Reykjavík

Tölublað

Reykjavík - 07.10.1904, Blaðsíða 4

Reykjavík - 07.10.1904, Blaðsíða 4
178 Til neytenda ins ekta Kína-Lífs-Elixírs. Með því að inar gömlu birgðir hafa um hríð verið útseldar, þá er nú nýjum birgðum við aukið. Sakir ins mikla tollauka hefi ég neyðst til að hækka verðið upp í 2 kr. flöíkuna. — Alt um það er elixírið ekki dýrara neytendum, heldur en áður, með því að með nýjum vélum hefir það tekist að draga miklu sterkari lög úr jurtunum, svo að nú endist eins vel úr einni flösku eins og áður úr tveimur. Um það getur reynsian sannfært hvern mann. Elixírið fæst í Reykjavík hjá H. Th. A. Thomsen, J. P. T. Bryde, Jes Zimsen, Jóni Þórðarsyni, Bened. Stefónssync, Guðm. Olsen. Kaupmannahöfn V. í Agúst 1904 Waldemar Petersen, Nyvej 16. Mær í lögreglu-þjónustu. Sannar sögur eftir Miss Loveday Brooke. IY. Tygllhnífurinn. Framh. „Og af þessu réðuð þér, að Mary O’Grady væri á heimili mínu undir nafni Miss Monroe?“ „Nei, ekki undir eins; en þetta vakti grun hjá mér; og þegar þema konunnar yðar sýndi mór síðar her- bergi meyjarinnar, þá styrktist grun- ur minn. Mig furðaði á þeirri ein- kennilégu reglu, sem á öllu var í herberginu. Það er nefnilega veru- legur munur á því, hvernig hefðar- mær tekur til 1 herberginu sínu, og hvernig herbergisþerna gerir það. Hefðarmær, sem enga þernu hefir, en er gefin fyrir reglusemi, leggur hvern hlut frá sór á vísan stað, þá er hún hefir hagnýtt, hann. og því er alt i góðri reglu að sjá hjá henni. En hitt held ég naumast dytti henni í hug, að leggja hlutina írá sér einmitt á þann hátt, að þeir liggi sem handhægast við, er til þeirra skal taka næst. En þetta mundi her- bergisþerna gera ósjálfrátt, sem vön er að þjóna hefðarkonu. Nú var öll röð og regla þar í herbergi þessarar svo kölluðu Miss Monroe einmitt þann veg sem vænta mátti af vanri her- bergisþernu, og þerna konunnar yðar fullyrti við mig, að Miss Monroe tæki sjálf til í herbergi sínu, og enginn annar. Meðan ég stóð nú þarna og virti fyrir mér herbergið, þá var eins og alt í einu rynni ijósara og ijós- ara upp fyrir mór, hverjum brögð- um hér var beitt. Það sem mér hafði í fyrstu virzt hugsanlegt að eins, það varð nú líklegt, og hver grunur, sem styrktist, vakti annan nýjan. — Ef nú svo skyldi vera, að þær Miss Monroe og Mary O’Grady hefðu skifzt á hlutverkum, svo að auðuga hefðarmærin frá Sínlandi væri nú á fátæka heimili Mary O’Grady 1 Cork, en fátæka írska stúlkan á heimili yðar, hvernig skyldu þær þá hafa afráðið að koma orðsendingum á milli sín? Auðvitað þurftu þær að koma orðum hvor til annarar, og báðum hlaut þeim að vera ljóst fyrirfram, hversu örðugt það hlyti að vera. Ég held við verðum að játa, að þær hafi fundið upp á snjall- ræði til þess að sigrá þessi vand- kvæði. Ef þér fengjuð nafnlaust bréf, sem hlyti að ganga fram af yður, þá mátti ganga að því vísu, að á það yrði minst á heimilinu, og á þennan hátt gátu þær komið