Reykjavík - 03.06.1905, Blaðsíða 2
110
KR. KRISTJÁNSSON,
Skólavörðustíg 4,
smíðar manna bezt húsgögn og gerir yið
Afgreiðslustofa „Reykjavíkur“
er nú á Laufásvegi 5.
Telefónar ,,Reykjavikur“ eru;
Nr. 29. Afgreiðslustofan (og ritstjórinn >
Laufásv. 5.
Nr. 80. Ritstjórinn (Landsbókasafnið).
Telefóu prentsmiðjunnar er Nr. 71.
— Kaupendur í bænum, sem ekki fá
blaðið með skilum, gera oss greiða með því
að láta afgrciðslustofuna vita það sem fyrst.
— Þeir kaupendur, sem hafa skift um
bústað, eru beðnir að gera aðvart í
afgreiðslustofuna (Laufásvegi 5).
Pólítík og dómarar.
Ranglátur yfirréttardómur.
„Sagan sýnir, að á vanda-
tímum er í öllu stjórnarlifi
ríkis engin æstari stétt til en
dómstólarnir.111
A. F. Tscherning.
[Rigsdagstid. 1856—57. Folket. Forhdl.
Sp. 3063].
I.
Kýlega er í heild sinni birtur (í „Þjóð-
ólfi“ 26. f. m.) yfirréttar-dómur, svo hneyksl-
anlegur, svo hróplega ranglátur, að liann
má ekki liggja í þagnargildi.
Ymsum kunua að þykja það hörð um-
mæli, er vér nefnum yfirréttardóm „rang-
látan“ og „hneykslanlegan;“ en ummælin
eru á gildum rökum bygð, og vér skulum
rökstyðja þau. En vér biðjum þess vel
gætt, að með þeim er engu vissvitandi
ranglæti, engu óheiðarlegu dróttað að
dómurunum, sem dóminn hafa dæmt.
Þekkingarbrestur eða vitsmunaskortur
getur leitt dómara, sem ekki hefir þann
ásetning að gera rangt, til að dæma rang-
látan dóm. — Velvild eða óvild, ást eða
hatur, persónulegt eða pólitískt, getur
sljóvgað, blindað eða afvegaleitt réttar-
meðvitund dómara, svo að hann geti ekki
fylgislaust á mál litið, og dæmi, sjálfum
sér óvitandi, hneykslanlega ranglátan dóm.
Með öðrum orðum: þekking, vitsmunir
eða ástriður og æstar tilfinningar geta
blindað dómara — og það kemur ekki
allsjaldan fyrir, pví miður.
En ef það er sýnilegt, að pólitiskar æs-
ingar og floklcshatur fara að hafa áhrif á
dómstólana, þá er voði á ferðiun.
Og dómur sá sem hér er um að ræða,
er svo vaxinn, að óhugsandi er, að hann
hefði getað komið frá yfirrétti landsins
nema á pólitískum æsingatímum og frá
dómurum, sem sjálfir vóru gagnteknir af
pólitískri flokksæsing og flokkshatri, sem
þeir ósjálfrátt láta bitna á einum fremsta
og skæðasta pólitískum mótstöðumanni,
með fram til að sýkna vildustu flokks-
bræður sína og stuðningsmenn.
Enginn maður hér á landi hefir um langa
tíð sætt jafn svæsnum og ósvífnum per-
sónulegum árásum og álygum eins og
Lárus sýslumaður Bjarnason — síðan hon-
um varð það á, að bera hærra hlut í þing-
kosningu við þáverandi „ísafoldar“ með-
ritstjóra, núverandi „Ejallkonu“-ritstjóra
Einar Hjörleifsson, sem fór heldur ófrægi-
legan leiðangur vestur í Snæfellsness-sýslu;
og enn fremur síðan hann vísaði Birni
ritstjóra Jónssyni út af lestrarsal Alþingis
— sem hann að voru áliti hefði átt að
1) »Historien viser, at der ikke er noget liclen-
skaheligere Element i hele Statsiivet i vanskelige
Tider, end DomstoIene.«
láta ógert, pó að hann hefði formlegan
og löglegan rétt til þess; þvi að persónu-
leg kurteisi og umburðarlyndisleg lipurð í
umgengni við mótstöðumenn klæðir alla vel.
