Reykjavík

Útgáva

Reykjavík - 02.09.1905, Síða 3

Reykjavík - 02.09.1905, Síða 3
REYKJAVÍK 163 órækust sönnun þess, að ekkert tilboð liafi til verið frá Frakklandi. Á uppdrætti þeim sem prentaður er hér að framan, má sjá, hvernig landsíminn á að liggja, sá er Al- þingi veitti fé til í sumar. Sá er tilgangurinn, að alls Aerði 18 símastöðvar á fyrsta ári á land- inu, að meðtöldum lendingarstað símans og Reykjavík. Auk þess á fjöldi sveita á landinu kost á, að leggja álmu til sín út frá aðal- símanum, margar með mjöglitlum kostnaði. Þetta kemur fjölda héraða um endilangt land að notum. Og notin fara vaxandi ár frá ári eftir því sem álmur færast ut um sveitir frá aðalsímanum. Hvað koxíar símiim oss ? Vér eigum hér bæði' við land- símann og sæsimann — sambandið bæði innanlands og milli landa. 35000 kr. árlega í 20 ár eigum vér að leggja til sæsímans (en fá aftur 300,000 kr. eitt sinn fyrir öll til landsímans). 18(5,000 kr. kostar landsímalagningin oss að auk. Það svarar sem næst til 14,000 kr. ár- gjalds í 20 ár. Rekstur og viðhald kostar oss 38,000 kr. á ári. Árskostnaður landsins þessi 20 ár verður þá: 35,000 kr. 14,000 — 38,000 — 87,000 kr. Þar frá dragast árstekjur 20,000 — Eftir 67,000 kr. á áiá. Þetta er minna en vér borgum árlega að eins til Búnaðarfélags íslands og annara búnaðarfélaga, þótt ekki sé þar meðtalin greiðsla til Bíl. ísl. til mjólkurkenslu. Það verður svo sem þriðjungur þess sem landssjóður greiðir árlega til verklegra fyrirtækja. Sjávarútvegurinn einn greiðir landssjóði árlega um 65,000 kr. í útílutningsgjald af íiski og lýsi. Þessi eina tekjugrein af einum atvinnuvegi borgar allan ritsíma- kostnaðinn. Vér höfum ráð á að drekka svo mikið áfengi árlega, vér íslendingar, að tollurinn einn afþvi (143,000) er meira en tvöfalt það sem rit- síminn kostar oss bæði innanlands og til útlanda. Vér eyðum svo miklu tóbaki ár- lega, að tollurinn einn af því er jafnliár áfengistollinum — hvor þeirra um sig 2^/s sinnum hærri árlega, en kostnaðurinn við ritsím- ann. Athugið þessar tölur og hugsið út í, livað þær þýða. Þær sýna, á hverju vér höfum ráð og kveinkum oss ekki við. Það skal djörfung til að tala um á eftir, að vér höfum ekki ráð á ritsimanum. Ósannindi og þvættingur „ísafoldar“ enn einu sinni. I virðulegu blaði sínu 23. þ. m. ber ntstjóri, Björn Jónsson, á borð fyrir lesendur sína grein, sem hann kallar »Enn óhæfan milda,« og segir hann þar svo frá, að umræðurnar um rit- símamálið í efri deild alþingis hafl verið skornar niður, þegar meiri hlut- anum (heimastjórnarmönnunum) þótti nóg komið, og hann var orðinn orðlaus. f'elta eru helber ósannindi. Nokkrir þingmenn úr báðum flokk- um báðu um, þegar komið var langt fram á nótt, að umræðunum yrði hætt; heimastjórnarmennirnir tóku þó þegar aftur þessa beðni sina, en þá var beiðnin jafnharðan tekin upp eða endurnýjuð af minnihluta mönnum eða flokks- bræðrum ritstjórans sjálfs. Þess skal þó getið, að þegar að þvi var komið að bera tillöguna eða beiðnina undir atkvæði, þá tók einn heiðendanna það fram, að framsögumaður og ráðherrann fengju að taka til máls ef þeir vildu. Það kom aldrei til þess að þörf yrði á því að hera þessa beiðni undir at- kvæði eða nota hana, því að fleiri báðu þá ekki eða höfðu beðið um orðið; því vóru umræðurnar alls ekki »skorn- ar niður« og sízl af hálfu heimastjórnar- manna. Fyrirsögn greinarinnar áþannigbezt við um framkomu ritstjórans sjálfs. Á öðrum stað í sama tölublaði er ritstjóri þessi að reyna til að vanda sínum að óvirða