Reykjavík - 03.01.1905, Blaðsíða 2
2
KR. KRISTJANSSON,
SkólaYÖrðustíg 4,
•míðar manna bezt húsgögn og gerir við.
Gleðilegt nýárí
—:o: —
„Eeykjavík “ byrjar með þessu tölu-
blaði 6. árgang sinn.
Hún verður í sarna broti sem síðasta
ár, en eftir 1. febr. nókkuð leturdrýgri.
Og+5,nK,r,ðs fjöldinn verður ékki minni
©n áður—60 arkir; ef til vill meiri.
í ráði er að gefa út nokkrar arkir
af skemtisögum sem fylgiblað við
„Reykjavík1* og eykst þá rúm í blað-
inu fyrir önnur efni.
Stefna blaðsins, óháð öilum, verð-
ur eins og hingað til. Innlendar
fréttir og bæjarfréttir verða fyllri en
áður, og er sá tiigangurinn, að fyrir
frétta sakir þurfi enginn að lesa
annað blað en „Reykjavík."
Fleira kann að verða til nýnæmis
í> efni blaðsíns sem lesendur munu
sjá.
Árið, sem ieið, verður ávalt talið
eitt mésta merkisár í sögu landsins,
fyrir því að þá komst, fyrsta sinn
síðan er vér glötuðum sjáifsforræði
voru, alinnlend stjórn á í landinu.
í sérmálum vorum höfum vér nú
löggjöf og umboðsstjórn alveg í
iandinu, svo að ekkert þarf út fyrir
það að sækja, nema undirskrift kon-
ungs.
Gagnvart Danaveidi erum vér því
nokkurn veginn svo frjálsir, sem vér
getum verið að sinni, nieðan staða
vor í ríkinu er sú sem liún nú er
að lögum.
Hver oss stjórnar, það er algerlega
á voru valdi úr þessu, ef vér sjáifir
viljum, þ. e. a. s. ef meiri hluti alí
þingis hefir þau hyggindi og ætt-
jarðarást, að veija sér aldrei tii Jeið-
toga neinn þann mann, sem eigi er
Oruggur vinur þingræðisins.
En þingræði er það, að þjóðin
ráði sár sjálf.
Vér höfum heyrt síðustu ár talað
vim þjóðræði sem eitthvað annað en
þingxæði. En það orð er eitt af þeim
fordildar-villuljósum, sem brugðið er
upp af sérvizku-fordild einni, því að
þjóðræði verður að þýða alveg sama
sem þingræði, eða alls ekkert ella.
Þjóðin á sér enga löglega fulltrija til
að ráða fyrir hennar hönd aðra en
fuíltrúa sína á þingi. Og sé stjórn-
andi lands (hjá oss ráðherrann) full-
trúi þingsins, þá er þar þingræði, og
annað þjóðræði er ekki til. Ætti
annað þjóðræði að vera til en þing-
ræðið, hlyti þjóðin að eiga einhveija
aðra löglega fulltrúa til, er Játið gætu
vilja hennai í Jjós, heldur en fulltrúa
sínaá þingi. En slíkur tvískinnungur
er ekki til.
Vér höfum nú komið því skipu-
lagi á sjálfsforræði vort, er veJ má
við una um sinn, þar til er vér höf-
um hagnýtt oss það svo vel, að
reynslan fer að sýna, að það afmarki
kröftum vorum of þröngt svið — og
þá, og þá fyrst, liggur fyrir oss að
reyna að rýmka það á ný.
En innan þeirra vébanda, sem
sjálfsfoi ræði voru eru nú mörkuð,
Jiggur ærið verkefni fyrir höndum að
vinna. Vér þurfum að efla atvinnu-
vegina og auka persónufrelsið í land-
inu, en eyða skriffinsku, skjalaraskap
og öllum óeðlilegum tálmunum fyrir
framförum vorum og þjóðþroska,
Hverja stjórn, sem að þessu vinn-
ur með skynsemd og heilum hug,
eigum vér að styðja og styrkja. En
hvern þann flokk, sem metur hé-
gómagirnd og valdafikn meira en
veJferðarmál landsins, eigum vér að
brjóta á bak aftur, hvort heldur sem
hann er stjórnflokkur eða andstæð-
ingaflokkur stjórnarinnar.
