Reykjavík - 07.01.1905, Síða 3
7
Landsbankinn
greiðir vexti af sparfsjóftsfé 33/4°/0 frá 1. Janúar 1905 og af fé á lilaupa-
reikningi eftir samkornulagi.
Gefa má ávísanir á fé í hlaupareikningi, en nota verður til þess
eyðublöð, sem fást í bankanum.
ÁvísanagjaJd til Kaupm.hafnar er fyrir hverjar 100 kr. 10 a. (minsta
gjald 25 a.) og til Noregs, Euglands, Hamborgar og Ameríku 20 a. (minsta
gjald 50. a.).
Seðlar Landsbankans eru teknir affallalaust í „Landmandsbanken" í Kaup-
mannahöfn.
TryggYÍ Gunnarsson.
Það er skaði, að í fylgiskjalinu
við þennan reikning er ekki sundur-
liðuð þessi tekjugrein á þann hátt>
gð séð verði, hverju tollurinn heflr
Bumið á hverri af þessum þrem
vörutegundum um sig. Þetta er því
meinlegra, sem verzlunarskýrslurnar
éru svo kynduglega samdar, að af
þeim verður ekki séð, hvað hingað
flyzt af súkkulaði eða brjóstsykri, og
væii þó ástæða til að sýna það sér-
staklega. hvort um sig, úr því að
vörurnar eru tollskyldar.
Póstmála tekjurnar (sem ársreikn-
ingurinn samkv. fjárlögunum nefnir
tekjur af póst-ferðum!) eru þetta ár
(1903) 105 438 kr., í stað áætlaðra
35 000 kr. -
Það er sala gamalla frímerkja, sem
þetta ár og árið á undan bætti svo
stórum hag landssjóðs.
En nú er sú lind þorrin.
(Meira).
Leikhúsið.
— :o:—
Nú hefir Leikfélag Reykjavíkur
nokkrum sinnum sýnt enskan leik í
5 þáttum, „John Storm" eftir Hall
Caine. Leikurinn heitir á frummál-
inu „The Christian“, en er þér
nefndur eftir höfuðpersónunni. Hall
Caine er Manarbúi, helzti rithöfund-
ur eyjarbúa og forgöngumaður þeirra
í tlestu. Honum hefir áður verið
iýst í ísienzkum blöðum og hefir
hann tvisvar dvalið hór á landi um
tíma og ritað tvær skáldsögur frá
því ferðalagi.
Aðsóknin að þessum leik hefir
verið in bezta, enda vorðskuldar hann
það, bæði frá höfundarins hendi og eins
meðferð leikendanna á honum. Leik-
tjöldin í 1. þætti eru mjög vönduð,
keypt frá Kaupmannahöfn. Sér þar
yfir gamlar hallarrústir, vík með
fjölda skipa og fjallhöfða við sjóinn.
Þessi þáttur fer fram á Mön, hinir í
Lundúnum. John Storm er höfð-
ingjasonur á Mön og elskar þar
stúlku af lágum ættum, Glory. J.
St. er trúhneigður maður og mjög
alvörugefmn, en stúlkan gáskafull og
gefin fyrir soll. Auðmenn nokkrir
frá Lundúnum koma til Manar og
telja henni trú um, að hún ætti að
fara til Lundúna og gerast leikkona,
og verður það úr, þvert á móti ósk-
um og ráðum J. St. Hann fer til
Lundúna á eftir henni og verður
prestur í einum af fátækustuhlutum
borgarinnar; ætlar að endurreisa þar
kristindóm í nýrri mynd. Leikurinn
sýnir svo stríð J. St. við að ná Glory
frá leikhúsinu og úr höndum þeirra
manna, sem fengu hana þangað.
í leiknum kveður langmest að J.
St., enda er hann líka bezt leikinn.
Það mun vart hafa verið leikið hér
áður jafnvel og náttúrlega og hr.
Jens B. Waage gerir í þessum leik,
þegar um jafnstórt hlutverk hefir
verið að gera. T. d. má benda á
það, þegar J. St. kcmur inn til Glory
um nóttina og æfeiar að myrða hana-
heldur en að hún haldi áfram á
f
leiksviðinu.