mig. Um það að þýða og skiljalög og þingsköp alþingis, sérstaklega, dettur mér ekki í hug að þrátta við hann; ég virði alt hjal þessa langlesna lögfræðings hér að lútandi að vettugi. Eg minnist á þetta atvik út af þvi að honum hefir heldur eigi tekist að segja satt, þar sem hann skýrir svo frá, að ég liafi liaft rangt fyrir mér í því, að þingmaður sá, semhann ávið, hefði talað. þrisvar í fjárlagamálinu við 2 umræðu í efri deild. Þetta eru ó- sannindi, því þingmaðurinn hafði ein- mitt taíað tvisvar í því máli, sem var til umræðu, og var þingmaðurinn flokks- bróðir minn. Ritstjórinn hefði víst ekki leitt hjá sér að nefna þingmann- inn nafni, hefði einhver flokksbróðir hans átt í hlut; honum hefði víst orðið matur úr því. Eg sésjaldan eintak af »ísafold,« sem ekki eru ósannindi í eða einhver rang- færsla, og ég furða mig á því, að alt ósanninda hjal ritstjóra þessa skuli ganga í marga landsmenn; þeir hljóta þó oftsinnis að hafa rekið sig á ósann- indi og þvætting i þessu blaði. Reykjavik, 25. Ágúst 1905. J. Havsteen. Odýrust handsápa hér á landi er ekta Coeossápa frá Sápu- verkinu í Reykjavík. Að eins 4 0 a u r a pd., 8 a u r a stykkið. Fæst víða'um bæinn. Þvolð ykkur mt! hngmenska lögð niður. Ég skilaði þingmensku-umboði mínu sem konungkjörinn þingmaður aftur í hendur ráðherranum þann 29. þ. m. Hví gerði ég það? Það get ég sagt, og þótt ég enga, laga-skyldu hafi til að gera neinum grein fyrir þvf, þá finst mér það vera siðferðisleg skylda mín gagnvart sjálf- um mér, gagnvart konunginum og ráðherranum, og gagnvart sjálf- stjórnarflokki þingsins, að gera það, af því að svo margar rangar getgátur og lygasögur hafa komið á sveim um það. Ég skal þá fyrst lýsa yflr því, að ég er jafn samdóma stefnu stjórnar- innar yfir höfuð nú, eins og þegar ég tók við kosningu; ég er eins per- sónuiegur vinur Hannesar Hafsteins eins og ég hefi verið hverja stund síðan við fyrst, kyntumst ungir (ég þrítugur og hann 19 ára), af því að ég hefi frá fyrsta sífelt þekt hann sem sama góðan dreng og góðan ís- lending, sem ég veit, að fyrr legði líf og velferð í sölurnar, heldur en að gera víss vitandi tjón fósturjörð sinni. Þar næst skal ég lýsa yfir því, að við íorsbta efri deildar hefi ég aldrei átt í ágreiningi. Ég hefi reynt hann þar sem annarstaðar þann réttsýna vandaða mann, sem erigum vill rangt sera, hvorki vinum né mótstöðu- mönnum. í þriðja lagi vil ég lýsa yfir því, að ég skýt því til vitnisburðar sam- fiokksmanná minna í Efri deild, hvort ég hafi ekki verið þar samvinnuþýður flokksmaður og fús að leggja eigin hagsmuni í sölur fyrir samheldi í flokknum—engan ágreining haft við þá. Með þvi _ vona ég sé vísað á bug aðdróttun ísaf. og FjJc. um, að til- efni þingmensku-afsölunar minnar hafi verið nokkur „hvalfjöru skifti" á þingi. -—- Tvö iaunuð störf átti Efri deild í að kjósa; annað var endur- skoðarastarfið, og ég iýsti yfir því á flokksfundi, að til þess starfs greiddi ég atkvæði hverjum þeim manni, sem fiokkurinn annars vildi til þesskjósa, og oss væri vanzalaust eða ámælis- laust að kjósa. Hitt starfið var gæzlustjórastarfið við Landsbankann, og var ég, eins og aðrii flokksbræð- ur mínir, á því að endurkjósa Krist- ján assesor til þess. Enginn annar kom þar til mála, og mér hefir aldrei til hugar komið að leita kosningar til þess st-arfs. Ég hefi þá borið til baka allar ó- sannar sögur, er mér hafa borist um þetta tilefni. Ég skal þá skýra frá sönnu og einu ástæðunni. Þingið samþykti að kjósa skyldi 3 menn í nefnd til ráðaneytis stjórninni um bygging landsbókasafns-húss. Sameiginlegur flokksfundur beggja deilda átti að koma saman kl. 7 síðd. 28. þ. m., til þess meðal annars að koma sér saman um þessa menn. Fundarboð kom til mín kl. 7 og 5 mín. og ég og allir Ed. menn sátum þá á þingfundi (til kl. 8). Þá er við Ed.