Þessar ofsóknir og álygar á Lárus sýslu-
mann Bjarnason höfum vér nær undan-
tekningarlaust leitt hjá oss, einmitt af þvi
að þær vóru persónulegar, en jafnframt
svo sýnilega af pólitískum toga spunnar,
að vér ætluðum, að skynbærir menn mundu
ekki af þeim blekkjast.
En þegar yfirréttur landsins virðist setja
sitt innsigli á ósómann, þá er ástæða t.il
að reyna að banda rykinu frá augum al-
mennings.
Saga málsins er i stuttu máli þessi:
Þegar Sigurður Jónsson, sýslumaður i
Snæfellsness-sýslu, dó, mágur Jóns Jens-
sonar yfirdómara, þá var dánarbú hans
svo gersamlegt þrotabú, að vonlaust var,
að eignir búsins hrykkju nándarnærri fyr-
ir forgangs-skuldum, því síður að aðrir
skuldheimtumenn gætu fengið einn eyri
upp í það sem þeir áttu inni.
Lárus Bjarnason varð cítirmaður hans
og skiftaráðandi í búinu. Hann fékk hús-
ið lcigt til íbúðar, en ætlaði að selja það
á uppboði, eins og næst lá. En ekkja
Sigurðar sýslumanns og bróðir hennar Jón
Jensson yfirdómari, fongu L. B. til að reyna
að selja húsið með opinberu framboði ut-
an uppboðs, af því að lítil likindi vóru til
að nokkurt viðunandi boð fengist í það á
uppboði. Hefir þeim auðvitað gengið til
lofsamleg viðleitni til að láta reitur Sig-
urðar sýslumanns hrökkva sem lengst að
auðið yrði upp í skuldasúpuna.
Af því að Einar Hjörleifsson hefir siðar
borið það út á prenti um Lárus, eins og
fleiri ósannindi, að L. Bj. hafi spilt því,
að prestur (Sigurður öunnarsson) og læknir
(Lavíð Scheving Thorsteinsson) koyptu
húsið, þá er rétt, að geta þess, að þeir
(S. GI. og D. Sch.) vóru báðir umboðs-
menn aðstandanda búsins og samþyktu
báðir á skiftafundi, að húsið yrði selt utan
uppboðs; ef 7000 kr. fengjust í það boðnar,
en sjálfir gerðu peir aldrei neitt boð í
hitsið, og reistu sér þó ekki hús fyrri en
löngu eftir að sölufresturinn, sem ákveð-
inn var á húsinu, var út runninn.
Samkvæmt ályktun skiftafundarins og
ósk og vilja aðstandanda búsins, var því
húsið tvívegis boðið fram til kaups í blað-
inu „ísafold,1 11 fyrst í 21. tbl. 22. árg. og
síðan í 1. tbl. 23. árg. — Skiftafundur 23.
Nóv. 1895 ákvað, „að enn skyldi fresta
sölu á húsinu með sama móti og fvrr,
þannig, að húsið yrði boðið fram í „ísa-
fold“ fyrir minst 7000 kr., og skyldu boðin
komin til skiftaráðanda fyrir lok 11. k.
Aprílm.; en fengist ekki 7000 kr. boð í
húsið, skyldi það selt á uppboði innan loka
Júlí-mán. þ. á.“
En innan þess tíma (30. Apr.) kom eklc-
ert boð í húsið, nema frá Lárusi sýslum.,
sem 17. Apr. skrifaði væntanlegum skifta-
fundi og bauð 7000 kr. í húsið. Upp frá
peim degi hafði Lárus sýslumaður engin
afskifti af búinu. Hann bað um og fékk,
að annar skiftaráðandi yrði skipaður, ein-
mitt af því að hann sjálfur bauð í húsið.
1 Ágúst sumarið eftir fær svo L. B. prívat-
bréf frá Jóni Jenssyni með skilaboðum í
frá Aug. Thomsen kaupmanni, um, að hann
(Thomsen) vilji kaupa húsið, ef L. B vilji
ekki gefa 8000 kr. fyrir það.
Lárus skrifar þá Thomsen beina leið
aftur og segir honum, að annar skifta-
ráðandi verði settur, þar eð hann hafi
sjálfur boðið 7000 kr. í húsið, og lætur í
Ijósi, að hann telji sig hafa kauprétt á
húsinu fyrir þetta verð, þar sem enginn
hafi annar neitt í húsið boðið innan til
skilins frests, en samþykt hafi verið að
selja húsið, ef 7000 kr. boð fengist.
