Reykjavík

Eksemplar

Reykjavík - 16.09.1905, Side 2

Reykjavík - 16.09.1905, Side 2
170 REYKJAVÍK „í:,jóðræðis“-bragð. Þing-iæfái er það sem vér þráðum mest, íslendingar, eins og aðrar þjóðir. Því að hvað er þing-ræði? Þingræði er það, að konungur hafi þá eina menn til ráðaneytis sér, þá eina stjórn, sem er í samræmi við, eða hefir stuðning af, meiri hluta fulltrúa þjóðarinnar, þ. e. meiri hlut.a löggjafarþingsins. Eins og „sjálfræði" þýðir það, að maður ráði sjálfur, „einræði" það, að einn ráði, eins þýðir þingræði það, að þingið ráði. En þingið er skipað fulltrúum þjóðarinnar, þeim einu lögmætu full- trúum, sem hún á. Því er þingTæði hjá oss sama sem þjóð ræði. Að tala um annað þjóðræði í þessu landi, er að eins tál og blekking. Það eru tii 'órfá lönd, sem hafa það fyrirkomulag, að þjóðin getur á löglegan hátt látið í ijós vilja sinn á annan hátt, heldur en fyrir munu sinna kosnu fulltiúa á þingi. Það er aðailega í Sviss að þetta á sér stað, þannig, að bera má undir at- kvæði þjóðarinnar (á sama hátt sem atkvæðum er hagað við þingkosning- ar), hvort hún vilji láta lögleiða hitt eða þetta, eða hvort hún vilji að þessi eða hin laganýmæli s'é látin haldast í gildi. Þessu er þá jafnan þannig hagað, að hver kjósandi greiðir atkvæði á seðli, annaðhvort „já“ eða „nei,“ og annað ekki. Þetta heíir gefist slysalaust í Sviss- landij en sú hefir þó oftast reyndin á orðið, að atkvæði þjóðarinnar hefir gengið i afturlialds-stefnuna. Annarstaðar í Norðurá’fu mun ekkí slíkt vera í lögum, og í Svisslandi þarf mjög mikill fjöldi kjósenda að heimta slíka atkvæðagreiðslu, ef hún á fram að fara. Meinsæris-keisarinn alkunni, Napó- leon þriðji, hólt mikið upp á þessa aðferð, því að hann fann, að hún var hverjum skrílæsingamanni greiður vegur til að ónýta þingræðið — greið- ur vegur til að grafa fætur undan fulltrúum þjóðarinnar og gera þá að viljalausum leikbrúðum. En hvað sem um það er, þá er þessi vegur ekki lögleiddur hjá oss. Hjá oss hefir þjóðin að eins einn veg til að láta löglega í ijós vilja sinn, og það er með því, hvernig hún kýs sér fulltrúa á þing. Auðvitað geta kjósendur á fund- um eða með skriflegum ávörpum látið þingmönnum sínum vilja sinn í Ijós. En eins og menn vita, þá er hver þingmaður eiðbundinn til að fara eftir sannfæring sinni í hverju máli, en ekki bundinn við vilja kjósenda. Alt um það má við því búast, að hver þingmaður vilji taka sem mest tillit til vilja kjósenda sinna í þeim málum, sem þeir (kjósendurnir) geta haft nokkurn skynsamlegan rökstudd- an vilja um, og svo framt, að nokk- ur vissa sé fyrir, að kjósendurnir hafi sjálfir látið þann vilja í Ijósi frjáisir og óneyddir. En það vita allir, og þjóðin hefir viðurkent það, með lögum um heimul- legar kosningar til Alþingis, að sjálf- stæði manna er svo oft misboðið, að þörf er á að tryggja það og vernda. Þetta er gert með ákvæðunum um, að kosningar skuli vera heimullegar — hver maður geta látið vilja sinn í ijós, án þess að neinn geti haft vitneskju um, svo að enginn geti látið hann gjalda þess, hversu hann greiðir atkvæði. En það sjá þó allir, að eigi kjós- andinn að geta látið í ijósi vilja gagnstæðan því er hann áður hafði og einnig gagnstæðan trausti því er hann lót þingmanni