Reykjavík - 15.07.1905, Side 2
136
REYKJAYÍK
KR. KRISTJÁNSSON,
SkólavörðustÍR 4,
sniíðar manna bezt húsgögn og gerir við.
HeirnsendRnna milU.
Loftskeyti meðt. í Rvík k!. 11,30 siðd. 10. Júlí,
Roosevclt forseti hefir lagt fyrir
ófriðaraðilana [Japan og RúslandJ
beiðniSinlandsstjórnar umaðmega
taka þátt í friðarsamningnum. —
Það vita menn eigi, hvort and-
svör hafa fengist, en hitt er kunn-
ugt, að Rúsar eru beiðninnihlyntir,
en Japanar ekki. Ólíklegt er að
Roosevelt haldi beiðninni fast
fram.
Mr. Tafts [á að vera Taftj hefir
með nokkru föruneyti látið í haf
frá San Fransisco til að heim-
sækja Filippus-eyjar og Japan.
[Mr. Taft er innanríkisráðherra
Bandarí kj anna].
[Stríðið.J Oyama marskálkur
skýrir frá, að eftir að Rúsar flýðu
burt úr Kossakovsk á Sakhelin
[áaðvera: Sakhalin], hafi orrusta
orðið fyrir norðan Kossakovsk;
unnu Japanar sigur og tóku 4
fallbyssur og mikið af skotfærum.
— Rúsar taka sér það mjög nærri,
að Japanar hafa farið með lið á
land á Sakehlin [Sakhalin], með
því að það er fyrsta eiginlega
rúsneskt land, sem Japanar hafa
náð á sitt vald.
[Þrátt fyrir tilboð sitt hefir full-
trúi Marconi-félagsins ekki sent
oss þessi skeyti, né nein önnur
síðan 1. þ. m.J
Sakhalin er mikil, frjósöm og
málmauðug ey með ágætum fisk-
veiðum, og liggur norður frá
Japan. Japanar áttu hana áður,
en urðu að sleppa henni við Rúsa
á öldinni, sem leið, eins og »Rvík«
heíir áður um getíð og Ijósara er
af sagt í ævisögu Mutsu-hito’s
Japanskeisara í Alman. Þjóðv.fél.
fyrir 1906.
Skeyti þessi sýna oss ljóslega,
að í þessum mánuði hafa ýmis
merkistíðindi orðið, sem ekki hafa
borist hingað með Marconi-skeyt-
um. Fleiri merki þess munu
glögglegar sjást, er póstskip nú
kemur með útl. blöð.
„Fónninn“.
Þótt blöðin hafi ekki um það getið,
hefir Reykjavík fyrir nokkrum mán-
uðum fengið telefón. Að bærinn
fékk þetta hagræði svo snemma, má
þakka þeim herrum kaupmönnunum
Ásgeir Sigurðssyni, Ben. S. Þórarins-
syni, Jes Zimsen konsúl og Jóni
Ólafssyni (ritstj. þ. bl.). Þeir sóttu
fyrir meira en ári um einkaleyfi um
20 ár, til að halda uppi í Reykjavík
telefón-sambandi fyrir hvern sem
óskaði, með miðstöð. Bæjarstjórnin
tók málinu vel og mælti með því,
og sóttu svo þessir menn um einka-
leyfið og sendu umsóknina stjórnar-
ráðinu. En svo liðu vikur og svo
liðu mánuðir, að þeir fengu ekkert
svar. Loks kom það á daginn, að
nokkrir embættismenn í ráðaneytinu
höfðu tekið höndum saman við
nokkra aðra bæjarmenn um, að stofna
annað telefón-félag og skrifuðu þeir
stjórnarráðinu og „buðu betur“ (?).
TJpphaflegu umsækjendurnir höfðu
áskilið sér, að setja afnotaverðið fyrir
hvem telefón-áskrifanda „alt að 4kr.
um mánuðinn" (þar með alls ekki
sagt, að það gæti ekki orðið minna),
og áskilið sér „alt að 1 ári“ til að
hafa komið fónasambandi á fyrir alla,
er óskuðu. Þessi tímafrestur var á-
skilinn til varúðar, ef ófyrirséð slys
kæmu fyrir; en 'annars var ætlun
þeirra, ef ekki hefði staðið á leyfinu,
að lúka leggingunni fyrir haustið.