Glory er önnur höfuðpersónan og
er hún einnig vel leikin af frk. Guð-
rúnu Indriðadóttur. Hlutverk henn-
ar er vandasamt víða og tekst sum-
staðar mjög vel, en hvergi illa.
Margar persónur eru í leiknum,
sem minni hlutverk hafa. Hr. Friðf.
Guðjónssyni tekst mjög vel með
Lamplugh munk. Ensku auðmenn-
irnir og svallararnir eru allir fremur
vel leiknir, einkum R. Ure lávarður
af hr. Guðm. Hallgrímsson. Frk.
Gunnþórunn Halldórsdóttir hefirsmátt
hlutverk, frú Callender, en sýnir hana
vel. Sömuleiðis hr. Kr. Ó. Þorgríms-
son erkidjáknann. Polly er dável
leikin með köílum af frk. Emilíu
Indriðadóttur. #
Statistaleikúrinn, þar sem J. St.
er sleginn niður, er ekki sýndur m'eð
nægilegu fjöri. Eins kemur það
heldur ekki vel fram, þegar mis-
sættið verður milli J. St. og föður
hans, svo að jafnvel bársmíð verður
úr. Þ. O.
IRepkjavífc oq öi'cnö.
Grutenbcrg-prentsniiftjan ogtíl-
drog hennar. Prentsmiðja „Dag-
skrár“ byrjaði hér fyrir nokkruin ár-
um og bygði lífsvon sína á nokkuð
einkennilegum grundvelli. Hún hafði
nfl. aldrei fleiri en einn mann, er
fullnuma var í prentiðn, og stundum
engan, en hafði annars tóma náms-
drengi til að vinna. Slíkir náms-
drengir fengu þá 10 kr. kaupámán-
uði 1. árið, sem svo átti að liækka
um 10 kr. á ári í 4 ár (námstím-
ann). En prentsmiðjan þessi hafði
það vana-lag, að sparka nemendun-
um burt eftir 2 ár og taka einlægt nýja
drengi 'í staðinn.
Þetta var í rauninni ekki annað
en blátt áfram banatilrœði við prent-
arastéttina sem iðmannastétt.
Það var því ekki nema náttúrlegt,
að þetta yrði til að knýja prentara-
stéttina til sjálfsvarnar, og varð það
tilefni til þess, að hér myndaðist á-
líka verkmanna-félagsskapur milli
prentaranna, eins og á sér stað nú
meðal allra iðmannastétta hvervetna
um heim.
Þeir gerðu það með sér, að fast-
ákveða borgun fyrir ákvæðisvinnu
(akkord) og lægsta kaup fast fyrir
þá er unnu fyrir fasta-kaupi. Og
jafnframt settu þeir ýmsar reglur um
vinnuna, er fylgja skyldi, og bund-
ust samtökum um það, að vinna
eigi hjá öðrum húsbændum, enþeim
er samþyktu ákvæði þeirra. „Dag-
skrár“-prentsmiðja var þá orðin ann-
ars manns eign (prsm. „Þjóðólfs“),
og nú vanst það á, að prentsmiðju-
eigendur hér flestir gengu munnlega
að samningi við prentarafélagið um
þessi atriði. En reyndu þó stundum
sumir að bregða út af því.
En í vor er leið, var umsaminn
timi á enda, og ritaði þá prentarafé-
lagið prentsmiðjueigendum hér kurteis-
legt bréf, og skoraði á þá að gera
samninga við félagið á ný. Þá vóru
hér sex prentsmiðjur : 3 stærri (ísaf.,
Fél.prsm. og prentsm. Rvíkur) og 3
smærri (Þjóðólfs, Ostlunds og Aldar-
prsm.). Þeir eigendur ísafoldarprsm.
og Félagsprentsmiðjunnar virtu þá
ekki prentarafélagið einu sinni svars.
(Þorv. Þorvarðsson svaraði skriflega,
að hann fylgdi prentarafélaginuað mál-
um. H. Þorsteinssonsvaraðimunnlega,
að hann fylgdist með, ef hinar prent-
smiðjurnar aðhyltust þessa samninga.
