Reykjavík - 07.09.1904, Qupperneq 4
160
sannmælisheiðri, sem hann á með
réttu fyrir framkvæmdir sínar og öt-
nlleik í þessu máli.
Enn segir „Sannleiksvitnið":
„Þá er í annan stað haft fyrir satt,
að Bretastjórn hafi gerst styðjandi
málsins með þeim hætti, að Ritsíma-
félaginu hafi verið sett það skilyrði
fyrir lenging á leyfi fyrir ritsíma milli
Jótlands og Englands, að það legði
rítsíma hingað til lands, frá Hjalt-
landi. Það er andróður inna miklu
ritsímafélaga á Englandi gegn loftrita
Marconi’s, sem þar er á bak við sjálf-
sagt, og mætti kalla vel skipast, ef
það yrði oss að happi."
Þetta um stuðning Bretastjórnar
er nákvæmlega jafn-satt sem fyrri
uppspuninn. Eins og „Rvík“ gat
um (37. tbl., 148. bls.) þarf „St. N.“
að fá hjá Bretastjórn framlenging á
einkaleyfi fyrir Englandshafssíma sinn,
og, eins og „Rvík“ líka gat um, „til
þeirrar málaleitunar þurfti það að-
stoðar utanríkisstjórnarinnar dönsku."
Það lá því nærri fyrir utanríkis-
stjómina að nota færið og þrýsta
að „St. N.“ að lofa Íslands-sím-
anum, ef hún (utanr.stj. dansJca) léti
nauðsynlega aðstoð sína í té. Hvað-
an utanríkissljórninni hafl komið hvat-
ir að nota þetta færi, skulum vér
ekki fara neinum orðum um að sinni;
en það fullyrðum vér, að eJcki hafi
þær hvatir komið frá Bretws,t]óxn.
Hver in „miklu ritsímaféiög á Eng-
landi“ eru, sem „Sannleiksvitnið"
talar um, skulum vér ósagt láta.
Ekkert ritsímafélag er til þar í
landi, sem eigi nokkurn ritsíma á
iandi, hvorki á Englandi, Skotlandi
né írlandi. Landstjórnin á hvern
þumlung af þeim.
En þar eru til félög, sem eiga sæ-
síma milli landa. Ekki hefir brezka
stjórnin Iátið það að orðum þeirra
að meina Marconi stöðvar á landi
tii að skiftast á loftskeytum við aðr-
ar stöðvar erlendis milli sömu staða
sem brezkir sæsímar liggja milli,
og þvi í fullri samkeppni við þá, t.
d. milli Breti. og Canada, Bretl. og
Bandaríkjanna, Bretl. og Frakklands,
Bretlands og Belgíu. Sjá þá allir,
hve likiega því er logið, að sú stjórn
færi að skifta sér af að bola honum
út frá íslandi, þar sem brezk félög
hafa engan sæsíma hingað.
Nú íór ráðherra vor utan um dag-
daginn með „Ceres“, til Lundúna og
Hafnar, til þess erindis eingöngu, að
reyna að fastbinda enda á þetta flrð-
rita-mál.
Kosningafundur.
(Niðurlag).
— Vér höfum auðvitað ekki rúm
til annars en geta Jielztu aðalatriða
úr því sem fram fór.
Br. H. Bjarnason kaupm. spurði
þingmannaefnin, hvort þan vildu heita
því, að berjast af alefli fyrir, að rit-
síminn yrði lagður hingað til suð-
vesturlandsins, þrátt fyrir það þótt
300,000 kr. mætti spara landssjóði
við að leggja hann til austurlandsins.
Jón Jensson vildi heita því sJcil-
yrðislaust
Guðm. Björusson kvaðst eJcJá vilja
ganga að því, að síminn yrði lagður
til austurlands, nema því að eins að
næg trygging fengist fyrir því, að
sambandið þaðan við Reykjavík með
landsíma verði alveg fidlörugt.
Fyrirspum B. H. B. um, hvort
þm.efnin vildu styðja að því að reist
yrði tollvöru-geymsluhús í Rvík, og
að verzlunarlöggjöL landsins yrði en-
durskoðuð [alveg óákveðið] svöruðu
báðir játandi.
Björn Jónsson ritstj.: Hvernig
hugsa þm.efnin sér að bæta úr fjár-
hag landsins eða inum mikla tekju-
halla síðustu fjárlaga?
J. Jensson vildi gera það með því
að spara. En neinn veg til tekju-
aukningar hafði hann ekki hugsað sér.