í hverju þingfrjálsu landi á stjórn-
in sér mótstöðuflokk.
Það er eðlilegt, því að hjá hverri
þjóð eru mónn með óJíkum og að
ýmsu leyti gagnstæðum grundvallar-
skóðúnum. Jafnvel þar sem aJIir
eru ásáttir um takmarkið, greinir
menn á um leiðina að því.
En það er líka nauðsynlegt bæði
fyrir þjóð og stjórn.
Stjórninni er nauðsynlegt að vita,
að á henni er haft árvakurt r.uga;
það heftir hana frá að sýna ranglæti
í athöfnum og hvetur hana til að
vanda sig sem mest og vera sem
nýtust. Auk þess má gera ráð fyrir,
þar sem nýtilegur stjórnar-mótstöðu-
flokkur er, að einatt komi ýmislegt
fram í aðfinningum hans, sem á
réttum rökum sé bygt, og er þá
samvizkusamri stjórn einsætt að
taka tillit til þess. Geri hún það
ekki, v#kir hún traust manna á sér
og með því sjálfa sig. Alveg að
sínu leyti eins og samvizkusömum
mótstöðuflokki er siðferðislega skylt,
og hyggilegt fyrir sjálfs síns sök, að
styðja stjórnina í hverju því, sem
hann verður að viðurkenna með
sjálfum sér að gagniegt er. Geri
hann það ekki, veikir hann traustið
á sjálfum sér og styrkir með því
stjórnina.
Mótstöðuflokkur stjórnar, sem er
samvizkusamur og rækir vel köllun
sina, er því hverri þjóð nauðsynleg-
ur. Hann veitir henni trygging fyrir
góðri stjórn, með því, að hvenær
sem stjórnin verður ill eða ónýt,
styður þjóðin mótstöðuflokkinn til að
steypa henni af stóli og komast
sjálfur til valda.
Svo mikla þýðingu þykir þeim
þjóðum, er Jengst eru komnar í
sjálfsstjórn, góður mótstöðufiokkur
hafa, að meðal sumra þeirra hafa verið
sterkar hreyfingar í þá átt, að veita
formanni mótstöðuflokksins árslaun
úr ríkissjóði, í fullri viðurkenning
þess, að mótstöðuflokkur stjórnar sé
nauðsynlegur jafnt stjórn sem þjóð.
Það er þessu skylt, að Bretar, sem
bezt kunna tök á frelsinu, nefna
stjórn sína : „stjórn hans hátignar",
og mótstöðuflokkinn : „stjórnar-mót-
stöðuflokk hans hátignar“.
Hvorirtveggju þykja jafntrúir þjónar
konungsins.
En þessi skoðun er öll á því bygð,
að stjórnar-mótstöðuflokkur sé sér
meðvitandi, engu síður en stjómin,
þeirrar ábyrgðar, er á honum hvílir,
og ræki köllun sina þvi samkvæmt.
Því miður kemur það stundum
fyrir, að andstæðingaflokkur missir
sjónar á köllun sinni og þeirri á-
byrgð, er henni er samfara — Jætur
hégómaskap og valdafíkn sína ráða
öllum gerðum sínum; gleymir því,
að hans skylda er, jafnt sem stjórn-
arinnar, að' láta hag og gagn ætt-
jarðarinnar sitja í fyrirrúmi fyrir
öllu öðru.
