Reykjavík - 26.08.1904, Qupperneq 2
150
Kjósendafund
höldum við undirritaðir Laugardaginn 27. þ. m. kl. 81 /.2 síðdegis í Iðnað- -
armannahúsinu.
Giuðm. Björnsson. Jón Jensson.
HeÍTr.sendann^ nráUi.
Port Artliur fallin í
hendur Japönum.
- Port Arthur-flotinn
tyístraður og úr sög-
unni,
Rúsa-keísara fæðist ríkiserfingi.
Biöð vor ná þessu sinni írá 6. til
16. þ. m., kl. 3 síðd., og skulum
vér nú geta helztu tíðinda eftir þeim.
Port Artliur. Japanar höfðu kom-
ið fyrii 350 umsátursfallbyssum af
stærsta tæi á hæðunum umhverfis
P. A. og Iétu skothríðina dynja ó-
spart á borginni. Kúsar höfðu gert
við öll herskip sín á höfninni, svo
íið þau voru vígfær; en nú tóku
ækotín frá umsátursfallbyssuip Japana
að vinna þeim tjón. Eitt vígskipið
xúsneska á höfninni varð óvígt og ó-
sjófært af skotum. Flotaforingjarnir
sáu sér því ekki vært þar Iengur
inni, ef skipunum skyldi bjarga, og
tóku því það ráð, að leggja öllum
flota síuum út frá P. A. 10. þ. m.
árdegis.
í rúsneska fiotanum vóru þessi
skip: 6 vígskip — Czarevitsj, Ratt-
visan, Pobieda, Peresviet, Poltava,
Sevastopol; 4 beitiskip — Askold,
Diana, Pallada og Novik; 8 tundur-
spillar og tundurskip.
Á móti þessu höíðu Japanar að
«ins 4 vígskip, 11 beitiskip og um
30 tundurbáta.
Togo aðmíráll lofaði rúsnesku skip
unum að ná nokkuð út frá landi og
stefndu þeir suður og austur. Um
30 mílum enskum s. a. af P. A.
náði hann rúsneska flotanum og lagði
til orrustu. Hann sneri allri atlögu
sinui aðallega að vígskipunum, og er
þar skemst af að segja, að „Czare-
vitsj" varð ónýtui og varð að flýja
undan, og hjálpaðimyrkrið honum, er
nóttin skali á. Togo lagði ekki í
návígi, en skaut á löngu færi og
neytti svofcþess að fallbyssur Japana
eru hwigdrægari en Rúsa.
Um vopnaviðskiftin eru fregnir
*nn fáar og óljósar; en úrslitin urðu
þau, að rúsneski ílotinn tvístraðist
allur. Hvort „Pobieda" hefir sokkið
«ða hrokkið óvíg aftur inn til Port
Arthur, er óvíst. En að öðru leyti
urðu forlög rúsnesku skipanna þessi,
eftir því sem næstu daga fregnir
skýrðu frá samkv. Tokío-símskeyti
15. þ. m, um miðaftan:
„Czarevitsj® (vígskipið) komst til
Kjá-tsjá, haínar Þjóðverja við Gula-
hafið (sjá- herkort vort); var þá óvigt
rr,eð öllu, siglur brotnar, reykháfar
sumir af skotnir, aðrir skemdir, vél
og stjórnfærí gerskemd og skipið alt
sundur skotið: komst að eins 4 míl-
na ferð. Á sömu höfn lentu og þrjú
tundurskip; þessi skip öll létu Þjóð-
verjar svifta vopnum eftir boði Yil
hjálms keisara, og mennirnir af
þeim allir fluttir í land, og fá að
fara heim til Rúslands að eins gegn
heitorði Rúsastjórnar um, að þeir
skuli ekki verða látnir taka þátt í
ófriðnum framar. Enn kom þangað
inn beitiskipið „Novik"; það fékk þar
kol til næstu rúsnesku hafnar (Vladi-
vostok) og lagði út aftur innan 10
stunda eftir að það kom. [Það er
talið heimilt að alþjóðarétti, að ef
herskip þjóðar, sem á í stríði, kem-
ur inn á höfn hlutlausrar þjóðar,
megi það fá kol, sem endist til næstu
hafnar sinnar þjóðar, ef það getur
tekið þau um borð innan ákveðins
tíma. Sá tími er hjá flestum þjóð-
um 24 stundir; hjá sumum nokkuð
lengri]. Síðari fregn segir, að jap-
anskt herskip hafi sökt „Novik“ 40
mílum enskum undan landi, er það
kom út frá Kjá-tsjá.
