ur Helgason á Blesastöðum á Skeið-
um. Hann hljóp skeiðvöllinn, á 17
sekundum.
Önnur verðlaun fékk:
Grár hestur, 9 vetra, 128 centim.
á hæð. Eigandi Bogi Þórðarson í
Rvík.
Þriðju verðlaun fékk:
Grár hestui, 8 vetra, 136 centim.
á hæð. Eigandi Ásgeir Gunnlaugsson,
verzlunarm. í Rvík.
1. verðlaun vóru 50 kr., 2. verðl.
30 kr., 3. verðl. 20 kr.
Þá þreyttu 6 menn kappreið á
hjólum; hlaut danskur bókbindari
Banneman 1. verðlaun (15 kr.); var
27 sekundur á leiðinni; önnur verð-
laun (10 kr.) hlaut Jónatan söðlari
Þorsteinsson. Á 17—18 sekundum
ætti góður hjólriddari að fara þessa
veglengd (145 faðma).
Að afloknum árbít setti bæjar-
fulltr. Kristján Þorgrímsson hátíðina
á Landakotstúni á hádegi með nokkr-
um orðum, og var leikið á horn á
eftir: „Ó guð vors lands.“ Indr.
Einarsson skrifstofu-fullvaldur mælti
fá orð fyrir minni konungs, oglóikið
á horn á eftir „Kong Kristian stod.“
Þá flutti Bjórn ritstj. Jónsson
tölu fyrir íslandi; mæltist honum
mæta-vel, svo að sjaldan hefir jafn-
vel gert verið.
Þá var sungið þetta kvæði:
ÍSLAND.
Lag: Hvað er bvo glatt.
Þitt nafn í söng og sögu’ um eilífð hljómar
og sendir heiðljós yfir Norðurlönd.
Þín irægðar8tjarna fagurskærast ljómar
þó fatæk sért og víða ber þin strönd.
Bn hýr í döluni þinum veit éig víða
að vaka hlóm við þýðan lækjarnið.
Og ljúflingarnir langspil upp til hlíða
í logni knýja’ og sumarnætur frið