sér saman um til- tekin tákn, sem þær einar skildu, án þess að vekja nokkurn grun á sér. Og hvað var þá eðlilegra, en að þeim dytti í hug ættar-skjaldmerki Dan- vers’s; Miss Monroe hefir án efa haft nógar myndir af því á bréfum frá unnusta sínum.1 Þegar ég fór að hugsa um þetta, datt mér ósjálfrátt í hug, að fyrsta kross-myndin eða tygilhnífurinn kynni að vera sent til að láta Mary O’Grady vita, að þær Miss Monroe og Mrs O’Grady væru komnar til Cork. Tveir krossarnir eða hnífarnir sá ég að vóru sendir sama dag sem Mr. Danvers kom til Ply- mouth og heflr hann að líkindum dregið þá. Vóru þá ekki öll líkindi til að aftalað hefði verið að senda yður þrjá krossa eða hnífmyndir til að boða, að nú væri þau Mr. Dan- vers og Miss Monroe gefln saman í hjónaband, svo að Mary O’Grady mætti nú losna úr þeirri óþægilegu stöðu, sem hún var í á heirrtili yðar ? Undir eins og mér kom þetta í hug, ásetti eg mér að reyna að verða fyrri til en þau að senda þetta síð- asta skeyti. Ég var því ekki fyrr farin frá yður í gær, en eg lét draga á blað mynd af þrem tygilhnífum, svo nákvæmlega líkar þeim sem þér höfðuð fengið áður, og sendi þær svo til yðar í umslagi og stilti svo til, að þær skyldu koma með fyrsta morgun-pósti. Svo lét ég spæjara einn úr flokki vorum í Lynch Court hafa nákvæmar gætur á húsi yðar, og lagði ég fyrir hann að gæta að, hvort Mary O’Grady færi út, og ef svo væri, þá að missa ekki sjónar af henni allan daginn, en láta mig vita jafnótt, hvað henni liði. Það kom nú fljótt fram, sem ég hafði við bú- ist. Klukkan var eitthvað hálf-níu í morgun þegar spæjari minn sím- aði til mín, að hann hefði veitt Mary O’Grady eftirför frá húsi yðar til 1) Tiginbornir menn eru vanir að láta prenta skjaldmerki ættar sinnar í hornið á bréfaefnumsínum. Þýb. Charing Cross hótelsins, og að hann hefði jafnframt komist að því, að hún hefði sent þaðan simskeyti, sem hann komst að (líklega með því að elta sendil hótelsins inn á síma- stöðina) að hefði átt að fara til Mrs O’Grady, Woburn Place, Cork. Síð- an óg fékk þetta að vita, hafa sífelt gengið símskeyti á víxl frá Cork. “ „Gengið símskeyti á víxl frá Cork, segið þér. Ég skil yður ekki, held ég.“ „Nú skuluð þér fá að heyra! Und- ir eins og ég fékk að vita heimilis- fang Mrs O’Grady, símaði ég henni í nafni dóttur hennar og bað hana að senda svarskeyti sín til Gower- strætis 15 A, en ekki á Charing Cross hótelið. Eftir svo sem þrjár fjórðir fékk ég svarskeyti, sem ég hygg að yður þyki fróðlegt að lesa.“ Að svo mæltu rétti Miss Loveday Brooke séra Hawke símskeyti, eitt af fleirum, sem á borðinu lágu hjá henni. Hann las: „Gengur yfir mig. Hví svo hratt við haft? Gefin saman í morgun. Þú fær umtalaða merkið á morgun. Far heldur aftur til prestshjónanna í nótt.“ „Gefin saman í morgun!