Guðm. Bj. kvað óvíst enn, að
neinn, eða að minsta kosti neinn
stórvægilegur tekjuhalli reyndist á
fjárhagstímabilinu, ef rétt væri at-
hugað. Ýmis útgjöld hefðu ákveðin
verið, er i raun réttri væri eigi reglu-
leg ársútgjöld. Sumt fé, er veitt
hefði verið, kæmi ekki til útgjalda,
yrði eigi notað. Svo yrði og tek-
jumar meiri en áætlað hefði verið
(tekjur af frímerkjasölu).
En að öðru leyti vildi hann auð-
vitað spara fé, þar sem það yrði að
skaðlausu gert. Og ef auka þyrfti
tekjur, vildi hann leggja toll á suin
ar aðfluttar vörum, t. d. ef til vill
vefnaðarvöru; þó vildi hann ekki tolla
matvöru né áfengi og ekki leggja á
almennan verzlunartoil (faktúru-toll).
Hannes Hafliðason spurði, hvort
þm.efnin vildu stuðla að því, að kjör-
dagur yrði færður í kaupstöðum
landsins til 10. Okt. — og hvort þeir
vildu vinna að því að viti yrði settur
á Vestmannaeyjar og hert á strand-
gæzlu.
Jón Jensson játaði þessu.
Guðm. Björnsson vildi styðja áð
því, að kjördagur yrði fluttur til 10.
Okt., ekki í kaupstöðunum (Rvík, Seyð-
isf., Akureyri, ísaf.) að eins, heldur í
öllum kjördæmum. Þetta væri til
þess að sjómenn væru komnir í land,
en Hafnarfjörður t. d. væri ekki kaup-
staður og þó mundu ganga þaðan ein
15 þilskip.
Hvað vita snertir, þá væri sér
kunnugt, að ráðheirann væri að láta
gera áætlanir um vita hringinn í
kring um strendur landsins, alstaðar
þar sem brýn þörf væri á, og því
mætti búast við frumvarpi um það
efni frá stjórninni. Hann vildi auð-
vitað styðja að því, að fyrst yrði
byrjað þar, sem brýnust væri þörfin,
eins og á Vestmanneyjuin. — Síðari
spurn. svaraði hann játandi.
Pétur Jónsson pjátrari lagði fyrir
þingmannsefnin spurningar, einkum
um það, hvort þeir vildu ekkistyðja
ísl. iðnað, þó ekJci með verndartollum,
en kvaðst að vísu ekki þurfa svör
þeirra um þetta, því að sér væri
kunnugt, að þeir væri sér báðir sam
mála.
jÞórður TJioroddsen spurði, hvort
þingm.efnin vildu flytja á þingi frum-
varp um aðflutningsbann á áfengi,
ekki að hann ætlaðist til að það yrði
lögleitt nú þegar, heldur að þeir
með því stuðluðu til að koma mál-
inu til umræðu og athugunar. Hann
vildi vita, hvort þingmannaefnin væru
fremur hlynt aðflutningsbanni heldur
en vínsölubanni og hátollum.
Jón Jensson kvaðst ekki vera bind-
indismaður, en sér væri vel við bind-
indi hjá öðrum samt. Hann sagðist
ekki hafa ne'itt á móti að styðja að
því, að málið kæmi til „umræðu og
athugunar," en ekki vildi hann ger-
ast frumkvöðull að frumvarpi eða
aðalflutningsmaður, en skyldi gjarn-
an vera meðflytjandi. Kvaðst vera
á móti hærri tollun á áfengi.
Guðmundur Björnson: Ég er eins
og allir vita góð-templari. Ollum
templurum kemur saman um, að að-
flutningsbann sé takmarkið, sem vér
eigum að keppa að. Aftur greinir
menn á um það, hvort vér eigum
að reyna að ná markinu nú þeg-
ar, eða nota vínsölulögin, sem vér
höfum nú um stund, meðan verið
sé að ala þjóðina upp til að vilja að-
flutningsbann. Aðfl.bannlög eru ein
af þeim lögum, er einna dýpst grípa
um í persónulegt frjálsræði einstak-
iinganna, og eigi slik lög að koma
að haldi, verða meira en pappírsgagn,
verða þau að styðjast við eindreginn
vilja þjóðarinnar. Til þess að vita
hann, hafa ýmsar þjóðir notað það
einfalda og handhæga ráð, að láta
kjósendur greiða atkvæði, með já
eða nei, um aðfl.bann um leið og al-
mennar kosningar til þings fara fram.