Þegar svona fer, þá setur mót-
stöðuflokkurinn sér það eitt takmark,
að komast sjálfur til yalda, og til
að koma því fram er þá elckert til
sparað; engu skeytt um skömm og
heiður, sannleik og lygi; jafnt ráðist
á það bezta, sem stjórnin gerir, sem
ið versta; jafnvel snúist á móti skoð-
unum sjálfra sín, ef stjórnin hefir tekið
þær upp í einhverju máli.
Sá mótstöðuflokkur, sem svona fer
að ráði sínu, svíkur köllun sína,
svikur þjóð sína—svíkur sjálfan sig.
Þjóðin missir traust á slíkum flokki;
fylgismönnum hans fækkar, af því að
inir ráðvandari og samvizkusamari
flokksmenn synja honum fylgis. Þeg-
ar menn sjá ósaunar og tilefnislaus-
ar ásakanir bornar fram gegn betri
vitund móti stjórn og reka sig á
aftur og aftur, að sahnleikanum er
að engu skeytt, þá hætta menn að
trúa nokkru af því sem slíkur flokk-
ur segir, jafnvel þá er hann kynni
að hafa eitthvað til síns máls.
Afleiðingin af sliku framferði mót-
stöðuflokks verður því sú, að styrlcjci
stjórnina, í stað þess aðveikja hana,
Og -haldi slíku lengi fram, getur
það leitt til þess að styrkja stjórnina
meira en hún á skilið og gera hennt
öruggara, að víkja frá réttum vegi
og ráðvandlegum.
Og þá er illa farið.
Þjóðinni er það mikið mein, er
mótstöðuflokkur stjórna.rinnar bregzt
þannig köllun sinni og veikir sjálfan
sig, því að þá veikist eftirlitið með-
stjórninni og tryggingin fyrir göðri
stjórn.
Auk þess getur það aldrei annaðr
en spilt siðferði þjóðarinnar, að venja
nokkurn hluta hennar, þótt minni
hluti sé, á það að fyrirgefa, ef ekki
að samþykkja, víssvitandi rógburð,
lygi og rangfærslur.
Þessar almennu hugleiðingar von-
um vér að allir veiði að játa réttar
og sannar, og efni þeirra heilsusam-
legt hverri þjóð, ekki sízt þeirri sem
ný er á sjálfstjórnar-brautinni.
Hvort nokkuð af þessum hugleið-
ingum geti átt að einhverju leyti,
meira eða minna, heima hjá vorri
þjóð nú, það ætlurn vér hverjum
lesanda að geta heimfært eftir reynslu
sinni og þekkingu.
Veðurathuganir
i Reykjavík, eftir Sigrísi B.iornsdóttuk.
1904 Des. Loftvog millim. Hiti (C.) -©3 «o æ rCj t-i Ö *o <D Ö tc cd s m Úrkoma millim.
Fi 22. 8 764,7 2,7 0 5
2 765,3 1,5 sw 1 5
9 765,4 1,7 ENE 1 6
Fö 23. 8 765,5 3,7 NE 1 10 13,(1-
2 760,4 4,0 NE 1 10
9,760,7 5,2 NE 1 10
Ld 24. 8 761,7 4,9 E 1 10
2 763,7 4.6 0 10
9 762,9 4,7 NE 1 8
Sd 25. 8 760,8 2,7 E 1 5
2 762,7 4,6 ESE 1 10
9,700,0 0
Há 26. 8 759,5 4,7 NE 1 10
2 758,6 4,6 E 1 10
9 758,1 4,5 NE 1 3
Þr 27. 8 750,7 4,7 NE 1 9
2 751,2 4,5 SW 1 10
9 753,7 2,1 0 2
Mi 28. 8 750,6 2,6 SE 1 8
2 749.4 2,6 S 1 9
9 700,0 n 0 0
Bræðurnir Gr. og S. Eggerz,
candidati juris, flytja mál, semja sam-
ninga og annast yfir höfuð að tala
öll málaflutningsmanns störf. Heima
12 — 2 og 6-7 síðdegis. —
Suðurgötu 8. [tf.