Reykjavík

Tölublað

Reykjavík - 24.06.1905, Blaðsíða 4

Reykjavík - 24.06.1905, Blaðsíða 4
124 REYKJAVÍK Að síðustu var borin upp svo- hjóðandi yfirlýsing og samþykl með eindregnu iófaklappi allra fundarmanna: »Fundurinn lýsir eindreginni á- nægju sinni yfir því, hvernig ráð- herra íslands hefir komið fram í áhuga- og velferðarmálum þjóð- arinnar, kann honum þakkir fyr- ir, og ber ið hezta traust til starfsemi hans framvegis«. Fundi slitið. Guðl. Guðmundsson, Pétur Ólafsson, B. Einarsson. í næstu viku kemur „Reykjavík,, út á en Laugardagsblað næstu viku verður ekki borið út fyrri en á Sunnudags-morgun. ■ Auglýsendur athugi þetta. - TRe^hjavtþ og örenö. Kong Trygve (Emil Nielsen) kom hingað 19. þ. m. beina ieið frá Höfn og Leith, 49 farþegar vóru með skipinu, þar á meðal: Docent Val- týr Guðmundsson, próf. Finnur Jóns- son, kaupm. Lefolii (Eyraib.), kaupm. Gunnar Einarsson og dóttir lians, Mag. Carl Kúchler (Leipzig), kapt. D. Bruun og sonur hans, Stúd. sgeii' Torfason, Þorst. Þorsteinsson, Guðm. Ólafsson, Gunnar Egilson, Kand. Sandberg (norskur kennari), litstj. Ó!. Felixson (frá Álasundi), M. Schmidt fsápugj.m.) Þorkell Ciementz vélasm., kand.SigfúsEinai'sson, stud. med. Pét ur Thoroddsen, frk. Sigr. Bjöi nsdóttir, 2 frk. A. Lieht, frk. Jmnd (málari), frk. Sigriður Helgadóttir, frk. Helle- mann (söngkona), frk. Guðrún Aðal- stein, frú Bentzen, frk. Steinunn Thorsteinsson o. m. fl. Gufuskipið ,,Sjofna“, aukaskíp frá „Thore-félaginu, kom hingað frá Höfn og Loith 20. þ. m., hlaðið vörum hingað til Reykjavíkur. Embættisprófi hafa riýlokið við læknaskólann Þórður Sveinsson, með I. eink. 169 st., og Jón Jónsson, með I. eink. 163 st. Við prestaskólann hafa og nýlokið embættisprófi Eirikur Stefánsson og Lárus Thorarensen, báðir með II. eink. Norskur og sænskur konsúll Th. Thorsteinsson hefir fyrir nokkru sagt af sér því starfl. Ósatt er það, að hr. kaupm. Björn Kristjánsson hafi verið skipaður konsúll; hann sótti um pað, og sótti ailfast, en fékk ekki. 8. þ. m. var enginn skipaður, en það var annar maður (norskur), sem generalkousúllinn þá taidi stinda næstan. Hins vegar mun hr. Bj. Kr. hafa verið settm 5. þ. m. til að gegna starfinu um stund. En er haun var íræddur um það, að hann yrði að leggja niður þingmennsku, ef hann yrði konsúll (Stj.skr. 18. gr. 1.), er mælt, að hann hafi apturkalla? um- sókn sína fyrir fám dögum. Ii æj a r gj a 1 d a f ruiu v a r p bæja r- stjórnarinnar var felt með mikium atkvæðamun á borgarafundinum á Laugardagskvöldið og eftir iangar um- ræður. Hoimspekispróíi luku þessirstúd- entar hér 19. þ. m.: Guðm. Goiðfinn&Söu með 1. eink. áfrœtl. Gunnl. Þorsteinsson _ — riável -f- Jóhann Bricm _ — ágætl.-r- Jóh. G. Sigurð-ison — — dável -j- Jón Kristjánsson 2. vel -P Magnús Pétursson — 1. — clável -(- Þeir Jóh. Briem Og J. G. SigUl'ðs son eru á prestaskóianum, hinir á læknaskólanum. Einn stúdent stóðst ekki próflð. Keiðhjól, sem ekki þarf að stíga, en ganga með hreyfivél, flutti Þorkell Klemenz vélasmiður hingað nú með „Kong Trygve" um daginn. Það eru fyrstu reiðhjólin, sem fluzt hafa hing- að til lands með þeirri gerð og kvað kosta með öllum útbúnaði 700 — 1000 kr. „Ileklii“ kom 17. þ. m. úrhring- för sinni í kringnm landið. Með henni komu þeir til baka úr Eyjafirði ráð- herrann og landritaiinn. Auk þeirra komu með henni sýslumenn Múlsýsl- unga Axel Tuliníus og Jóh. Jóhann- esson. Keiðlijólasl ys kom hér fyrir í gærmorgun. Maður kom á fleygiferð ofan Bakarastíg og þeysti á kven mann, sem gekk eftir götunni; kast- aðist hún langar leiðir og eins mað- urinn af hjólunum. Konan meiddist mikið, en óvíst enn, hve hættulega. Úr Strandasýslu. 1 umkvörtun, som Strandamenn sendu til yfirvaldanna yfir Guðm. Scheving hér- aðslæki sínum, dags. 7. Júlí 1903, og um 40 bændur rituðu nöfn sín undir, báru þoir honum meðal annsis á biýn, að haun væri óhcppilega hneigður til áfengra drykkja, og það hafi fleirumsinnum komið í bága við embættisstörf hans. Þessu til sönnunar fylgdu kærunni meðal annais 2 vottorð; annað frá Pét.ri nokkrum Þórðarsyni skipasmið fráReykja- vík, sem Jét eiít sinn sækja hann fyrir sig þegar bann var staddur á Hólmavílc. Kar hann, að .Jæknirinn hefði vcrið svo ölvaður, þegar liann lcom, að hann hefði ekkiálitið tiltölc að hann veitti sér nokkra læknis- hjálp. Hitt var frá I.ýði lireppstjóra Jónssyni á Skriðnesenni, þar sem hann skýrir frá. að Scheving haíi eina nótt vakað yfir sér, þcgar liann lá í Ilólmavík veikut- af hand- armeini með.mikilli hitasótt (feber). — Lét þá læknirínn Lýð drekka rommpúns. — Segir Lýður, að sér hafi virst lælcnirinn vera mikið ölvaður þá nótt. Hvað segir nú Scheving um þetfa? — í umsögn sinni um kæruna, dags. 30 Okt. 1903, lýsir hann það tilhæfidaus osannindi, a.ð hann nokkru sinni hafi veríð ölvaður við embættisverk, síðan liann kom í hér- aðið, og kveðst að eins neyta víns lítils- háttar í samkvæmum og á fcrðalögum (sic.). Til að styðja þetta fær hann allmarga kunningja sina, karla og konur, unga og gamla, og lætur þá bæta því við, að hann aldrei bragði vín heima hjá sér. Og kórónar svo alt með því að fara í mál við Pétur Þ^rðarson út af vottorðinu. Hvernig fer svo? — l’étur kallar til vitnis 2 af þeim mönnum, er sóttu til hars lækninn og báru þeir samhljóða fyrir rétti á ísafirði 9. Apríl 1904, að Scheuing hefði verið ölvaður þetjar þeir komu nieð hann að Hólmavík lil Pélurs, og það einnig, að liann liefði verið últir drukkinn áður en hann fór af stað heiman að (þá liefir baun þó smakkað vin heima, hjá sér) og á leiðinní hefði orðið að láta hann á hak oij styðja himn á hcst- innm. En hvað vottorð Lýðs hreppstjóra snert- ir, þá liafa 2 áreiðanlegir og valinkunnir inenn boðist -til að bera það fyrir rétti, ef óskað væri, að læknirinn hafi morguninn eftir ina umræddu nótt komið snemina Pýzkt verður hér 19. og 20. Júlí með 250 farþega, sem ætla að skoða bæinn og sðfnin, ríða inn að Laugum og Elliðaám og fara á bátum milli eyjanna. Enn fremur er áformað að láta þá sjá veðreiðar á Melunum og heyra konserta á kvöldin. Undirritaður hefir tekið að sér að sjá um þessa gesti meðan þeir dvelja hér og þarf að fá aðstoð á ýms- an hátt til þess að gera þeim viðstöðuna hér sem þægi- legasta. Til þess að fylgja þeim um bæinn þarf 12 vel mentaða unga nienn, helzt dálítið þýzkutalandi. Áreið- túrnum inn að ánum þarf 8 fylgdarmenn