Nýja félagið bauð nú, að taka að
eins 3 kr. á mánuði af áskrifanda
hverjum fyrir afnot fónsins, og að
hafa lokið legging hans fyrir Jól eða
Nýár síðastl. Og þeir vóru fúsir á,
að gera þetta einkaleyfislaust, ef að
eins hitt félagið fengi ekkert einka-
leyfi. Ráðherrann átti viðtalsfund
við forgöngumenn beggja félaganna í
sameining, og kom þá í ijós meðal
annars, að einkaleyfisbeiðendurnir
höfðu á áætlun sinni bronsiþráð milli
alira notenda fónsins, en nýja félagið
járnþráð. Þar endaði svo, að stjórn
nýja félagsins bauð hinum, að hætta
við alt saman, ef þeir vildu taka
við af sér og koma fónsambandi á
með sömu kjörum (o: 3 kr. um mán-
uðinn). Hinir liöfnuðu því og vildu
heldur ekki gerast hluthafar í nýja
félaginu; þótti áætlun þess ölJ ó-
tryggileg. Við þetta gengu einka-
leyfisbeiðendurnir úr sögunni.
Nýmyndaða félagið fór svo að fram-
kvæma verkið. Það tók þó það ráð,
að hafa bronsiþráð um miðbæinn
(þar sem minst þörf var á honum),
en járnþráð annars (þar sem fjar-
lægðir vóru mestar og því mest þörf
á bronsiþræði).
En svo komu Jól, svo kom Nýár,
að enginn fónn kom neinstaðar. —
Þeir sem höfðu skrifað sig íyrir fón-
sambandi, fóru að spyrjast fyrir um,
hvenær fónsamband milli áskrifenda
kæmist á. Þeim var gefin von um
það 1. Febrúar. Svo kom sá dagur,
en alt var jafn nær. Þá var gefin
von um 15. Febr. En þá fór eins.
Svo átti alt að vera orðið gott 1.
Marz. En þá fór enn á sömu leið.
Það var víst komið fram i Apríl (?),
er miðstöð var opnuð, og þá var enn
svarið, við annan hvern mann, sem
maður hringdi upp, að hann væri
enn ekki kominn í samband. Það
var komið fram í Maí, er 100 áskrif-
endur vóru komnir í samband. Og
nú í miðjum Júlí er ekki lengra
komið enn. Félagið var svo skamm-
sýnt, að taka ekki í upphafi nema
100 lykla skiftiborð, svo að það gat
ekki fulJnægt nema 100 áskrifendum.
En áskrifendatalan var orðin meiri
áður en fónsambandið byrjaði. Nú
hafa þeir áskrifendur, er síðar komu,
beðið mánuðum saman eftir að fá
fónsamband. Þeim hefir þessa tið
verið sagt, að nýtt skiftiborð kæmi
„með næsta skipi“. En það „næsta
skip“ er ókomið enn. Hvenær það
kemur, má drottinn vita.
Félagið skýrði frá, meðan það var
að bola burtu einkaleyfisbeiðendurna,
að það ætti að eins að kosta 3. kr.
um mánuðinn að vera í fónsamband-
inu. Nú hafa allir áskrifendur fengið
10 kr. reikning að auki fyrir áhaldið
(fóninn). Hvort það gjald er eitt sinn
að eins eða árgjald, vitum vér áskrif-
endur ekki.
Og heyrt höfum vér frá þeim, er
vita mættu (hluthafendum), að félag-
ið þykist nú ekki hafa nægan hagn-
að, eða jafnvel ekki standa sig, og
muni hafa í huga að hækka mán-
aðargjaJdið.
Auðvitað er félagið ekki slmldbund-
ið um nokkurn skapaðan hlut; það
getur fært upp kostnaðinn eins og
því sýnist, af því það er einkaleyfis-
laust og engum skilyrðum bundið.
En á hitt reiða þeir sig, og lík-
lega með réttu, að þeir sem hafa
fengið fón og reynt þægindin við hann,
muni ekki vilja missa af honum, þétt
félagið bregði orð við þá og hækki
gjaldið.