Beitiskipið „Pallada“ þóttustmenn
verða varir við undan landi nokkuð
út af Jang-tsjeng, sem er yfir 200
enskar mílur norður af Sjang-hai,
og verður það væntanlega Japönum
að bráð, því að skip þeirra vóru þar
á sveimi að leita fióttaskipanna rús-
nesku.
„AskoId“ og eitt tundurskip náðu
höfn suður í Sjang-hai. Þau stóð til
að yrðu afvopnuð þar; var „Askold“
mjög laskað og illa til reika.
Einn tundurspillir, „Rechitelni“,
komst undan til Tsjí-fú, enda átti
þangað erindi, því að á h'onum hafðí
Stoezzel hershöfðingi sent konu sína
og börn burt úr Port Arthur yfir til
Sínlands. Komust þau þangað heilu
og höldnu. En skipið lá þar og kol-
aði ekki, en afvopnaðist heldur ekki;
en er liðnar voru 27 klukkustundir
— þrem stundum meira, en skipið
mátti liggja 1 sinverskri höfn óaf-
vopnað, án þess að skerða hlutleysi
Sínlands, — þá komu þar inn tveir
tundurbátar japanskir á höfnina, og
fér foringi af öðrum með túlk um
borð í rúsneska skipið og heimti, að
það gæfist upp fyrir sér, eða legði
ella út af höfninni til orrustu við
sig. En Rúsin* vildi hvorugt. Loks
réðst rúsneski foringinn á japanska
foringjann og sló hann hnefa-högg,
svo að hann féll fyrir borð, en náði
þó í rúsneska foríngjan og dró hann
með sér. Féll Japaninn í bát sinn,
er flaut við skipshliðina, en Rúsinn
utanborðs. Þá tóku Rúsar um borð
túlkinn japanska og fleygðu honum
fyrir borð. Þá héldu Japanar tund-
urskipi sínu öðru að rúsneska skip
inu og drógu það út af höfninni og
héldu síðan með það norður að
Iflliot-eyjum, þar sem Japanar hafa
flotastöð. Þær iiggja austan við
Ljá-yang-skaga.
Þá strönduðu 2 tundurbátar rús-
neskir daginn eftir orrustuna; rak
þá í land 20 mílur (enskar) austur
af Wei-hai-wei (flotastoð Breta á Sín-
landsströnd norðanverðri). Flýðu
foringjar og skipshöfn til Wei-hai-wei
á vald Breta..
Hin skipin: vígskipin Rattvisan,
Peresviet, Poltava, Sevastopoi (og
Pobieda?) ásamt beitiskipinu Diana
hrökluðust inn í P. A. höfn aftur.
Rattvisan var lítt sjófær og öll
skipin stórskemd, og mannfall tals-
vert á þeim öllum. Þó varð það
langmest á Czarevitsj; því að þar
féll Withoeft vara-aðmíráll (forseti
í sjóforingjaráði AlexiefFs) og þrír
aðrir foringjar og um 200 manna.
Á Japana hlið féllu og særðust
alls um 170 manns í orrustunni. —
Skip þeirra sum biðu nokkra skemd,
en þó engin meiri en svo, að gera
mátti jafngóð.
Þessi hefir stærst verið sjóorrusta
háð í heimi, siðan er menn fundu
upp eimvélar, brynskip og nýtízku
fallbyssur. í orrustunni við Lizza
1866 milli ítala og Austurríkis-
manna vóru 23 herskip á hvora hlið.
Önnur stærst sjóorrusta síðari ára
varð undan mynni Yalu-fljóts milli
Japana og Sínverja. Sjóorrustan milli
Bandaríkja-flotaHS og Cervera, að-
míráls Spánverja, var lítils um verð
sakir þess, hve þar var ójafnt á
komið.