sínum í ljós með kosning sinni, þá hlýtur að þurfa að tryggja jafn-órugglega, að kjós- andinn njóti fulls sjálfstœðis síns við þá at.höfn. Annars er hún einskis virði. En siíku er ekki að heiisa, þá er einhver og einhver, sem þingaðurinn ekki þekkir, skrifar upp nöfn 10 — 20 —30 búenda í hreppi undir áskorun, vottalaust og án þess að nokkur vissa sé fyrir, að þeir sem undir eru skrif- aðir, hafi svo mikið sem séð skjalið, hvað þá heldur heimilað nafn sitt undir það — og sízt að það sé með fúsum vilja og af sannfæring gert. Þó að nú úr einu einasta af öll- um kjördæmum landsins hafi komið fram skjöl gegn ritsímalagningunni rneð nöfnum meiri hluta kjósenda undir — svona til fengnum, sem að frainan er lýst og á er minst einnig á öðrum stað í þessu blaði, — hvað er þá auðið að leggja upp úr því? Ekki er einu sinni auðið að byggja með neinni vissu á því, að meh i hluti kjósenda í þessu eina kjördæmi só móthverfir því máli. Tiltöluiega fáir menn hafa skrifað nöfn sín sjálfir undir þau skjöl; um hávaðann er alls engin vissa, fyiir, að þeir hafi séð eða lesið skjölin, sem nöfn þeirra eru undir, því síður að þeir hafi heimilað nöfn sín undir þau. Og af þeim, sem undir skrifuðu eða heimil- uðu nöfn sín, er það nú víst, að marga sáriðrar eftir að hafa látið ginna sig til þess að vanhugsuðu eða óhugs- uðu máh. Ekki er nú vakurt, þótt riðið sé. En því fjarstæðara er, að ætla að gera úr þessu almennan þjóðarvilja. Þjóðræði er þingræði. Þingræðið er frelsið — sjálfstjórnar- rétturinn. En þingræðið er réttur, sem í engu landi, hjá engri þjóð í heimi, hefir á komist með lögum eða er trygt með lögum. Það er liyggileg viðleitni þjóðanna, sem hvervetna hefir komið því á, og það er venjan, sem tryggir það og festir — kemur hefð á það. Og þessi venjunnar hefð verður með tímanum öllum Vógum öftugri. Hver sá hluti landsmanna, sem gerir tilraun til, að fá konungsvaldið til að fara í stjórnarathöfn sinni gagn- stætt vilja þingsins, hann sýnirþing- rœðinu hanatilrœði. Þetta óheilla-níðingsierk viðþjóðina er ,,Þjóðræðis(!) flokkurinn," „fram- sóknarflokkurinn," ísfyldingarnir, Yal- týingarnir, eða hvað þeir heita, ein- mitt nú að reyna að drýgja. Þeii eru nú að útbreiða um landið prentað ávarp til konungs og safna undirskriftum undir það, en ávárpið fer fram á það, að konungur synji staðfestingar ritsímalögum síðasta þings. Yeslings-einfeldningar sumir hafa skrifað undir þotta í þeirri trú, að þetta væri lög um að leggja ritsima til landsins og yfir það. Þeim var sagt, að þeir afstýrðu þeim ófögnuði, ef, þeir skrifuðu u ndir. Þeir hafa ekki vitað, að málið um lagning rit- símans er óafturkallanlega útkljáð má\, og að rifsímalögin, sem þeir biðja nú konginn í guðs bænum að staðfesta ekki, hafa engin áhrif áþað. Þau eru um það, að veita landinu forgangsrétt fyrir einstaklingnum til ritsíma og talsíma lagningar um iand- ið, um rótt og skyldur landeiganda gagnvart símalagningum; um að starfsm'enn við símana eigi að gæta þagnarskyidu um skeyti o. s. frv.. Um þet.ta er nú ekkert að segja. En hitt, að biðja konung um, að synja staðfestingar lögum Alþingis, -—• það er hanatilræði við alt þing- ræði.1 Og þeir menn, sem þennan póiitíska stórglæp drýgja, blygðast ekki að nefna sig þjóðrœðis-menn !!! Svo svartur blettur heflr ekUi fallift á sögu íslands síðau Cri/. ur l>o rvaldsson myrti Snorra Sturluson og sveik iamlið undið útlent vaid. Alþing'i 1905 lauk 29. f. m. — Það hefir verið ið mikilvirkasta eða afkastamesta þing síðan landið fékk sjálfsforræði 1874. Aldrei hefir sá hluti þingmanna, sem á annað borð starfar nokkuð á þingi, haft jafnmikið annríki allan þingtímann. 