“ hrópaði séra Hawke upp yfir sig. „Veslings gamli vinur minn! Þetta leggur hann í gröfina." „Nú. fyrst þetta er einu sinni orðið, þá skulum við vona að hann sætti sig við það sem ekki verður aftur tekið," sagði Loveday. „En til svars þessu símskeyti sendi ég svo annað og spurði, hvert ungu hjónin ætluðu sér nú. Svo fékk ég þetta svar af tur. “ Hún las símskeytið upphátt: „Þau koma til Plymouth annað kvöld og næsta dag til Lundúna á Charing Cross hótelið, eins og um var talað.“ „Jæja, séra Hawke, ef yður lang- ar til að hitta dóttur fornvinar yðar og segja henni álit yðar um fram- ferði hennar í þessu máli, þá þurflð þér ekki annað en vera við staddur þegar eimlestin kemur frá Plymouth." „Miss Mary O’Grady er komin og vill fá að finna karl og konu, sem bíði sín hér,“ sagði þerna, sem inn kðm i þessum svifum. „Mary 0’Grady!“ tók presturinn upp forviða. „Ja, ég símaði henni rétt áður en þér komuð áðan, að hún skyldi koma hingað til viðtals við karl og konu, sem biðu hennar hér. Hún hefir auðvitað hugsað það væru ungu hjónin, og eins og þér sjáið, hefir hún ekki látið standa á sór að koma. Fylgið þér meyjunni hingað.“ ■ Þetta er alt svo flókið — geng- ur svo fram af mér,“ sagði séra Hawke og hallaði sér aftur á stól- bakið. „Ég get varla áttað mig á þessu.“ £ifanði mynðir verða sýndar í Bárubúð, Föstudag- inn 7. Okt. —[Sjá götuauglýsingar. 01. Johnscn & Co. Jókauppðoð verður haldið í „Hcrhastalanum44 næstkomandi Laugardag, 8. Okt., kl. 11 árd. Verða þar seldar ýmsar góðar bæk- ur, tilheyrandí rektor Birni M. Ólsen, svo sem íslenzkar bækur, fornar og nýjar, talsvert safn af blöðunt og tíinaritum, fornum og nýjum, íslenzkum og útlendum. Skemti- bækur og í'ræðlbækur á ýmsum málum. Skólabækur o. fl. — Ena fremur bóka-skápar. Skrá yfir bækurnar er til sýnis á. á skrifstofu bæjarfógeta. jKiöbdðeiiðin. Hvergi er eins stórt úrval af möbl- um eins og í THOWSENS MAGASINI. KARLMANNSSKRIFBORÐ frá 30— 225 kr., KVENSKRIFBORÐ marg. teg. frá 40—100 kr. Mjög snotnr STOFUBORÐ, sporöskjulöguð, kringl- ótt og 6 köntuð, að eins 19—26 kr. Stórir KONSOLSPEGLAR að eins 25 kr. STÓLAR, allar tegundir frá 1.75— 50,00. ELDHÚSSTÓLAR 1,75, 2.75— 3,00. STÁSS-STOFU-STÓLAR 10,00, 11,00, 14,00 o. s. f. BORÐ- STOFUSTÓLAR 5,50, 6,50, 11,00. SKRIFBORÐSSTÓLAR 21,50, 32,50, 35,00, 45,00. SÓFAR og CHAISE- LONGUES 50,00 — 60,00. Fyrir 20. Október. Þeir sem ætla að fá sér „Asbes- tine“ (vatnsmálningarduft) nú í haust, geri svo vel að senda mér pantanir sínar fyrir þann 20. þ. m. Sem flestir ættu að reyna það, það kostar lítið. Sé það eins gott og af er lát- ið (sem það líklega er), þá má spara með því mörg þúsund króna út- lát íyrir landsmenn í framtíðinni. — Og reyndin er ólygnust. — „Kári* gamli er enn ekki búinn að eyði- leggja sýnishornið sem hér er af því, og hefir hann. þó reynt til þess. tifc- sölumenn út um land óskast. Reykjavík, 1. Okt. 1904. S. B. Jónsson, einka-útsali fyrir ísland. Prentari: Þorv. Þorvarðsson, Pappirin frá J6ni ólafuyni.

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.