En ýmsa lærdóma má draga af
þessari reynslu eins og mörgu öðru.
„Ávalt að ljúga“.
„Lengi og fífldjarft Jjúgið þið:
loðir œtíð nokkuð við“.
Samkvæmt lífsreglu sinni laug
aðal-málgagn lyginnar því á ráðherr-
ann, að hann hefði á þingmálafundi
Reykjavíkur „játað því“, að hann
hefði farið „utan við lögin“ í sam-
ningi sínum um ritsímann. Þetta hefir
svo málgagnið með venjulegri ósvífni
endurtekið viku eftir viku síðan, og
aðstoðarmálgögnin hafa trúlega berg-
málað lygina, svo að þess má vænta,
að með atfylgi 5 blaða hafi tekist að
koma henni inn á annaðhvert heimili
á landinu. Af þeim má búast við
að nokkur sé þau, fleiri eða færri,
sem ekki sjá önnur blöð, og er það
nokkur vorkunn, þótt einhverjir af
þeim lesendum yrðu til að trúa lyg-
inni.
Því að lygi er það auðvitað.
Ráðherrann sagði að eins um það,
er honum var borið á brýn, að haun
hefði brotið lögin með því að ákveða,
að sæsíminn kæmi á land á Aust-
fjörðum, að þessi ásökun væri sér
óskiljanleg, þar sem núgildandi fjár-
lög álcvœðu eJcJcert um lendingarstað-
inn; hitt hefði þó verið sJciljanlegra,
ef ræðumaður hefði sagt, að þessi
ákvöiðun væri „utan við lögin“, þar
sem þau snertu hana alls ekki. —
En jafnframt benti hann á, að þar
sem fjárlögin veittu féð til sæsíma-
lagningar „til íslands" án þess að
ákveða staðinn, þá lægi það í hlutar-
ins eðli, að þar með hefði stjórninni
verið í sjálfsvald sett að ákveða lend-
ingarstaðinn, og stjórnin hefði, er
hún gerði það, farið eftir aftur og
aftur úttöluðum vilja fyrri þinga.
Wætcriiianns lindarixMinai*
eiga engan sinn líka.
Jón Olafsson.
l»andshornarma milli.
Prcstsetur brunnið. 2. þ. m.
brann bærinn á Melgraseyri í ísafjarð-
arsýslu. Búshlutir brunnu þar inni
og matvæli og embættisbækur presta-
kallsins. Bærinn var vátrygður fyrir
1500 kr. Timburhús var rétt við
bæinn og tókst að verja það.
Maður fyrirfðr sér, skar sig á
háls, í Dýrafirði fyrir skömmu, Krist-
ján Kristjánsson frá Lambadal, um
sextugt; hafði verið veiklaður á geðs-
munum um tíma.
lfafís er sagður nokkur á Húna-
flóa, en þó eigi meiri en svo, að
Skálholt komst klaklaust leiðar sinnar.
Það kom hingað í gærmorgun.
1l\c\>Iija\nh Oðorcní).
Bðkmentafélagsfundur. Aðal-
fundur Reykjavíkurdeildarinnar var
haldinn 8. þ. m.
Frá félaginu hafa í ár komið þess-
ar bækui: Skírnir, Fornbréfasafn og
Sýslumannaævir.
Samþykt var að gefa út þjóðlaga-
safn Bjarna prests Þorsteinssonar, svo
framarlega sem til þess fengist styrk-
ur úr annari átt, sem deildin teldi
nægilegan; eða þá að gefa ritið út í
heftum á 5—8 árum; en hvorttveggja
með því skilyrði, að höf. áskilji sér
ekki ritlaun að svo komnu.
Kristján Jónsson var endurkosinn
forseti með 56 atkv.; sr. E. Briem
fékk 27. Fóhirðir og bókavörður
endurk.: G. Zoega og Morten Hansen.
Skrifari kosin Haraldur Níelsson cand.
theol. Varaembættismenn allir endur-
kosnir. Endurskoðunarmenn lcosnir:
Sighv. Bjarnason bankastjóri og B.
Ólafsson augnlæknir.
Fundurinn var fjölmennur, en ekk-
ert kapp um kosningarnar.