Samt gefur Thomsen Jóni Jenssyni siðar
umboð til að bjóða í húsið 8000 kr., og er
það umboð svo:
„Með þvi að ég hef í umboði frá öðr-
um mannP) að kaupa hús í Stykkishólmi,
gef ég hér með hr. yfirdómara Jóni Jens-
syni, eða þeim sem hann setur fyrir sig í
því efni, umboð mitt til að bjóða fyrir
mína hönd 8000 kr. — átta þúsund krón-
ur — í húseign dánarbús Sigurðar sál .Tóns-
sonar í Stykkishólmi, er ráðgert er að
selt verði á skiftafundi í næsta mánuði.
Þó áskil ég, að ég fái frjáls umráð y/it'
húseigninni í siðasta lagi 1. Október p. á.,
og einnig er þetta boð mitt bundið því
skilyrði, að hr. sýslum. Láirus Bjarnason
vilji eigi kaupa húseignina fyrir sönm
upphœð og með sömu kjörum og ég,
þ. e. fyrir 8000 krónur“.
Þetta er dags. og undirskrifað 31. Júlí
1896 og s. d. framsélur Jón Jensson séra
Sigurði bróður sínum umboðið.
Á skiftafundi 12. Sept. s. á. (séra Sig-
urður Gunnarsson var þá settur skiftaráð-
andi) krefst Lárus þess, að fá húsið keypt
fyrir 7000 kr. samkv. boði sínu; það gerir
hann sem prívatmaður, eftir að hann er
hœttur að liafa meðgerð með búið sem
skiftaráðandi. En þáverandi skiftaráðandi
úrskurðaði, að boð L, B. skyldi ekki pegið.
Auðvitað befði L. B. getað haldið til laga
rétti sínum til húskaupanna; en hann gerði
það ekki, heldur flutti úr húsinu með konu
sína veika að nýafstöðnum barnsburði,
því að boð Thomsens var þegið, og hann
(H. Th. A. Th.) keypti húsið.
En hvað verður svo?
Thomsen, sem þurfti að rýma L. B.
burtu úr húsinu 1. Okt., ef hann (L. B.)
vildi ekki kaupa það á 8000 kr., gefur,
undir eins og haun fær þá óvæntu fregn,
að hann sitji með húsið, manni umboð til
að selja það (7. Nóv. s. á.). Húsið stend-
ur autt allan veturinn og Thomsen kem-
ur því ekki út. Næsta vor fer Th. svo að
bjóða Lárusi húsið fyrir 7000 kr., en Lár-
us vill þá ekki bafa það, nema Th. slái
250 kr. af fyrir það sem hann hafði gert
hilliboð í húsið og bakað Lárusi með þvi
húsaleigukostnað.
Og að pessu gengur Thomsen.
Selur Lárusi húsið fyrir 350 kr. minna
verð, en L. B. hafði boðið búinu, og
1250 kr. minna vcrð, en Thomsen hafði
sjálfur keypt það fyrir.
Kaupbréf þetta er svo einkennilegt, að
vert er að prenta það orðrétt. Það er
svona:
„Eg Samúcl verzlunarstjóri Richter í
Stykkisholmi fj'rir hönd H. Th. A Thom-
sens kaupmans í Reykjavík sem seljanda
sel hérmeð samkvæmt umboðsskjali Thom-
sens kaupmanns mér til handa, dags. 7.
Nóv. 1896, herra sýslumanni Lárusi Bjarna-
son í Stykkishólmi fyrverandi íbúðarhús
Sigurðar sýslumanns Jónssonar heitins í
Stykkishólmi, ásamt geymsluhúsi, girðingum,
ytri gluggum, ofnum, öllu múr- og naglföstu
og öllu öðru, er téðri húseign fylgdi þeg-
ar hún var aflient oftnefndum Thomsen 1.
Oktober 1896, fyrir umsamið kaupverð
8000, átta þúsund, krónur
með þeim nánari slcilyrðum, er hér fara á
eftir.
Kaupandi taki að sér veðslculd þá, að
upphæð 4341 —■ fjögur þúsund þrjú huiidr-
uð fjörutíu og eina—krónu, 71 eyri, er nú
hvílir á eigninni til landssjóðs, og svari
dánarbúi Sigurðar sýslumanns Jónssonar
afganginum 3658 — þrjú þúsund sexhundr-
uð fimtíu og átta — kr. 29 aurum í næst-
komandi Júní-gjalddaga.