Nú er í annan stað að víkja sög-
unni til Vladivostok-flotans. Árdegis
(kl. 5) að morgni 14. þ. m. hitti
Kamimura, Japana aðmíráll, þrjú
beitiskip af Vladivostok-flota Rúsa,
og lendi þegar í orrustu. Þetta var
anstan við Kóreu-strendur. Svo lauk,
að Japanar söktu einu beitiskipinu,
„Rurik“. Á því vóru 760 manns,
en Japanar björguðu 450 af þeim
(síðari fregnir segja: nær 600). Hin
tvö: Rossja og Gromoboi komust
undan, illa út leikin, og hurfu norð-
ur eftir. Kamimura fékk Marconi-
skeyti meðan á orrustunni stóð, þess
efnis, að þrjú rúsnesk herskip, af
þeim er undan dró við P. A. þann
10., væri á leið austur eftir suður
um Japan, og fór hann að elta þau.
— Síðar kom Gromoboi fram suður í
Sjang-hai á Sínlandi og verður lík-
lega afvopnað þar. Rossja er og
sagt að svalki þar í höfum, en hafl
hvergi komist inn enn. Japanar hafa
mörg herskip þar í höfum til að
leita rúsneskra flóttaskipa og reyna
að taka þau.
13. þ. m. bauð Japans-keisari og
drotning hans yflrforingja umsáturs--
hersins við Port Arthur að tjá Rús-
um, að Japanar byðust. til að flytja
konur, börn, gamalmenni og annað
óvígfært fólk burt úr Port Arthur.
15. þ. m. byrjaði svo kollhríðin á
Port Arthur og stóð allan þann dag
og fram eftir næsta degi, svo langt
sem fregnir náðu í blöðunum. Sprungu
þá kúlur Japana í íbúðarhúsum og
sjúkrahúsum í borginni, og varhvergi
vært né líft.
16. þ. m. héldust rúsnesku herskipin
ekki lengur við, þau sem á höfninni
vóru og enn vóru sjófær, oglögðu þau
út (fimm vígskip og beitiskipið Dianap
og virtust vilja sneiða hjá orrustu„
en flýðu sem hraðast máttu þau og
stefndu suður og austur; hafa sjálf-
sagt ætlað að reyna að ná til Kjá-
sjá eða annarrar hafnar á Sínlandi og
afvopnast þar. Togo aðmíráll elti
þau með flota sínum, og var það ið-
síðasta, er blöð fluttu um nónbil
16. þ. m.
Þetta er órækt merki þess, að-
Port Arthur heflr verið á heljarþröm-
inni, enda sögðu Pétursborgarfréttir
frá Ljá-yang þennan dag, að hvert
augnablik mætti búast við að Port
Arthur yrði að gefast upp.
Tveir menn rituðu frá Leitli í
síðasta augnahliki, er „Laura“ var
að fara, hvor sínum manni hér, að'
í þeirri svipan hefði komið Iwað-
fregn austan frá Asíu um, aft Port
Artliur væri fallin í hendur
Japana.
Að fregn þessi hafi simuð verið að-
austan að kvöldi 16. þ. m. er óefað,
þar sem tveir menn í Leith, er
hvorugur vissi af öðrum, rita þetta.j
Og að fregnin sé sönn, er engirt
ástæða til að efa: öll atvik bendæ
til þess, eins og vér höfum getið um
hór að framan, að hver stundin,.
hvert augnablikið hafl verið ið síð-
asta.
Rúsland. 12. þ. m. ól keisara-
ynjan sön, og var það mikill fögnuð-
ur keisaranum, því að hann var son-
arlaus áður. Hann er Alexis heit-
inn.
Frakkland. Þar er dáinn 16. þ..
m. Waldeck Rousseau, oft ráðgjaft
og 3 ár forsætisráðherra. Hann var
merkastur stjórnvitringur sinna sam-
tíðarmanna nú, annar en Delcassé.
PENINGABUDDA týndist á leiðinni
frá húsinu nr. 54 við Grettisgötu tit
Hafnarfjarðar. Innihald 9 — 10 krón-
ur, lykill o. fl. Skilist gegn fundar-
launum til Sig. Jónssonar Gr.götu 54.,