Þetta kveðst hann vilja að hér sé
gert, en um sinn só reynt að hag-
nýta sem bezt vínsölulögin, sem vér
höfum, og reyna að ala þjóðina upp
til að heimta aðflutningsbann. Það
væri síður en svo að hann hefði á
móti að málið kæmist til umræðu
og athugunar á þingi, en ekki hefði
hann hugsað sér af sjálfshvötum að
bera fram frumvarp um aðflut-
ningsbann nú þegar. Þó yrði það
undir því komið, hvort stórstúku-
þingið a,ð vori vildi svo vera láta,
því að hann mundi gera það í mál-
inu, sem stórstúkan fæli sór á hend-
ur. [G. B. talaði tvísvar um þetta
mál og tók þetta Ijóst og afdráttar-
laust'fram í bæði skiftin].
Þorv. Þorvarðsson prentsm.eigandi
spurði, hvað þm.efn. vildu gera til
þess að bæta kjör alþýðumanna í elli
þeirra, t. d. með laudssjóðstillagi til
elli-styrktarsjóðsins og stuðningi
sjúkrasjóða. Gat þess, að G. B. hefði
átt góðan þátt í stofnun og stuðningi
þess eina sjúkrasjóðs, er væri hér í
bænum.
Jón Jensson kvaðst vilja hlynna
að hvorutveggju þessu.
Guðm. Bj. sömuleiðis, og kvaðsfc
helzt vilja að allir fengju styrk í
elli sinni.
Heimsendantia milli.
—o---
Stríðið. Fregnir vorar ná þar til
að kvöldi 29. f. m.
— Bretar hafa nú lýst yfir, að þeir
banni það, að nokkurt herskip, sem
annaðhvort er á leið til ófriðar-vett-
vangs eða er í förum til að leita að
bannvarningi í kaupförum, megi fá
kol í nokkurri brezkri höfn í heimi.
— Port Arthur taliu „að eins ófall-
in“. Japanar komnir inn að innri
virkjum borgarinuar 26. f. m. og
höfðu 29. tekið öll útvirkin nema
þrjú: Gullhöfða-virki yzt við sjó suð-
ur af borginni austan hafnarmynnis,
og tvö onnur suðvestan borgar. Gull-
höfða-virkið er ákaflega örugt, en hin
talin þó öflugri.
— Nótt og dag skjóta Japanar á
Port Arthur, um 800 sprengikúlum
á sólarhringnum. Keisari þeirra heflr
bannað þeim að skjóta á íveruhúsin.
í bænum, að svo miklu leyti sem
hjá verði komist, en beina skothríð-
inni að virkjunum, forðabúrunum og
skipunum á höfninni.
Rúsar hafa við orð að sprengja.
herskip sín, sem nú eru á höfninni,
og sökkva þeim í hafnarmynninu,
þá er borgin fái eigi varist lengur.
Þá þykist Stoezzel ætla að flýja með
lið það er uppi stendur inn í Ljá-tí-
sjan-virkið suður af borginni og ver-
jast svo þaðan þótt borgin verði tek-
in. Það virki ætlar hann óvinnandi.
— Svo segja Japanar nú sjálflr, að
síðan umsátin hófst um PortArthur
og fram til 28. f. m. hafl af umsát-
urshernum fallið og sœrst 15000.
— 24. f. m. hófst stór-orrusta um
12 mílur suður af Ljá-yang. Var
barist dag eftir dag og hrukku Rús-
ar sífelt undan norður eftir, unz þeir
þann 29. vóru komnir norður í Ljá-
yang. Þar hélt orrustan áfram ut-
an við borgina, er síðast fréttist að
kvöldi 29. f. m.
Þessi orrusta segja blöðin að muni
vera iu stærsta, er staðið heflr í
heiminum síðan á dögum Napóleons
mikla. Hvorir um sig höfðu á 3.
hundrað þúsund vígra manna.
I þessari orrustu hafa Japanar 10
herdeildir, en Rúsar 13.
Kuroki sækir að með 5 herdeild-
um að norðan og austan, Nodzu
hershöfðingi með þremur að sunnan,
og Oku með tveimur að vestan.
Síðustu herfregnir á Mánudagskvöld-
ið 29. f. m. sögðu, að Kuroki hefði
náð járhbrautinni fyrir norðan Ljá-
yang. En fregnin var svo ný, að
full staðfesting hennar var ekki feng-
in. En sé hún sönn, þá er Kurn-
patkin með öllu sínu liði í Ljá-yang
inni kvíaður.
— Eystrasalts-fl»ti Rúsa lagði nýlega
út á 10 daga heræfingu. En eftir
2—3 daga urðu nokkúr skipin að
hleypa inn til hafnar í Reval; höfðu
skemst, af því að þau þoldu ekki
skotæfingarnar!
Prentari: Þorv. Þorvarðsson,
Pappírinn frá Jóni ólafssyni.