Hinsvegar greiði oftnefndur Thomsen
kaupmaður Lárusi sýslumanni í sama mund
1) Auðkcnt mcð skáletri aí oss.
’ Ritstj.
(næstkom. Júní-gjalddaga) 1250 (tólfhundr-
uð og fimmtíu) krónur.
Kaupanda er heimilt að taka húseign-
ina til sín nú þegar, og afsalsbréf skal
hann fá þegar, er hann hefir sýnt mér
skil fvrir því, að hann hafi tekið að sér
fraraangreinda landssjóðsskuld og tjáð
skiftaráðandanum í dánarbúi Sigurðar
sýslumanns að hann svari búinu hins veg-
ar rituðum afgangi.
Samningur þessi er ritaður í tvennu
lagi og heldur hvor samningsaðila sinu
eintaki.
Stykkishólmí 2, apríl 1897.
Yitundarvottar S. liichter.
Sæm. Halldórsson
H. Thejll.
Eg, Lárus sýslumaður Bjarnason, geng-
að framanrituðum samningi.
Stykkishólmi 2. apríl 1897.
Lárus Bjarnason
Vitundarvottar kaupandi.
Sæm. Halldórsson
H. Thejll.
Hver var nú sá maður, sem Thomsent
liafði í umboði fyrir að bjóða í húsið?
Hver blæddi þessum 1250 kr., sem sleg-
ið var af húsinu?
Thomsen er, því miður, dáinn, svo að
hann getur ekki svarað.
Ut af þessu marg-meiðyrðir svo Einar-
Hjörleifsson og síðan Björn Jónsson Lárus
sýslumann. Vér skulum að eins nefna dá-
litið af ummælum E. H., sem Lárus stefn-
ir honum fyrir.
„Að hann, skiftaráðandinn sjálfur, mundi'
fara að hafa af búinu.“ „Út af þessu, að*
hann getur ekki svift búið 1000 krónum,.
verður Lárus æfur.“ „í stað þess rær
hann öllum árum að því, að búið missi
1000 kr.“
„Meðan óséð var, hverjar ráðstafanir
þeir læknir og prestur gorðu til þcss að-
afla sér húsnæðis, dró sýslumaður rnálið
á langinn, þóttist að sönnu ætla að kaupa.
húsið, en vera neyddur til að fresta kaup-
unum fyrir peningaþröng, og gerði auð-
vitað engá gangskör að því að fá annam
kaupanda11.
Þessi ummæli dæmdi bæjarþingsdómur
Akureyrar dauð og marklaus og lét varða
sektum. Enda var sannað, að þeir „prest-
ur og læknir“ höfðu sjálfir viljað láta
fresta sölunni, og að L. Bj. hafði tvívegis-
auglýst húsið til sölu i „ísafold“.
Alt um það finnur yfirrétturinn ekkert
saknæmt í þessum svivirðilegu og ósönnu
aðdróttunum.
Eyrir tvenn önnur ummæli, sem engu
eru verri, svo séð verði, dæma þoir þó E.
H. i lítilfjörlega sekt og ómerkja þau.
„ísafold“ prentar svo dóminn upp með
þeim Ummælum, að nú sé Lárus „dæmd-
ur sannur að sök um fjárdrátt“.
Fyrir þetta sýknar yfirrétturinn Björn„
og læzt ekki skilja, að „fjárdráttur11 sé meið-
yrði; eða yfirrétturinn er þá svo illa að sér
í móðurmáli sínu, að þekkja ckki daglega
mcrking algengs orðs í málinu. Og er þad
ilt, að yfirdómendur skuli vera svo fákunn-
andi í móðurmáli sinu.
Björn Jónsson er betur að sér, hann
hefir látið pað svart á hvítu frásér farar
að orðið »fjáirdrádtur«. sé með allra-verstu
œrumeiðingum málsins.
Iljörn skilur algenga íslenzku pcgar
hann vill skilja hana.
En hálf-meinlegt er það fyrir hannr
að til slculi vera eftir liann svo ótvíræð
yfirlýsing um, að aðdróttun um „fjárdrátt11
skuli ávalt og skilyrðislaust vera með sak-
næmustu ærumeiðingum tungu vorrar.
Það þarf fleira að athuga af þessu
tilefni, en það verður í þotta sinni að.
bíða. Það skal ekki verða longi.