59 lög eru árangur þings þessa, sum smávægileg að vísu, en mörg líka mjög merkileg. Stjórnin lagði í þingbyrjun fram 1) Fávizkan er hér ósvífninni jöfn, að ætla konungi að hann sinni slíku — og það um lög, sem hann hefir látið leggja fyrir þingið frumvarp til, frumvarp, sem þingið samþykti orðrétt að öllu verulegu. 40 konungleg frumvörp (stjórnarfrv.), sín 20 fyrir hvora deild Alþingis. Af þessum frumvörpum náðu 35 fram að ganga; eitt (um þingsköp Alþingis) tók ráðherrann aftur, af því að nefndin í málinu samdi annað frumvarp, er að vísu í öllum aðal- atriðum bygði á stj.frv.inu, en var að orðfæri og efnisniðurskipun svo breytt, að handhægra þótti að ræða það sem nýtt frv. í raun réttri má telja það sem 36. frv., sem fram náði að ganga á þingi. 2 stj.frv. urðu óútrædd sakir ann- ríkis þingsins og ins nauma starfs- tíma þess, bæði stórmál (um kosn- ingar til Alþ., og um fræðslu barna), 2 ein af frv. stjórnarinnar féllu —• annað i samein. þingi (um kennara- skóla) og skorti þar 1 atkvæði til að hafa fulla tvo þriðjunga allra þing- manna með. Það hefði þó orðið að lögum (fengið fulla 2/3 atkv.), ef einn þingm. hefði ekki lagt niður umboð sitt sama morguninn. Af öllum 40 frv. stjórnarinnar var' þannig að eins eitt, sem hafði meiri hlut þings á móti sór (frv. um gjald til landssjóðs frá sýslufólögum), enda var það frv. að voru áliti hvorki vel undirbúið né gekk í rétta átt. Þetta má kalla mjög góðan byr fyrir stjórnina — alveg óvenjulega góðan. Og þess er rétt að geta, að ekkí nokkurt eitt af þessum frumvörpum mun hafa fengið nokkurt eitt atkv. fyrir flokksfylgis sakir, heldur að eins fyrir það, að meiri hluti þingmanna var samdóma efni þeirra. Með öðrum orðum: inn góði byr stjórnarinnar á þingi stafaði af því, að stjórnin hefir yfirleitt verið í sam- ræmi við skoðanir meiri hluta þings- ins. Af þessum málum, sem stjórnar- frumvörpin hljóðuðu um, verður varla sagt, að meira en ein þrjú hafi verið gerð að flokksmáli: 1. ritsímamálið (12. gr. D fjárlaganna) og ritsíma og talsíma lögin. er stóðu þar í sambandi við; 2, bækkunin á aðflutningsgjaidi, og 3. lögin um innköllun seðla lands- sjóðs og útgáfu nýrra seðla, þótt undarlegt megi virðast, að andstæð- ingaflokkurinn skyldi gera það að kappsmáli, að vilja meina landsbank- anum að liafa (á sinn kostnað og iandssjóði alveg kostnaðarlaust) skifti á sínum flassastóru, ljótu, pappírsillu og því illnýtu, og í alla staði illa gerðu seðlum, og nýjum og betri seðlum í þeirra stað. Meðal merkustu stjórnarfrv. frá þessu þingi, er að lögum urðu, má (auk fjárlaganna og ritsímamálsins, sem að mestu er í þeim fólgið) nefna þessi lög: um geðveikrahæli; um forkaupsrétt leiguliða; um sölu þjóðjarða; ,um stofnun byggingarsjóðs; um sveitarstjórn;

x

Reykjavík

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.