— En við Ostlunds- og Aldarprms.
var þá eigi leitað samninga). Var
þá sýnt, hvað verða vildi, að þessir
menn ætluðu að bæla allan
prentarafélagsskap niður með einu
fyrirlitningar-rothöggi í stórmensku
sinni. — Þá tók málið að vandast
fyrir prenturuum. Þetta var beint
banatilrœði við tímanlega velferð
þeirra, sem að eins verður trygð
með dyggum samtökum. Þau eru
smælingjanna helzta varnar-vopn.
Prentararnir fóru nú að halda
fundi, en áttu nú úr vöndu að ráða.
Hefði hér staðið líkt á og í útlönd-
um: verið margar prentsmiðjur í
landinu með fjölmennri prentarastétt,
allri félagsbundinni, og svo samgöng-
ur verið greiðar og nokkur styrktar-
arsjóður meðal allra stéttarbræðra
í landinu, þá hefði veríð einsætt að
gera þegar verkfall. En á því vóru
ekki tiltök eins og á stóð, enda árið
ekki þingár og því auðveldara fyrir
prentsmiðjurnar að komast af í bráð.
Niðurstaðan varð því sú, að una
ofbeldinu í bráð, en reyna að búa
betur um sig.
Til þess tóku prentararnir í félag-
inu það ráð, að mynda hlutafélag
tii að kaupa stærri og nýtari prent-
áhöld, en hér væri áður til, og stofna
prentsmiðju, sem gæti kept við hin-
ar og veitt félagsmönnum atvinnu
með þeim kjörum, er áður höfðu
verið; þeim kjörum, som tryggja
verkamönnunum sæmilegt vana-kaup
fyrir vinnu sína.
Þessi — og þessi ein — vóru
tildrög og orsök til þessarar prentara-
prentsmiðju. Það vóru prentarárnir,
og þeir einir, er fundu þetta ráð og
réðust í það —án allra hvata frá öðr-
um (fáum eða eDgum utan þeirra
flokks var um það kunnugt fyyri en
síðar) — einvörðungu til sjalfevamar
tímanlegri velferð sinni.
Auðvitað þurftu þeir, félitlir menn
allir, að fá góðra manna aðstoð til
ábyrgðar, því að þeir réðust í að
kaupa lóðogreisa stórt prentsmiðju-
hús (25x14 al.) tvilyft. Svo keyptu
þeir Reykjavíkur-prentsmiðju að hr.
Þorv. Þorvarðssyni, og sendu hann
utan til innkaupa.
Þessi nýja prentsmiðja heitir
Gutenberg-prentsmiðja og er langt
um stærri en nokkur prentsmiðja
hér á landi, og svo fullkomin í alla
staði, að jafnfætis stendur allra-beztu
prentsmiðjum erlendis; getur t. d.
prentað bækur og myndir með jafn-
vönduðum frágangi sem béztan get-
ur í útlöndum.
Guteiiberg-prentsmiðjan hefir 4
hraðpressur; sú stærsta tekur tvö-
faldan „median," sem kallað er, þ.
e. 4 bls. talsvert stærri en ísafoldar
eða Fjallkonu brot. Hún prentar
fínustu myndir. Næststærsta press-
an prentar 4 „Reykjavíkur-“blaðsið-
síður í einu. Hinar tvær eru minni,
þó prentar önnur þeirra tvær síður
af „Reykjavík" eíns og hún var í
broti fram til 1903.
Pappírsskurðar-vél er þar, stærri en
hér hefir áður til verið. Þá er þar
strykunar-vél, til að stryka alls
konar reíkninga og töflur á skrifpappír.
Enn er þar tölusetningar-vél, er
tölusetur hvað sem vera skal, t.
d. blaðsíður í Höfuðbókum o. fl.;
götunar-vél (perforeringsvél); enn
fremur leturflötsteypu-áhöld (stereo-
typi).
Ógrynni af nýjum leturtegundum
keyptu þeir og, víst letur fyrir 10 000
kr., auk þess er „Rvíkur-“prsm. átti.
Á efra gólfi geta 40 setjarar stað-
ið að stílsetningu.