-menn komum á fund, var verið að taka fyrir annað mál. Og svo var fundi slitið seint um kvöldið, að á þetta mál var ekki minst. Er ég fór af tundi og spurði mann um það, frétti ég fyrst, að því hefði verið ráðið til lykta áður en við Ed.-menn komum, og að eins að nokkrum Nd.-mönnum við verandi. Mér var sagt, að ráðherrann hefði haldið því fram, að fá mig kosinn í nefndina, en að hann hefði ekki fengið því framgengt sakir sterkrar mót- spyrnu tveggja manna. Nú er það öllum vitanlegt, sem annars hafa nokkra hugmynd um, hvað um var hér að ræða, að eng- inn maður í flokki vorum, enginn maður á Alþingi, enginn hér á landi hefir nokkru sinni séð eða komið inn fyrir dyr í nokkurri bókhlöðu, sem reist er eftir nútíðar-kröfum, nema ég einn. Ég hefi verið starfs- maður (deildarstjóri) í þeirri bókhlöðu, sem fyrst var reist eftir inni nýju nú tíðkuðu aðferð, sem öll síðari bóka- safnshús eru að mestu leyti sniðin eftir (og frá báðum þeim bóksöfnum, sem ég starfaði á, hefi ég sæmdar- fylstu vitnisburði yfirbókvarðanna). En hvort sem annars sérþekking mín á þessu máli hefði verið meiri eða minni, þá var ég og er blátt á- fram eini maðurinn hór, sem nokkur þekkingarskiJyrði hafði til brunns að bera. Þetta máttu allir þingmenn vita. Að kjósa mig ekki í þessa nefnd, var meira en vantrausts-yflrlýsing frá flokksbræðrum mínum (þeim sem því réðu) — það var asna-spark í mig, sem ég þykist ekki hafa átt skilið. Hefði nefnd þessi átt að fjalla um heilbrigðismál eða sóttvarnir, og Guðm. Björnsson ekki verið i hana kosinn, hefði engum dulist, að það hefði þýtt spark frá þeim flokks- mönnum hans, er því réðu. Sama er hér um mig. Það vaiv enginn vegsauki að vera í þessari nefnd, því síður arðsvon að því að fá að eyða dýrmætum vinnu- stundum fyrir ekkert endurgjald, að eins til að reyna að gera ofurlítið gagn. Þess má ég vel geta, að hr. Hannes Hafstein gerði alt, sem í hans valdi stóð, til að fá mig til, að hætta við að leggja umboð mitt niður. Hann óskaði þess víst sízt allra manna. Það sem ég hér hefi frá skýrt, er eina orsökin til þessa tiltækis míns. Ég veit, að margir beztu vinir min- ir álíta þetta barnaskap af mér (ég er nú hálfsextugt barn samt og ekki alveg lífsreynslulaust). Má vera. Eg vona. vér megum allir, er hér höfum hlut að átt, lifa nokkur ár enn. Tíminn á þá eftir að leiða í Ijós, hvorir auðnu bera til að vinna landi sínu og flokki meira gagn, þeir sem mig spörkuðu, eða ég. Sigri þeir mig í þeirri samkeppni, skal það engan meira gleðja en mig. Jón Olafsson. TRcqftjaviii oq cjt'cuo. Heim aftur, frá Ameríku eru ný- komnir hingað 8 íslendingar; Jón Hrafndal Júlíusson frá Fögrubrekku í Hrútafirði; Stefán Siggeirsson Skag- fjörð, ættaður úr Skagafirði, með konu sinni og barni, Þóra Jochums- dóttir, systir séra Matth. Jochumsson- ar og Guðm. Pótursson úr ísafjarðar- sýslu. Hertoginn af Orleans, sonarson- ur Lúðvígs Filipps Frakkakonungs og höfuðmaður Orleansættarinnar, kom hingað á Miðvikudaginn á heimleið norðan úr höfum. Tryggvc kongur, (Emil Nielsen) fór héðan áleiðis til útlanda þ. 22. Ág. með fullfermi af vörum. Með skipinu fóru um 20 farþegar, þar á meðal:

x

Reykjavík

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.