og fjölda af hestum með reiðtygjum. Við veðreiðarnar verða veitt verðlaun fyrir skeið 50, 30 og 20 kr. og eins fyrir stökk. Peir sem vilja taka að sér að leiðheina eða fylgja ferðamönnum þessum og leigja hesta til reiðtúrsins eða taka þátt í veðreiðunum, eru beðnir að semja sem fyrst við forstöðumann ferðaniannadeildarinnar hr. Sigurð Guðmundsson. H. Th. A. Thomsen. inn til þeirra, þnr sem þeir sváfu sarran i lierbergi, og hafi hann þá verið mjög drukkinn. Af þessu getur almenningur séð, hvo vcl læknirinn hefir fylgt sannieikanum í inni ojiinberu umsögn sinni ogmættifleira til tína þessu likt og verður það máske gert síðar. Það kann að vcra, að lækniriim geti taiið ókunnugum trú um, að hann sé reglu- rnaður og nevti ekki víns. En kunnugir vita bczt, hvernig þvi er farið, og gaman væri að vita, hvað skipstjórarnir, sem verið iiafa á „Skálholti11, bæru í því máii. Má vcra að Seyðfiiðingar yrðu til að gefa Scheving góð vottorð í þcssu atriði? En ætli almenningur yrði til þess í Stranda- sýsiu? — Hitt er aunað mál, aö sjaldnar hefir það komið i bága við iæknisstörf upp á síðkastið cn ætla mætti, og er sú orsök til þoss, að svo dæmalaust lítið hefir verið til lians sótt.* G. G. B. (slendingar erlendis. Eiubættispróf í málfræði við há skólaun í Khöfn heflr tekið Árni Þor- víiidsson, sonur séra Þorvaldar sál. i Hvarnmi, með I. eink. Heimspckispróf við háskólann í Khöfn hafa tekiö: Guðbr. Björnsson, Jón Kristjánsson og Stefán Jónsson, allir með ágætiseink.; Björgólfur Ól- afsson, Björn .Pálsson og Gunnar Eg- ilson, allir með I. eink., Ól. Þorsteins- son með II. eink. og Pétur Thor- oddsen með III. eink. * í læknisdæmi hr G. Sch. hefir það komið fyrir 280 sinnum á einu ári, að menn þar hafa heidur leitað læknis í öðru læknisdæini, en að nota hann, eftir því sem mjög skilvís merkismaður hefir skýrt obs frá. Sú skýrsla liefir verið lögð fram fyrir rétti. Ritstj. Prentsmiðjan Gutenberg. Pippírinn frá J6ni Ólafesyni. Veðuraihuganir i Reykjavík, eftir Sigrísi Björnsdóttur. 1905 Júní Loftvog millim. Hiti (C.) +2 4-> o S rtí *£ <B Skýmagn Fi 15. ö 7 66,8 12.1 0 10 2 766.2 12.6 0 4 9 766,7 102 0 9 Fö 16. 8 7 67,8 10.6 0 4 2 765.5 12,5 0 3 9 764,1 11,5 0 2 Ld 17. 8 767,1 12.2 0 1 2 766,1 13M NW 1 3 9 768.5 11.7 0 2 Sd 18. 8 769,1 11,1 0 0 2 769,1 13,i 0 2 9 765,8 9.6 NW 1 2 Má 19. 8 765,7 14.7 0 0 2 761.6 15.4 SW l 0 9 760,9 10.9 0 8 Þr 20. 8 757,7 11,7 NW 1 5 2 755,7 13.4 0 4 9 753,6 11.2 0 5 Mi 21 8 757.1 10.7 0 1 2 758.7 16,5 S 1 7 9 761,3 10,5 SE 1 10 1 ítiðar-stúlku vii ég fá, stilta og vandaða, nú þegar. Lytshafar gefi sig fram í dag eða á morgun. Jón Olafsson bóksali. Herbergi með húsbúnaði eitt eða fleiri fyrir einhleypa menn vil ég fá leigt. Semja vorður i kvöld eða á morgun. Jón Oðafsson bóksali, Laufásveg 5. Duglegur kvenmaður, sem kann að tilbúa alls konar mat, get- ur fengið vist nú þegar á franska spítaianum. Fröken Steinunn Ólafs- dóttir á spítalanum gefur nánari upp- iýsingar. Ungl. stúk. „Svava11 heldur fund á morgun, of veður ieyfir, einhversstaðar fyr- ir utan bæinn. Allir meðl. eru beðnir að mæta kl. 11. árd. hjá G.-T.-húsinu.

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.